Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. febrúar 1944 MORGUNBLAÐíÐ T BANDARÍKJAHERMENN Á ÍSLANDI ÞAÐ SEM fyrst og fremst er nauðsynlegt að leið- rjetta, er su hugmynd, að ísland sje kalt land og frost sje þar daglega að vetrar- lagi. Amerískar mæður á miðvestur-sljettunum eða í borgunum í austurhluta Bandaríkjanna,' sem óttast að syni þeirra kali á íslandi hina köldu mánuði ársins, ættu að fá vitneskju um það að ef til vill búa þeir við betra veður en er heima. Meðalhitastig janúarmán- aðar, sem er kaldasti mán- uður ársins á íslandi, er í stórum hluta landsins að- eins eitt eða tvö stig fyrir neðan frostmark. Af þessu leiðir þó ekki, að hjer sje fyrirmyndar- veðrátta. Á veturna er dimt allan sólarhringinn, nema nokkrar klukkustundir um hádaginn, og stormurinn næðir með 170 til 130 mílna hraða á klukkustund. Her- mennirnir búa í skálum (Nissen-kofum), sem storm urinn getur nætt óblítt í gegnum. Margir Ameríku- menn hafa sjeð frjettakvik- myndir, af hermönnum, sem sækja á móti stormin- um á íslandi eins og djup- sjávarkafarar berjast gegn undiröldunni, en enginrl nema sá, sem átt hefir í baráttu með að halda jafn- væginu og ná andanum í þessum stormum, getur gert sjer í hugarlund til- finningar þeirra, er fyrir þeim verða. Hermannaskál- arnir, sem líta út eins og tunnur, sem lagðar eru á hliðina, eru skorðaðir niður með sandpokum, svo að stormurinn feyki þeim ekki burtu sem hismi. Skemtanir eru fábreyttar. ÞAÐ er ekki hægt að stytta sjer stundir við margt í tómstundum sínum á Islandi nema spila. Kvik- myndir eru sýndar í flest- um herbúðum, en það er ekki skipt um mynd á hverju kvöldí. Myndirnar eru ný Hollywood-fram- leiðsla. íslensku kvik- myndahúsin sýna eldri myndir frá Hollywood, en erfitt er að ná í aðgöngu- miða á kvöldsýningarnar, nema bíða í röð við dyrnar klukkan eitt að deginum. I höfuðborginni, Reykja- vík, og sumufn öðrum bæj- um hafa hermennirnir á- gæta Rauða-kross sam- komustaði. Tíðum er dans- að á þessum stöðum, og í starfsliði Rauða krossins eru ýmsir vinsælir skemti- kraftar. Öðru hverju fáum við hingað skemtisýningar USO. Lítið samneyti er við ís- lendinga. Þeir eru í eðli sínu mjög sjálfstæðir og hafa ekki vanist því að hafa her í landinu. Danir veittu þeim að nokkru leyti sjálfstæði áriþ 1874 eftir nokkurra afda kúgun. Fullkomið sjálfstæði hlutu íslendingar árið • 1918; en EFTIR HARRY T. MOORE Eftirfarandi grein birtist fyrir skömmu í am- eríska blaðinu „Liberty“. Lýsir bandariskur liðs- foringi, Harry T. Moore, þar lífi bandarísku her- mannanna á Islandi og að nokkru leyti skoðunum þeirra á landi og þjóð. Margar fáránlegar frásagn- ir hafa birtst í erlendum blöðum um ísland, en höfundur þessarar greinar virðist hafa gert sjer nokkurt far um að kynnast sögu þjóðarinnar. Má gera ráð fyrir, að margir hafi gaman af að lesa frásögn liðsforingjans, en lesendurnir sjálfir verða að meta sannleiksgildi hennar. Hermenn á Lækjartorgshorninu. Danakonungur var þó á- fram konungur yfir íslahdi. Öll stjórnmálatengsl milli ríkjanna voru svo rofin þann 10. apríl 1940, er Þjóð- verjar hernámu Danmörku. Alþingi fól þá forsætisráð- herra og ráðuneyti hans í hendur æðstu stjórn lands- ins. • Einangrun íslands var lokið mánuði síðar, þann 10. maí 1940, þegar breskar hersveitir að