Morgunblaðið - 16.02.1944, Side 8
c
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudag-ur 16. febrúar 1944
Önóg siglingarmerki
Attræður: Pjetur Þórðarson í Hjörsey
!l Framh. af bls. fimm.
jtryggja sem best öryggi skips-
f ins og afkomu sjómannanrla.
| Stækkun lestarínnar.
Það eru sjöundu rök, „að
lestin hafi verið stækkuð, er
vjel og ketill var tekið burt“.
Jeg fæ nú ekki skilið, að það
raski á nokkurn hátt sjóhæfni
; skipsins, þótt ketill, sem jafn-
an var fullur af vatni, sje tek-
inn út og álíka stórir olíugeym-
ar fullir af olíu settir í staðinn,
eða þá að rúm, sem áður var
notað fyrir kol, sje notað fyr-
ir sama þunga af fiski. En þetta
er það eina, sem hjer hefir
gerst.
Stórkostlegur leki tvisvar —
kemst nauðuiega til lands.
, Það eru áttundu rök, „að
stórkostlegur leki hafi tvisvar
komið að skipinu, og að það
hafi í bæði skiftin komist
nauðulega að landi“.
Þessi ummæli eru sett í beint
samband við breytingu skips-
ins, og verða eigi skilín á ann-
an hátt, en að það eftir breyt-
inguna hafi ekki verið nægi-
lega traust til að mæta mis-
jöfnum veðrum, enda mjög á
takmörkum, að það næði landi.
Það vill nú svo vel til, að
fyrir hendi eru undirritaðir
dagbókarútdrættir af þáver-
andi skipstjóra skipsins, Elíasi
Guðmundssyni yfir bæði þessi
atvik. I þeim fyrri segir svo:
„Fimtudaginn 2. apríl 1942.
: Skipið statt á Atlantshafi 400
sm. NNV frá Barra Head á
leið frá Englandi til íslands,
vindur SA 11—12 vindstig og
mikill sjór. Kl. 3 f. h. er veð-
urofsinn orðinn það mikill, að
skipinu er snúið upp í vind og
andæft, margir brotsjóar
ganga yfir skipið og ýmislegt
fe'r úr skorðum, mikils leka
verður vart um 6 leytið f. h. á
skipinu að aftanverðu, einnig
virtist keisinn hafa losnað við
þilfarið s. b. og b. b. megin og
lak mikið niður“. 2
Síðan er talið upp ýmislegt,
sem tapast hefir og brotnað
ofanþilja, svo sem björgunar-
hringir, fleki, skjólborð, hraða
mælir, áttavitar, björgunarbát
ar o. fl., því næst endar útdrátt
urinn þannig: „Kl. 12 á hádegi
lægir veðrið og er farið af stað
með hægri ferð. Kl. 5 e. h. er
vindur orðinn ANA 10, og er
þá snúið upp í vind og and-
æft“.
Nú vil jeg spyrja bæði Þor-
varð Björnsson og hvern ann-
an, sem eitthvað vit hefir á
þessum málum, hvort þessi
skýra lýsing af baráttu skips-
ins við fárviðri og brotsjói, sem
yfir það gengur klukkutímun-
um saman þrotlaust í miðju
Atlantshafi, sje ekki einmitt
öruggasta sönnun þess, hversu
óvenjulega traust og gott sjó-
skip „Þormóður“ hefir verið,
eftir að því var breytt eins og
framan getur? Þekkir hann
engin dæmi þess, að stærri og
meiri skip hafa orðið ver úti í
slíku hafróti? Hefir hann
gleymt togurunum, sem fórust
á Halanum í febr. 1925, eða
hinum, sem náðu landi úr því
veðri meira og minna sundur-
tættir, með brotin möstur,
stýri, yfirbyggingar o. m. fl.
Eða Skallagrími, þegar hann
fjekk áfallið í Faxaflóa í líku
veðri og ekki mátti á milli sjá
í langan tíma, hvort betur
mætti sín líf eða dauði? Eða
togurunum Ólafi og Apríl, sem
hvorugur kom aftur? Eða b.v.
Hilmir, þegar aldan kastaði
honum niður á hafflötinn, svo
allar rúður brotnuðu í stýrishús
inu, fyllti það frá hjeborða og
sogaði út stýrimanninn. Sama
alda lagði saman mest alla yf-
irbyggingu skipsins eins . og
pappaöskju og vafði upp gálga
og bör eins og snærisspotta?
