Morgunblaðið - 13.02.1944, Síða 6
6
M O R G U N BLAfilÐ
, Sunnudagur 13. febrúar 1944
Ctg.: H.í. Arvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia.
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda.
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með GesDók.
Skattar og kröfur
í OKKAR fámenna þjóðfjelagi, sem hefir lengst af
staðið í baráttu við erlend völd, óblítt veðurfar og eyði-
leggjandi náttúruöfl, eru á flestum sviðum óleyst verk-
efni.
Þjóðin hefir verið fátæk og atvinnuvegir hennar reknir
á ófullkominn hátt fram á síðustu áratugi.Rjett fyrir stríð-
ið sem nú geisar, var framleiðslan til lands og sjávar
komin að stöðvun sökum innlendrar óstjórnar og vafa-
samt má telja, að henni hefði verið bjargað án stórkost-
legra áfalla, ef eigi hefði komið sú mikla fjármálabreyt-
ing, sem stríðið hefir orsakað.
Um leið og gengi atvinnuveganna breyttist svo mjög
eins og hefir orðið, einkum útgerðar, iðnaðar og verslun-
ar, sáu menn hilla undir þann möguleika, að koma meiri
og fjölþættari verklegum framkvæmdum áleiðis. Skattar
voru hækkaðir gífurlega, að miklu leyti með allra flokka
samþykki og meiri og meiri fjármunir hafa verið lagðir
í framkvæmdir og undirbúning framkvæmda hin síðustu
ár. Jafnframt hefir allur reksturskostnaður ríkisins, bæj-
ar- og sveitafjelaganna og allra okkar atvinnuvega, hækk-
að gífurlega.
Svo langt er komið með útgjöldin, að Alþingi hefir
samþykt fjárlög með 93 miljóna króna áætluðum tekjum.
Það lætur nærri að vera fimmföld sú upphæð, sem til
ríkisins var krafin fyrir stríðið.
Nú nýlega hefir bæjarstjórn Reykjavíkur afgreitt tekju
og gjalda-áætlun fyrir yfirstandandi ár. Útsvörin ein á-
ætlar hún nokkuð yfir 25 miljónir krónsi. Árið 1939 voru
álögð útsvör í Reykjavík 4,8 miljónir króna. Þau hafa
því meira en fimmfaldast á þessu árabili.
Mönnum ógnar eðlilega hin almenna verðlagshækkun,
sem eftir vísitölu er nú orðin 2U föld frá stríðsbyrjun.
En þegar skattar til ríkis og bæja sýna vísitölu 500 og
yfir, móti 250 í hinni almennu vísitölu, þá mætti ætla að
mönnum þætti nóg komið.
En því fer fjarri að svo sje. Foringjar hinna svonefndu
vinstriflokka: Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og
Sósíalistaflokksins, þreytast aldrei á að úthúða Sjálfstæð-
ismönnum fyrir það, að vilja ekki leggja í meiri skatta,
meiri gjöld. Tveir þessara flokka, sem eru báðir í bæjar-
stjórn og á Alþingi, syngja sama versið á báðum stöðum.
Aðferðin er allsstaðar sú, að heimta meiri laun, hærra
kaup, meiri þægindi, meiri framkvæmdir, minni vinnu.
Alt er þetta vinsælt. Ýmislegt er hægt að færa því öllu
til meðmæla.
Athugalitlir einstaklingar, sem eingöngu hugsa um líð-
andi stund, eigin þægindi og eigin kröfur, láta ginnast
til að trúa því, að allar kröfur sje hægt að uppfylla. Við
öllum óskum sje hægt að verða. Margt þessara manna
bítur því á agnið og fylgir þeim, sem lengst ganga í kröf-
um og fordæma hina, sem á móti standa. En alt þetta
stefnir til hreinnar fjárhagslegrar glötunar, enda á það að
vera undirbúningur þess, sem koma skal. Það á að ryðja
veginn fyrir afnámi alls eignarrjettar og einkarekstrar.
Það á að kalla á hina almennu þjóðnýtingu á öllum svið-
um.
