Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 11. febrúar 1944 IKroðtttiHftfrifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Ekki fyrir verkamenn * ÞJÓÐVILJINN varpar í forystugrein í gær fram eftir- farandi spurningu: Hver er orsök atvinnuleysis í heim- inum? Og blaðið svarar spurningunni á þessa leið: „Höfuðorsökin er sú, að kaupgeta alþýðunnar er of lít- il, til þess að hún geti keypt alt það, sem hún framleiðir og yfirstjettin ekki notar. Og þessi kaupgeta er of lítil, vegna þess að kaupgjaldið, sem alþýðan fær, er miklu lægra en verðmæti vinnunnar, sem verkamaðurinn lætur í tje“. Látjim þetta svar vera gott og gilt. En við skulum at- huga hvernig þetta horfir við í okkar landi nú. Svo sem kunnugt er, var á síðastliðnu sumri gert sam- komulag milli launþega annarsvegar og framleiðend- ur landbúnaðarvara hinsvegar, um hlutfallið milli verð- lags á landbúnaðarafurðum og kaupgjalds stjettarfjelaga. En út á hvað gekk þetta samkomulag? Samkomulagið var um það, að verð á landbúnaðarafurðum skyldi til stríðsloka ákveðið í samræmi við það hlutfall, sem sex- manna nefndin varð ásátt um. Og hverjar eru svo afleiðingar samkomulagsins? Þær, að ef hið almenna kaupgjald í landinu hækkar frá því, sem’nú er, hækkar verðið á landbúnaðarvörum hlutfalls- lega. ★ Nú skulum við athuga málið lítillega út frá því, sem nú er að gerast í kaupgjaldsmálunum hjer í bænum. Dagsbrún hefir sagt upp gildandi kaupsamningi við vinnuvéitendur, og studdi Þjóðviljinn mjög að því, að það skref yrði stigið. Og nú hefir Dagsbrún gert kröfur um allverulega hækkun kaupgjaldsins. Þjóðviljinn styð- ur einnig dyggilega þær kröfur; telur þær sjálfsagðar. Segjum svo, að Dagsbrún fengi allar kröfur sínar fram og það án þess að verkamaðurinn þyrfti nokkru að fórna, í vinnustöðvum eða því um líku. Hver væri vinningur verkamannsins? Hann væri bók- staflega enginn, vegna þess að allar helstu neysluvörur, sem verkamaðurinn þarf að kaupa, sjer og sínum til lífs- viðurværis, hækka nákvæmlega í sama hlutfalli og kaup- gjaldið, Og það er ekki til neins fyrir Þjóðviljann, að ætla að berjast gegn þessu. Hann hefir sjálfur oft og mörgum sinnum hælt sjer af því, að hafa stuðlað að samkomulag- inu í sex-manna nefndinni, sem nú er lögbundið. — Og blaðið á þakkir skilið fyrir þetta. Það studdi dyggilega að samkomulaginu. Hitt gegnir furðu, að þetta sama blað, sem stóð að sam- komulaginu í sex-manna nefndinni skuli vera þess mjög hvetjandi, að Dagsbrún geri nú auknar kaupkröfur, vit- andi það, að verkamennirnir sjálfir geta ekkert við þetta unnið. Hækkun kaupgjaldsins yrði jafnharðan tekin af verkamönnum, í hækkuðu vöruverði. ★ Verkamenn óttast atvinnuleysi framundan og hafa þeir vissulega ástæðu til þess. En það er fásinna að halda, að komið verði í veg fyrir atvinnuleysi með öðru en at- vinnu — meiri og tryggari atvinnu handa fólkinu. Það er eina tryggingin gegn atvinnuleysi. Hitt er svo annað mál, 'hvort Alþingi hefir gert skyldu sína í þessu efni. Hvort búið hefir verið þannig í haginn fyrir atvinnuvegina, að möguleikar sjeu fyrir aukningu atvinnunnar. — Um þetta geta verkamenn mikið rætt við þá stjórnmálaleiðtoga, sem nú gerast sjálfboðaliðar í kaupgjaldsmálum þeirra. Ekki er ósennilegt, að við þær viðræður fengist upplýst, hverjir þar ættu þyngstu sök- ina. Ekki er langt síðan að sjómannastjettin sagði álit sitt á þessu máli, skýrt og skorinort. Eins og í pottinn er búið hjer hjá okkur nú, geta verka- menn ekkert únnið við hækkun kaupgjaids, því að neyslu varan hækkar að sama skapi. Þetta, vita Þjóðvilja-menn vel, því að þeir hafa lögfest þetta fyrirkomulag. Þeir eru því ekki að vipna fyrir verkamenn með bramli sínu nú. Siðfræði sr. Sveinbjarnar í TÍMANUM 2. desember s.l. gat að líta stóra og mjög áber- andi fyrirsögn yfir tveggja dálka grein, svohljóðandi: „Rjettvísin gegn Valtý Stef- ánssyni. — Valtýr