Morgunblaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 12
Skjaldarglíma r ármanns SKJALDARGLÍMA Ármanns fer fram í kvöld í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og hefst ki. 9 síðd. Keppendur eru 16 frá 4 íþróttafjelögum, og má gera ráð fyrir harðri og skemtilegri kepni. — Glímustjóri er Jón Þorsteinsson. Dómarar: Þor- steinn Einarsson, Lárus Salór monsson og Ágúst Jónsson og fegurðarglímudómarar: Jörgen Þorbergsson, Eyjólfur Jóhanns son og Georg Þorsteinsson. IMaður druknar er bái með 11 rniönnum hvoifir Frá frjettaritara vor- um á Djúpavogi. A laugardagskvöld hvolfdi bát með 11 mönnum. Voru 7 þeirra Islendingar og 4 útlend- ingar. Druknaði einn þeirra, Ari Höskuldsson frá Höskulds- stöðum hjer í þorpinu. Nánari tildrög slyssins eru þau: Utlendingar'nir er aetlað höfðu með m. s. Esju, en mist af skipinu, ætluðu út í erlent skip er hjer lá á legunni. Var Ari heitinn og þeir fjelagar að flytja mennina yfir í skipið, er bátnum hvolfdi. Svo heppilega vildi til, að maður að nafni Stefán Aðalsteinsson, var að reyna vjel í bát sínum skamt frá slysastaðnum. Brá hann þegar við og náði 10 mönnum, en Ari var þá horfinn og fanst I-ík hans næsta dag, er verið var að slæða slysastaðinn. Af þessum mönnum voru að- eins fjórir syndir. Snarræði Stefáns Aðalsteinssonar er að þakka, að ekki skyldi verða meira manntjón. Að lokum er rjett að geta þess, að veður var sæmilegt er slysið. varð. Ari Höskuldsson var fæddur 29. júní 1919, og var jafnframt meðeigandi í bátnum. Fisksölusamningur- Inn framlengdur VIS KSÖLUSA M NIXGl'R- INN hefir enn verið fram- tengdnr og að þessu sinni til 15. febrúar. Áðúh var búið að framlengja sam'ninginn tii 51. janúar. — Þegar nýr samningur verð- «r gerður, sem væntanlega verður mjög bráðlega, verður hann látinn gilda frá 1. jan. Bandaríkjamenn mótmæla. Washington í gærkveldi. — Tilkynnt hefrr verið, að mót- mæli Bandaríkjastjórnar við- víkjandi illri meðferð á ame- rískum herföngum hafi verið send Japansstjórn þann 27. jan. Mótmælin voru aðallega gegn meðferð á föngum á Filippseyjum, og er álitið að sumir þeirra hafi verið drepnir af Japönum. — Reuter. INDVERJAR þykja góðir hermenn, og liafa indverskar sveitir oft barist með Bretum, og einnig eru indverskar sveitir í bardögum þeim, sem nú standa yfir á Ítalíu, þar sem þær berj- ast með áttunda liernum. — Myndin hjer að ofan sýnir nokkra indverska hermenn með hljóð- færi og uppáhaldsdýr herdeilda rinnar. Stefán Þorvarðsson skipaður sendiherra í London Frá utanríkismálaráðu- neytinu. ÞKGAR sendihcrraembætt- ið í London var laust nýlega fór ríkisstjórh Islarids þess á leit við ríkisstjórn Stóra- Bretlands að hún tæki fí nióti Stefáni Þorvarðssyni skrif- stofustjóra utanríkisráðuneyt- isins senl sendiherra Isiands í Londön. Ríkisstjórnin hcfir nú fengið yiðurkenningu bresku ríkisstjórnarinnar fyrir þessu. Á sania hátt hefir ríkis- stjórn Islands óskað eftir og fengið viðurkenningu fyrir Stefán Þorvifrðsson, seni sendi herra íslands hjá norsku rík- isstjórninni í London. Á ríkisráðsfundi, sem hald- inn var í dag' hefir Stefán Þorvarðsson því verið skip- aður sendiherra Islands í Stóra-Bretlandi og sendiherra Islands hjá norsku ríkisstjórn inni í London. Jafnframt hefir Agnar Ivl. Jónsson deildarstjóri i utan- ríkisráðuneytinu verið settur ski'ifstofustjóri þar. Stefán Þorvarðarson. Agnar Kl. Jónsson skrifslofusljóri í utanríkisráðuneytinu Jlinn nýi sendiherra í Lond- on, Stefán Þorvarðsson, er fæddur 26. nóvember 1900, sonur Þorvarðar Brynjólfs- sonar prests að Stað í Sijg- ándafirði, Oddssonar bók- bindara í Reykjávík ög frú Önnu Stefánsdóttur, Pjcturs- sonar prests að Iljaltastað á FI j ót sda Ish j era ð i. Stefán lauk lögfræðiprófi við Háskólann árið 1924, starfaði í donsku utanríkis- þjónustumii frá ársbyrjun 1925 