Þeir, sem gefa sjer tíma til að hugsa nokkuð um kom-
andi tíma, þegar flóðaldan er horfin, þeir ættu að athuga
hvernig muni verða um þægingin, framfarirnar og frelsið,
þegar búið er að umturna því þjóðfjelagsskipulagi, sem
ríkir og ríkt hefir í landi voru.
Það lætur vel í eyrum að segja: ,,Við vorum með þess-
um útgjöldum11, „við vildum þessar framkvæmdir.',
„Sjálfstæðisflokkurinn var á móti“. „Hann beitir sjer
í gegn framförum“ o. s. frv. En í þessum efnum, sem
mörgum öðrum gildir sú regla, að þó þetta og hitt sje
nytsamlegt, er þó orkar oft tvímælis, þá er þó eitt nauð-
synlegast. Og það, sem okkar þjóðfjelagi er nauðsynleg-
ast á fjármálasviðinu er„ að atvinnuvegir landsins geti
haldið áfram, geti borið' sig. Það er undirstaða þjóðfje-
lagsins.
Það er fróðlegt að virða fyrir
sjer áhrif kristninnar í almennu
! daglegu lífi. Hvar sjást þau
| þar? Þau sjást þar víða, en þó
jelcki nærri eins víða og skyldi.
Þau sjást í því, er menn gera
j meðbræðrum sínum einmitt
, það, sem þeir vildu að þeim
jsjálfum væri gjört, en ekki öf-
! Ugt. Þau sjást einnig, er menn
forðast að dæma meðbræður
j sína, forðast að breiða út níð,
' sem þeir kunna að hafa heyrt
um þá, og verja þá fyrir get-
sökum og rógi. Þau sjást í hóg-
, værri og yfirlætislausri fram-
komu manna, í jafnlyndi ag í
þeim mönnum, sem að ekki
jhreykja sjer hátt, heldur finna
j ávalt til smæðar sinnar, þVí
1 þeir vita, að þeir eru duft eitt.
' Þau sjást einnig og ekki síst
í hugarrósemi þeirra manna,
sem taka stórum sárum, sem
lífið veitir, án þess að blikna,
því þeir trúa því, að böl verði
bætt og sólskin náðar Guðs
komi eftir sorgarjelin. Þessi á-
hrif kristninnar sjást einnig vel
í framkomu þeirra manna, sem
ekki mega neitt aumt sjá, án
þess að rjetta fram hjálpandi
og græðandi vinahendur, sem
altaf eru reiðubúnir til þess að
leggja á sig hverskonar byrðar
fyrir aðra.
Þetta er fögur upptalning, og
hversu mikið fegri væri hún
ekki, ef allir væru þannig. Það
er markmið kristninnar að all-
ir verði haldnir því hugarfari
og þeir bestu eru nú, en þeir
bestu kalla sig sjálfa aldrei
góða, hvað þá meira. — Enginn
er góður, nema Guð einn. Að
nefna sjálfan sig góðan, væri
því að hreykja sjer upp, en það
gera ekki þeir menn, sem lifa
í anda kenningar Krists, ekkerc
er þeim fjær.
En hinir eru einnig margir,
sem gera meðbræðrum sínum
einmitt það, sem þeir vildu ais
ekki að þeim væri gert sjálfum.
Og þeir eru jafnvel miklu fleiri,
sem hafa reglulega unun af því
að dæma meðbræður sína hart,
sem eru fljótir til að breiða út
hverja óvirðingu, sanna og
logna, sem þeir heyra um aðra,
sem taka undir og auka við get-
sakir og róg, í stað þess að
draga úr slíku. Þá mætum vjer
einnig hinum kalda hróka á
vegum vorum: hroka, sem virð-
ist segja: Sjá, hjer er jeg, er
nokkuð dásamlegra tíl í al-
heiminum? Svo sjáum vjer einn
ig þá, sem ávalt sýta og kveina,
því þeir trúa ekki. Og loks eru
eigi litlar fylkingar hinna eig-
ingjörnu, sem alt miða við
sjálfa sig, og aldreí gera ann-
að en loka augunum fyrir eymd
meðbræðranna.
