Morgunblaðið - 26.01.1944, Síða 11

Morgunblaðið - 26.01.1944, Síða 11
✓ Miðvikudagur 26. janúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 ífí»ö YÍCKISAl/n? arann. Negrinn, sem skiptist á við Kurt að spila, kom inn í hvítum jakka. Hann teygði íanga horaða fingurnar þang- að til brakaði í þeim, settist síð- an við hljóðfærið. „Þarna er Frank“, sagði Ruth, löngu áður en Frank var kominn alla leið inn. Kurt Planke stóð í dyrunum og haíði ekki augun af Ruth. Þegar hann sá ljómann og hrifninguna og hina augljósu breyting á andliti hennar, er hún rjetti Frank hendina, gretti hann sig, eins og hann hefði gleypt pipar. Hann stakk þöndum í buxnavasana og gekk áð skenkiborðinu. „Afsakaðu, hvað jeg er seinn, Ruth litla“, sagði Frank. „Á- ríðandi erindagerðir eiga sök á því. Þetta er Morris", sagði hann og benti á ungan mann, sem hafði komið inn með hon- um. „Morris á að verða svara- maður þinn; ágætis náungi, Morrison. Maður gæti næstum haldið, að svo væri ekki, eftir útiganginum á honum núna að dæma“. Morris og Frank voru þreytu legir og hvít föt þeirra hrukk- uð. Hár Morris var of rautt og augu hans of blá; vindlingur hjekk á neðri vör hans, hvort sem hann talaði, hló eða drakk. Ruth tók í stóra, hrjúfa hendi hans. „Frank hefir sagt mjer svo margt um yður“, sagði hún. Morris gretti sig. „Tími til kominn að setja á hann hnappelduna", sagði hann. Hversvegna segja allir þetta? hugsaði Ruth. „Morris er frjettasnápur. Hann er þaulkunnugur á öll- um vígstöðvum. Hann segir að við fáum að kenna á því innan tveggja daga“, sagði Frank. • „Það er þegar byrjað“, svar- aði Morris. „Kínverjar hjer munu ætla að neyða Japani til að grípa til vopna“. „Kínverjar? Jeg hefi altaf haldið að Kínverjar væru hug- deigir“, sagði Ruth. „Einmitt! Þessvegna“, svar- aði Morris. „Tæpar fjórar þús- undir Japana hafa stigið á land enn sem komið er, og það eru miklu fleiri kínverskir her- menn — jeg skal jeta hattinn minn uppá að þeir eru ekki inn an við hundrað þúsund.“ „Þú átt engan hatt“, sagði Frank og þurkaði sjer um lóf- ana. „Ruth litla“, sagði hann síðan. „Jeg er hræddur um að ekkert geti orðið úr brúðkaups- ferð á bátnum. Mjer hefði þótt ákaflega gaman að því, en lest- irnar eru ekki til að reiða sig á núna“. „Kærðu þig kollóttann“, sagði Ruth. „Við getum bætt okkur það upp einhverntíma seinna“. „Það er einmitt það — seinna“, sagði Frank. Þau voru að tala um bát B. S„ sem var í Soochow Creek og sem þau höfðu ákveðið að fara í í brúð- kaupsferð um helgina. Frank leit í kringum sig. „Ekki sjer- lega upplífgandi — fáir á ferli“, sagði hann og ypti öxlum. Eng- in kom til þeirra. „Við verðum Qíklega að loka drykkjustof- unni í kvöld“, sagði hann. Ó- ljós forvitni rak dr. Hain til þeirra. „Eru þeir farnir að skjóta?“ spurði hann. „Ekkert alvarlegt ennþá, en við við fáum að kenna á því samt“, fullyrti Morrison. Augnablik fanst dr. Hain hon- um hann finna púðurlykt, hinn ógleymanlega brennandi þef, sem grúfir yfir vígvöllunum og borgunum, eftir loftárás. Púð- ur, blóð, óhreinindi, dauði og ótti v^ð hina dauðu. Frank tók undir handlegg hans og leiddi hann upp að skenkiborðinu. „Hvað vilt þú drekka, Ruth? Og þjer, læknir?“ Ruth sjelt fast í hönd Frank og horfði á hann alvörugefin á svip. „Jeg er þýrst“, sagði hún „Hvað á jeg að drekka?