Morgunblaðið - 28.01.1944, Page 11
Föstudagur 28. janúar 1944
MOEGUNBLAÐIÐ
11
• i
Schubert heldur einn hinna
ungversku dansa Brahms.
„Jæja?“ sagði Bobbie Russ-
ell.
„Jeg er að koma“, svaraði
Kurt um leið og hann lokaði
hljóðfærinu.
„Hvað vildi fónninn?“ spurði
Ruth í dyrunum. Frank horfði
á fana.æins og hún væri ’vofa.
„Síminn? Ekkert", sagði
hann.
XIV.
Helen sat í rúminu með
heyrnartólið í hendinni lengi
eftir að Frank lagði á. Orðin
sem þeim höfðu farið á milli,
láu enn í loftinu, eins grcini -
lega og þau væru skrifuð þar.
Erank, jeg þoli þetta ekki
lengur, jeg verð að hitta þig
einu sinni enn, aðeins í kvöli.
Þú verður að fá þig lausan. Jeg
þarf að tala við þig.
skrifa Anderson stelpunni,
brjef og segja lienni allan sann
leikann. Það er ómögulegt að
Frank taki hana fram yfir mig.
Hárið hennar, málrómurinn og ’
kjóllinn. Jeg myndi ekki einu
sinni vilja hana fyrir þjómastu-
stúlku, en hann vill kvænast
henni. Heimskulegt, hlægilegt,
fráleitt. Frank, hlustaðu á mig,
þetta er fráleitt. Ef jeg gæti að
eins talað við hann; ef hann
forðaðist mig ekki — þetta er
nóg til að gera hvern mann
’ brjálaðan.
Halló, halló, viljið þjer gjöra
svo vel og gefa mjer samband
við drykkkjustofuna aftur . .
[ Halló, viljið þjer ná í Frank
jTaylor í símann .... Frank
i Taylor, já, já, hr. Taylor ....
. Ha, hvað segið þjer, er hann
jekki þarna lengur? Vitið þjer
hvert hann fór? .... Nei?
Þakka yður fyrir.
Brjálæði, Helen. Ómögulegt.-
Jeg get ekki skilið Ruth eina
eftir. Við erum boðin til B S.
í samkvæmi, haldið okkur ti!
heiðurs. Mjer þykir það 'leitt,
Helen.
Jeg er hrædd um að jeg hegði
mjer barnalega, Frank. Það
virðist ótrúlegt, en þetta er í
fyrsta skipti á ævinni sem jeg
hefi eiskað. Jeg er því aðoins
byrjanoi, svo að þú mátt til
með að fyrirgefa mjer. Hvað
eigum við að gera, Frank?
Þ.Jta eru örlög okkar, ■'dna.
Við fáum þau ekki umflúið.
Elskarðu mig, Fránk?
Það veistu að jeg gei’i.
Og samt ætlarðu að kvænast
á hinn daginn? Þú ert staðráð-
inn í að standa við það?
Jeg hlýt að gera það, Helen.
jeg elska þig, en það þýðir ekki
að jeg sje neitt ómenni. Skil-
urðu það ekki?
Hvað sagðirðu?
Ekkert.
Komdu til mín snöggvast.
Jeg er inni í herbergi mínu. Jeg
get ekki talað við þig í síma.
Aðeins fimm mínútur, Frank.
Komdu nú — undireins .. .
Sagðirðu eitthvað, Frank?
Hversvegna svararðu ekki,
Frank?
Þögn.
Því miður er það eklu hægt,
elsku Helen. Þú veist hvað
myndi ske, ef jeg kæmi t;l þín
núna.
Frank? Frank? Frank'
Herbergið var altof þögult
nú, þegar ekkert heyrðist í
símanum. Helen hafði tekið
strauminn af loftræstihjólinu
til að heyra betur til Frank.
Hún hjelt enn ráðleysislega á
heyrnartólinu í hendinni.
Clarkson kom inn með hvítan
kjól með grænum blómum á
handleggnum.
„Kölluðuð þjer á mig, frú?“
„Nei, Clarkson, þakka þjer
samt fyrir. Legðu kjólinn
hjerna; jeg veit ekki með vissu,
hvort jeg fer út.“
Hvað á jeg að gera núna? Jeg
hjelt jeg myndi geta afborið
það, nú finn jeg, að jeg get það
ekki, Frank, get það ekki. Hún
kveikti á útvarpinu. Dansmú-
sik frá Peony klúbbnum. Óþol-
andi. Hún slökti á því. Jeg skal
fara upp á drykkjustofuna og
hleypa öllu í uppnám. Jeg skal
Helen starði á símann, þá
leiðinda uppfyndingu, sem
ekkert hlaust af nema neitun
og vonbrigði. Hún skelti
heyrnartólinu á og fór að ganga
um gólf. Það var ekki nóg gólf
rými, eins og í herbergjum
flestra gistihúsa heimsins. Hún
ýtti nokkrum stólum til hliðar
til að rýma til.
