Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 12
12 Kartöflurn- ar komnar FORSTJÓRI Grænmetisversl unar ríkisins hefir skýrt Mbl. svo frá, að nú sjeu komnar riægar birgðir af kartöflum. Sala á kartöflum varð óvenju ör undanfatrna daga og var það ' orsök þess, áð fyrirliggjandi birgðir þrutu. En nú eru komn- ar nýjar birgðir. Grænmetisverslunin hefir ekki viljað flytja inn miklar birgðir í einu. heldur fengið srnærri birgðir með hverju skipi. Með þessu hefir versl- unin viljað tryggja betri vöru. Verðið á þeim kartöflum, sem nú kcpnu til landsins, verð ur hið sama og áður. Húsmæður gera áiyklanir í lýðveld- ismáiinu og um fánann Á FUNDI í Húsmæðrafjelag- inu' var svofeld ályktun um1 lýðveldismálið samþykt í einu hijóði: „Fundur í Húsmæðrafjelagi Reykjavíkur, haldinn í Vonar- síræti 4 9. febr. 1944, lýsir eindregnum stuðningi sínum við stofnun lýðveldis á íslandi, eigi síða/ en 17. júní næstkom- andi, með þeim hætti. er þing- ið hefir þegar markað, og náð svo föstu fylgi um. Jafnframt skorar fundurinn é öll kvenfjelög á landinu að Ijá þessu mikilsverðast og hplgasta máli þjóðarinnar alt það lið, er þau mega, svo að það verði farsællega til lykta ieitt og þjóðinni til sæmdar '. Einnig var samþykt á fundin um tillaga, varðandi fánanum, e; hljóðar svo: „Fundur í Húsmæðrafje^agi Reykjavíkur, haidinr í Vonar- str. 4 9. febr. 1944, telur nauð- synlegt, að fánavakning fari Fram um land alt. svo að við heilsum okkar enduireista lýð- veldi með mikilli og almennri þátttöku, á þjóðlegan og sóma- samlegan hátt“. Þá var einnig samþykt á f .mdinum, að fjelagið gæfi 1000 kr. til ,,Hringsins“, í barna- -pítalasjóð. til minningar um frú Krístínu Jakobson. Ennfremur var töluvert rætt utr. mjólkina. og exportleysið í bænum og kcm fram tillaga því viðvíkjandi á þessa leið: „Fundur i Húsmæðrafjejagi Reykjavíkur, baldinr. 9. febr. 1944, skorar á Skömtunarskrif stofu ríkisins að hlutast til nm það, að úthlutað verði kaffi- bæti (export) nú þegar eða aukinn verði kaffiskamturinn að miklum mun frá bví sen?. nú er“. Árás á sumarhöll páfa ÚTVARPSFREGNIR frá Róm herma, að loftárás hafi verið ■gerð á sumarhöll páfans í gær, og hafi orðið talsvert tjón. I tilkynningu, sem gefin var út í páfagarði um árás þessa, e harmað, að þetta atvik skuli Iiafa komið fyrir og skoráð á ófriðaraðilja að hlífa eignum páfaríkisins við loftárásum. Breskur tundurspillir á íslenskum iirði ÞETTA ER breski tundur?pillirinn „Obdurate" og er myndin tekin, er skipið lá í íslensk- um firði. Ekki er getið um nafn fjarðarins, en kunnugir geta spreytt sig á að reyna að þekkja umhverfið. Rússland: Hringarinn þrengist am innikróaða jpýska liðið London í gærkvöldi — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RÚSSAR hafa enn þrengt mjög að hinum 10 innikróuðu þýsku herfylkjum við Dnjeperbugðuna. Telja frjettaritarar í kvöld, að svæði það, sem þýski herinn hefst nú við á, sje helmingi minna en það var fyrir viku síðan, er liðið var innikróað. Öll von virðist nú úti, um að Þjóðverjar geti komið hinu innikróaða liði til hjálpar. Þá sækja Rússar fast að Kri voi-rog og eiga ófarna þangað eina 16 km. Á norðurvígstöðv- unum sækja Rússar að Luga úr mörgum áttum og eru á ein- um stað um 16 km frá borg- inni. Slæmt veður hefir híndrað hernaðaraðgerðir á suðurvíg- stöðvunum í dag. Eru þar úr- hellisrigningar og allir vegir að verða aurleðja ein. Herstjórnartilkynning Rússa. Herstjórnartilkynning Rússa í kvöld (fimtudag) er á þessa leið: „Hersveitir vorar hjeldu áfram í dag sókninni vestan og suðvestan Novgorod og náðu á sitt vald nokkrum bæjum og þorpum. Fyrir norðan Zveni- porodka og Shpola var haldið áfram að eyða hinum innikró- uðu hersveitum og þrengja hringinn umhverfis þær. — Þar voru tekin nokkur þorp og járn brautarbæirnir Valyava og Zavadovka. Maður slas- ast og bíður bana ÞAÐ SLYS vildi til síðast- liðinn fimtudag á Suðureyri við Súgandafjörð, að ungur maður slasaðist og beið bana af. Maður þessi hjet Karl G. Kristjánsson. — Var hann að renna sjer á sleða, en misti stjórn á honum og rakst sleð- inn á girðingu. Var farið með Karl á sjúkrahúsið á ísafirði og fjest hann þar af innvortis meiðslum. Karl var