Hefir Þorvarður virkilega
gleymt öllum þessum sorglegu
slysum og mörgum öðrum?
Gleymt öllum þeim ógnum,
sem sjómenn hafa á öllum tím-
um átt við að stríða? En öll
þessi áföll skeðu áður en far-
ið var að breyta skipunum,
brynverja þau, stækka lestar,
skifta um vjelar eða að fundið
hafði verið upp á umtali um
ofhleðslu. Jeg hygg, að það sjeu
engin sterkari gögn til, er
hrekja alt það, sem sagt hefir
verið um ósjóhæfni „Þormóðs",
en einmitt þessi sanna lýsing
skipstjórans um átökin við fyr-
nefnt fárviðri. Frh.
Gf Loftur jfetur bað ekld
— bá hver?
ÁTTRÆÐUR er í dag.bænda
öldungurinn Pjétuf Þórðarson,
fyrvernadi alþingismaður og’
bóndi í Iíjörsey á Mýrum.
Pjetur er fæddur 16. febr.
1864 í Fornaseli á Mýrum.
Yoru foreldrar hans ÞórðUr
Benediktsson bóndi þar og
kona hans Ingigerður Þorbergs
dóttir, bónda í Ferjukoti, ÓlafS
sonar.
Eftir fenningaraldur var
Pjetur vinnu- og lausamaður
til ársins 1890 að hann byrjaði
búskap. Á þciin árum iærði
hann söðlasmíði og stundaði
hann þá iðn nokkuð, ásamt
búskapnum, lengi síðan.
Pjetur giftist árið 1888 Sal-
óme Jónatansdóttur bónda í
Jljörsey, Salómonssonar. Reistu
þau bú tveimur árum síðar í
Leirulækjarseii og bjuggu þar
í þrjú ár, en fluttu þá í Iljörs-
ey á æskustöðvar Salóme konu
lians og hafa búið þar síðan.
Iljörsey er stór jörð og mörg
Um kostum búin. I’lógur er þar
aUmikill, dún- og kofnatekja
og selveiði nokkur. Erfitt er
og fyrirhafnarsamt að nytja
þessi gæði. Jljörsey er, eins
og nafnið bendir til, umflotin
sjó, en um stórstraumsfjöru er
þó jafnaðarlega hægt að kom-
1 ast þurrum fótum út í eyna.
. Gfaslendi er mikið á eynni,
enda verið Iengst af rekinn
þar stórbúskapur, og vár þar
um eitt skeið þríbýli. En erf-
iður er búskapur, þar sem
|svo hagar til, og árvekni mik-
jillar og forsjár krefst fjár-
gæslan, en kjarn- og safa-
jmikið gras, sem sprettur upp
af fugladriti í sjávarloftinu,
launar þá umhyggju og fyrir-
höfn ríkulega í gagnsemi bú-
peningsins.
Á þessum stað og við þessi
skilyrði, hefir Pjetur búið í
hálfa öld með dugnaði og
myndarbrag.
En æfistarfi Pjeturs er ekki
jnema að nokkru lýst þó getið
sje búskapar hans í meira en
fimm áratugi.
Allan þennan tíma hefir
Pjetur verið oddviti og for-
istúmaðUr sveitar sinnar í op-
inberum störfum og fjelags-
málum öllum.
Þannig hefir hann um fimm-
tíu ára skeið verið hreppstjóri,
í hreppsnefnd hefir hann verið
jafnlengi og lengst af oddviti,
og sýslunefndarmaður. 1 yfir-
skattanefnd hefir hann verið
lengi. Þá hefir hann og mikið'
komið við sögu kaupfjelags-i
starfsemi hjeraðsins, og ver-
ið deildarstjóri í hreppi sín-
um. Sýnir þetta best traust það'
er hreppsbúar hans hafa borið,
til hans, að hafa kjörið hann’
til oddvita um öll þessi mikils-
verðu mál, þrátt fyrir það,
þó hánn hafi allan þennaif
túna alið alur sinn í afskektri
ey og umflotinni.
Pjetur í Hjörsey, yar kosinn
á þing 1916 og átti hann þan
sæti ósiitið til ársns 1927.
Pjetur er góðum gáfum
gæddur, gætinn og gjörhug-
ull og rasar í engu fyrir ráðj
fram. Tókst Pjetri á yngri1
árum að afla sjer á eigin-
spítur, staðgóðrar mentunar.
Reikningsmaður er hann ágæt-
ur.
