Morgunblaðið - 13.02.1944, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.02.1944, Qupperneq 7
Sunnudagur 13. febrúar 1944 51 0 R G li N B L A Ð 1 Ð REYKJAYÍKURBRJEF 12. febrúar Reykjavík. Fjárhágsáætlun Reykjavíkur bæjar hefir nýlega verið af- greidd í bæjarstjórn. Við um- ræðurnar um hana mintist Bjarni Benediktsson borgar- stjóri á hækkun útsvarapna, sem fyrirsjáanleg var, af breyt ingartiliögum þeim, er fram voru bornar. Hann gat þess, að vitað væri, að tekjur bæjarbúa á árinu 1943, sem útsvörín verða bygð á að þessu sinni, liafi verio meiri en árið 1942. En hve miklu sá tekjuauki nemur, er ekki hægt að vita, fyr en feng- ið er yfirlit yfir framtöl manna. Hann taldi þó víst, að tekju- aukinn eða rjettara sagt krónu fjölgunin í tekjum manna frá því árið 1942 hafi orðið meiri en útsvarshækkuninni nam, er ráðgerð var, eftir hinni upp- runalegu fjárhagsáætlun. Með því að halda sjer við hana og auka ekki útgjöidin að veru- legum mun, hefði álagningar- prósenta eða skattstigi niður- jöfnunarnefndar ekki hækkað eða jafnvel lækkað frá í fyrra. Borgarstjóri benti á, að óvar- legt væri, að tefla hjer á nokkra tvisýnu. Rjettara væri að sjá hver útkoma framtalanna yrði, áður en ákveðið væri til fulls, hve mikið yrði lagt á bæjarbúa í útsvörum. Margraddað úr sama hálsi. Þegar ber á skoðanamun manna í milli, sem þó eru í sama flokki, nefna Tímamenn það gjarna tvísöng, og þykjast með því leiða athygli að því, að þar eigi sjer stað óheilbrigð- ur skoðanatvistríngur. Nafnið er óheppilega valið, því tvísöng ur hefir lengi tíðkast sem þjóð- leg sönglist, þar sem fulls sam- hljóms gætir, í söngmeðferð. þó fleiri sjeu raddir en ein. En þegar fjallað er um fjár- hagsmál í bæjarstjórn Reykja- víkur, hafg andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn lengi haft það lag, að syngja margraddað úr sömu hálsufn. A bæjarstjórnarfundunum heimta þeir stórhækkuð út- gjöld, og telja það hið mesta glapræði, að eigi sje fallist á útgjaldatillögur þeirra. En þeg ar út fyrir veggi Kaupþings- salsins kemur, þá hefja sömu menn þann söng, að útsvörin sjeu orðin altof há. Vissulega þurfi að lækka álögurnar. Á fundunum kveína þeir og kvarta yfir því, að þeim skuli ekki hafa tekist að hækka út- gjöldin. Daginn eftir tala þeir eins og það sje þeirra heitasta áhugamál, að fá útsvörin lækk- uð. Þannig hafa þeir látið ár eftir ár. Og halda vafalaust áfram að berjast við sínar breytilegu sannfæringar. „ltullan“. Sigfús Sigurhjartarson ljek aðalhlutverk andstöðuflokk- anna í bæjarstjórn í þetta sinn. ,.Rullan“ er sú sama sem hún hefir verið á leiksviði bæjar- . málanna í 20—30 ár. Bæjar- stjórnin hefir eklsert gert, segja þessir leikarar. Hjer vanti alt til alls. Og það sje af þeirri einföldu ástæðu, að ,,íhaldið“ sje hjer við völd og hafi verið síðan, 'að líeita má, á dögum Ingólfs Arnarsonar. Þessa bæjarstjórnarræðu hafa margir haldið á undan Sigfúsi. Hún hefir gengið að erfðum. Nýir menn hafa skotið inn í hana setningum á víð og dreif. En svipurinn hefir ekki breyst síðustu áratugina. Ef ,,ræðan“ væri tekin bók- staflega, gætu ókunnugir áheyr endur litið svo á, að bæjar- þorpio Reykjavík væri enn við hafnlausa strönd, vistarverur manna væru lekir torfkofar, göturnar órótaðar forarvilpur, ljósin grútartýrur, húsfreyjur elduðu í hlóðareldhúsum við mó, og upphitun íbúðarhúsa væri þannig, að menn yrðu að láta sjer nægja baðstofuhitann. þar sem hver. maður varð að treysta líkamshita sínum í.