Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 VINIMUVEITEINIDAFJELAGIÐ SVARAR Verkamannafjelagið Dagsbrún, Reykjavík. VJER höfum mótekið brjef yðar, dags. 3. þ. m., ásamt upp- kasti frá yður að nýjum samn- ingi milli yðar og fjelags vors, sem ætlast er til að komi í stað núgildandi samnings, dags. 22. ágúst 1942, er þjer með brjefi til vor dags. 20. f. m., hafið sagt upp ~frá og með 22. þ. m. að telja. í tjeðu brjefi yðar berið þjer fram ýmsar ástæður fyr- ir því að þjer hafið sagt upp nefndum samningi yðar vio fjelag vort, og fyrir kröfum þeim, sem felast . í of- annefndu uppkasti yðar að nýjum Samningi. Teljum vjer rjett að taka þessar ástæður yðar til athugunar. Um 1. ástæðu. Þjer segið að samkvæmt samningi vorum, dags. 22. á- gúst 1942, hafi dagkaup verka manna ekki hækkað um meira en 16%, — sextán af hundraði og þess vegna hafi ekki þurft nema litlar breytingar í óhag- stæða átt til þess að þessi grunn kaupshækkun „yrði skert veru lega eða að engu ger“, og á þann veg hafi þróunin gengið. Þessi ástæða yðar er bygð á röngum grundvelli, vegna þess að dagkaup vérkamanna hækk aði með nefndum samningi ekki um aðeins 16% eins og þjer segið, heldur um 54% — finimtíu og fjóra af hundraði Þegar gjöra á samanburð í þessu efni virðist rjettast að leggja til grundvallar 9 •— níu •— klukkustunda raunveruleg- an vinnutíma, þar eð sá vinnu- timi hefir um mörg ár verið hinn venjulegasti við verka- mannavinnu hjer í bænum, og þrátt fyrir allt hjal um átta stunda vinnudag er þetta svo ennþá, enda hvað eftir annað af yðar hendi gjörð krafa um þenna vinnutíma og hjeraðlút- andi ummæli yðar í tjcðu brjefi yðar til vor staðfesta þetta ljóslega. ' Samkvæmt eldri samningi vorum dags. 9. jan. 1941, var kaupið íyrir 9 — níu — raun- verulega vinnutíma samtals kr. 14.50 eða kr. 1.61 um kl.st. fyrir hvern raunverulegan vinnutíma. Með nefndum samn ingi vorum írá 22. ágúst 1942 hækkaði kaupið þannig að greiða skyldi fyrir 9 — raun- verulega dagtíma kr. 22.3 IY4 eða kr. 2.48 (nákvæmlega kr. 2.47 9/10) fyrir hvern raun- verulegan dagvinnutíma. •— Hækkun dagkaupsins var því fyrir hverja raunverulega vinnuklukkustund úr ,kr. 1,61 upp í kr. 2.48 cða 54%. Telj- um vjer þetta nægilegt til þess að sýna hversu þjer farið með rangt mál að því er þessa kauphækkunarástæðu snertir. Um 2. ástæðu. Þjer haldið því fram að endurskoðun sú, sem fram hef ir farið á grundvelli dýrtíðar- vísitölunnar hafi leitt í ljós ,,að grundvöllur vísitölunnar er verkamönnum phagstæður í verulegum atriðum“, eins og þjer komist a^ orði. , j j ? BRJEFI DAGSBRIJIMAR Skýrir málið frá sjónarmiði atvinnurekenda En þjer farið hjer með rangt mál. A. Vísitalan er bygð á heim- ilisreikningum 40 verkamanna sem samkv. beiðni kauplags- nefndar hjeldu reikninga þessa árið 1. júlí 1939 til 30. júní 1940. Fyrgreind endurskoðunarnefnd athugaði þenna grundvöll vísi- tölunnar. Nefndin klofnaði í meiri og minni hluta án þess þó að í milli bæri neitt það, sem máli skifti um sjálfan grundvöllinn, heldur aðeins um aðferðina við endurskoðun þessa og það hversu ítarlegt skyldi vera álit nefndarinnar. Um tjeðan grundvöll vísitöl- unnar segir meiri hluti endur- skoðunarnefndarinnar í áliti sínu: „að neysluval það, sem lýs- ir sjer í hinum 40 heimilis- reikningum, sje vel nothæft sem grundvöllur fyrir ákvörð- um á vígtum framfærsluvísitöl- unnar“. Minni hluti endurskoðunar- nefndarinnar segir: „Vonlítið um að gera úr garði vísitölugrundvöll, sem væri nokkuð, að ráði vissari en þessi, nema þá á mjög löng- um tima. Mjer virðist vísitölu grundvöllurinn nothæfur eins og hann er“. (Allar undirstrikanir gerðar hjer). Meiri hluti endurskoðunar- nefndarinnar taldi öruggara að fleiri en 40 heimilisreikningar yrði lagðir til grundvallar, en í því efni má benda á að í Noregi, með um 30 sinnum fjöl mennari þjóð, hefir áður verið látið nægja að byggja dýrtíð- arvísitöluna á aðeins 135 — eitt hundrað þrjátíu og fimm — heimilisreikningum. B. í brjefi yðar segið þjer að komið hafi í ljós við um- rædda endurskoðun vísitölunn ar að í grundvöll hennar hafi „alls ekki verið færðir veiga- miklir útgjaldalioir“. Þetta er rangt. Meiri hluti nefndarinnar nefnir nokkra liði (tilbúinn mat, sauma- og prjónalaun, ýmsar viðgerðir, húsgögn og surnt grænmeti) sem ekki. hafi vérið tekrtir. inn í vísitöluna, og telur meiri hlutinji rjettara að taka þá með í‘ grundvöll henn- ar. Þessir liðir nema nú ekki samtals að meðaltali fyrir hvern heimilisreikning méira en kr. 115.15 á ári, af meðal- talsútgjaldaupphæðinni á ári, sem er kr. 3.853.01 fyrir hvern heimilisreikning miðað allt við fyrsta ársfjórðung 1939. Þessar tölur sýna, að þjer farið með rangt mál um það, að hjer sje um að ræða „veiga mikla“ útgjaldáliði.' Til þess að þéssir lítilfjörlegu liðir gætu haft áhrif á vísitöiuná' þyrftu ■ ■ .1' r- i , ,» | A r: , 1 •; 1 breytingar á veroi þeirra að vera mjög stórfeldari en á nokkrum öðrum útgjaldaliðum í heimilisreikningunum. — En ástæðan til þess að þessir liðir hafa ekki verið teknir með í grundvöll vísitölunnar er sam- kvæmt umsögn Kauplags- nefndar sú, að það er afar- miklum vandkvæðum bundið, að útvega ábyggilegar upplýs- ingar um alment verð á þessum liðum, og mundu þeir því leiða aukna óvissu inn í grundvöll vísitölunnar, að svo miklu leyti sem þeir yfirhöfuð hefðu nokk ur áhrif. C. Þá nefnið þjer í brjefi yð- ar þátt húsaleigunnar í vísi- tölunni, og munuð þjer í því efni eiga við það ao í grund- völl vísitölunnar hefir ekki ver ið tekin hækkun húsaleigunn- ar í nýbyggingum í Reykja- vík. Endurskoðunarnefndin gérði engar tillögur um breytingar á vísitölunni í þessu efni, en meiri hlutinn bar aðeins fram tillögu um að tryggja sjer- staka dýrtiðaruppbót „af op- inberu fje“ handa þeim, sem búa í nýjum íbúðum. Nú er auk þess alls ekkert upplýst um það, hve mikill hluti verka manna hýr í hinum nýju í- búðum hjer í bænum og með tilliti til þess að húsaleigulög- in hafa nú i nærri fimm ár verndað mann gegn uppsögn- um á leigumálum, má telja mjög ósennilegt, að svo margir verkamenn búi i hinum nýju, dýru, íbúðum að það veiti yð- ur nokkurn grundvöll til þess að verkamannakaup verði hækkað fvrir alla verkamenn Reykjavíkur sem sennilega myndi leiða af sjer almenna kauphækkun um land allt eins og varð haustið 1942. D. Þjer virðist telja vísítöl- una rangláta gagnvart verka- mönnum vegna þess að mat- vöruvísitalan sje svo há og að í heildarútgjöldum verka- manna sje matvöruliðurinn hlutfallslega hærri en hjá öðr- um stjettum. En við þessu er það að segja, að eins og fram- an er ságt, er vísitalan einmitt bygð á heimilisreikningum verkamanna, svo í grundvelli vísitölunnar er fullt tillit tek- ið til þessarar aðstöðu viðvíkj- andi matvörum, ef hjer er um nokkurn mismun að ræða. — Þessi aðfinsla yðar viðvíkjandi vísitölunnar er því alveg stað- laus. E. Loks segið þjer, að við út- reikning vísitölunnar hafi ver- •ið viðhöfð aðferð sem sje ó- hagstæð verkaroönnum, pg nefnið sém dæmi, að kjöt hafi lækkað s.L- haust eftir að al- menningur hafi keypt vétrar- forða af kjöti. Nú er vísitalan samkvæmt gildándi lögum, alt I i í •> r- TT? 1 ; af reiknuð út á grundvelli verð lags 1. dag hvers mánaðar, enda óframkvæmanlegt að elt- ast í því efni við verðlags- breytingar á ýmsum tímunr, sem að sjálfsögðu ýmist verka til hækkunar eða lækkunar á vísitölunni. En að því er sjer- staklega snertir kjötið þá mun langt frá því, að alment sje að verkamenn hjer í bænum kaupi sjer vetrarforða af því snemrna á haustin. Vjer teljum oss með fram- anrituðu hafa sýnt fram á að þjer getið ekki á nokkurn hátt notað nefndarálit endurskoð- unarnefndar vísitölunnar sem grundvöll fyrir kauphækkunar kröfum yðar, nje 3’fir höfuð með nokkrum rökum haldið því fram að vísitalan veiti ekki verkamönnum fulla uppbót fj’rir dýrtíð þá, sern myndast hefir síðan ófriðurinn hófst 1939, ekki síst þegar þess er gætt að dýrtiðaruppbótin sam- kvæmt vísitölunni er reiknuð af grunnkaupi verkamanna, er var hækkað 22. ágúst 1942, um 54% eins og sýnt hefir verið fram á hjer að framan. 