óvörum her- námu eyna. Þegar Banda- rökjamenn kom í júlí 1941, var það með samþykki ís- lensku ríkisstjórnarinnar, sem heldur kaus að hafa í landinu her frá hlutlausri þjóð. Pearl Harbour gerði þó þetta ástand flóknara. Nasistar á íslandi. ÞJÓÐVERJAR voru ekki aðdáendalausir á íslandi. Sáðmenn nazismans höfðu verið þar að verki. Hin nýja þýska stjómmálastefna gat þó aldrei fært íslenska þjóð ernissinnaflokknum telj- andi atkvæðamagn. Hann hefir til dæmis aldrei ver- ið fær um að etja kappi við kommúnistaflokkinn, sem hefir mest fylgi í Revkja- vík, borg, sem telur marga verkamenn meðal hinna 40,000 íbúa sinna. Enn eru nokkrir nasistasinnar á ís- landi. Amerískir hermenn hafa orðið fyrir því, að kállað hefir verið hæðnis- lega „Heil- Hitler“ á eftir þeim á göturp úti. Þetta spott er helst haft í frammi af ungum mönnum, sem ekki vinna neinar skyldu- kvaðir í yfirstandandi styrj öld. íslenskir kaupmenn eru vingjarnlegir við hermenn- ina — í verslunum sínum. Kaupmennirnir og starf- fólk þeirra talar ágæta ensku . En það er engin á- nægja fyrir Ameríkumenn, sem eru góðir viðskipta- menn í vissum verslunum, þegar afgreiðslustúlkur ann ars staðar skipta sjer ekk- ert af þeim. Sjaldgæft er, að opinber fjandskapur sje í frammi hafður. Næst hefi jeg kom- ist því að flækjast í slíkt, er jeg heimsótti nokkra ís- lenska vini mína, sem bjuggu í einu hinna geysi- miklu völundarhúsa í Reykjavík. Eftir að hafa rabbað við þá og setið að drykkju í herbergi þeirra nokkra stund, spurði jeg eftir baðherberginu. Þegar jeg var kominn um það bil hálfa leið, var ganginum allt í einu lokað af holdug- um kvenmanni með þykk gleraugu. sem skapaðist þarna úr skugganum eins og vera hjá Hitehcock.*Var mjer rækilega skýrt frá því, að enginn Ameríku- maður fengi að nota þetta baðherbergi. Með því að lát ast ætla að víkja til hægri, gat jeg skotist fram hjá henni vinstra rhegih ög hraðaði jeg mjer að tak- markinu. En það var skap í kvenmanninum, og kom ,hún hlaupandi á eftir mjer kallaður er appelsín, eða hella í sig veikum amer- ískum drykkjum, og er sopinn dýr, því að hver flaska kostar 28 cent (ca. 2.50). Einu sinni í mánuði eru gleðinni ekki nein slík takmörk sett, en það er á samkomum Angliu-fjelags- ins. Meðlimir þessa menn- ingarfjelags eru bæði bresk ir, amerískir og íslenskir. Samkoman hefst með alvar legri r^eðu, en lýkur með kampa vínsdr ykk j u. Margar stúlkur, sem koma á Hótel Borg, dansa við ameríkumennina, enda þótt þær geri það með al- geru tilfinningaleysi. Þær sitja við sín eigin borð. Mjög fáir ameríkumenn fá leyfi til þess að fylgja þeim heim eða heimsækja þær á heimilum þeirra. Flestum setuliðsmönnum finnst lífið þrevtandi. Um- hverfið er þeim lítil upp- örfun, enda þótt það sje sumstaðar stórfenglegt, einkum þegar fjöllin eru snævi þakin. Jafnvel hinn leiftrandi græni bjarmi norðurljósanna getur ekki Aðalatvinnuvegur íslend endalaust haldið mönnum í inga er fiskveiðar. Þýska- góðu skapi. Það, sem Ame- land \rar eitt helsta við- ríkumenn sakna mest — skiptalandið fyrir stríð, en auk stúlkna, er ræði vin- markaðir hinna sameinuðu gjarnlega við þá — eru trje. þjóða hafa oftast síðan get- Sljetturnar, sem eru um- að tekið við állri fiskfram- hverfis flestar herbúðirnar leiðslu íslendinga. Á strönd eru auðar og