Morgunblaðið - 22.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagnr 22. febrúar 1944 Þjóðræknisíjelag Vestur- íslendinga 25 ára Eftir Valdimar Björnson liðsforingja Þessa daga heldur Þjóðræknisfjelag íslcndinga í Vcstur- hcimi 25 ára afmæli silt hátííílegt. Er hr. biskup Sigurgeir Sigurðsson þar, sem fulitrúi íslcnsku ríkisstjórnarinnar. Blaðið hefir snúið sjcr til Valdimars Björnsonar blaða- manns og fengið hjá honum eftirfarandi grein í tilefni afmselisins um þjóðræknisstarf Vestur-Islendinga alment og starfsemi fjelagsins sjerstaklega. VESTUR-ISLENDINGAR, sem hjer eru staddir um þessar mundir, hugsa þessa dagana^jil Winnipeg, þar sem haldið er há tíðlegt 25 ára afmæli Þjóðrækn- isfjelags íslendinga í Vestur- heimi. Hefir ísland viðurkent þessa starfsemi þjóðarbrotsins vestra með því að senda biskup inn, Sigurgeir Sigurðsson sem fulltrúa stjórnpi'innar við þessi hátíðahöld. Morgunblaðið hefir beðið Vestur-íslending að minnast í fám orðum 25 ára starfsemi Þjóðræknisfjelagsins fyrir vest- an. Vart verður þó saga þessi rakin greinilega, enda ekki tök á því hjer. En hjer verður lýst í höfuðdráttum að hverju fje- lagið starfar. Landar hjer heima vita fyrir löngu, að kirkjulífið hefir ver- ið það, sem aðallega hefir tengt saman íslendinga vestan hafs. Þessvegna var mjög vel til fundið að biskup landsins væri fulltrúi þess á afmælishátíðinni, sem nú fer í hönd. íslendingar vestra eru að vísu ekki á eitt sáttir í kirkjumálum, frekar en menn hjer heima eru í ýmsum öðrum málum, en eftirtektar- vert er það, að í Þjóðræknisfje- laginu eiga fylgjendur hinna ýmsu stefna í trúmálum, sam- starf. Þar vinna þeir saman á þeim grundvelli, að þeir eru allir af íslensku bergi brotnir. Þjóðræknisfjelagið hefir unn ið mörg merkileg störf þenna aldarfjórðung. Einng mest ber á þeim í Winnipeg, þar sem fje lagið hefir haldið skóla á laug- ardögum, og börn læra íslensku. Hafa sjálfboðar lagt mikið á sig við kenslustörf, en árangur- inn hefir orðið góður, óg er þetta mjög þarft verk, þar sem hinn mikli þjóðflokkafjöldi í Winnipeg gerir erfitt að við- halda móðurmálinu hjá yngri kynslóðinni, erfiðara en í sveit- um og þorpum á Nýja-íslandi, Norður-Dakota í Bandaríkjun- um og víðar. Tímarit Þjóðræknisfjelagsins, •scm kemur út árlega, er einn helsti þáttur í starfsemi þess, og hefir það, síðan útkoma þess hófst, flutt fjölmargar ágætar greinar, og þolir það vel sam- anburð við svipuð rit hjer heima. Þá hefir Þjóðræknisfje- lagið stutt að mjög þarflegu fyrirtæki, en þáð er útgáfa á Sögu Islendinga í Vesturheimi. Mun annað bindi hennar nú vera komið út og hefir inni að halda söguþætti ýmissra bygða. Fyrra bindið, um tildrög vest- urflutninganna, eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, hefir náð mik- illi útbreiðslu hjer. Fyrirhugað er að halda ájram, þar til saga allra bygða jslendinga vestra hefir verið skráð, og svo hefir komið fram hin skemtilega hugmynd að taka allsherjar- manntal á íslendingum og af- komendum þeirra í Kanada og Bandaríkj unum. Að því er Vestur-Islensku blöðin herma, færist það nú 1 vöxt, að deildir úr Þjóðræknis- fjelaginu sjeu stofnaðar í hin- um ýmsu bygðum. Með því nær fieira fólk að taka þátt í starf- inu og færist meira fjör í það. Ai’sþing, skemtisamkomur við og við og útgáfa tímarits er ekki nóg. Nýjar deildir fjelags- ins hafa verið stofnsettar víðs- vegar í Nýja-Islandi og ann- arsstaðar á síðastliðnum mán- uðum og hefir hinn ötuli for- seti fjelagsins, próf. Richard Beck gengið ötullega fram í stofnun slíkra deilda. Þjóðræknisþingin, eins og það sem