Morgunblaðið - 26.01.1944, Síða 12
12
Stolið úr sjó-
reknum
ferðatöskum
MANNI, er var meðal far-
þega á m.s. Laxfoss, er skipið
strandaði, var tilkynt í gaér,
að farangur hans, tvær töskur,
hefði rekið á land i Orfirisey.
Hann fór þegar við annan
mann út í eyju til að sækja
töskurnar. — Er þangað kom
var honum bent á tvær tómar
töskur, er þar voru. Manninum
þótti einkennilegt, að töskurn-
ar skyldu vera tómar, en í ann
ari átti að vera 10 kg. af sykri,
.sem auðvitað var bráðnaður,
en í hinni átti að vera hattur,
skóhlífar og myndavjel, alt
nýtt. Hann aðgætti, hvort um
það gæti verið að ræða, að lás-
ihn á töskunum væri opinn,*
sem honum þótti þótti næsta
ólíklegt að opnast hefði af
sjálfu sjer, því lásinn var mjög
öruggur. Kom þá í ljós, að
taska sú, er í átti að vera hatt-
ur og myndavjel, hafði verið
rifin upp rjett hjá læsingunni.
Unglingar dæmdir
fyrir innbroi
og þjófnaði
FYRIR NOKKRU var frá
því skýrt hjer í blaðinu, að
rannsóknarlögreglan hefði náð
í pilta þá, sem frömdu innbrot
ög þjófnaði um áramótin. Það
voru aðallega tveir piltar, sem
gerst höfðu sekir um innbrot
og einn bílþjófnað, en íimm
aðrir piltar voru með beim í
nokkrum innbrotum.
' I gær voru tveir piltanna
dæmdir, í eins árs fangelsi
hvor. Dómarnir eru skilorðs-
bundnir, en svo er ákveðið, að
barnaverndarnefnd skuli hafa
eftirlit með piltunum næstu 5
ár, ákveða dvalarstað þeirra
Og störf og hafa eftirlit með
hegðan þeirra.
Þrír voru dæmdir í þriggja
mánaða fangelsi hver. Voru
þeir dómar einnig skilorðs-
bundnir.
Þessir piltar eru allir 17 og
18 ára. Tveir piltar, sem hjer
koma við sögu og eru 16 ára,
voru ekki dæmdir. Verða mál
þeima send til dómsmálaráðu-
neytisins til athugunar.
Hver vann happ-
dræffishús Laugar-
neskirkju?
HAPPDRÆTTISHÚS Laug-
arneskirkju er ekki ennþá
gengið út. Enginn hefir gefið
sig fram sem eigandi hússins
óg því fullkomin óvissa um,
hver eða hvar hinn rjetti eig-
andi er.
Það má gera ráð fyrir því,
að margir þeirra, sem freistuðu
hamingjunnar í happdrættinu,
hafi ekki ennþá gáð að því,
hvaða númer var á miða þeirra
eða miðum. Vonandi verður
okki langt að bíða þangað ail
handhafi miðans, sem er númer
71264, gefur sig framj
Sfærsfi flugbáfur heims
Stærsti flugbátur heimsins, bandaríkjaflugbáturinn „Mars’ er hjer á myndinni að lenda,
eftir að hafa flogið tæplega 9000 mílna vegalengd, hlaðinn þ ýðingarmiklum hergögnum. —
Hefir flugbátur þessi þegar sett mct, bæði í langfiugi og í þ vl að flytja mestan þunga, sem
flugvjelar hafa flutt. — Er búist við, að slíkir flugbátar ve rði mikið notaðir eftir stríðið.
frá Is-
landi í Life
NEW YORK. — I síðasta
vikublaði tímaritsins Life er
þremur síðum helgað mynda-
grein, ej; fjallar um „Þriðju og
bestu jól ameríska setuliðsins
á Islandi“.
I greininni er komist svo að
orði: „Aðfangadagskvöld voru
dyr Dómkirkjunnar í Reykja-
vík opnar upp á gátt fyxir her-
menn, er hlýða vildu á guðs-
þjónustu. Islenskur karlakór
heimsótti fjölda herbúoa og
hermennirnir buðu íslenskum
börnum á jólatrjesskemtanir.
Allir voru í besta jólaskaph .. .
Jólin voru meira að segja flutt
inn á einangraða staði, þar sem
varðsveitir, einangraðar vegna
snjókomu, hjeldust við. Jóla-
trjám og pósti var varpað nið-
ur til þeirra úr flugvjelum“.
Meðal myndanna voru þess-
ar: Herbúðir skreyttar jóla-
skrauti, jólaguðsþjónusta fyrir
Styrkúthlutun
myndlistar-
manna loki
■Á FUXDI Fjelags íslenskra
iityndlistiirnianna 1J. þ. m.
