Morgunblaðið - 11.02.1944, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. febrúar 1944
FJÁRGÆSLA OG FRAMKVÆMDIR
SÍÐAN stríðið hófst hafa
miklar breytingar orðið á efna
hag manna, sem kunnugt er.
Skuldir hafa greiðst og miklar
innstæður safnast. Mestur hluti
þessara innstæða er eign at-
vinnurekenda og fyrirtækja í
kaupstöðunum og við sjávar-
síðuna, og svo sjömanna, verka
manna og ýmiskonar starfs-
manna. Talir er, að margir sjó-
menn og verkamenn, er altaf
hafa unnið hjá öðrum og kunna
vel að fara með fje, megi nú
teljast stórríkir menn, mælt á
þann mælikvarða, er alment
var notaður áður en stríðið
hófst.
í hlut bændastjettarinnar
fellur aðeins lítið brot af þeim
innstæðum, er safnast hafa og
er það að vonum, þegar þess
er gætt að það er fyrst á árinu
1942, sem bændur fá það verð
fyrir fram 1 eið:ilíuýörur sínar, að
þeir hafi alment meira en til
hnífs og skeiðar, sem kallað
er Þrátt fyrir þessa staðreynd,
sjá ýmsir ofsjónum yfir vel-
gengni bænda og þá helst þeir,
sem telja sig forustumenn og
málsvara verkamanna, ef
marka má skrif blaðanna, en
um það skal ekki rætt að þessu
sinni.
II.
ÞOTT inneignir bænda í
kaupfélögum og hjá peninga-
stofnunum sje smávaxnar sam-
anborið við irineignir ýmgra
annara stjetta, þá er þó engan
veginn sama, hvert þessu fjár-
magni verður beint.
Að vikið er að þessu, er ekki
sprottið af vantrausti á bænd-
um öðrum fremur til að fara
með fje sitt, heldur af því að
á miklu veltur að því fje, er
bændur draga nú saman, verði
% -
varið á rjettan hátt. I fyrsta
lagi verða bændur að hafa hug-
fast, að ekki óverulegur hluti
af innstæðum þeirra er sprott-
inn af því, að þeir hafa ekki
getað int af hendi nauðsynlegt
viðhald og umbætur á húsum
og mannvirkjum vegna skorts
á efni og vinnukrafti. Það má
því með rjettu segja að bænd-
ur skuldi jörðum sinum það
fje, sem þannig hefir sparast.
Þessar skuldir verða þeir að
inna af hendi eins fljótt og tök
eru á, ef vel á að fara. í öðru
lagi bíða, vegna ófriðarins,
framkvæmdir sem eru sjerstak-
lega aðkallandi vegna þeirrar
röskunar, sem ófriðurinn hefir
valdið í sveitunum. Má vel
segja að framtíð landbúnaðar-
ins velti mjög á þvi, hvernig
um þær fer. Skal nú drepið lít-
ilsháttar á þessi verkefni og á-
stæðurnar fyrir því að þau
krefjast skjótrar úrlausnar er
stríðinu lýkur.
III.
ÞAÐ ER öllum kunnugt að
framleiðslukostnaðurinn á land
búnaðarvörum okkar er orðinn
svo mikill, einkum vegna hins
háa kaupgjalds, að aðalútflutn
ingsvörur okkar bænda eru nú
óseljanlegar á þeim erlendu
mörkuðum er- við höfum aðgang
að,.fyrir það verð, er bændur
þurfa að fá fyrir þær.. Það ef
ennfremur talið líklegt að eri-
lenda markaðsverðið verði enh
lægra eftir að stríðinu lýkuf.
Loks má benda á, að eins og
[ftir Jón Sigurðsson, Reynistað
nú standa sakir og með tilliti
til markaðstapa landbúnaðarins
o. f 1., greiðir ríkissjóður mis-
muninn á söluverði varanna er-
lendis og framleiðsluverðinu,
en öllum mun vera ljóst, að milj
óna uppbætur úr ríkissjóði á
útfluttar landbúnaðarvörur
muni hverfa að stríðinu loknu.
Á móti þessu verðum við að
gera ráð fyrir að kaupgjald
lækki, þótt ekki sje talið líklegt
að það komist ofan í það sem
áður var fyrir strið. Auk þess
hefjast, er stríðinu lýkur, sam-
göngur við Mið-Evrópu og Norð
urlönd En í þeim löndum voru
okkar bestu markaðir. Horfurn
ar um að það sem tapast og
græðist standist á, virðast mjer
því miður mjög litlar.