Stefánsson dæmdur í refsingu fyrir lýgi og óhróður um Sveinbjörn Högna Dómur sá, sem Tíminn var hjer að skýra frá, hafði verið upp kveðinn af sakadómaran- | um í Reykjavík í júnímánuði s.l., eða sex mánuðum áður en Tírninn skýrði frá honum. Til- efni málsins voru blaðaskrif, er fram fóru 1942 í sambandi við aukaþóknun þá, sem for- maður Mjólkursölunefndar hafði fengið af fje Samsölunn- ar. Það var álitleg fúlga, en ekki hefir enn fengist upplýst. hver upphæðin var og ekki heldur hvernig hún var til komin. Morgunblaðið fann ástæðu til að víta þessa meðferð á sameignarfje bænda,1. Lögin gerðu ekki ráð fyrir neinni slíkri aukaþóknun til formanns Mjólkursölunefndar. Aðrir nefndarmenn höfðu heldur ekki verið um þetta spurðir. Samkvæmt kröfu sr. Svein- bjarnar var fyrirskipuð opin- ber málshöfðun gegn ábyrgð- armanni Mbl. (V. St.) fyrir þessa gagnrýni á gerðir hans, sem formanns Mjólkursölu- nefndar. Hegningarlögin veittu klerki rjett til að krefjast þessa, þar sem hjer átti í hlut opinber starfsmaður. Var klerk Ur hjer því rjetthærri en borg- arar landsins alment, sem hefðu orðið að láta sjer nægja að höfða meiðyrðamál undir sömu kringumstæðum. Má í þessu sambandi geta þess, að húsmæður Reykjavíkur, sem árum saman hafa orðið að þola margskonar móðganir og sví- virðingar af hálfu formanns Mjólkursölunefndar, bæði í ræðu og riti, áttu þess ekki kost að leita til dómsmálaráðherr- ans, til þess að ná rjetti sín- um. Þær hafa þegjandi orðið að þola óbilgirnina og móðgan- ii’nar í ofanálag. Klerkur fjekk vilja sinn fram. Hann fjekk ábyrgðar- mann Mbl. dæmdan, vegna þess að dómarinn leit svo á, að í ummælum blaðsins hefði falist aðdróttun, sem ekki hefði verið rjettlætt. Geta má og þess, að hinir vitru löggjafar — þ. á. m. síra Sveinbjörn — hafa búið hegn- ingarlögin þannig úr garði, að blaðamaður getur verið dæmd ur í refsingu fyrir gagnrýni á gerðir embættismanns, enda þótt sönnuð sjeu, ef þau eru fram borin „á ótilhlýðilegan hátt“.’ ★ Nú bar svo einkennilega við, að rjett utn sama mund og síra Sveinbjörn ljet birta fyrn. dóm í Tímanum, með viðeig- andi glósúm frá blaðinu, kemst klerkur í tæri við lög- regluna í Reykjavík. Hann hafði ekið bíl sínum undir á- hrifum áfengis og framið ein- Framh. ú| 8. síðu. Loftárásahættan. ÞAÐ HEFIR nokkrum sinnum verið minst hjer í dálkum þess- um á loftárásahættuna, sem enn kynni að vera yfirvofandi hjer á landi. — í umræðum, sem hafa um það mál orðið, hefir verið bent á, að á meðan erlent setulið dvelur hjer á landi og Þjóðverjar hafa bækistöðvar í Noregi, þá sje ávalt sú hætta yf- irvofandi, að þeir sendi hingað flugvjelar til árása. Loftárásin á Austfjörðum í gærmorgun sannar, að hjer hef- ir verið rjett ályktað og það er full ástæða til að vera á verði fyrir loftárásum áfram eins og hingað til. Það er hinsvegar grunur minn að heldur hafi verið haldið slæ- lega á öllu því, er að loftvarnar- málum lýtuf undanfarið og að full ástæða sje að fríska dálítið ypp á áhugann fyrir loftvörnun- um í bæjum og þorpum. Þýsku flugvjelarnar gera ekki boð á undan sjer og þar er heldur eng- inn skaði skeður þó alt sje gert, sem gera má til að menn sjeu viðbúnir, ef loftárás ber að hönd um. • Ruðningssveitir. EITT AF ÞVÍ, sem gert var þegar loftvarnirnar voru skipu- lagðar hjer i bænum á sínum tíma, var, að stofnaðar voru sjer stakar ruðningssveitir. Áttu þess ar ruðningssveitir m. a. að hafa það hlutverk, að ryðja rústir, sem kynnu að verða, ef sprengj- ur fjellu á hús. Sem betur fer hefir ekki komið til, að sveitir þessar sýndu, hvað þær geta, ef hús hefðu hrunið í ioftárásum. Hinsvegar hefir sem kunpugt er nýlega brunnið hjer stórhýsi í bænum og eru rústir þess eins og ef húsið hefði brunnið eftir loftárás. Hefði nú ekki verið tilvalið að láta ruðningssveitirnar spreyta sig á þessum rústum? Tiviljun- in hefir hagað því svo, að þarna kom upp í