Jeg skal ekki sætta mig við
þetta. Jeg neita að láta fara
svona með mig. Hver heldur
þessi ræfils verslunarmaður að
hann sje? Heldur hann að hann
geti farið með mig eins og hon-
um líkar, af því að hann er
laglegur og karlmannlegur? . .
Ó, Frank, hvað eigum við að
gera?
Hún kom auga á sjálfa sig
í speglinum, háa, föla, bráðó-
kunnuga konu, með galopin
augu; andlitið á henni var eins
stirðnað. Hún strauk höndun-
um yfir andlitið eins»og til að
sljetta það. Hún kraup niður
á gólfið fyrir framan stól,
grúfði andlitið í höndum sjer
og reyndi að gráta. Það dugði
ekki. Hún gat ekki grátið. Jeg
get ekki einu sinni grátið, hugs
aði hún í örvæntingu. Þú ert
alein, sagði hún við sjálfa sig,
full sjálfsaumkvunnar, og eng-
inn til að hjálpa þjer. Helena,
vesalings Ljenotschka, alein.
Engin faðir, engin móðir —
orðin komu eins og af sjálfu
sjer; hvar hafði hún heyrt þau?
Enginn faðir, engin móðir.
Giíscha, betlarinn fyrir utan
Peony klúbbinn hafði sagt
þau — kvöldið sem þau Frank
dönsuðu síðast saman ....
Hún opnaði útvarpið á ný og
dansmúsikin hljómaði í eyrum
hennar. Margir gráta er þeir
heyra hljómlist, jeg get það
ekki. Þvættingur. Hví skyldir
þú gráta, Jelena? Þú ættir að
hugsa skýrt og greinilega. Til-
finninganæmi er altaf skaðleg.
Jeg hefi altaf fengið það sem
jeg hefi ætlað mjer. Jeg mun
ekki láta þetta brúðkaup fara
fram. Vil jeg Frank? Já, jeg
þrái hann af instu hjartarót-
um. Ágætt, þá skal jeg líka fá
hann'. Róleg Ljenotschka, litla
ljúfan mín, við munum koma í
veg fyrir þessa fjarstæðu.
Frank elskar mig og jeg elska
hann. Hversu markar klukku-
stundir hefi jeg til að koma í
veg fycir þetta brúðkaup —
Við skulum nú sjá. —
Hún tók armbandsúrið sitt af
náttborðinu, hristi það, hjelt
því að eyranu og horfði á litla
vísira þess. Tíu mínútur yfir
tólf. En hvað tíminn flýgur á-
fram. Jeg hlýt að hafa sofnað,
eða verið örvita. Já, örvita, þar
hitti jeg naglann á höfuðið.
Hvaða nagla? Vitleysa. Jeg hefi
ekki verið með sjálfri mjer, en
nú hefi jeg áttað mig. Jeg hefi
enn þrjátíu og sex stundir til
stefnu. Það er langur tími.
Margt getur skeð á þeim tíma.
Hugsaðu. Einbeittu huganum.
Röksemi, rólyndi, það er það
eina sem dugir.
Hún hringdi og Clarkson
kom inn með þeim ásökunar-
svip, sem þjónusturstúlkur
setja upp, er þær komast ekki
í rúmið á rjettum tíma.
„Afsakaðu, Clarkson“, sagði
Helen. „Mig vantar hvítan
jakkakjól, blússu og panama-
hattinn með græna borðanum.
Síðan geturðu farið í rúmið“.
„Ætlið þjer út? Munið þjer
þurfa bifreiðina?“
„Nei, jeg tek leigubifreið, ef
jeg skyldi fara út. Er Potter
enn á fótum? Hr. Russell er
ekki kominn heim er það?“
„Jeg held ekki“, sagði Clark-
son og kipraði saman varirnar.
Á j^g að kalla á Potter?“
„Jú, gerðu það, ef þú hefir
ekki mjög mikið fyrir því,
Clarkson. Góða nótt, Clarkson.
Eftir dálitla' stund var barið
að dyrum og inn kom Potter.
„Þjer spurðuð eftir mjer frú?“
sagði hann hátíðlegur á svip.
„Hefurðu nokkra hugmynd
um, hvert hr. Russell hefir far-
ið?“ spurði Helen. Potter brosti
aðeins að fjarstæðu þessari.
„Og þú veist ekki hvenær
hann kann að koma aftur?“
hjelt hún áfram. Potter ypti
Æfintýri eftir Jörgen Moe.
2.
„Jæja“, sagði maðurinn, „þegar þú gengur nú hjerna
eftir ströndinni, þú kemur þú að þrem konungsdætrum,
sem eru grafnar í jörð, svo ekkert stendur upp úr nema
höfuðið. Svo hrópar sú fyrsta — það er sú elsta, — og
biður þig með fögrum orðum að hjálpa sjer, og það gera
hinar líka, en ekki skaltu gegna neinni þeirra, nema
þeirri, sem þú kemur síðast að, henni skaltu hjálpa og
muntu hljóta gæfu af því verki“.
Þegar piltur kom til fyrstu konungsdótturinnar, kall-
aði hún á hann og bað hann með mörgum fögrum orðum
að koma til sín og hjálpa sjer, en hann ljet sem hann sæi
hana alls ekki, og eins fram hjá þeirri næstu og beint til
hinnar þriðju.
