Morgunblaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. febrúar 1944. M O.RGUNBLAÐIÐ 7 RÓM - BORGIN EILÍFA - HÖFUÐBORG ÍTALÍU, Róm, stendur beggja vegna Tiberfljóts, 188 km fyrir norðan Neapel, sem banda- menn hafa þegar um skeið haft á valdi sínu. — Borgin hefir verið reist á níu eða tíu hæðum, og er jarðveg- urinn að mestu leyti aska úr eldgýgum, sem nú eru út- brunnir. Söguna um uppruna Rómaborgar og bræðurna Romulus og Remus, munu flestir kannast við, og því ekki þörf að rek ja hana hjer. Segir sagan, að elsti hluti hluti borgarinnar hafi verið reistur árið 753 f. Kr. á Pala tiumhæð. Mestur hluti borg arinnar liggur nú innan múrs þess, sem Aurelius keisari ljet reisa árið 272 e. Kr. Annar múr var einnig reistur á 17. öld af Urban páfa VIII. Vatn fær bærinn úr fjór- um stórum vatnsleiðslum, en þar sem vatnsgeyma vantar í bænum sjálfum, hefir hver bilun á vatns- leiðslunum í för með sjer vatnsskort í borginni. Ótal fagrar og glæsileg- ar byggingar er að finna í borginni. Frægust þeirra ahra er sennilega Pjeturs- kirkjan, sem er stærsta kirkja heimsins. Var kirkj- an enda geysidyr, og neyttu páfarnir ýmsra ráða til þess að afla fjár til byggingar- innar, og þótlu sum þeirra ekki sem kristílegust. Marg ar hallir og Jistasöfn eru í borginni. — Frægustu og stærstu hallimar eru páfa- höllin (Palazzo Vaticano), Palazzo Latemu, sem verið hefir listasafn síðan árið 1871, Castello Sant’ Angelo (Engelsborgl og Palazzo del Quirinale, sem verið hefir bústaður konungs síð- an 1871. í borginni eru fleiri einkahallir en í flestum borgum heims. I>ar er einn- ig eitt fullkomnasía sjúkra- hús í Evrópu. Stóriðnaður og stórversl- un er ekki í Róm. Tilveru sína og frægð á borgin að þakka veru ítölsku (róm- versku) stjórnarinnar í borg inni og því, að páfamir hafa haft þar aðsetur. Helstu fjáruppsprettur borginnar eru Vatikanið og konungs- höllin. Bærinn hefir einng miklar tekjur af útlending- um, er koma til þess að sjá hina eilífu borg. Saga borgarinnar. FYRR á tímum hafði Rómaborg oft mikil áhrif á gang stjómmálanna í heim- inum, ekki síst meðan Rómaveldi var næstum sá eini heimur, sem nokkru máli skifti. Áhrifavald henn ar var lengi við lýði eftir hrun Rómaveldis, og var hún um langan aldur mið- stöð menningarinnar i heim inum. Róm tókst þó ekki að varðveita óveikta valdaað- stöðu sína sem höfuðborg- ar rómverska heimsveldis- ins, meðan það var við lýði, því að viðleitni margra keis Augu alheims beinst nxi sífelt meira að hinni sögufrægu Rómaborg, en framundan virðast nxi vera stórkostlegri átök um borgina eilífu en nokkru sinni fyrr í sögu hennar, og hefir hún þó sjeð sitt af hverju af því tagi. — Hvarvetna er þess beðið með mikilli eftirvæntingu, hvort örlög hennar verði þau sömu og margra annara borga í þessari gereyðingarstyrjöld stórþjóð- anna, og hlýtur alla að hrylla við þeirri hugsun, að eyðilögð kunni að verða þau ómetanlegu listaverk og fornminjar, sem þar er að finna. Colosseum, hið fræga forna hringleikhús í Róm, sjest hjer á myndinni að ofan. aranna til þess að hefja skattlöndin til aukins þroska og sjálfræðis, varð til þess að veikja veldi höíuðborg- arinnar, því að nú voru það ekki lengur þjóðfundirnir í Róm, sem höfðu einræðis- vald í málum skattland- anná. Þar sem keisarinn og ríkisstjórnin höfðu aðsetur í borginni, hjelt hún þó á- fram að vera höfuðborg rík- isins. Áhrifavald Rómaborgar rjenaði þó óðum, eftir að völd senatsins minkuðu og keisararnir fóru að dvelja langdvölum utan höfuð- borgarinnar. Þegar svo Kon stantinus mikli gerði Kon- stantinopel að höfuðborg sinni, og keisararnir