Morgunblaðið - 12.02.1944, Síða 1

Morgunblaðið - 12.02.1944, Síða 1
31. árgangur. 33. tbl. — Laugardagur 12. febrúar 1944 Isafoldarprentsxniðja h.f. III EVELT SEGIR BARATTIIMA VIÐ AMZIO HIJÍlG TVÍSÝMA Bandamenn beita fiugher sínum til varnar London i gærkvöld' — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ROOSEVELT forseti gerði baráttu landgönguliðs handamanna við Anzio fyrir sunnan Róm, að umræðuefni á blaðamannafundi í dag, og sagði að hún væri mjög tví- sýn. Að vísu hafa bandamenn enn yfirráðin í lofti og á sjó, en minna hefði orðið gagn að þessu, en skyldi, þar sem veður hafa verið ill þarna að undanförnu. Bandamenn b"æðu þess því að veður breyttist til hins betra, sagði for- setinn. • í gær var flugveður nokkru betra en að undan- förnu um þessar slóðir, og beittu þá bandamenn öllum þeim flugstyrk, sem þeir hafa yfir að ráða, til árása á bakstöðvar Þjóðverja. Einn- ig gerði stórskotalið land- gönguhersins allt hvað það mátti, en Þjóðverjar hjeldu einnig uppi skothríð sinni á svæði það, sem herir banda manna hafast við á, notuðu einnig skriðdreka og gerðu utn 30 loftárásir um daginn. Ijofther bandamanna gerði árásir á svæðið umhverfis Róm og flugvelli lengra í burlu. Áhlaupum Þjóðverja held ur áfram, og eru þau öflug- ust á Apriliasvæðinu, en þar segjast Þjóðverjar hafa hreinsað til í Aprilia, járn- brautarbænum, sem þeir kveðast hafa tekið. — Alls segjast Þjóðverjar hafa náð 4000 fönpum, enn sem kom- ið er.Sumsstaðar hafa banda menn gert hörð gagnáhlaup en það virðist nú svo, sem Þjóðverjar sjeu í sóknarað- stöðunni, en landgönguliðið verjist. Þjóðverjum hefir borist liðsauki, 65. her- fylkið, að sögn fregnritara. Blóðbaðið í Cassino. í dag er fimti dagurinn, sem barist er í rústum Cass- ino, og náðu Bandaríkja- menn þar nokkrum húsa- rústum á sitt vald í dag. — Fyrir vestan borgina eru enn háðir miklir bardagar, og hafa hæðir á þeim slóð- um verið ýmist á valdi bandamanna og Þjóðverja. Við Adriahafið hafa her- menn úr áttunda hernum náð tveim hæðum. Ba-etar bölsýnir. Bresk blöð eru ekki bjart Framh. <i bls. 12 Allur Huanskagi á valdi bandamanna London í gærkvöldi. — ALLUR Huan-skaginn á Nýju Guineu, sem mest hefir verið barist um að undanförnu er nú á valdi bandamanna. — Hafa hersveitir Astralíumanna og Bandaríkjamanna nú náð saman við Saidor, þar sem Bandaríkjamenn gengu á land fyrir alllöngu síðan. — Voru Japanar þeir, sem þarna voru til varnar, flestallir feldir. — Er álitið að innan skamms hefj ist allsherjar sókn hinna sam- einuðu herja til Madang, en þar er nú aðalvígi Japana á Nýju Guineu. —Reuter. Komið úr orusiu EINS OG kunnugt er orðið af frjettum, lentu bresku beitiskipin „Enterprise“ og „Glas- go\v“ í orustu við þýska tundurspilla fyrir nokkru. Var bardaginn háður í Biskayaflóa og var þrem hinna þýsku tundurspilla sökt, en beitiskipin biðu lítið tjón. Myndin sýnir „Enterprise“, er skipið er nýlagst í höfn eftir bardagann. Þjóðverjar segjast sökkva olíuskipi við ísland í ÞÝSKU* herstjórnartil- kynningunni í gær var eftir- farandi tilkynt, meðal annars: ,,Þýskar langferðaflugvjelar söktu í gær með sprengjukasti 8000 smálesta olíuskipi við austurströnd íslands“. Árásá Kotka FINNAR tilkynna, að um 150 rússneskar flugvjelar hafi í nótt sem leið, gert árás á finsku borgina Kotka, en hún er á suðurströndum