Þótt hjer sje að öðrum þræði
aðeins um líkur að ræða, þá eru
þær svo sterkar, áð það væri ó-
varlegt að loka augunum fyrir
þessu. Ef tekið er tillit til þessa,
og þess gætt að þorri bænda
bjó við kröpp kjör fyrir stríðið,
þá er augljóst að erfiðleikar eru
framundan og að bændur verða
að mæta þeim með mikilli fyr-
irhyggju og hagsýni ef vel á að
fara.
IV.
ÞAÐ SEM veldur örðugleik-
unum með sölu á landbúnaðar-
vörum okkar á erlendum mark-
aði, er aðallega hinn hái fram-
leiðslukostnaður. Viðleitni okk-
ar verður því einkum að bein-
ast að því að þoka framleiðslu-
kostnaðinum niður. Þoka hon-
um það niður að við verðum
samkepnisf ærir á erlendum
mörkuðum. Það er markið, sem
við eigum að keppa að. Takist
það ekki og framleiðsla bænda
verði af þeim ástæðum einskorð
uð að mestu við innanlandsnotk
un, verða sveitirnar einskonar
selstöðu útibú kaupstaðanna.
Þrif og vöxtur landbúnaðarins
verður þá algjörlega háður
kaupgetu og vexti kaupstað-
anna, en í kjölfar þessa kæmu
svo lögþvingaðar ráðstafanir,
þar sem einum bónda yrði
bannað að framleiða þetta og
öðrum hitt, og engum leyft að
framleiða til sölu nema ákveð-
ið vörumagn til að varna of-
framleiðslu. Hjer er um tvær
leiðir að ræða, baráttu við erl.
keppinauta, eða innlendir
fjötrar. Jeg kýs baráttuna fyrir
hönd okkar bænda.
Líklegasta leiðin til þess að
íslenskur landbúnaður geti orð-
ið samkepnisfær á erlendum
markaði, er stóraukin vjela-
notkun og tækni á öllum svið-
um landbúnaðarins, utanbæjar
sem innan. Ávinningurinn yrði
sparnaður á mannahaldi, aukin
vinnuafköst, ljettari störf, og
að nota mætti liðljettinga, jafn
vel til þeirra starfa er áður
þurfti eflda karmenn. Það er
markmið, sem við þurfum að
keppa að.
V.
TIL ÞEöS a.ð bændur geti al-
ment brey;tt búrekstri, sínum a
þá leið, sem hjer hefir verið
“bent á, þarf mjög aukna rækt'-
.un, . endurbætur . á ,. vegakerfi
sveitanna, og helst þyrftu bæn‘d
ur að eiga kost á ódýru raf-
magni.
í ræktunarmálunum hefir
L
mikið áurinist, en nú þyrfti að
gjöra lokáátakið,^ljúka við að
gjöra öll ’tún sljett og vjeltæk
og þar næst að auka við rækt-
aða landið,, Búnaðarsamböndin
ættu að taka þetta verk að sjer.
Eitt Búnaðarsamband, sem jeg
þekki, hefir ákveðið að gjöra
þetta strax og kostur er á nauð
synl. vjelum. Það er ekki nema
fárra ára verk að gjöra öll tún
sljett í sumum sýslum, ef að
því væri gengið með dugnaði
og stórvirkum jarðvinslutækj-
um.
Jeg hefi áður hjer í blaðinu
bent á þá leið að Búnaðarsam-
bönd og sýslufjelög hefðu sam-
vinnu um starfrækslu hinna
nýju og stórvirku vinnuvjela,
sem virðast gefa ágæta raun.
Vjelar þessar innu þá að jarð-
vinslu og vegagerð jöfnum
höndum eftir því sem best hent
aði í hverri sveit og á hverjum
tíma, gæti slík samvinna orðið
báðum til Hagræðis. Til þess
að greiða fyrir vegagerðinni,
innan sveita, heimilaði síðasta
Alþingi sýslunefndum að nota
vegafje til kaupa á stórvirkum
vjelum til vegagerðar. Hjer,
sem á öðrum sviðum verða vjel
ar að koma í stað mannsork-
unnar, ef nokkuð á að þokast á-
leiðis.