oft síð- ar, eftir skiftingu Rómaveld is, ^iöfðu aðsetur annarstað- ar í Vestur-Rómaríki, var borgin næstum aðeins skoð- uð sem hin gáhila helga borg, sem margar stórfeng- legar erfðasagnir voru tengdar við. En borgin hrörnaði þó ekki í útliti. •— Konstantinus mikli ljet reisa þar stórbyggingar, og haldið var áfram og reisa styttur og minnismerki á Forum Romanum. Þegar Vestgotar og Vandalir Ijetu greipar sópa um borgina ár- in 410 og 455, voru mörg listaverk eyðilögð, en enn- þá stórfeldara tjóni ollu þó skemadarverk og rán Aust- gota árið 456. Eftir að Aust- gotar höfðu verið yfirbug- aðir, komst Róm í hendur LVsara austur-rómverska ríkisins, en erfitt reyndist að halda tengslunum í Austur- lönd, einkum eftir að Lang- barðar höfðu lagt mestan hluta Italíu undir sig og gerðu einnig tíðar árásir á Róm. Róm og kirkjan. EN ROM var nú einnig orðin höfuðborg annars stórveldis — kirkjunnar. — Rómversku biskuparnir (páfarnir) höfðu snemma hlotið sjerstaka heiðurs- stöðu meðal starfsbræðra sinna. Það var þó fyrst eftir að kristnin hlaut viðurkenn ingu ríkisvaldsins á dögxxm Konstantinusar mikla, að þeir gátu verulega farið að láta að sjer kveða. — Eftir að keisararnir hættu að hafa aðsetur í Róm, varð svo páfinn höfuð borgarinn ar. Snemma var einnig tek- ið að reisa þar kirkjubygg- ingar. Elsta Pjeturskirkjan var reist um 350. Musterin voru nú ekki lengur notuð, og var því farið að taka efni úr þeim í kirkjurnar. — Var einkum algengt, að súl- ur hinna fornu mustera væru notaðar í kirkjubygg- ingarnar. — Þannig flýttu kirkjurnar hruni muster- anna, en á hinn bóginn varð veittist þannig ýmiskonar efni, sem ella er hætt við að hefði evðilagst. Veraldlegt vald páfanna yfir Rómaborg jókst einnig, einkum eftir landaafsal Pí- pins litla og Karls mikla. — Um yfirráð austrómverska keisarans var nú ekki leng- ur að ræða. Karl mikli fór til Rómaborgar til þess að láta krýna sig til keisara ár- ið 800, og íáfjaði það upp fyrir mönnum minningarn- ar um fvrri veldi borgarinn ar. En örvggisleysið var mikið. Ári'ð 846 komust Serkir að hliðum Róma- borgar og fóru ránshendi um Pjeturskirkjuna og Pálskirkjuna, sem stóðu ut- an múra borgarinnar. Kom atburður þessi því til leið- ar, að Leo páfi IV. lagði hjeraðið umhverfis Pjeturs kirkjuna og Vatikanhæðina undir Rómaborg og ljet gera múr ,xim þenna nýja borg- arhluta, sem kallaður var eftir honum leoniska borg- in. Varð hún best víggirti hluti Rómaborgar. Undir stjórn siðari páfa rýrnaði mjög álit páfaveld- isins, og veraldlegir höfð- ingjar tóku völdin í Róm í sínar hendur. Otto mikli hlaut páfakrýningu árið 962 og reyndi að ná völd- unum í Róm í sínar hendur. Fleiri þýskir keisarar gerðu einnig tilraunir til þess að gera sig að húsbændum í hinni helgu borg. Það voru keisararnir ' og rómverski aðallinn, sem deildu um völdin í borginni. Gregor- íus páfi VII. reyndi að hefja páfastólinn á ný til vegs og valda, en Hinrik IV. Þýska- landskeisari lagði Róm und ir sig, nema Engelsborg, þar sem páfinn lokaði sig inni. Páfi var síðan leystur úr haldi af 'Normannahöfð- ingjanum Robert Guiscard, en í þeirri viðureign brann suðurhluti borgarinnar til kaldra kola. Baráttan um völdin. UM SKEIÐ voru nú sí- feldar erjur í borginni. — Ýmsar aðalsættir börðust um völdin, og fornar bvgg- ingar vóru gerðar á víg- ^ girtum köstulum. Frá virkj, um þessum herjuðu svo að- alsmennirnir hverir á aðra og gegn páfa. Rómverska borgarastjettin fór nú einn- ig á stúfana og heimtaði endurreisn lýðveldisins. — Höfðu þeir í fyrstu heppn- ina með sjer, en urðu að síð ustu að lúta í lægra haldi fyrir páfa og