Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 11
/ Föstudagur 11. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 Pjetur og Bergljót .i Eftir Christopher Janson 1. verið viðstaddur, þegar stjórn- mála- eða hernaðarandstæðing ar voru myrtir í veislu, sem þeim var boðið í undir vingjarn legu yfirskini.En þar sem hann hafði í öll skiptin verið á bandi þeirra sem drápu, hafði hann ekki haft neitt við það að at- huga. Nú var öðru máli að gégna, þegar hans eigin sonur aétlaði að drepa gesti hans, jap- anska gesti, þegar japanskul floti lá á ánni, og japanskur her var genginn á land. En skap gerð Bogum Chang var þannig að hann þurfti ekki að hugsa á hættunnar augnablikum, heldur gerði ætíð það rjetta af eðlishvöt eins og dýrin. A næsta augnabliki hjekk handleggur Yutsings máttlaus niður með hlið hans og næstum ufn leið fjell hann á gólfið, því að faðir hans hafði í senn sleg- ið hann bylmingshögg í hand- legginn og varpað honum til jarðar. Síðan tók hann byssuna úr vasa Yutsings og ljet hana á ó- hultan stað. Síðan draslaði hann syni sinum, sem var meira en lítið dasaður eftir fallið inn í herbergið og lokaði dyrunum með fætinum. Hann var í tæpar þrjár sekúndur að%þessu. Siðan fann hann til kvalanna á ný og flýtti sjer því að setjast niður. Um leið og Yutsing kom til sjálfs sín stökk hann á fætur ög rjeðist á föður sinn. Hann var hamstola af reiði og smán og gagntekinn frumstæðri þrá til að hefna. Blótsyrði hrukku af vörum hans, blótsyrði, sem hann hafði lært af verkamönn- um við höfnina: „Ræfill, skepna, föðurlausi tíkarsonur, sonarsonur skækju", hrópaði hann um leið og hann tók fyrir kverkíU’ eldra mannsins. Hr. Chai, ungi einkaritarinn, hlaut að hafa legið á hleri við dyrnar, sem lágu úr herbergi þessu inn í bústaði þjónustu- fólksins, annars hefði hann varla komið jafn mátulega og raun var á til að hindra að þeir feðgarnir dræpu hvorn annan. Honum tókst með herkjubrögð- um að skilja þá, því að faðir og sonur ruku jafnskjótt saman aftur eins og reiðir hundar. Þegar honum hafði loks tekist það, stóðu báðir á öndinni af mæði. Það var blóð á hvítum samkvæmisjakka Changs úr skrámu á enni Yutsing. Yutsing kraup á gólfinu, dauðuppgef- inp, flibbi hans var rifinn frá skyrtunni, sem einnig var húð- götótt. Hann fálmaði eftir græna hálsbindinu í því skyni að lágfæra það. Einkaritarinn horfði á þá á víxl, síðan tók hann upp vasaklútinn sinn, og eftir að hafa dýft honum í þvottaskálina, þurkaði hann þeim báðum í framan, fyrst Chang eldri og síðan þeim yng'ri. Þetta voru svo óvæntar kringumstæður, að ungi maður inn vissi ekki, hvað hann átti af sjer að gera. Það var altaf dálítið óbærileg smán að láta reiði bera sig ofurliði og lenda í handalögmáli, og þegar slíkt kom fyrir, var það ætíð sá sem byrjaði, sem lenti í skömminni. Og áflog milli föður og sonar var jafnvel á þessum nýju tímum fáheyrt hneyksli. Þar sem hr. Chai hafði verið svo heppinn — eða óheppinn að verða sjónarvottur þessa hræði lega skopleiks, gat aðeins ann- að tvennu komið fyrir hann; annaðhvort yrði B. G. Chang að láta ræna honum og komið honum fyrir kattarnef, eða hann yrði að gera hann að bankastjóra til að múta honum til þagnar. „Farðu til gesta minna og biddu þá að afsaka mig svolítið lengur“, hvíslaði Chang Bogum, þegar hann var buinn að ná sjer. „Segðu að jeg hafi fengið blóðnasir, segðu eitthvað.'Farðu og gefðu þeim meira að drekka og hafðu auga með stúlkunum. Jeg kem eftir stundarkorn“. Hr. Chai læddist burtu. Er hann opnaði dyrnar að Silfur- salnum bárust inn hlátrasköll og fagnaðarlæti og hljómsveit- in var hætt að leika japönsku lögin og byrjuð á nýjustu ame- rísku dægurlögunum. Dr. Yutsing Chang hnipraði sig enn saman á gólfinu. Hann leit á andlit föður síns. Hann hefði átt að biðja föður sinn fyr irgefningar. En