Rafmagnseftirlit ríkisins Og
milliþinganefndin í rafmagns-
málum, vinna að rannsóknum
á því hvernig sveitunum verði
á hagkvæmastan hátt sjeð fyrir
nægilegu rafmagni frá stærri
eða minni aflstöðvum og há-
spennulínum. Jafnframt hafa á
undanförnum árum verið lagð-
ar til hliðar margar milj. kr.
til þessara framkvæmda og við
þær miklar vonir tengdar. En
þrátt fyrir þetta og þó bygging
orkuvera og lagning raftauga
gangi að óskum að stríðinu
loknu, þá fer um þessar fram-
kvæmdir eins og síma- og vega
lagningar, að margar sveitir og
heil hjeruð verða að bíða.
Vegna þeírra bænda, sem leið-
ist biðin og ekki geta bætt úr
rafmagnsþörfinni með smá
i vatnsvirkjunum heima fyrir,
‘þyrfti rafmagnseftirlitið að láta
;fara fram rannsókn og gefa út
lleiðbeiningar fyrir bændur um,
hvernig þeir geti fengið nauð-
synlegt rafmagn á hagkvæm-
jastan hátt, t. d. hvort það væri
frá vindrafstöðvum eða þar til
gerðum litlum olíumótorum eða
að einhverjum öðrum leiðum.
Úr þessu þyrfti að fá skorið sem
allra fyrst. Bændur hafa þegar
lagt mikið fje í vindrafstöðvar,
og altof mikið, ef annað væri
hagkvæmara að öllu athuguðu.
Þegar litið er yfir hve^ju
bændur hafa afkastað siðustu
20 árin, og enn fremur hvað
gjört hefir verið af hálfu þess
opinbera og fjelagssamtökum
bænda til undirbúnings því, að
bændur. getj gjört enn stærri
átqk að stríðinu - loknu, þá dr
full- ástæða til að æíla, að yfir-
leitt. rrjuni bændum takast. aíð
gjöra vinnuskilyrðin í sveitun-
um þannig, að naúðsynlegri
vjelanotkun og tækni verði við
komið á|Sur langir tímar líða.
VI.
NÆST er þá að íhuga, hverj-
ar líkur eru til að þeir bændur,
er til þess hafa skilyrði, geti
fengið, að stríðinu loknu, vinnu
sparandi tæki eða vjelar er
þeim henta. Vjelanotkun bænda
hefir aukist mjög á síðari ár-
um, aðallega hafa það verið
heyvinnuvjelar enda þeirra
mest þörf, hafa þær yfirleitt
reynst mjög vel og gjört bænd-
um ómetanlegt gagn. A f ýms-
um öðrum vjelum og vinnu-
sparandi tækjum er lítil eða
engin reynsla, ennþá sem kom-
ið er. Hið nýja samband við
Ameríku, með sinni miklu og
fjölbreyttu tækni, einnig á sviði
landbúnaðarins hefir veitt okk-
ur aðgang að fjölbreyttu úr-
vali á þessu sviði. Ennfremur
má fullyrða að alskonar vjel-
tækni fjeygir nú fram í sam-
bandi við styrjöldina, meira en
dæmi eru til áður og að margt
af því verður notað í þágu frið-
samlegra starfa til að ljetta
störfin að stríðinu loknu.
' Það þarf því tæplega að
kvíða því áð tæki og vjelar
vanti, ef hæfileg skilyrði eru
fyrir hendi og geta til að
kaupa þær.
| Það hefir ennfremur gerst í
þessum málum að S. í. §. hefir
íyrir atbeina búnaðarþings-
manna og stjórnar Búnaðarfjel.
Islands, sett á stofn sjerstaka
verkfærakaupadeild, er útvega
bændum verkfæri og vjelar ut-
an bæjar sem innan, og Árni
G. Eylands tekið við stjórn
hennar. Þarf ekki að efa að
deildin mun kappkosta að full-
nægja þörfum bænda á þessu
sviði.
j Þessar ráðstaíanir koma þó
tæplega að fullum notum fyrst
um sinn vegna vaxandi örðug-
leika á útvegun þessara vara
frá útlöndum. I öðru lagiær ung
ur og áhugasamur vjelaverk-
fræðingur, Jóhannes Bjarnason
frá Reykjum, á ferðalagi vest-
ur í Ameríku til þess að rann-
saka hvað af þeim landbúnaðar
vjelum og verkfærum, sem þar
eru á boðstólum, henti best fyr-
ir íslenska staðhætti. Hann
mun þegar hafa sjeð ýmislegt,
er hann hyggur að okkur geti
komið að gagni og sem væntan-
lega verður reynt hjer heima
þegar tækifæri gefst, munu all-
ir, er fylgst hafa með þessu,
^óska að þær tilraunir gefi góða
VII.