„Ef þú vilt gera eins og jeg segi þjer, skaltu fá hverja
sem þú vilt af okkur þrem fyrir konu“, sagði þessi kon-
ungsdóttir.
Hann vildi það gjarna, og svo sagði hún honum, að
þrjú tröll hefðu grafið þær þarna í jölðu, en áður hefðu
þær búið í höll þeirri, sem sást í skógarjaðri skamt frá.
„Nú skalt þú fara inn í höllina og láta tröllin hýða þig
heila nótt fyrir hverja okkar“, sagði hún. „Þolirðu það,
erum við lausar“. ,
Já, piltur sagði að þetta skyldi hann reyna.
„Þegar þú gengur inn“, sagði konungsdóttir,'„standa
tvö ljón í fordyrinu, en gátt þú bara mitt á milli þeirra,
þá gera þau þjer ekkert. Gáttu svo beint áfram, inn i
lítið, dimt herbergi, þar skaltu leggjast til svefns. Þá
kemur tröllið og ber þig og lemur, en síðan skaltu taka
flösku, sem hangir á veggnum og berð á þig vökvann,
sem í henni er, þá ertu jafngóður aftur eftir hýðinguna.
Gríptu svo sverðið, sem hangir hjá flöskunni á veggnum
og högðu hausinn af tröllinu“.
Piltur fór að alveg eins og konungsdóttir sagði. Hann
gekk mitt á milli ljónanna og inn í litla herbergið, en þar
lagðist hann til svefns.
Fyrstu nóttina kom þríhöfðaður þrusi með þrjá stóra
hrísvendi og flengdi piltinn alveg ógurlega, en hann æmti
ekki nje skræmti. Þegar risinn var hættur, greip piltur
flöskuna og smurði sig með vökva þeim, er í henni var,
svo þreif hann sverðið og hjó hausana af tröllinu. Þegar
‘IflíljucT
Stöllurnar voru út á skemti-
göngu. -
Onnurr — Hvervegna segir
þú mamma við mig í hvert
skipti, sem við mætum ungum
og laglegum manni?
★
Eiginmaðurinn: — Komið
þjer fljótt með glas af koníaki,
María. Konan mín fjell í yfir-
lið.
María: — En hvað á- jeg að
sækja fyrir frúna?
★
Úng stúlka við rithöfund: —
Þjer, sem hafið skrifað svo
margar bækur, hljótið að geta
sagt mjer, hvernig er hægt að
prenta þær áður en þær eru
skornar upp.
★
Vegfarandi: — Hvernig
stendur á því að þjer betlið í
tvo hatta?
Betlarinn: — Annan á jeg, en
hinn á starfsbróðir minn, sem
hefir tekið sjer frí um tima.
★
— Þegar kona segir manni,
hvað hún er gömul, má maður
gjarnan vera undrandi á svip-
inn, en aldrei tortrygginn.
Nútíma saga úr daglega líf-
inu:
Hann elskaði hana óumræði-
lega, þangað til hann uppgötv-
aði, hve háan reikning hún átti
ógreiddan í tískuversluninni.
Þá fór hann og kvæntist for-
stöðukonu verslunarinnar.
★
— Heyrir þú nokkuð frá þess
um 500 krónum, sem þú lán-
aðir nágranna þínum?
— Hvort jeg heyri, hann
keypti sjer útvarpstæki fyrir
þær.
★
Hann jetur eins og hákarl er
oft sagt um mikla matmenn.
Ja, sá, sem það gerir er vart
öfundsverður. — Eftirfarandi
klausa birtist í blaði einu fyrir
nokkrum árum:
— Við Hawaii veiddist ný-
lega hákarl, sem virtist hafa
verið mjög lystargóður. í maga
hans fanst akkeri, sem vóg 25
kg. og var vafið um það stál-
taug, sem var 20 m. löng. Auk
þess var þarna afturfótur af
múlasna, kolakarfa, tvær skeii-
ur, 5 kg. af nöglum, þvotta-
bretti og púðurdós.
— Á ekki að þvo drengnum
áður en myndin er tekin.
— Nei, þetta á að vera eðli-
leg mynd af honum.
★
— Sagðirðu lækninum, að jeg
hefði ráðlagt þjer að Lita tii
hans?
— Já.
— Hvað sagði hann við því?
— Að jeg yrði að greiöa lækn
ishjálpina fyrirfram
★
Hann: — Mjer liggur við að
fá krampa í hvert skipti, sem
jeg sje þig með þannan natt,
Hún: — Bíddu bara við. þang
að til þú færð reikninginn.
★
Unga stúlkan: — Hefir þú
trú á löngum trúlofunum,
frændi?
Frændinn: — Já, mjer hefir
altaf fundist, að unga fólkið
ætti að reyna að vera hamingju
samt eins lengi og unt er.
★
Betlarinn (aumingjalega):
— Jeg hefi ekki borðað nema
eina máltíð á dag í heila viku.
Ungfrúin: — Eruð þjer í
megrunarkúr líka.