Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 8
8 M0RGT3NBLAÐIÐ Föstudagur 11. febrúar 1944 — Vinnuveitendaf jelagið j. Framh. af bls. fimm. I að velja annað hvort að lækka kaupgjaldið til þess að atvinnu reksturinn geti haldið áfram með tilheyrandi atvinnu, eða að kaupgjaldinu sje haldið ó- greyttu, atvinnureksturinn stöðvist og fólkið, sem við hann vann missi atvinnu sína, at- vinnuleysi myndast. Yfirvofandi atvinnuleysi er því ekki eins og þjer haldið fram í umræddu brjefi yðar, grundvöllum að kauphækkun- arkröfum, heldur leiðir það rökrjett til þess, að kaupið verði lækkað og þar með stutt að því að atvinnurekstur geti haldið áfram og atvinnuleys- inu afstýrt eða útrýmt. Á þessu stigi málsins teljum vjer ekki tilefni til þess að ræða hinar margvíslegu kröfur sem umrætt samningauppkast ' yðar hefir inni að halda, en eru ekki beinar kauphækkunarkröf ur, þó þær óbeinlínis auki út- gjöld atvinnurekstursins. Mun verða tækifæri til þess síðar. Vjer höfum hjer að framan aðeins rætt um ástæður þær, er þjer í tjeðu brjefi yðar til vor, hafið fært fram til stuðn- ings kauphækkunarkröfum yð- ar. En gegn kröfum þessum teljum vjer auk þess sem ofan er sagt, liggja margvísleg rök, sem hjer yrði of langt að taka til meðferðar. Þó viljum vjer nú þegar benda á hinar háska- legu afleiðingar sem allar kaup hækkanir mundu hafa að því er snertir verðbólguna í land- inu, svo og í þá átt, að leggja ýmsan atvinnurekstur í auðn og stofna þar með til atvinnu- leysis og annars neyðarástarrös. Þó vjer, eins og sjest að fram anrituðu, lítum svo á sem þjer í nefndu brjefi yðar hafið ekki borið fram nokkra rjettmæta ástæðu fyrir kauphækkunar- kröfum yðar, viljum vjer ekki skorast undan að eiga við yður viðtal um málið, og mælumst því til þess að þjer komið á fund með oss í skrifstofu vorri, Vonarstræti 10, hjer í bænum föstudaginn 11. þ. m., kl. 214 e. h. Virðingarfylst, Vinnuveitendafjelag íslands, Kjartan Thors, G. Vilhjálmsson, H. Benediktsson, Ben. Gröndal, Helgi Bergs. Ténleikar á sunnudag NÆSTU tónleik^r Tónlist- arfjelagsins verða í Gamla Bíó kl. 2 á sunnudaginn. Tríó Tón- listarskólans sjer um tónleik- ana, en í því eru sem kunnugt er þeir Árni Kristjánsson píanó leikari, Björn Ólafsson fiðlu- leikari og Heinz Edelstein cellóleikari. Efnisskráin er þessi: Sónata fyrir fiðlu og píanó c-moll, Op. 45, eftir Edward Grieg og Trio a la memoire d’un grand art- iste a-moll, Op. 50, eftir P. J. Tchaikovsky. - ITALIA Framh. af 1. síðu. för með sjer miklu fleiri mann fórnir. Slæmt veður hjá áttunda hernum. Á vígslóðum áttunda hersins á austurströndinni er lítið*um bardaga og veðri enn um kent. Flugvjelar bandamanna hafa ekki getað haft sig jafnmikið í frammi og undanfarið. í gær fóru flugvjelar banda- manna í 400 árásarferðir á móti 1500 undanfarna daga. — Bandamenn mistu þrjár flug- vjelar og skutu niður 1 þýska, segja opinberar heimilidr. „Meira er vert en orða einna" Mikið hefir, eins og maklegt er, verið ritað um framgöngu slökkViliðsins í hinum mikla hó telbruna, og hvernig þeirri framgöngu sje að þakka, að bruninn breiddist ekki út, eins og 1915, og varð margfalt ægi- legri. En mjer hefir fundist, að þarna eigi mjög vel við, hið fornkveðna sem stendur yfir línum þessum, og að viðurkenn ingin ætti einnig að koma fram, t. d. í nokkurri aukaþóknun til þeirra sem þarna unnu svo mik ilsvert og erfitt verk. Og þarf varla að taka fram, að jeg ætl- ast ekki til að mönnum lög- reglunnar eða setuliðsins, sje gleymt í því sambandi. H. P. Best ú auglýsa í Morgunblaðinu 1 LINOLEUM- | - gólfdúkur | | - gólfpappi | | - gólfdúkalím | - gólflakk 1 - gólfbón I fyrirligfjandi. I < > X I Helgi Magnússon & Co. j -I Hafnarstræti 19. I ♦ <§> Tvær nýjar bækur RAUÐAR STJÖRNUR heit- ir bók eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, sem kom í bókaversl- anir í gær. Eru þetta aðallega ádeilur á kommúnista, stefnu þeirra og starfsemi hjer á landi. Bókinni er skift í kafla, og heita þeir: Stríð kommún- ista við öxulríkin. Helgi ís- lenskra fornrita. Nauðungar- tvíbýli í íslenskum kaupstöð- um. Andlát Húsavíkur-Lalla. Mr. Ford