ÞÓTT hjer hafi aðallega ver-
ið rætt um hlutverk bænda í
sambandi við þá örðugleika, er
að líkindum bíða þeirra eftir
stríðið.þá liggur það í hlutarins
eðli, að bændur eiga að láta
þau fjelagssamtök, er þeir ráða
yfir, þar á meðal samvinnufje-
lögin, ljetta sjer þessa baráttu.
Jeg hefi áður bent á hjer í
blaðinu pauðsyn þegs að sam-
vinnufjel. sjái bændum. fyrir
ódýrum pg hentugum ,matysp],a
[geymslum, með byggingu sjer-
stakra frystiklefa til þeirra
nota. Fleira mætti nefna, er þau
gætu tekið upp og ljett bænd-
um á þann hátt fyrir fæti, þó
því verði slept hjer.
VIII.
JEG HEFI nú vikið að því,
hverjar líkur benda til að erfið
leikar sjeu framundan fyrir
bændum að stríðinu loknu.
Jafnframt hefi jeg drepið laus-
lega á þau ráð er jeg tel lík-
legust til að mæta þessum örð-
ugleikum, þótt fleira gæti að
sjálfsögðu komið þar til greina.
Þær framkvæmdir, sem hjer
hefir verið rætt um, kosta mik-
ið fje og þótt ríkið styrki sum-
ar þeirra ríflega, verða aðal-
fjárframlögiij^að koma frá okk-
ur bændunum. Bændur þurfa
þessvegna að leggja hart að sjer
til að safna sjóðum og varðveita
þá vel, þar til stríðinu lýkur og
umbæturnar krefjast þeirra.
Takist bændum það, er'jeg sann
færður um að okkur hepnast
að lyfta því Grettistaki, er bíð-
ur okkur.
Fiskiþingið
í GÆR voru á dagskrá
Fiskiþingsins: Samgöngumál
Austfirðinga. Bar sjávarútvegs
nefnd fram svohlj. álit: „Fiski-
þingið skorar á ríkisstjórnina
að sjá um, að samgöngur með
ströndum landsins sjeu sem
bestar og greiðastar, og sjeu
teknar til greina þarfir og að-
stæður hinna ýmsu landsfjórð
unga á hverjum tíma árs“.
Lendingarbætur. Svohlj. til-
laga frá sjávarútvegsnefnd
samþykt:
„Þótt Fiskiþingið hafi þegar
gert till. um að hafnarbóta-
málið verði skipulagt kring-
um landið og þingið leggur á-
herslu á, að svo vérði í íram-
kvæmdinni telur þingið samt
sem áður rjett að Alþingi
veiti fje til nauðsynlegustu
lendingarbóta á einstökum
stöðthn, þar sem annars gæti
farið svo, að smábáta útgerð
torveldist að miklum mun eða
jafnvel legðist niður með öllu.
í því sambandi vill Fiskiþingið
skora á Alþingi, að fje verði
veitt til lendingarbóta á Al-
viðru við Dýrafjörð og Vattar-
nesi við Reyðarfjörð“.
Dýrtíðarmál, frummælandi
Arngr. Fr. Bjarnason. Málinu
vísað til sjávarútvegsnefndar.
Útgáfa sjókorta, frummæl-
andi Arngr. Fr. Bjarnason.
Auk þess töluðu: Þorvarður
Björnsson og Árni Vilhjálms-
son og Magnús Gamalíelsson.
Lög um hlutatryggingar. —
Samþykt svohlj. tillaga frá
sj ávarútvegsnefnd:
„Þar sem almenn óánægja
virðist ríkja með setningu þess
ara laga, mælir Fiskiþingið
með því, að stjórn Fiskifjelags
ins semji uppkast að samþykt-
um og stuðli að því að lögin
komist sem fyrst í fram-
kvæmd“.
BEST AÐ AUGLÝSA í
MORGUNBLADINU.