hendurnar á ruðningssveitunum tilvalið verk efni til að æfa sig á. Loftvarnahefnd virðist ekki hafa komið augá á þetta tæki- færi til að æfa ruðningssveitir sinar. í stað þess hafa nokkrir verkamenn unnið að því að hreinsa gangstjettirnar og göt- urnar umhverfis rústirnar af Hótel ísland og hafa sópað mesta brakinu inn í rústirnar. Það verk hefir staðið yfir í eina 3 daga. Má geta nærri, að einhvern tima tæki að hreinsa til og flytja all- ar rústirnar burt og sljetta grunninn. Ljótt væri um að litast. EF AÐ Reykjavík yrði ein- j hverntíma fyrir því hörmungar óláni, að loftárás yrði gerð á bæinn og nokkur hús yrðu lögð í rústir, þá yrði hjer ófagurt um að litast, ef dæma má eftir vinnubrögðunum við hótelrúst- irnar. Þeir veggjaræflar, sem enn standa upp úr rústunum af Hót- el ísland, hallast mjög fram á götuna. Vallarstrætismegin hefir einhver framtakssamur maður reist stiga upp að einum vegg- ræflinum til að styðja hann, en veggirnir, sem hallast út að Austurstræti, hanga á vírum, ,sem féstir eru í hálfhruninn reykháf. 1 Það er sagt, að þá aðilja, sérrt þarna komi nærri, deili á um, hver ejgi að ryðja rústírnar og þessvegna sje ekkert gert til að hreinsa til í þeim. Mig grunaði þetta strax og þessvegna stakk jeg upp á því á dögunum, að bærinn ljeti hreinsa til í rúst- unum nú þegar. Hann gæti síð- ar fengið sinn kostnað greiddan þegar búið væri að ganga úr skugga um, hverjum bæri að borga reikninginn. Sóðaskapurinn, eins og hann er nú, er óþolandi. Það minsta, sem hægt er að krefjast, er að settur verði garður umhverfis rústirnar og að veggræflarnir verði rifnir niður, svo að þeir verði ekki einhverjum vegfar- anda til tjóns. - • Hervernd. „BANDARÍKIN tóku að sjer hervernd á íslandi, samkvæmt beiðni íslensku stjórnarinnar“. Þessi setning heyrist oft, einkum á erlendum vettvangi. Sumir hafa viljað gera lítið úr því, að íslendingar hafi beðið um verndina. Staðreyndirnar tala hinsvégar sínu máli. Alþingi hefir lagt blessun sína á gjörð- ir forsætisráðherra, sem samdi um herverndina. Meiri hluti is- lensku þjóðarinnar er ábyggilega samþykkur því, að við njótum herverndar þessa stórveldis, eins og komið var málum. En hiriu býst almenninguf á íslandi líka við, að Bandaríkjamenn geri sjer ijóst, að herverndinni fylgja ýmsar kröfur af okkar hendi og þá fyrst og fremst sú krafa, að herverndin sje annóð en orðin tóm. Jafnframt því, sem bandamenn hafa afnot af landinu sem bækistöð, geri þeir það, sem í þeirra valdi stendur til að herverndin sje virk vernd og að alt sje gert, sem hægt er að gera til þess að vernda lands- búa frá ágengni og árásum Þjóð verja, hvort sem hún kemur úr lofti, af sjó eða á landi. • Gamalt áhugamál uppvakið. ÞAÐ ER áhugamál margra Reykvíkinga, að kirkjuklukkan verði lýst upp á kvöldin. Er orð ið æði langt síðan jeg mintist á þetta fyrst hjer í blaðinu. Um það mál barst mjer eftirfarandi brjef frá G. B.: „Kæri Víkverji. Mjer er það fyllilega ljóst eins og svo mörgum öðrum gömlum og góðum Reykvíkingum, að það eru mjög margir hlutir, sem gera mætti til þess að prýða bæinn okkar. Mjer hefir oft komið til hug- ar, hvort ekki væri mögulegt að fá einhverskonar ljósker, til þess áð lýsa upp skífuna á Dóm- kirkjuklukkunni. Yrði_ þetta bæði til prýði og hægðarauka fyrir vegfarendur. Að mínu áliti þyrfti ekki að vera mikill kostnaður við þetta, og ef einhver tregða væri á því að fá máli þessu hrundið í fram- kvæmd, þá væri jeg fús til þess að gefa mig fram og leggja eitt- hvað af mörkum sjálfur og jafn- vel ganga með söfnunarlista meðal hinna gjafmildu bæjarbúa Vertu nú blessaður að sinni, jeg mun bráðum skrifa þjer aft- ur“. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- peráð trúlofún ‘sína ungfrú Hólriifríður Ásgeirsdóttir skrif- stófustúlka, Oidugötu 6, og Vai- úr Jóhannsson þrentari, Ás- vallagötu 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.