Pjetur er maður skoðaua-
fastur, athugar hann hvert mál
vel og vendilega áður cn hann
kveður upp úr um álit sitt, og
málflutningur annara verður
aldrei þess valdandi að liann
vánmeti sitt eigið hyggjuvit,
þótt, vel kunni hann að meta
það, sem af skynsemd óg heil-
um hug, er til mála lagt af
öðrurn. Pjetur er maður til-
lagna góður og kostar kapps
um það, að leysa hvers manns
vanda, enda hefir öll þessi ár
eigi þótt heima þár ráðum
ráðið um hrepps- og fjelags-
mál, nema áður hafi verið til
hans leitað.
Pjetur er maður mjög vin-
sæll, gestrisinn og góður heim,
að sækja. Tlann er hraust-
menni mikið, saman rekinn og
afrendur að afli.
1 dag dvelja þau Pjetur ogi
kona hans á Ilrafnkellsstöðum,
í Ilraunhréppi hjá Guðbrandij
Sigurðssyni bónda þar, sem
hefir í tugi ára verið samstarfs
máður Pjeturs í hjeraði.
Vinir og kunningjar Pjeturs
munu, við þetta ‘ tækifæri,
senda honum og hinni ágætu
konu hans, hugheilar árnaðar-
óskir.
BEST AÐ AUGLÝSA
I MORGUNBLAÐINU
Bakvið stálvegginn
Framh. af bls. 7.
„þessi óþrifna þjóð“ og „við
munum berja skipanirnar
inn í hausana á ykkur“,
mátti sjá menn grípa fast
um borðbrúnirnar til þess
að reyna að hafa stjórn á
sjer.
Síðar bað yfirþjónninn
mig afsökunar á þessum
atburði. „Þjer vitið hvern-
ig þeir eru“, bætti hann við
til skýringar. „Því er það,
sem allir elska þá“.
Það vildi svo til, að jeg
var í Vín, þegar tilkynning-
in barst um það, að stór-
verslununum yrði brátt
lokað. Birgðir smærri versl
ana voru skjótt etnar upp.
Austurríkismenn og útlend
ingar fengu það, sem þar
var að hafa, en Þjóðverjum
var sant, að allt væri upp-
selt. Kaupmennirnir gerðu
sjer varla það ómak að
setja upp kaupmannssvip.
Þeir ljetust einungis skilja
Vínarmállýsku, glevmdu að
afgreiða þýska viðskifta-
menn eða báru fram ein-
hvern ómerkilegan varning
og sögðu með sakleysissvip,
að þetta væri eitthvað „sjer
staklega fínt, búið til í Ber-
lín“.
í Vín logar allt af andúð
gegn Hitler. Austurríkis-
menn virðast hafa gleymt
því, að margir þeirra buðu
sömu Þjóðverja velkomna
þann 13. mars 1938. Á síð-
astliðinum fimm árum hafa
Austurríkismenn af öllum
stjettum haft samband við
Þjóðverja af öllum stjettum
og árangurinn er þungt á-
fall fyrir þær vonir Þjóð-
verja að geta varðveitt
stórt og sameinað ríki. Jeg
snei’i aftur til Berlínar með
þá sterku sannfæringu, að
Vín væri „þriðja ríkinu“ al-
gerlega töpuð.
Kauphöllin
er miSstöð verðbrjefa-
viðskiftanna. Sími 1710.
4ft0m je* hríli
með (leraufom
frá
COULDN'T HAVE JUMPED |
THia vjall, x-9 —rr'& _J
CDOFD ivrrn epOKBis! H
. ^ (SLA OO. ^
_ DCN'T for&et,
ALEX V.'AD AN ’
acrobat'.
LET ASE eET
UP ON youp
SHOULDERS
>« 1941. Kmg Ft-afUfCf Syndiuir. Inc. VC'otld nghts rcscrvcd
Alex: — Jeg skar mig á höndum við að klifra yf-
ir vegginn með glermulningnum. Jeg vona bara,
að enginn hafi sjeð til mín. Bílstjórinn: — Jeg segi
yður satt, að jeg skildi hann eftir hjer við bílinn
á meðan jeg fór að vita hvort fólkið væri heima.
X—9: — Þá getur hann ekki verið kominn langt
í burtu. Það kemur ekki til, að hann hafi getað
klifrað yfir garðinn hjer, X—9, því að það eru gler-
brot á honum. \
■— Við skulum ekki gleyma, að Alex var fim-
leikamaður. — Láttu mig klifra upp á herðarnar
á þjer.