óupp hituoum húsakynnum. Vatn væri skamtað í húsin, nokkr- ar fötur á dag, upp úr óheil- næmum brunnholum í götum bæjarins. Það þarf ekki að leita til elstu manna, til þess að fá end- urminningar um slíkt ásig- komulag bæjarins. Miðaldra menn muna það. Breytingar eru hjer á komn- ar, sem óþarft er að lýsa. Og sú staðreynd er líka kunn, að allar þessar breytingar eru á komnar fyrir forgöngu og til- verknað þeirra manna, sem í fjárhagsræðu rauðu flokkanna eru kallaðir ,,íhald“ enn í dag. Vöxtur bæjarins. Forráðamenn bæjarins hafa altaf trúað á framfarir hans og framtíð. En það er rjett, að þeir hafa ekki fulltreyst því, að fólksfjölgun yrði hjer eins ör og raun varð á. M. a. vegna þess, að yfir bænum hefir sú hætta vofað, hvað eftir annað, að þeir menn, sem hafa viljað níða Reykjavík niður, fengju hjer of mikil völd. Um skeið var sá fjandmanna flokkur Reykjavíkur, er kallar sig Framsóknarmenn, hjer í upp- gangi. Hann er nú horfinn úr bæjarstjórninni. Ef þeir hefðu fengið hjer valdaaðstöðu, hefðu framfarirnar stöðvast. Fólks- straumurinn hingað minkað. Og á sömu leið færi, eða ver, ef kommúnistar næöu hjer yf- irráðum. Nú geta kommúnistar fjölyrt um, að ýmsar stofnan- ir og framkvæmdir bæjarins hafi reynst helst til litlar. Því þegar t. d. byrjað var að virkja Sogið, vissu menn ekki að iðn- aður myndi hjer margfaldast á fám árum og fólkinu fjölga hjer svo ört, að hjer yrði brátt þriðjungur allra landsmanna. Þetta telja kommúnistar vera ráðamönnum bæjarins til mink unar. Þá hafi skort fyrirhyggju. En hjer er gersamlega höfð” hausavíxl á .hlutunum. Hvern- ig stendur á því að bærinn vex? j Við þeirri spurningu er ekki til nema eitt svar. Það er af því að fólk vill heldur vera hjér en annarsstaðar á landinu. Betri meðmæli gætu stjórnar- völd bæjarins ekki fengið. Þar er prófsteinninn. Því fara menn ekki til þeirra staða, þar sem sósíalistar ráða? Af þeirri ein- földu ástæðu, að þar eru lífs- skilyrðin lakari. Og það er komrnúnistum að kenna. „Lífvæn atvinna“. Ræðumaður kommúnista á bæjarstjórnarfundinum talaði m. a. um það, að hjer þyrfti að byggja upp lífvænlega atvinnu, sem hann kallaði svo. Vissu- lega rjett. Lífræn atvinna, bygð á fjáfhagslega öruggum grund- velli, sem miðar að því að nýta auðlindir landjins, er það eina sem getur haldið uppi efnahag og tilveru þjóðarinnar. En treysta menn kommúnistum til þess? Hafa þeir sýnt, að þeir sjeu nokkurs megnugir á þessu svioi? Segi hver til sín, sem á það getur bent. Þeir benda máske sjálfir* á herveldið kommúnistar í austri. Þar sje styrkur? Þar geti menn bitið frá sjer, og boðið heim- inum byrginn. í ríki kommúnista er ekkert atvinnuleysi, segja þeir. Við skulum taka upp þann hátt hjer. Atvinna fyrir alla! Allir h'afi rjett til vinnu, svo öllum líði vel. Um velsæld verkamanna í Rússlandi skal hjer ekki fjöl- yrt. En hafi atvinnuleysi verið afnumið og aðgangur til at- vinnu verið trygður þar í landi, þá mun sú þjóðfjelagsbrevting byggjast fyrst og fremst á því ákvæði hinnar rússnesku stjórn arskrár, að þar í landi hafi menn rjett til að vinna fyrir því kaupi, ,,sem samsvari