hann gat það ekki. Hann beit á jaxlinn og beið eftir að faðir hans segði eitthvað. Chang Bogum opnaði tvisvar munninn, en ekkert orð kom yfir varir hans. Hann gretti sig ámátlega. Augna- brúnir hans mættust yfir nef- inu, haka hans titraði, munnur hans var lokaður, en það var ekki fyrr en hann grúfði and- litið í höndum sjer og lágt kjök ur heyrðist bak við hinar risa- stóru hendur, en Yutsing skildi að faðir hans var að gráta. Þar sem Chang, risinn, hafði litla æfingu í að gráta, líktist grátur haris einna helst krampa flogum. Yutsing stóð upp og þóttist vera að leita að byssunni sinni. Hann gerði það sumpart til storkunnar og sumpart til að látast ekki skilja, hvað væri að föður sínum. Hann fann byss una og stakk henni í jakkavasa sinn,sem var rifinn á saumnum og lafði niður. „Jeg er ríkasti maður í Shang hai. Jeg er ríkasti maður í Shanghai“, kveinaði Chang. „Ríkasti maður í Shanghai. Jeg á alt nema það sem fátæk- ustu dráttarkarlar eiga, ást sonar síns“. Yutsing þrammaði teinrjettur út. um litlu dyrnar sem einka- ritarinn hafði komið inn um og fálmaði sig niður bakstiga hó- telsins. Þegar hann var komintt út, tók hann upp vasaklút sinn og hjelt honum að skrámunni á enni sjer. Nóttin var skyndilega svöl. Framandi beiskur þefur lá í loftinu. Hann stóð svimandi við endann á súlnagöngunum og beið eftir tómri leigubifreið. Loks náði hann í eina. „Celestial Mansions, Bubb- ling-Wellstræti“, sagði hann við ökumanninn. Það var heim- ilisfang Meilan, ungu.hjákon- unnar. XVII. Pearl Chang kom heim klukk an tíu af mæðrafundi, þar sem hún hafði haldið fyrirlestur um meðferð ungbarna. Yutsing var enn ekki kominn heim en Pearl reyndi að vera ekki óróleg út af því. Fjarvera hans gaf henni frjálsar hendur í baðherberg- inu, og hún lá lengi í baðker- inu, til að láta þreytuna líða úr líkama sínum og eiga hægar með að sofna á eftir. En undir eins og hún var kominn upp í rúm og búin að slökkva ljós- ið, fann hún að hún gat ekki sofnað. Slík höfðu verið örlög hennar undanfarna viku, vik- una sem hættan jókst í borg- inni og jafnframt virtist eigin- maður hennar vera að fjarlægj ast hana. Auða rúmið með harða höfðalaginu við hlið hennar, varnaði henni svefns. Yutsing hafði verið að heiman þrjár af síðustu sjö nóttunum. Hann var áhyggjufullur út af örlögum Kína hugsaði hún full samúðar. Alt sem hann hefir bygt upp er nú að hrynja til. grunna. Áhyggjurnar út af öllum þessum börnum, kvelur hann, hugsaði hún. Það var þung á- byrgð, hún efaðist ekki um það. Skátarnir voru enn í Shang- hai, það var ekki hægt að koma þeim burtu, því að járnbraut- arlestirnar voru einvörðungu notaðar til herflutninga,og það var ekki hægt að fá nógu marg ar bifreiðar til að flytja hin þrjú þúsund börn til heim- kynna sinna. Skátarnir voru nú orðin byrði, sem hvíldi þungt á þeim sem staðið höfðu fyrir skátamótinu. Það varð erfiðara með hverjum deginum að sjá þeim fyrir húsaskjóli og fæði, og enginn vissi, hvað um þá yrði, ef styrjöldin skylli yfir Shanghai. Hann ætlar líklega að dvelja í Civic Center, hugs- aði Pearl, hann gleymir bæði í stóru stofunni á Bjarnastöðum, sátu gömlu hjónin þar tvö ein. Það var þegar orðið áliðið kvölds og tekið að skyggja inni, en Katrín var nú þannigsgerð, að hún sleppti ekki rokknum fyrir því. Hún bara ýtti honum ör- lítið nær arninum, svo skinið af eldinum fjell á þráð- inn, og þarna sat hún, há og virðuleg með hvítan fald á höfði, gáði stundum að því, hvort snældan væri að fyllast, lagaði snúrurnar með fingrinum og spann svo af ákafa. Rokkurinn urraði og argaði, eins og margir kettir væru í grimmustu áflogum. Ekki var nú heldur ljósið frá arninum mikið, þar voru aðeins örlitlar glæður af hálfkulnuðum viðarkolum, en stundum kom upp logi í hálfbrunnum bútum af birki- greinum, og eldtungum skaut upp, en