til 1929, hvarf þá’heim og starfaði sem Cidltrúi að utanríkismálum, j>ar til hon- um var veitt skrifstofustjóra- staða jiann II. júní 1938. Lengst af á jiessum tíma var hann jafnhliða ritari utan- ríkisinálanelöidar. Stefán hefir tekið jiátt í mörgum samningagerðum liæði hjer heima og erlendis, en sj erst aklega verslun a rsarn n- ingum við Breta og Norðmenn og átt sæti af íslands hálfu í nefnd emhættismanna utan- ríkisráðuneyta Norðurlanda, er á síðustu ánun fyrir stríð- ið hafði hafið skipulega starf- semi til jiess að hafa sem nánasta samvinnu Norður- jandaþjóðanna í utanrikis- niálum. Síðasta ár hefir Stefán ver- ið nefndarrnaður í samninga- nel'nd utanríkisviðskifta. ★ J1 inn nýi skrifstofustjóri í uta nrík ismála ráðuneytinu, Agnar Kl. Jónsson er fæddur í Roykjavík 13. okt. 1909, son ur Klémensar Jónssonar fyrv. landritara og frú Önnu konu hans. Hann var stúdent í Reykjavík 1928, cand juris frá Háskóla Isl. 1933 um vor- ið. Starfsmaður í utanríkis- ráðuneytinu danska frá 1. fe- brúar 1934 þar til 1, apríl 1938, að hann varð attaché við danska sendiráðið í Was- hington. Starfaði þar í tvö ár til apríl 1940, er hann fjekk lausn úr dönsku utanríkis- þjónustunni samkv,- eigin um- sókn. Starfaði siðan á ís- lensku a ðaIræðismannaskrifst. í New York er hún var stofn- uð þá um vorið er Vilhj. Þór varð aðalræðismaður þar, skipaður vararæðismaður í okt. s. á., er Thor Thors varð sendiherra í Washington. Gengdi því jiar 1 il sumarið 1942. Kom heim haustið 1942 og var frá 1. okt. skipaður deildarstjóri í utanríkisráðu- neytinu. Agnar Kl. Jónsson. Þriójudapir 1. febrúar 1944. Yerið að ryðja Þingvalla- ý leiðina EIvKI ER með öllu von- laust, að Þingvallaleiðin aust- ur opnist í dag, sagði vega- málast.jóri í kærkröldi. I gær var leiðin að austan. opin alt að'Kárastöðum. Unn- ið var alian daginn að snjó- ruðningi á Mosfellsheiði, hjeð- an að vestan og verður því haldið áfram í dag. Gangi ruðningurinn vel og veður spillist ekki, er ekki útilokað að takast megi að opna leið- •ina. Mjólk verður mjog af skorn. um skamti í bænum í dag. 12 liííar voru fastir á Hell- islieiði og er nú verið að ryðja þeim braut austur. Ofbeldisverk Þjóð- verja í Noregi rædd í sænska þinginu SÆNSICI utanríkismálaráð- herrann hjelt ræðu í sænska þinginu í umræðum, sem urðu um stjórnmálaástandið yfir- leitt, þar sem m. a. var rætt um flutning norskra stúdenta til Þýskalands. Ofbeldisverk Þjóðverja í Noregi i stríðinu, sagði ráðherr ann, hafa ávalt vakið gremju í Svíþjóð, en i þetta skipti var gremjan meiri vegna þess, hve ofbeldisverkm voru alveg sjer- stæð. Þáð var ekki haégt að færa rtéinar hernaðarlegar á- kærur fyrir ofbeldisverkunum og þau urðu aðeins til þess að valda norskri menningu tjóni. Framferði Þjóðverj a hafði þær afleiðingar í Svíþjóð, sem al- þjóð eru kunnar. Það væri aug ijóst mála, að á meðan þessum ofbeldisverkum væri haldið á- fram, væri ekki hægt að reikna með, að Svíar myndu halda við menningarsambandi við Þjóð- verja af sama áhuga og áður eða halda áfram sambandi við þýska vísindamenn. Umræðurnar í þinginu leiddu í Ijós, að sænska stjórnin hefir almennan stuðning þingmanna í utanríkismálastefnu sinni. Á sviði innanríkismála er öðru máli að gegna og umræðurnar bentu til þess, að þjóðstjórn myndi ekki verða í Svíþjóð, að ófriðnum loknum. Varðgæslu hæft í Landakolskirkju- turni V ARÐGÆSLU þeirri, sem loftvarnanefnd hefir látið hafa í kirkjutumi Landakotsskirkju, var hætt um s. 1. áramót. Bæj- arráði var skýrt frá þessu í síðustu fundargerð loftvarna- nefndar, sem lögð var fyrir bæjarráð í gær. Loftvarnanefnd hefir haft varðgæslu í kirkjuturninum undanfarin ár, allan sólar- hringinn og kostað töluverðu til. Nú þykir ekki ástæða til að hafa þessa varðgæslu lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.