3. ásíæða. Þjer te^ið þá ástæðu liggja jfyrir til hækkunar á kaupi fyrir almenna verkamanna- vinnu að það hafi ekki hækk- að eins mikið hlutfallslega s.l. hálft annað ár eins og kaup, „faglærðra verkamanna“. — Munuð þjer hjer eiga við hina svonefndu gervismiði. Vjer höfum ekki gert, og munum ekki gera, við yður nokkurn samning um kaup svo nefndra gervismiða. Hjer er. alls ekki um nema „faglærða“ menn að ræða, heldur aðeins almenna, lagtæka verkamenn, sem enga þekkingu hafa fram yfir hvern venjulegan verka- mann, enda gagnstætt lögum landsins að þeir vinni aðra vinnu en ahnenna verkamanna vinnu, og hlýtur starísemi þeirra á öðrum sviðum að hverfa þegar Jiið óvenjulega á- stand atvinnulífsins hættir, og virðist þjer í nefndu brjefi yð- ar gera ráð fj’rir að svo verði bráðlega. Það, að lagtækir verkamenn hafa vegna hins óvenjulega á- stands í landinu og hæfileika sinna til þpss að vinna hjálp- arstörf á sviði Íðnaðarins, get- að þvingað kaup sitt upp i átt- ina til kaups iðnaðarmanna, getur því ekki á nokkurn hátt verið stuðningur fyrir kaup- kröfur yðar fyrir . almenna verkamannavinnu. Verður í þessu efni einnig að taka tillit til þess, að þó iðnaðarfyrirtæki geti greitt verkamönnum hið hærra kaup fyrir hálfgerða iðn aðarvinnu, þá geta ekki. aðrú’ atvinnurekendur stáðist það að hækka kaup fyrir almenna verkamannavinhu. 4. ástæða. Þjer vísið til þess, að kaup úti um land sjee jafnhátt sem í Reykjavík, en hjer sje dýr- ara að lifa og því sje rjett að krefjast nú hærra kaups hjer í bænum. Eftir að vjer gerðum samn- , ing vorn við yður 22. ágúst 1942, hóf Alþýðusamband ís- lands kauphækkunarherferð um allt land undir því herópi að ka'upið skj'ldi alls staðar „samræma'1 og samræmingin átti að vera fólgin í því að kaup ið úti um land yrði jafnhátt sem í Reykjavík, allt annað væri ranglátt. Af vorri hendi var því þá haldið fram gegrt þessu ao síðar myndu rísa upp kröfur um að hækka kaupið í Rvík vegna þess að þar væri framfærslukostnaður hærri en úti um land. Þar éftir myndi svo Alþýðusambandið krefjast að kaupið yrði aftur „sam- ræmt“ o. s. frv. Spá vor hefir rættst. — Þjer hafið nú í nefndu brjefi yðar byrjað á þessari svikamyllu. — Vjer mumim ekki vilja taka þátt í því tafli. 5. ástæða. Loks berið þjer fram þá á- stæðu fyrir kauphækkunar- ki'öfum yðar, að nú muni at- vinnuleysið framundan og telj ið þjer að úr því verði best bætt með því- að kaup verka- manna verði hækkað. Atvinnuleysi myndast af því að atvinnuleysi er í landinu stöðvast að meira eða minna leyti. Því mun varla verða neitað að atvinnurekendur þessa lands hafi í fylsta mæli áhuga, áræði og þekkingu til þess að halda uppi atvinnurekstri sín- um. Ef þeir geta ekki haldið honum uppi, þá er það vegna 'þess, að kostnaður við atvinnu reksturinn fer fram úr nauð- synlegum tekjum; með öðrum orðum atvinnureksturinn ber sig ekki. Þá stöðvast atvinnurekstur- inn, þá myndast atvinnuleysi fyrir fólkið, sem annars vinn- ur þau störf, sem atvinnu- . rekstrinum eru samfara. Til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi þarf þessvegna fyrst og fre.mst að koma því til vegar að atvinnureksturinn beri sig. Þetta getur orðið bæði með því að takist að sjá atvinnur rekstrinum fyrir nægilegum tekjum og með því, að útgjöld verði takmörkuð eða hvort- tveggja. Nú vita allii að kaupgjald er einn aðalútgjaldáliður við margan eða ílestan atvinnu- rekstur. Standi hann höllum fæti, sje hætt við að hann beri sig ekki svo hann verði að stöðvast og fólkið, sem við hann vinnur verði atvinnu- laust. þá mun athugun oft sýna að ástæðan til ástandsins sje að tilkostnaðúrinn við at- virtnureksturinn þar á meðal kaupgjladið, sje hærra en hann getur borið. Verður þá um það ’Framhf á' 8. síðú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.