þær slokknuðu aftur, einmitt þegar leit út fyrir að eitthvað ætlaði að. verða úr þeim. Katrín hafði oft hugsað sjer að bæta nokkrum kvistum á eldinn, en í hvert skipti, sem hún hugsaði um þetta, varð henni litið út að dyrunum, til þess að gá, hvort Bergljót dóttir hennar kæmi ekki inn. Hún gat ekki skilið, hvað hafði orðið af hennni í kvöld, hún átti þó að elda grautinn í kvöldverðinn. Og ein- hverntímann hlaut stúlkan að koma úr f jósinu. Árni, maðurinn hennar Katrínar hafði komið seint inn þetta kvöld. Hann hafði verið svo lengi í eplagarð- inum, því að hann var að ná inn því síðasta af uppsker- unni. Nú hafði Árni náð sjer í stólkoll einn, og setst við arininn hjá konu sinni, troðið í pípu sína, kveikt í henni og reykti nú og reykti. — Hann er lílega þreyttur eftir daginn, hugsaði kona hans, og gaut til hans hornauga, þar sem hann sat álútur með báðar hendur á hnjánum, horfði í gaupnir sjer, sagði ekkert, bara reykti. Og ekki leit nú raunar út fyrir að Árni þreyttist fljótt, eins herða- breiður og þrekinn og hann var, hann sat bara hugsi, og þess meir sem hann hugsaði, því meir reykti hann. „Eitthvað var það nú, sem jeg ætlaði að spyrja þig um“, sagði Árni loks, leit upp til konu sinnar og sló öskuna úr pípunni við arinhelluna. — „Hvernig geðjast þjer að honum Níels hringjara?“ „O, svona“, sagði Katrín. „Það er sagður vitur mað- ur og víðlesinn, og vel syngur hann í kirkjunni“. „Já, og hefir á sjer heldri manna snið“, greip Árni fram í og bljes í pípuna sína, „það getur vel verið að hann lumi á nokkur hundruð dölum“. Hefurðu heyrt það, hann Árni vinur okkar gekk í her- inn og liggur nú s ærður á spítala. Þegar hann særðist hrópaði hann: Hjálp, hj^lp, kúl an lærbraut mig“. Jóni, semvar þar nærstaddur, þótti óhljóðin heldur mikil og sagði: „Veinaðu ekki svona hátt, meira særðist hann Andrjes, þeir skutu af honum hausinn, og þó kvart- aði hann ekki“. ★ Dánarauglýsing: — Hjer með læt jeg ættingja og vini vita þá sorgarfregn, að minn elskaði sonur, Helgi, 12 ára gamall, er dáin og farinn til föður síns á himnúm, sem andaðist fyrir 13 árum. ★ Frú A: — Hefurðu vinnu- konu eða gerirðu verkin sjálf? Frú B: — Já. Frú A: — Hvernig á að skilja það? Frú B: — Jeg svara báðum spurningunum játandi. Jeg hefi vinnukonu og jeg geri verkin sjálf. „Konan mín hefir ákaflega erfitt hlutverk í leiknum, sem er verið að leika hjerna núna.“ „Erfitt. Jeg heyrði hana ekki segja eitt einasta orð“. „Já, það er einmitt það, sem er svo erfitt fyrir hana“. ÍC ____' Tvö skáld hittust á kaffihúsi. — Hvað starfarðu núna? Hefirðu fengið nokkra vinnu? — Ekki beint vinnu. Jeg er að fást við húsgagnasölu eins og sakir standa. — Nú, já, hefirðu selt mik- ið? — Já — öll mín. „Hvernig líður honum frænda þínum?“ „Það er nærri því ár síðan hann dó“. „Það er sennilega af því, sem jeg hefi ekki sjeð hann á gangi svona lengi“. ★ Móðirin: — Þú ættir ekki að vera að hugsa um að ganga mentaveginn, dóttir mín. Þú skalt bara gifta þig eins og þú ert, því að karlmennimir vilja helst ómentaðar og heimskar konur“. Dóttirin: — Það hefir ef til vill verið þannig í þínu ung- dæmi, en nú er það alt breytt. ★ Piparmærin var að skrifta og játaði á sig skírlífisbrot. Skriftafaðirinn hristi höfuðið og sagði alvarlega í bragði: „Þetta er ljótt að heyra um stúlku á yðar aldri. Það væri fyrirgefanlegt ef um ungling væri að ræða“. „Já, en það skeði líka fyrir 35 árum“, svaraði stúlkan, „jeg skrifa það bara endrum og eins til þess að rifja það upp“. ★ Fangavörðurinn (við mann, sem hann var að láta lausan): — Jeg sje það nú, að jeg hefi haldið yður einni viku of lengi hjer inni, og jeg verð að biðja yður afsökunar á því. Fanginn: — Það er ósköp vel hægt, við drögum þessa viku frá, þegar jeg verð hjer næst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.