“ Frank íhugaði málið. „White Lady eða ginblöndu“, sagði hann. „Jeg mæli með White Lady“. „Jæja þá — White Lady“, sagði Ruth hlýðin. Tveir menn komu inn rjett í þessu, þó virt- ist drykkjustofan mannlaus. „Þakka yður fyrir, jeg ætla ekki áð drekka neitt núna“, sagði dr. Hain. „Wisky og sóda, tvöfaldan skamt“, sagði Morris. Báðir mennirnir höfðu þegar fengið sjer neðan í því, það sá Ruth greinilega. Frank brosti og deplaði augunum framan í hana. „Jeg verð næstum feginn þegar það byrjar. Það er svo mikið taugastríð að bíða eftir fyrstu sprengikúlunni“. „Skál“, sagði Morris og tæmdi glasið. „Skál“, sagði Ruth og dreypti á vínblöndunni. Kurt stóð á- lengdar og virti þau fyrir sjer. Neg'rinn ljek jass af frumstæð- ustu tegund á píanóið, skuggi Beethovens hafði yfirgefið drykkjustofuna. „Það er synd að ungfrú And- erson skuli vera siðvenjum háð“, sagði Kurt alt í einu að baki þeirra. Frank leit undr- andi við. „Hvað eigið þjer við?“ spurði hann. „Meira wisky“, sagði hann við skelikjarann. „Ef ungfrú Anderson væri ekki svona háð siðvenjum, myndi hún verða' ástfangin af mjer í stað þess að giftast reglu sömum og iðnum amerískum verslunarmanni eins og yður“, sagði Kurt hátt og í deilurómi. „Hún myndi reyna að draga mig upp úr skítnum, sem, eins og allir vita, er undirstaða Shanghaiborgar, í stað þess að lifa á amerískum útflutningi, plús tvö hundruð dollurum á mánuði“. „Hvað má bjóða yður að drekka?“ sagði Frank góðlát- lega. Hann var auðsjáanlega farinn að finna á sjer, og hann dró Kurt niður á stól við hlið- ina á sjer. „Gin og ekkert saman við“, sagði Kurt og lagði fæturnar á málmstöngina. Hann veifaði glasinu með uppgerðar hátíð- leika, „skál fyrir ungfrú And- erson“, sagði hann. „Fögur «em dögunin og dygðug sem ekkja trúboðans11. „Tvöfaldan snaps af Wisky“, sagði Morris. Drykkjustofan var ekki tóm lengur, þótt hún væri langt frá því að vera full. Þeir fáu, sem komu inn gerðu sjer leik að því að vera háværari en ella, eins og þeir vildu yfirgnæfa eitthvað, sem lá í loftinu. Dr. Hain beið, Kurt hafði steingleymt tilveru hans. „Meira gin“, svgði hann hátt. Eugen, yfirþjónninn hvíslaði að honum að tími væri kominn til fyrir hann að skipta. „Það vantar stemningu“, hvíslaði hann, og Kurt skelti upp úr. „Stemningu, hrópaði hann hlæjandi. „Ekki nema það þó! Stemningin er hjer eins og við fjöldajarðarför. Fáeinar rekur af mold og þar með basta“. Hann drakk glasið til botns og rjetti skenkjaranum það aftur. „Þú ættir ekki að drekka svona mikið, Kurt“, sagði Ruth áhyggjufull. „Hversvegna ekki, hv.u '■ vegna endilega ekki jeg, íriða snót? Hversvegna má jeg c«>i drekka eins og aðrir?“ spurði hann gremjulega. En alt í einu varð hann alvarlegur; hann setti glasið frá sjer og horfði beint framan í Ruth. „Kveiktu á ljóskeri og komdu með stóru lyklakippuna þína“, sagði piltur“, og komdu með mjer, hvert sem jeg fer. Það ér enn eftir heil klukkustund“. Piltur fór nú þar sem konungur hafði farið um nótt- ina, alt þar til er þeir komu fram á bryggjuna. „Þetta þýðir ekki, tíminn er liðinn, þú getur eins kast- að þjer í sjóinn“, sagði konungur. „Og enn eru eftir fimm mínútur“, sagði piltur og tók að rífa 1 stokkana og staurana á bryggjunni, svo húsið flaut upp. „Nú er tíminn liðinn, æpti konungur. „Komdu nú böð- ull minn og höggðu af honum höfuðið“. „Nei, bíðið svolítið“, sagði piltur“, það eru eftir þrjár mínútur enn. Komdu með lykilinn, svo jeg geti komist inn“. En konungur stóð og fálmaði og þóttist ekki finna lykilinn, bara til þess að tefja fyrir piltinum, og var með allskonar vífilengjur. „Fyrst þú hefir ekki lykil, þá get jeg opnað sjálfur“, sagði piltur, og svo sparkaði hann í hurðina, svo hún flaug í brotum langt inn eftir gólfinu. Konungsdóttir mætti honum í dyrunum og sagði að það væri hann, sem hefði bjargað henni úr tröllahönd- um, og hann vildi hún fá fyrir mann. Það fjekk hún og piltur giftist dóttur konungsins í Arabíu og var mikil veisla haldin, þar sem var bæði glaumur og' gleði. ENDIR. mo^qn/nJkajl '1 Lítill drengur var að lesa kvöldbænirnar sínar í lágum hljóðum. „Jeg heyri ekki til þín, góði minn“, sagði *móðir hans. „Jeg er heldur ekki að tala við þig, mamma/ svaraði snáð- inn. ★ Falleg stúlka: „Þjer hljótið að hafa sýnt fádæma hreysti og hugrekki að bjarga mjer, eins og þjer gerðuð?