nú hefst í Winnipeg, eru skefntileg. Þátttaka er auð- vitað mest af hálfu Winnipeg- búa sjálfra, því borgin má kall ast Reykjavík Vestur-íslend- inga. En einstaklingar fara stundum langar leiðir, til þess að sækja þingin, og einnig eru þar erindrekar hinna ýmsu fje,- lagsdeilda og er starfið rætt ýt- arlega. Væri bæði æskilegt og enda sjálfsagt gerlegt, að auka enn meir slíka þáfttöku í fram- tíðinni. Hámarki sínu nær þing- ið vcnjulega með samkvæmi, sem Winnipeg-deildin „Frón“ efnir til eitt kvöld um miðjan þingtímann. Þangað er boðið ræðumanni, oft úr fjarlægri bygð, og eru þetta hinar fróð- legustu og skemtilegustu sam- komur. Ragnar H. Ragnar, staddur á Islandi nú, í ameríska hernum, var forseti Fróns um skeið, meðan hann dvaldi í Winnipeg. Það er ánægjulegt til þess að vita, hve íslendingar hjer heima meta mikils starfsemi Þjóðræknisfjelagsins, og enginn vafi leikur á því, að Vestur- íslendingar eru allir hjartan- lega þakklátir heimaþjóðinni fyrir þann hlýhug og þá velvild, sem þeim er auðsýnd. Tuttugu og fimm ára afmælið, sem nú fer í hönd, hefir mikla þýðingu. En þess ber þó að gæta í þessu sambandi, að fjelagsskapur einn nægir ekki til þess að tryggja viðhald íslenska arfsins fyrir vestan, og er ekki Þjóð- ræknisfjelagið lastað með þess- um orðum. Sannleikurinn er sá, að þeir sem forgöngu hafa í Þjóðræknisfjelaginu og fyrir það starfa, vita þetta sjálfir manna best. Það er ekki nóg að flytja háíleygar hvatningaræð- ur um hinn dýra arf, á Þjóð- ræknisþingi eða deildarfundi. Ekki heldur að syngja ættjarð- arsöngva, eða þakka vel samin erindi með dynjandi lófataki. Það eru einstaklingai'nir, sem verða að inna af hendi alt það starf, sem hefir varandi áhrif í varðveitslu tungu og menn- ingararfs fyrir vestan. Það eru I foreldrarnir, sem verða að sjá um það, að börnin tali og læri íslensku, ef kunnátta í málinu á að eiga sjer nokkra framtíð. Saga íslands ætti að sýna það best, að fólk af íslenskum stofni er ekki rígbundið hinu form- lega. Einstaklingsfrelsið og ein- staklingsskyldurnar hafa setið í fyrirrúmi hjá Islendingum, síðan landið var bygt. ís- lendingar vita líka, að það er fjarstæða að halda, að einhverj um góðum málstað sje borgið með því einu að setja á laggirn- ar fjelagsskap. Þeir vita, að ekki er hægt að varðveita það sem þeim er kærast, eingöngu með því að halda fundi og skipa nefndir, hlusta á ræður og sam- . þykkja hátíðlega einhverjar tillögur. Það er erfitt fyrir vest- an að halda uppi þessum marg- umræddu menningarverðmæt- um, sem útflytjendur hjeðan höfðu með sjer vestur. Þjóð- ræknisfjelagið er hvatningarafl í þeirri baráttu, og nú á aldar- fjórðungsafmæli sínu á það glæsilegt framtíðarstarf fyrir höndum, — að starfa sífellt að því að vekja hjá einstaklingum af íslenskum stofni, vitneskju um það, að það sje einmitt þess vert að keppast við að hirða arf inn sem best, og að það sje ó- gjörlegt, nema því aðeins að hver og einn taki virkan þátt í þeirri starfsemi. Mikið tjón Japana í Tmk BANDARÍKJAMENN hafa nú tilkynt tjón það, sem þeir ollu Japönum í hinni miklu loft- og skipaárás á Truk, og eru tölurnar þessar: 19 skipum sökt, þar af tveim beitiskipum og þrem tundurspillum, og 201 flugvjel grandað. Japanar segjast hafa mist 18 skip og 140 flugvjelar, en sökt 3 skipum og grandað 57 flug- vjelum. i Árásirnar stóðu í tvo daga samfleytt, en í þeim segjast Bendaríkjamenn hafa mist 17 flugvjelar, en skemdir hafi orð ið á einu herskipi. Yfirleitt var árásin mjög hörð og var ráðist á alt, sem hernaðarlegs eðlis var, og flugmenn Bandaríkja- menna komu auga