og Bolsevíkar. í fylgd með Leon Blum. Hin bókin er 4. hefti af í$- lenskum sagnaþáttum og þjóð- sögum, sem Guðni Jónsson magister hefir safnað og gefjð út á undanförnum árum. — I þessu hefti er eins og fyr marg ir skemtilegir þættir og er þeirra lengstur þáttur af Reykjakotsmönnum. Þarna er líka frásögn um Magnús fálka- fangara á Torfastöðum, Bar- daginn hjá Öxnaskarði, þættir um sterka menn, sagnir um síra Björn Jónsson á Eyrar- bakka, Huldufólkið í Litla- Botni, Styrjaldardraumur, Teikn á himni og ótal margt fleira. Alls eru í heftinu 38 sagnaþættir. — Fær ekki stríðs- frjettaritara Framh. af bls. 2. gang að hernaðarmálefnum og upplýsingum, Sem aðrir blaða- menn og almenningur hafa ekki aðgang að. Nýlega hefir rejmslan sýnt, að nokkru leyti í sambandi við mál D. F. Springhall og O. L. Uren, að ekki er hægt að treysta með- limum eða áhangendum Komm únistaflokksins, að þeir skýri ekki Kommúnistaflokknum frá leyndarmálum, sem þeim kann að vera trúað fyrir. Það er með tilliti til þessa, sem ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefir verið tekin“. ★ Morgunblaðið skýrði nýlega frá máli þeirra Urens og Springhall. Uren var liðsfor- inga í breska hernum og Springhall, sem var skipulags- stjóri Kommúnistaflokksins breska, fjekk hann til að skýra sjer frá hernaðarleyndarmál- um. Þeir voru báðir dæmdir í 7 ára fangelsi. — Siðfræði Framhakl af bls. 6. hver spellvirki í sambandi við það. Morgunblaðið mintist ekki einu orði á þetta mál meðan það var í höndum lögreglunn- ar. Málið gekk sinn gang. Frá lögreglunni fór það til saka- dómarans óg var mál höfðað gegn klerki. í byrjun janúar var upp kveðinn dómur í mál-' inu. Klerkur var dæmdur í 15 daga varðhald og honum bann að að fara inn á hernaðarsvæði Mbl. skýrði frá þessum dómi í 20 lína klausu, án þess að eift orð fylgdi frá blaðsins hálfu. ★ I Tímanum í gær birtist löng grein, eftir sr. Sveinbjörn Högnason, þar sem hann á ekki orð til yfir þann fálreyrða ó- drengskap, sem Mbl. hafi hjpr sýnt honum, með því að skýra frá þessum dómi! Og hann hygst að gera sig að písiar- vætti fyrir þetta framferði blaðsins. Hverskonar siðfræði er þetta? Hvernig ætlar sr. Svein björn að fá almenning til að skilja það, að það sje drerg- skapur af hans hálfu, að birta í Tímanum dóm, sem ritstjóri Mbl. fekk í máli, sem hann kærði, en hitt sje eindæma ó- drengskapur, að Mbl. skuli leyfa sjer að minnast á dóm, sem klerkur hafði sjálfur feng ið, án nokkurrar afskiftar Morgunblaðsins ? Þessi siðfræði er ekki ný hjá Tímamönnum. Þeir halda, að þeir geti óáreittir ausið póli- tíska andstæðinga svívirðing- um, en sjálfir . vilja þeir vera mjallahvítir í augum þjóðar- innar. Þessvegna heitir það ó- drengskapur, að skýra írá þeirra eigin misgjörðum. Ungbarnavernd Líknar, Templ- arasundi 3, er opin á þriðjudög- um, fimtudögum og föstudögum frá kl. 3.15 til kl. 4. — Skoðun barnshafandi kvenna fer fram á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 1—2. — Börn eru bólu- sett gegn barnaveiki á föstudög- um kl. 5.30 til kl. 6. Þeir, sem vilja fá börn sín bólusett, hringi fyrst í síma 5967 milli klukkan 9 og 10 sama dag. Gf Loftur sretur bað ekki —- bá hver?, X - 9 >«OOOOOOOOOOO^QOOOOOPOOOOOO« Eftir Robert Storm ooooooooooooooooooooooooooot œm ~i,m HEY, AUKE — THERE '€> ) YOUf? HEW HEL-PER, I GETThYG INTO HIG ""N WORK DUDS! yf OOOD„ I W£ CAN , * l/~~-----) uge « / f/\ UIM/. OKAY... ÍM \ HOP IIV THE ALL SET! jEACK AN' KEEP --- ---AN EYE ON THE \LæS load! we're ROLLIN' Ri&HT outí Woíld richts «c»crvcd HU5KY GUY.. WQNDER WHY THE AR/HY DIDN'T GET AND 90, BY SECONDS, ALEXJHE 6REAT, ELUDES X'9 ! (—1 -yj htOéi \ — Heyrðu, Mike. Þarna er nýi áðstoðarmaðurinn ig ætli standi á, a§'hann hefir sloppið við herþjón- í og hafðu auga með vörunum. Við erpm að leggja þinn að faera sig ►vinnusloppinn.,— Ágætt. Hann ustu? af stað. Og þannig sleppur Alexander frú X^—9 og kemur að góðu gagni. Hraustlegur náungi. Hvern- — Hann á vafalaust hóp af krökkum. Alex- munar þá ekki nema sekúndum. . ander: Allt í lagi. Jeg er tilbúinn. — Farðu aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.