“ Slökkviliðsmaðurinn: „Já, jeg varð að slá fjóra aðra nið- ur, sem ætluðu að gera það“. — ★ „Hefirðu heyrt það, að Jói og Gunna eru trúlofuð. Það var alt ægilega rómó í sambandi við það“. „Nei, hvernig var það?“ „Hann bað hennar í strætis- vagni, og hún játaði honum í spítalanum“. ★ „Villi, jeg var að heyra, að þú hefðir verið í slagsmálum við annan strákinn í næsta húsi og gefið honum glóðarau^a“. „Já, en líttu á, bræðurmr þar eru tvíburar, og jeg sá að jeg varð að merkja annan þeirra til þess að geta þekt þá í sund- ur“. ★ „Hversvegna giftustu pabba, mamma?“ „Svo þig er farið að undra það líka“. „Jeg er hamingjusamur og alt það. Jeg vildi bara, að kon- an mín talaði ekki eins mikið um fyrri manninr. sinn eins og hún gerir“. „Vertu ánægður, mín er •. • af að tala um tilvonandi mann • inn sinn“. ★ Blómarósin kom með nýjanl hatt í bíó. Hún vildi helst ekki taka hann ofan, en vissi að þeir, sem fyrir aftan hana sátu, ^átu haft óþægindi af því. Hún sýndi manninum, sem sat næstur fyr- ir aftan þá sjálfsögðu kurteisi að spyrja hann um, hvort hatt'- urinn hennar færi ekki í taug- arnar á honum. „Nei“, svaraði maðurinn, „en hann fer í taugarnar á konunni minni. Hún hefir krafist þess, að jeg kaupi henni eins hatt“. ★ „Sigurður“, sagði yfirþjónn- inn, „hversvegna fór maður- inn, sem sat við borð nr. 5 svona skyndilega út?“ ^Hann settist þarna við borð- ið“, svaraði þjónninn, „og bað um pylsur. Jeg sagði honum að við ættum engar í augnablik- inu, en ef hann vildi bíða svo- lítið, sagðist jeg skyldi biðja matreiðslumanninn um að búa þær til.“ „Nú“, sagði yfirþjónninn, „og hvað svo?“ „Jeg fór út í eldhúsið þegar í stað, en þá vildi svo óheppi- lega til, að jeg steig ofan á skottið á hundinum og hann rak up aumkvunarvert væl. Maðurinn heyrði það og flýtti sjer út“. ★ Þjónninn: „Væri yður sama þó þjer borguðuð reikninginn yðar núna strax. Við erum að loka?“ Gesturinn: „Fari það bölvað, að jeg geri það. Jeg er ekki búinn að fá mig afgreidda enn- þá“. Þjónninn: „Nú, jæja, þá eru það aðeins drykkjupeningarn- ir. ★ „Jón, látið barnið ekki ná í blekið“. „Eh“. „Hai n er of ur.gur til þess að skrifa skáldsögur“. ★ Mamma: — Það er kominn tími til þess að þú farir að klæða þig. Það er langt síðan að fuglarnir vöknuðu. Tommi: — Það þykir mjer ekkert skrítið, ef jeg mjmdi sofa í hreiðri gerðu úr kvistum og stráum, er jeg hræddur um að jeg hefði vaknað eins snemma og þeir. ★ Kennarinn: — I hvaða or- ustu sagði Wolfe hershöfðingi, er hann heyrði, að hersveitir hans hefðu sigrað: „Nú dey jeg haming j usamur ? “ Jón: — Jeg geri ráð fyrir, að það hafi verið í síðustu or- ustunni, sem hann tók þátt í. ★ „Pabbi, má jeg spyrja þig einnar spurningar?“ „Já, auðvitað, drengur minn‘. „Hvar er vindurinn. þegar hann blæs ekki?“ ★ „Þú ert nógu sæt til þess að borða“, hvíslaði hann í eyra hennar. „Jeg er það“, svaraði hún fljótt, „hvert eigum við aÖ fara?“ ★ Dóttirin er að syngja fyrir foreldra sína. Mamma: — Finst þjer ekki Emilía syngja af tilfinningu?“ Pabbinn: — Jú, en jeg held nú samt að tilfinningamar sjeu ekki eins hræðilegar etns og þær hljóma. ★ Þegar eldsneytið þrýtur, slokknar eldurinn, og þegar enginn er rógberinn, stöðvast deilurnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.