keisara árið 1155. — Aðalsmennirnir græddu í bili mest á sigri þessum, en mikilhæfum páf um hepnaðist aftur að efla veldi páfastólsins, og árið 1238 Ijet Gregoríus páfi IX. rífa mörg þeirra virkja, er útbúin höfðu verið í hinum fornu byggingum. í öllum þessum erjum eyðilögðust mörg forn minnismerki, en í stað þeirra ljetu páfarnir reisa margar kirkjur. í upphafi 13. aldar var Vatikanið reist sem bústað- ur páfa. En eftir að Bonifac- ius VIII. hafði orðið að lúta í lægra haldi f\rrir Colonna- ættinni árið 1303, og Clem- entius V. tók sjer bústað í Avignon, fór aftur að halla undan fæti fyrir Rómaborg, og ættardeilurnar hófust á ný. Eftir að páfarnir fluttu aft ur til Róm, batnaði ástand- ið. í fyrstu voru að vísu sett ir á stofn páfastólar annars staðar, og varð að ganga milli bols og höfuðs á þeim. Nikulaus pafi V. veitti borg- arbúum sjálfsstjórn og lagði drög að miklum byggingar- framkvæmdum. Hjelt andi endurreisnarinnar innreið sína í hina helgu borg. Six- tus páfi IV. lagði mikið fje að mörkum til þess að prýða borgina. Ljet hann breikka göturnar og reisa margar kirkjur. Sixtinska kapellan er frá hans dögum. Næstu páfar gerðu einnig margt borginni til hagsbóta. Julius II. og Leo X. kvöddu hina miklu listamenn til borgar- innar og fengu þeim mikil- væg ■ hlutverk í hendur. Bygging Pjeturskirkjunnar var hafin, og stóð sú smíði vfir í rúma öld. Michelang- elo, Rafael og aðrir lista- menn skreyttu kirkjur og háliir, og víðsvegar um borg ina voru reist vegleg stór- hýsi. Þótt mikil hrifning væri ríkjandi fyrir fortíð- inni, skorti því miður skiln- ing á gildi hinna fornu minn ismerkja. Menn hikuðu ekki við að taka steina í þessar nýju skx'autbyggingar úr rústum hinna fornu bygg- inga. Varð Colosseum þar einna harðast úti. Mesta evðilegging hinna fornu bygginga átti sjer einmitt stað á þessu tímabiii. Enn voru ómetanleg listaverk eyðilögð. ÞESSAR stórfeldu aðgerð ir og umbætur fengu þó skjótan endi, þegar herir keisarans rjeðust á borgina og lögðu hana undir sig ár- ið 1527. Ránin og eyðilegg- ingarhar, sem fylgdu í fót- spor þessa hernáms, voru ekki síður ægilegar en að- gerðir villimannanna áður fyrr. Sóttir og hungursmorð herjuðu borgina, og íbúun- um fækkaði stórlega. Þegar Karl V. átti svo að halda innreið sína í borgina, var til heiðurs við hann rudd gata beint gegnum þá hluta borgarinnar, þar sem flest- ar hinar fornu byggingar stóðu, og voru margar þeiri’a eyðilagðar við þessa gatnagei’ð. Brátt rofaði aft- ur til, og í lok 16. aldar hófu páfarnir byggingarfram- kvæmdir á nýjan leik. Eink um lagði Sixtus páfi V. fram ríkulegan skerf til efl- ingar borginni. Hann gaf borginni næstum nýjan svip, lagði um hana breiðar og beinar götur, fullgerði hyelfingu Pjeturskirkjunn- ar, lagði mikla vatnsleiðslu til borgarinnar, útrýmdi ræningjalýð og skapaði aukið rjettarörvggi. En Sixtus páfi bar ekki fremur en margir aðrir virð ingu fyrir minnismerkjum fortíðarinnar. Vegna að- gerða páfanna í byrjun ald- arinnar, hafði páfastóllinn nú hlotið veraldleg yfirráð Rómaborgar og kirkju rík- isins, en nú beittu þeir valdi sínu að mestu í þágu kirkj- unnar. Kirkjur voru því reistar í stórum stíl. Einnig aðalsmennirnir, sem hugs- uðu nú ekki lengur til þess að ná völdunum úr höndum páfa, reistu sjer veglegar hallir, en allur almenning- ur bjó við ljeleg kjör. í lok 18. aldar fór Róm aftur að verða pílagrímsstaður lista- mannanna, og áhugi manna fyrir hinni glæstu fortíð borgarinnar jókst á ný. Frelsishreyfingar og síðustxx framfarir. FRANSKA STJÓRNAR- Frainhald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.