Hvor hópurinn er nú stærri
í heiminum, sem stendur? Því
svari hver, eftir því, sem hon-
um sýnist vera, og verða víst
fáir í vafa um svarið, svo sem
heimurinn er nú. En barátta
er háð, til þess að stækka hinn
hópinn, þar er barist um sálir
manna, barist með vopnum kær
leikans en ekki kúgarans, og
takmark als mánnkynsins er að
fá sigur í, þeirri baráttu, hún
þekkir engar þjóðir, engin
Íandamæri, hún er alheimsbar-
átta. Og margir hafa fallið, en
ætíð bætast nýir liðsmenn. j
\JílverjL shripar:
t
lyfr dcLCýíecýCi líjinu
Fánamáiið fær góðar
undirtektir.
í FYRRASUMAR þegar jeg
byrjaði að skrifa um fánamál-
ið og skyldur þær, sem þjóðin
hefir við fána sinn, voru undir-
tektir strax mjög góðar. Jeg
fjekk mörg brjef, þar sem menn
lýstu ánægju sinni yfir því að
þetta mál skyldi hafa verið tekið
til umræðna á opinberum vett-
vangi. Allir lýstu ánægju sinni
yfir þessum skrifum. Það var þó
ekki fyr, en núna fyrir^skömmu,
er jeg tók þetta mál upp á ný, að
almenn vakning virðist hafa orð
ið um fánamálið. Vantar nú ekki
nema herslumuninn til að málið
sje komið í örugga höfn.
Fyrst komu uhgmennafjelögin
úti á landi og gerðu samþyktir
í fánamálinu, síðan var gerð sam
þykt um málið á aðalfundi I. S.
í. Húsmæðrafjelagið hjer í Rvík
hefir sýnt áhuga sinn fyrir mál-
inu og Sigurður Bjarnason alþing
ismaður hefir talað vel um mál-
ið í útvarpsþættinum um daginn
og veginn.
Fáninn og skólarnir.
HJER Á DÖGUNUM hitti jeg
Þorstein Einarsson iþróttafull-
trúa ríkisins. Hann er mikill á-
hugamaður um fánamálið. Hann
sagði mjer, að von væri til, að
málið yrði tekið upp í skólum
landsins á næstunni. Hans hug-
mynd er, að haldinn verði að
minsta kosti einn fánadagur ár-
lega í skólum landsins. Þann dag
töluðu kennarar skólanna um fán
ann og íslenskur fáni yrði í
hverri skólastofu landsins. Þetta
er spor í rjetta átt, en áður hefi
jeg bent á, að helst ætti hver
einasti kensludagur í skólunum
að vera fánadagur. Hugmyndin
um einn sjerstakan fánadag á
ári er góð, en betra væri, ef
fánadögunum yrði fjölgað í að
minsta kosti einn dag í hverjum
mánuði í skólum landsins.
Fánamálið er ekkert hjegóma-
mál. Það er þvert á móti mikið
þjóðernislegt atriði. Væri vel, ef
fleiri fjelög færu að dæmi þeirra,
sem þegar hafa látið málið til
sín taka og örfuðu fjelaga sína
til að virða fána þjóðarinnar og
auka á virðulega meðferð hans.
•
„Spik-jetandi
Eskimóar".
„HANN BJÓST VIÐ að sjá
spikjetandi Eskimóa, sem byggju
í snjóhúsum, - en þetta var það,
sem hann sá í Reykjavík, sjeð
frá Tjörninni“. Þetta er undir-
skrift undir mynd af Reykjavík-
urtjörn og umhverfi, sem birtist
nýlega í enska blaðinu „Nort-
hampton Independent“.
Síðan birtir blaðið gráin frá
manni, sem heitir Baily. Hann
var blaðamaður fyrir stríð, en er
nú í breska hernum á Islandi,
i eftir því, sem blað þetta segir.
í greinni segir svo frá þeim á-
hrifum, sem þessi breski blaða-
maður varð fyrir, er hann kom
til Islands. Hann sá enga Eski-
móa og gengur greinin út á undr
un hans yfir því. Gróðurlítið
finst honum hjer á landi og seg-
ir að það sje ekki nema helst
umhverfis Akureyri, sem sjest
stingandi strá á öllu landinu.