sonur Kristjáns Guð mundssonar, skipstjóra. Tveir danskir spell- virfcjar drepnir í bardaga Stokkhólmi í gær. SPRENGING varð í verk- smiðju einni í Silkiborg í Dan- mörku i dag og voru spellvirkj - ar valdir að sprengingunni. — Lögreg-la og herlið komu þegar á vettvang eftir að sprengingin varð, og voru þá tveir menn í verksmiðjubyggingunni. Þessir tveir menn skutu á lög reglumennina og hermennina og tókst að særa þrjá þýska hermenn áður en þeir voru yf- irbugaðir. Annar ^ipellvirkj- anna varð fyrir byssukúlu og fjell, en hinn reyndi að flýja niður í kjallara, en var skotinn á flóttanum. Þessir dönsku spellvirkjar voru ungir menn, annar 23, en hinn 25 ára. Samkvæmisföt sjást á ný í London. Badogliostjónin tekur við völdum London í’ gærkveldi. FRÁ OG með miðnætti i nótt tekur stjórn Badoglios raun- verulega við völdum í þeim hjeruðum, sem bandamenn hafa náð úr höndum Þjóðverja Stjórn bandamanna, Amgot, leggur um leið niðpr völd og verður aðeins ráðgefandi í stað þess að áður hafði nefndin framkvæmdarvald. Var þessi tilhögun ákveðin á Moskvaráð- stefnunni á sínum tíma. Land það, sem Badoglio- stjórnin fær yfirráð yfir, er um 40.000 ferkilómetrar og búa á þessu landsvæði um 10.000 000 manna. Fyrir vestan Apostolovo var sókninni haldið áfram og nokkr ir staðir teknir. Á öðrum vig- stöðvum var um að ræða að- gerðir framvarðasveita og skiftst var á skothríð úr sprengjuvörpum og fallbyssu- vígi var náð. Þann 9. febrúar var á öllum vígstöðvum laskaðir eða eyði- lagðir 43 þýskir skriðdrekar og 29 óvinaflugvjelar skotnar niður í loftorustum, eða !með lof tvarnabyssum. LONDON í gær —: Á dans- leik, sem haldinn var í London í gær til ágóða fyrir góðgerðar starfsemi, voru ■* ballgestir klæddir samkvæmisfötum. — Ræða blöðin um þetta sjerstak lega í dag, því í London hafa ekki sjest samkvæmisföt síð- ustu árin. — Nýlega var Churc- hill forsætisráðherra í leikhúsi og var þá klæddur í samkvæm isföt. Er talið, að það hafi haft áhrif á menn að klæðast sam- kvæmisfötum á ný. Willkie scgisl verða 9 kjori BAKER (Oregon); — ík'am- bjóðandi republikanqflokksins við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 1940, Wendell Willkie, sagði í ræðu, sem hann hjelt hjer i dag, að republikana flokkurinn myndi velja hann sem. forsetaefni sitt í forseta- kosningunum í haust. — Hann vildi ekki ræða þetta neitt frek ar. — Reuter. Föstudagur 11. febrúar 1944 Skinnasala L. R. I. seldi skinn fyrir 1.070.000 krónur SKINNASALA Loðdýrarækt arfjelags íslands seldi skinn á árinu sem leið fyrir kr. 1.070,- 000. Skinn þessi voru seld á innlendum og erlendum mark- aði. Þar af voru seld minka- skinn fyrir kr. 600.000, er voru seld á erlendum markaði. í Bretlandi hefir hámarks- verð verið sett á allar skinna- vörur, en í Ameríku er tollur á silfurrefaskinnum. Aftur á móti er þar í landi enginn toll- ur á blárefa-, minka- eða hvít- refaskinnum. Árið 1941 seldi skinnasalan skinn fyrir kr. 517.900, og árið 11942 fyrir 379.000 kr. Nýja bamasagan höfundur sögunnar Pjetur og' Bergljót. SVEITASAGAN PJETUR OG BERGLJÓT, sem byjuð er koma út í Lesbók barnanna á 11. síðu blaðsins í dag, er ein af vinsælustu sögum þessa merka skálds Norðmanna. Hún hefir komið út áður á íslen.sku í þýðingu eftir Jón Ólafsson, en sú útgáfa er fyrir löngu lesin upp til agna. Þeir, sem á unga aldri hafa lesið söguna Pjetur og Berg- Ijót, ljúka upp einum rómi um það, áð sagan sje skemti- leg, og hefir hún orðið mörg- um minnisstæð og hjartfólgin. Höfundur hennar, Kristofer Janson er Islendingum að góðu kunnur. Hann var fæddur ár- ið 1841. Hann var meðal merk- ustu erlendra gesta er komu á 1000 ára hátíðina 1874. Eftir þá heimsókn tók hann miklu ástfóstri við ísland, skrifaði töluvert um land og þjóð og orkti kvæði um íslensk efni. Hann var um skeið meðal þeirra erlendu skálda, er al- menningur hjer á landi hafði mikil kynni af. Hann andað- ist árið 1917._______ Grikkir hættir að berj- ast innbyrðis. London í gærkveldi —: Það var opinberlega tilkynt í Kairo i kvöld, að allaT þjóðernissveit ir í Grikklandi, sem barist hafa innbyrðis, hefðu komið sjer saman um að hætta öllum skærum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.