T’oru eí'tirfarandi meun kosn-
ir til ]tess að úthluta launum
til myndlistarmanna fyrir ár-
ið 1944: Jón Þorleifsson, Finn
ur Jónsson, Ríkárður Jónsson,
Þorvaldur Skúlason og Jó-
hann Rriem.
Þessir menn hai’a nú lokið
úthlutun launanna og skiptu
þeir fénu þannig:
Kr. JOOO.OO: Ásgrímur Jóns-
son, Ásmundur Svcinsson, Jó-
harmes Kjarval, Jón Stefáns-
son og Ríkarður Jónsson.
Kr. 1800,00: Finnur Jónsson
Ouðnnmdur Kinarsson, Gunn-
liðsins að syngja jólasálma
fyrir Svein Bjömsson ríkis-
stjóra, hermenn í B-17 flutn-
ingaflugvjel að kasta út jóla-
trjám og pósti niður til ein-
angraðra varðsveita, hermenn
að heilsa íslenskum börnum á
jólatrjesskemtun og íslenskur
karlakór að syngja í Nissen-
kofa á sj úkrahússkemtun.
hermenn í Dómkirkjtmm í ]aURUr pjöndal, Jón Þorleifs-
Reykjavík, söngflokkur setu
son óg' Kristín Jónsdóttrr.
Kr. 1200,00: Gunnlaugnr
Seheving, Jón Engilberts,
Mágnús Á. Árnason, Snorri
Arinbjarnar, Sveinn Þórarins-
son og Þorvaldur Skúlason.
Kr. 900,00: Kristinn Pjeturs
son.
Kr. 400,00: Guðmundur
Kristinsson.
Tveir flugkappar
farast
Tilkynt hefir verið, að Weight,
breskur flugliðsforingi, sem
sæmdur hafði verið mörgum
heiðursmerkjum, og sem skot-
ið hafði niður 25 óvinaflugvjel-
ar, hafi farist í flugslysi á S.-
Italíu á nýársdag síðastliðinn.
Var Weight sagður hafa verið
sjerlega snjall flugmaður.
Þýska herstjórninl tilkynti í
gær, að einn af frægustu næt-
urorustuflugmönnum Þjóð-
verja, Wilkenstein að nafni,
hafi farist í loftorustu, er hann
hafði grandað fimm breskum
fiugvjelum í. Fórst hann þann-
ig að bresk sprengjuflugvjel
rakst á flugvjel hans. — Tókst
Wilkenstein að lenda flugvjel
sinni, en ljest af af sárum og
meiðslum, er hann hafði hlotið.
Hitler hefir sæmt hann látinn
eikarlaufum við járnkrossinn.
Sagt er, að Wilkenstein hafi
verið búinn að granda 83 ó-
vinaflugvjelum, er hann fórst.
Brelar viðurkenna
ekki Boliviu-stjóm
LONDON í gær: — Eden,
utanríkismálaráðherra sagði
í dag, er hann svaraði fyrir-
spurn frá þingmanni, að breska
stjórnin viðurkendi ekki hina
nýju ríkisstjórn í Boliviu. Það
hefði verið ákveðið, að breski
sendiherrann, sem átti að fara
til La Paz, hætti við för sína.
í gær voru birtar fregnir
um að Bandaríkjastjórn myndi
ekki viðurkenna stjórn þá, er
nýlega tók völdin í sínar hend-
ur með byltingu í Boliviu. —
Síðan hafa níu ríki í Suður-
Ameriku lýst yfir því, að þau'
muni ekki viðurkenna Bolivíu
stjórn.
I ræðu, sem Eden hjelt í dag,
sagði hann, að það væru sendi-
menn Þjóf^yerja, sem hefðu
komið af stað uppreisninni í
Boliviu. —Reuter.
Miövikudagiir 26. janúar 1944
Uppreisn
í búlgarska
hernum '
London í gær:
FREGNIR frá Ankara herma,
að til uppreisnar hafi komið í
búlgarska hernum og dreifi-
brjef hafi verið send til allra
hermanna um að gera uppreisn
gegn yfirboðurum sínum. Það'
er ekki kunnugt, hve víðtæk
þessi uppreisn er.