hrjóstrugar. unum eru staflar af úldn- Það eru ekki margir Ame- um fiski, en lengra uppi í ríkumenn, sem vildu dvelja landi leggur daun af fiski, hjer stundinni lengur en sem lagður er til þerris á nauðsynlegt er, enda þótt grindur. Og eins og breska sumir íslendingar sjeu skáldið W. H. Auden hefir kvíðnir yfir þeim mögu- svo einkennilega komist að leika, að landið verði amer- orði: Harðfiskur er aðal- ísk nýlenda. Ríkisstjóri ís- fæðaJslendinga“ .... Seigl lands, Sve.inn Björnsson, an er mismunandi mikil. • sagði í ræðu við setningu Harðari tegundin er eins' Alþingis síðastliðinn vetur: og táneglur á bragðið en! „Árekstrar hafa orðið, en mýkri tegundin eins og í því sambandi verðum vjer skinnið neðan á hælunum. fvllilega að viðurkenna Fæða hermanna á íslandi hina einlægu viðleitni ame- er góð. Aukamáltíðir er rískra embættismanna og hægt að fá^ í íslenskum hernaðaryfirvalda hjer á veitinvahúsum. í Revkja- landi að viðhalda góðri vík sjást hermenn oft fá samvinnu og valda oss sem —- og engin loka var á hurð inni. Meðan jeg var inni hamaðist hún á hurðinni og hrópaði til min ógnunar- orðum. Peningar og fiskur. HINN ÓVINVEITTASTI íslendingur hefir aldrei neitað því, að Bandaríkja- herinn hafi fært mikla pen- inga inn í landið. Verslan- irnar blómgast og bifreiða- stjórar og aðrir verka- menn, sem hjá hernum vinna, fá feykihá laun. ís- lendingar eiga glitrandi amerískar bifreiðar, hjól- barða og bensín, sem ekki er tekið að skamta fyr en síðastliðið vor. Eitt dæmi um viðleitni vora til þess að vinna hylli íslendinga er það, að þegar íslensk bifreið rekst á farartæki hersins, fær sá innfæddi bifreið sína bætta eða end- urnýjaða, og bifreiðastjór- anum er kent um — hver sem á sökina. sjer miðdegisverð í sma- veitingahúsunum. Vegna rúmlevsis mega aðeins liðs- foringjar og undirforingjar fara inn í Hótel Island, sem er þekt fyrir góðan mat, og einungis liðsforingjar og óeinkennisklæddir Banda- ríkjamenn inn í Hótel Borg, sem er besti matarstaður- inn. Miðdegisverður kostar um það bil tvo eða þrjá dollara í amerískum pening um (13—19.50). Hótel Borg og stúlkurnar. „ Á HÓTEL BORG er hljómsveit og dansað er þar á hverju kvöldi. í ritstjórn argreinum sumra blaða bæj arins hafa stúlkur þær, sem þarna dansa verið ávítað- ar. Þar sem áfengisbann er á Islandi, er sterkasti drykkur, sem framreiðá má bjór, með 1% alkoholinni- haldi. Flesíir Ameríku- rfiennirnir og íslendingarn ir drekka sætan safa, sem minstum erfíðleikum. Jeg held jeg geti einnig sagt með rjettu, að virðing vor og samuð með Bandaríkj- unum og Bandaríkjaþjóð- inni hafi aukist við hánari kynni og sje nú meiri en nokkru sinni áður. Jeg er sannfærður um það, að vjer gefum sagt það sama um ameríska herinn, er hann á sínum tíma fer hjeðan, eins- og hann mun gera sam- kvæmt samningum“. Skömmu eftir að þessi ræða var flutt, voru í versl- unargluggum og herbúðum fest upp geysistór blöð með mynd af Roosevelt for- seta, og tilvitnunum í yfir- lýsingu hans, þar sem hann lofar að kalla herinn tafar- lausL heim, þegar hættu- tíminn sje á enda. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúoíun -%ina ungfrú Sigrún B. Ólafsdóttir. Róykjanesbraut 1 og Hilmar E. Gúðmundsson, Frakkastíg 24 B. . ~> ;!: *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.