Finnlands, gegnt borginni Narva í Eist- landi. Er þetta mesta timbur- vinslustöð í Finnlandi. Fregn- irnar herma, að tjón hafi ekki orðið eins mikið og búast hefði mátt við,sökum góðra loftvarna Tvær flugvjelar segjast Finn ar hafa skotið niður. Mikil dag- arasa Frankfurt London í gærkveldi. í ANNAÐ skifti í þessari viku gerðu amerísk flugvirki dagárás á hina miklu þýsku iðnaðarborg Frankfurt am Main, og fylgdu þeim Lightn- ing-, Thunderbolt- og Mustang orustuflugvjelar. Mótspyrna Þjóðverja í lofti var með minna móti, bæði yfir Þýskalandi og eins yfir Norður-Frakklandi, en á herstöðvar þar var haldið uppi miklum árásum í dag. — Alitið er, að mikill árangur hafi orðið af árásinni á Frank- furt. Flugvjelatjón aðila í dag var þetta: Þjóðverjar mistu 37 or- ustuflugvjelar, en bandamenn fimm stórar sprengjuflugvjel- ar og fimtán orustuflugvjelar. — Reuter. Rússar sækja ah Luga úr tveim áttum Lofiárásin var gerð á Seyðisförð LOFTÁRÁS þýsku flugvjel- anna í fyrradag á Austfirði var gerð á höfnina á Seyðisfirði. Hei'stjórnin hjer leyfði í gær, að eftirfarandi mætti segja til viðbótar um árás þessa: „Árásin var gerð á Seyðis- fjörð fyrir hádegi á fimtudag. Ekkert tjón varð á mönnum, hvorki óbreyttum borgurum nje hermönnum. Talið er. að skothríð úr loftvarnabyssum hafi hæft eina óvinaflugvjei- Stór skipaiest til Norður-Afríku. London í gærkveldi. EINHVER stærsta skipalest, sem komið hefir frá Bretlandi til Norður-Afríku, er nýkomin þangað. Voru í lest þessari alls 138 skip, og fórst ekkert þeirra á leiðinni, enda var lítið um I árásir. Kafbátar gerðu aðeins eina árás á lestina, en fjórar flugvjelar rjeðust á hana á Mibjarðarhafi með engum 1 árangri. — Reuter. Pólskf blað bannað í London í gærkveldi. Upplýsingamálafáðunevtið breska hefir bannað útkomu pólska blaðsins „Polish News“, sem út hefir komið í Bretlandi um alllangan tíma. Einu sinni áður hafði ritstjóri blaðsins verið aðvaraður um að misnota ekki gestrisni þá, sem Pólverj- um væri sýnd í Bretlandi, með því að reyna að koma af stað ósamlyndi meðal bandamanna. Mun ritstjórinn nú aftur hafa gert sig sekan um þetta. — Reuter. London í gærkveldi. Eínkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSAR sækja að Luga úr austri og norðaustri, og til- kynna enn töku nokkurra þorpa á þessum vígstöðvum. Er mótspyrna Þjóðverja hörð á þessum slóðum. — Sunnar til- kynna Rússar, að þeir hafi tek ið járnbrautarstöðina Chebe- tovka, en stöð þessi er á járn- brautinni frá Berdichev til Rovno, nokkru fyrir austan landamæri Póllands. Var borg in tekin eftir harða bardaga, þar sem Þjóðverjar beittu mjög brynvörðum járnbrautar lestum. Þjóðverjar hafa nú aftur, að sögn Rússa, byrjað mikil á- hlaup í því skyni að koma hin- um innikróaða 8. her sínum til hjálpar, og greina Rússar frá því, að þeir eigi í miklum varn arorustum á þeim slóðum. Enn fremur segja Rússar, að hring- urinn um hinn innikróaða her hafi enn verið þrengdur og nokkur þorp tekin af honum, en aðalstöð hans sje í skotfæri, og sje skotið á hana sprengi- kúlum í sífellu. — Bær sá, sem hjer um ræðir, er nefndur Kor- sun. — Á öðrum hlutum víg- stöðvanna greina Rússar aðeins frá staðbundnum viðureignum. en Þjóðverjar segja, að Rússar geri víða harðar áuásir, og segja varnarbaráttuna erfiða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.