í Búlgaríu ríkir nú hið
versta ástand og mikil hræðsla
meðal almennings vegna loft-
árása bandamanna á búlgarsk-
ar borgir. í Sofia, höfuðborg-
inni, eru fáir íbúar eftir. 15
þús. manns voru teknir hönd-
um þar um helgina. Éngum
manni er heimilt að láta sjá
sig á götu í Sofia, nema hann
hafi vegabrjef. I gær voru tveir
menn skotnir á götunni fyrir
AÐALFUNDUR Skíðafjelags Þá ema sök, að þeir voru vega-
Reykjavíkur var haldinn í brjefalausir.
fyrrakvöld. Öll stjórn fjelags- Flugvjelar bandamanna hafa
ins var endurkosin, en hana ^gert árás á Sofia, og ennfrem-
skipa: Kristján Ó. Skagfjörð ur á Mezdra' Hafa flugvjelar
formaður. Magnús Andrjesson'bandamanna ekki farið svo
Sijárri Skiðafjelags
Reykjavíkur endur-
varaformaður, Björn Pjeturs-
son ritari, Einar Guðmundsson
gjaldkeri og Kjartan Hjalte-
sted. í varastjórn eru: Jón Ól-
afsson og Stefán Bjarnason.
Á fundinum gaf formaður
skýrslu um starfsemi fjelagsins
á liðnu starfsári. í sambandi
við skála fjelagsins í Hvera-
dölum gerðist það merkilegast,
að skálinn var raflýstur og
hitalögn hans endurbætt. Kost
uðu þessar framkvæmdir fje-
lagið talsvert fje. Skálann
leigja nú þau Ingibjörg Karl-
dóttir og Steingrímur Karls-
son og hefir skálanum vegnað
vel undir þeirra umsjá.
Fleiri skíðaferðir voru farn-
ar á vegum fjelagsins á liðnu
ári en árin næstu á undan. —
Alls 25 skíðaferðir. Skíðafje-
lagið stóð fyrir Landsmótinu og
Thulemótinu síðastliðinn vet-
ur.
Fjárhagux fjelagsins stendur
vel, þrátt fyrir kostnað vegna
Skíðaskálans. Skuldlaus eign
fjelagsins er nú rúmlega 50
þús. krónur. 101 fjelagi bætt-
ist við á árinu og eru nú 630.
Að lokum gat formaður þess
í skýrslu sinni, að alt útlit væri
fyrir, að skíðaíþróttin verði
mikið stunduð í vetur. Því mið
ur á f jelagið í erfiðleikum
vegna bílaskorts, en trygt er,
að 120 manns geta komist með
fjelaginu á hverjum sunnudegi
og yerður unnið að því, að út-
vega bíla í viðbót.
langt inn á land fyr til árása
á búlgarskar borgir. Það voru
fljúgandi virki, sem hafa bæki-
stöð í Italíu, sem árásina gerðu.
■ ■
Geymarnir á Oskju-
hlíð hafa ekki fylsl
síðan á föstudag •
SÍÐAN á föstudag hefir ekki
tekist að fylla geyma Hitaveit-
unnar á Öskjuhlíð, af ýmsum
orsökum. Ekki hefir þó fund-
ist nein bilun á veitunni, og
taldi forstjóri Hitaveitunnar
víst, að geymarnir myndu vera
fullir í morgun, ef fólk hefir
farið eftir orðsendingu Hita-
veitunnar, er lesin var upp í
útvarpinu í gærkvöldi, um að
fólk lokaði fyrir heita vatnið.
Gjafir fil hjálpar-
slarfsemi skatf-
frjálsar í Svíþjóð
SÆNSKA stjórnin hefir,
eins og áður hefir verið frá
skýrt, veitt um 100 miljómr
króna til þess að leggja fram
til alþjóðlegrar hjálparstarf—,
semi eftir stríðið. Nokkru síð-
ar samþykti sænska þingið lög
um það, að undanþiggja alla
þá, sem upphæðir kunna að
gefa til þessarar starfsemi,
skatti af upphæðum þeim, sem
þeir leggja fram.
Forsætisráðherrann sagði, ér
hann mælti með frumvarpinu
á þingi, að alt yrði að gera,
sem unt væri, til þess að hvctja
fólk til að leggja fjármum til
slíkrai starfsemi.
Lög þessi eru fyrst og fremst
sett vegna hinna miklu pen-
ingagjafa, sem komið hafa í
Noregshjálpina sænsku, en til
miðs nóvembermánaðar s.l.
hafði verið gefið alls i þá söfn-
un um 20 miljónir króna, en
af því hafa 7% miljón verið
gefnar af sænskum fyrirtækj-
um síðustu mánuði, og var
þessi upphæð árangurinn af
sjerstakri söfnun, sem hafin
var meðal iðn- og verslunar-
fyrirtækja um alt landið.
Conningham fær nýja
stöðu.
London í gærkveldi. — Sir
Arthur Conningham flugmar-
skálkur, sem áður stjórnaði
flugher bandamanna við Mið-
jarðarhaf, hefir verið skipað-
ur yfirmaður 2. „tactical“ flug-
hers bandamanna, sem hefir
bækistöðvar í Bretlandi.
— Reuter.