Það birtast ávalt við og við
greinar eins og þessi í erlend
um blöðum, skrifaðar af her-
mönnum, sem hjer hafa dvalið
í lengri e'ða skemri tíma. Það
er hrein unúaptÍkning, ef grein-
ar eftir hermenn, sem hjer hafa
dvalið, gefa rjetta mynd af land-
inu. Enda er varla við því að bú-
ast, því hermenn hafa mjög tak-
markaðan aðgang að rjettum
upplýsingum um land og ])jóð.
©
meðal
Landkynning
Iicrmanna.
: ÞAÐ VAR einu sinni rætt um,
að heppilegt væri að hafa eins-
konar landkynning meðal er-
lendra hermanna, er hjer dvelja.
Ur þessu hefir ekkert orðið fyrir
framtak íslendinga sjálfra, en
stjórn setuliðs Bandaríkjanna
hefir hinsvegar tekið það upp
hjá sjálfri sjer, að fræða her-
menn sína nokkuð um land og
þjóð. Hefir Valdimar Björnson
sjóliðsforingi unnið ómetanlegt
starf með því, að halda fyrir-
lestra fyrir hermenn um Island
og Islendinga. Hefir hann þegar
haldið fyrirlestra fyrir þúsundir
hermanna. Það er ekki nokkur
( va/i á, að mikil þörf er fyrir land
kynningu meðal erlendra her-
manna hjer á landi. Slík land-
kynning gæti síðar komið að
gagni og komið í veg fyrir margs
konar missagnir og leiðindi, sem
af því stafar, að hermenn, sem
hingað koma fá ekki rjettar upp-
lýsingar um land og þjóð. En
hingað til hefir það ekki tekist
að vekja stjórnarvöld landsins í
landkynningarmálunum og ham
ingjan má vita, hvort það tekst
nokkurntíma.
Lá við slysi.
ÞAÐ LÁ VIÐ slysi í Vallar-
stræti í gærmorgun. Ferðamaður
frá Siglufirði, sem kom með Súð-
inni hafði fengið herbergi á Hó-
tel Vík. Er hann var að flytja
farangurinn inn í gistihúsið og
gekk með töskur sínar eftir
Vallarstrætinu, meðfram bruna-
rústunum af Hótel ísland. Kom
alt í einu snörp' vindkviða og
feykti stærðar fleka úr bruna-
rústunum út á götuna. —
Ferðamaðurinn gat með naum-
indum skotið sjer undan flekan-
um, en ekki er nokkur vafi á,
maðurinn hefði slasast, ef flek-
inn hefði lent á honum.
Það er búið að hreinsa til á
gangstjettunum umbverfis bruna
rústirnar, en öllu brakinu var
hent inn í rústirnar. í hvassviðr-
inu i gær kom á daginn það, sem
spáð var hjer í dálkunum á dög-
unum, að hætta væri á ferðum
meðan rústirnar eru látnar vera
eins og þær eru.
Sóðaskapurinn.
En svo er það sóðaskapur-
inn. Hálfbrunnin pappír þyrlað-
ist úr rústunum um allar nær-
liggjandi götur í gær og spítna-
rusl og bárujárn þeyttist til og
frá. Dyraumbúnaður Vöruhúss-*
ins, sem, eins og kunnugt er, stóð
eftir, var rifinn niður í gærmorg
un. Hafði einhver framtakssam-
ur maður gert það, en svo var
orðið ástatt með þenna dyraum-
búnað, að hann sveigðist til fram
og aftur í veðrinu í gær og staf-
aði hætta af honum fyrir íólk á
götunni.
Það ber ekkert á því enn, að
hreinsa eigi til í rústunum, en
það verður hin mesta bæjar-
skömm að þeim, þar til þær eru
horfnar.
Nýlega hefir verið lagt fram
frumvarp að brunamálareglu-
gerð fyrir Reykjavík. Þar er
ekki getið um, hvernig fara skuli
með brunarústir, Væri ekki van-
þörf á því, að ákveðið yrði í
þeirri reglugerð, hverjum beri
að hreinsa til á brunastað.