af- köstum þeirra og verðmæti vinnunnar“. Þeir, sem byggja upp verka- lýösmál og kaupkröfur á rót- tækara grundvelli eru kanske, eða telja sig vera hreinrækt- aðri kommúnista en hinir eru, sem Rússlandi stjórna. Skyldi eggið nokkurntíma geta kent hænunni? „Glæpamenn og glæpaf jelög“ Forustugrein Þjóðviljans fyr ir nokkrum dögum hjet þessu nafni: „Glæpamenn og glæpa- fjelög“. Greinin var eftirtekt- arverð. Hún sýndi sálarástand og hugarheim hinna islensku kommúnista. Það kemur sjald- an fyrir að hjer birtist greina- kaflar úr Þjóðviljanum. Þeir þykja ekki þess verðir. Hjer er einn kafli úr þessari grein. Þjóðviljinn segir: „Hver er orsök atvinnuleysis í heirrrinum? . Höfuðorsökin er sú, að kaup- geta alþýðunnar í veröldinni er of lítil, til þess að hún geti key.pt alt það, sem hún fram- leiðir og yfirstjettin ekki not- ar. Og þessi kaupgeta er of lít- il. vegna þess að kaupgjaldið, sem alþýðan fær, er miklu lægra en vei'ðmæti vinnunnar, sem verkamaðupnn íætur í tje. Ef vjer ætlum að útrýma at- vinnuleysi úr heiminum, þá þarf kaupið að fara sihækk- andi í öllum löndum, svo eft- irspurn eftir vörum fari alis staðar sívaxandi og framleiðsla þeirra þar af leiðandi aukist i sífellu og þar með atvinnan. Ef vjer ætlum að koma aftur á atvinnuleysi í heiminum, þá skulum vjer halda niðri kaupi alþýðunnar, jafnvel lækka það. öllum löndum, — þá verður að | draga úr framleiðslu varanna í hverju landi á fætur öðru, — þá er farið að eyðileggja mat- vörurnar, af því fólkið, sem sveltur, hefir ekki efni á að kaupa mat, — þá dynur krepp- an yfir með öllum sínum af- leiðingum“. Þetta eru orð Þjóðviljans. BTynjólfur Bjarnason! Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson og Co. hafa, eftir þessum framangreindum orð- um að dæma, fullan hug á því, ,,að útrýma atvinnuleys- inu úr heiminum“. Sannarlega göfugt hlutverk. Það er ekki ansiar vandinn, segja þeir, en „auka kaupgetu alþýðunnar“. Hvernig skyldi kaupgetu al- þýðunnar verða háttað í heim- inum næstu ár eftir styrjöld- ina? Skyldi hún hækka meðal fiskneýtenda í viðskiftalöndum okkar við það að kauptaxtar ís- lenskra verkamanna hækki að krónutali? Þjóðviljinn virðist ] líta svo á. Og þá væri tiltölu- lega auðvelt að koma á þeim alheimsumbótum, sem um er getið í áminstri Þjóðviljagrein. En hætt er við að verkamenn og sjómenn bæoi hjer í Reykja- vík og annarsstaðar á landinu hafi takmarkaða tilti'ú til þess að Brynjólfi og fjelögum hans takist að auka kaupgetu ai- menriings meðal þeirra er- lendra. manna,- sem kaupa ís- lenskar afui'ðir. Atvinnan í landinu verður trygð með þvi móti og aðeins þvi, að okkur takist að fram- leiöa hjer söluvai'ning, og þá fyrst og fremst fisk, fyrir út- gengilegt verð, til sölu í þeim heimi, sem hvorki Brynjólfur nje Einar Olgeii'sson ráða yfir. Orðsending. í brjefi, sem Dagsbrúnar- menn sendu fjelagi vinnuveit- enda á dögunum, er fundið að vfhráðamensku atvinnufyrir- tækjanna í landinu á árunum 1930—40. Svo illa hafi þeim farnast þá, að kommúnistar bjóðast til þess að taka við for- ystu þeiri’a. Með tillitil til áminstrar Þjóð viljagreinar má.e, t. v. telja, að kommúnistar reki erfiðleika útgerðarinnar hjer á landi á árunum fyrir stríðið, til þeirra staðreynda, að íslenskum at- vinnurekendum hafi ekki tek- ist. sem skyldi, að hafa æski- leg áhrif á kaupgetu alþýð- unnar meðal þeirra þjóða, sem kaupa af okkur sjávarafurðir. Óvíst er, hvoi't alþýða manna hjer á landi telur, að Bi'ynjólf- ur, Einar Olgeii’sson og Co. muni hafa betri tök á þeim al- þjóöamálunx. En á meðan aðalreynsla ís- lenskrar alþýðu á forystuhæfi- leikum kommúnista í atvinnu- rekstri byggist á afdrifum síld- areinkasölunnar sálugu í hönd- um Einars Olgeii'ssonarher því aðeins hefði borið sig, ef sjó- menn hefðu gefið sumarafla sinn við bryggjusporða, þá er ólíklegt, að almenningur hafi bjargfasta trú á hæfileikum þessara manna í atvinnurekstri þjóðarinnar i heild sinni. Annað mál er það, að vel væri sú tillaga frambærileg, að kommúnistar tækju rögg a sig og. gerðu út eitt eða fleiri skip og reistu bú á nokkrum jörðum þar sem allir, er að þeim fyi’irtækjum ynnu, bæru úr býtum alt það, er atvinnu- rekstur þessi gæti gi’eitt þeim. Mætti af því ráða. hvert væi i sannvirði vinnunnar, að rúss- neskri fyrirmynd. Er saman- burður þá auðfenginn. við þau einkafyrirtæki, sem rekin eru í landinu. Sú samkepni milli kommúnista og annara lands- manna, yrði öllum landslýð lær dómsrík, hvernig scm úi'slit hennar yrðu. Umbótatillaga. I útvarpserindi er Sveinn Árnason yfirfiskimatsmaður flutti nýlega bar hann fram umbótatillögu í fiskverkunar- og fiskverslunarmálum, sem vakið hefir eftirtekt. Hanrx vill að hraðfrystihúsin verði gerð að miðstöð allrar íisk- framleiðslu á hverjum stað, þar sem þau eru. Hann vill að bygð verði frystihús og þurk- hús fyrir saltfisk í sambanöi við hraðfi'j'stihúsin. Benti hann á ýmsa kosti þess að sameina verkun fi’ysta fisksins og saltfisksins. — Uti- þui'kun saltfisks, í sama sniði og áður var, er nú lítt fram- kvæmanleg, m. a. vegna kaup- gjalds. Fiskverkunin þarf að vera sem mest með vei'ksmiðju rekstrarlagi. Meö því að hafa þetta sameinað, er hægt að taka þann fisk 'til fi’ystingar, sem til hennar er hæfastur og hitt í saltfisk, á svipaðan hátt og síld er tekin til söltunai', sem best er haef til þess, en önnur fer í bræðslu o. s. frv. Margs þarí að gæta á næstu árum til þess að laga útgerð og fiskverkun eftir kröfum tímans. Hjer er tillaga, sem menn vafalaust gefa gaum. Hættur og slys, sem umflýja mætli Jeg hefi sagt fyrir, og að vísu í sambandi við það sem i'jett er að nefna náttúrulögmál, að árið 1944 mundi verða í mesta lagi hættulegt. Og þótt ekki sje langt liðið enn, hefir nú þegar ýmislegt.það til tíðinda borið, utan lands og innan, sem eindi'egið bendir í þá átt. En þó ei'u, að því er sjerstaklega Reykjavík snertir, og þó raun- ar alt landið, sum þau tíðindi, sem að vísu nú stefnir til, en ekki mundu fram koma, ef þiau ráð væru tekin, sem auðvelt er að fara eftir. Veit :eg um sum þessi ráð með vissu, og hefi um það talað við menn, sem helst gætu látið fram- kvæma það sem gera þarf. Eiu einu því, sem afar mikið ríður á. En það er að halda ekki, að svo stöddu, látið almenning íá að vita hverjar þær eru. F.n það er alveg vist, að af þexm mundi ýmislegt gott leiða, og þar á meðal nokkra framför í því sem mjög mikið ríðlir á. En það er að halda ekki, að sannleikurinn. sj’e lýgi'ög :lygin sannleikur, einsog jmönnum hættir svo mjög við á helvegi. Helgi Pjeturss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.