á. Bækur: Dagur í Bjarnardal Nú nýskeð gafst mjer kostur til lestrar á fyrsta bindi hins stórbrotna, og athyglisverða skáldverks Trygve Guldbrand- sen „Og bakom synger sko- vene“ í íslenskri þýðingu Kon- ráðs Vilhjálmssonar frá Hafra- læk, sem við þýðingu hefir feng ið heitið „Dagur í Bjarnardal“. Því er ekki þann veg farið, að jeg með þessari umsögn minni, hugsi til að skipa mjer á bekk með þeim mönnum, sem rit- dómarar kallast, þeirra manna, sem í nafni fjöldans taka sjer vald til þess að segja sumt gott og blessað, annað ilt og bölvað, og lofa þá stundum það, sem síður skyldi. Nei, jeg þekki of lítið enn á ,,ísma“ og annað, sem til slíkra hluta þarf. Jeg skrifa hjer aðeins fyrir minn persónulega smekk og tilfinn- ingar, og það, sem aðallega vak ir fyrir mjer með að stinga nið- ur penna, er að þakka þýðand- anum, Konráði Vilhjálmssyni, fyrir að hafa ráðist í þann stóra vanda, að þýða hið ógleyman- lega skáldverk Tr. G. og hafa tekist það með snild. Jeg býst við eða vona, að því kærkomn- ari verði mörgum bókelskum, listhneigðum manni þetta snild arverk, sem það er meira fá- gæti að fá í hendur bók í skáld- söguformi, sem ekki á í sjer fólgna hættur til mannskemda og siðspillingar, nú þegar haug- hrafnar ríkimenskunnar tína úr ritsorpi ýmsra þjóða ógeðsleg- an reifara- og rómanaþvætting, þýða á óvandað mál og hella svo inn á íslenskan bókamark- að óþverra sínum, án minstu hindrana. Ekki gat jeg varist þeirri hugsun eftir lestur Dags í Bjarn ardal, að eitthvað mundi lægra til loíts og skemra til veggja, í hughreipi þeira sumra ís- lensku skáldanna, sem skrifa um íslenskan bændalýð, en hjá Tryggva þeim norska, er skrif- ar um bændurna í Bjarnardal. Það, sem fyrst bar fyrir sjón- ir mínar við lestur Dags í Bjarnardal, voru þau sannindi lífsins, að hinn andlegi flatn- eskjulýður, sækir að þeim sem hæst bera og ofar sitja, sakir yfirburða, kjarks, úrræða og manndóms,- sækja að þeim með vopnum öfúndar, tortrygni og rógs og í gjörningaveðri slíks vopnaburðar hyggst vinna sigra sína. Mynd sú, sem sagan bregður upp af þeim Bjarnardalsfeðg- um, er ekki af neinum miðlung um. Það eru stofnar sem upp hafa vaxið við hörku erfiðra lífs kjara, stæltir í mætti sínum, hraustir í trúnni á Guð sinn og hin huldu, heilögu rök tilveru sinnar. Þeir eru forlagatrúar- menn og virðast trúa á hinn vægðarlitla guð Gamlatesta- mentisins, eru sjálfir harðlynd- ir og lítt sveigjanlegir, en þó um fram alt drengskaparmenn, sem í engu vilja vamm sitt vita.) Það er athyglisvert að fylgjast með hugsanaferli Dags í Bjarn- ardal, þar sem hann situr lengi dags og nóttina með, aleinn í Gömlu stofu, bugaður af sorg og bölsýni eftir hið sviplega frá fall þóris bróður síns. Hann gjörir hverja atrennuna annari kröftulegri til reikningsskila við Guð sinn, og með heljar- mætti skapgerðar sinnar, þving ar hann fram rök til orðinna atburða, og hann kemst að nið- urstöðu, bjargfastri — ákveð- inni, og með endurnýjuðu trausti guðshandleiðslu sinnar og til staðfestingar útkljáðum sakarbótum við drottinn sinn, heggur hann ramgerri viðöxi forfeðra sinna, sem Guð sjálf- ur, að hans dómi, lætur detta úr rjáfri gömlu stofu að fótum hans, á kaf í dyrastaf stofunn- ar og gengur síðan djarfur og öruggur til nýrra starfa — nýs lífs. — Það er háttur þeirra Bjarnardalsfeðga, að ætíð þeg- ar vandi eða sorg sækir þá heim, þá leita þeir ekki þátt- töku nje samúðar annara manna, heldur leita þeir ein- verunnar, annað tveggja í Gömlu stofu eða þeir ganga til skóganna. Það er friður og göfgi og helgi hins ástfólgna umhverfis, sem skapa þeim úr- ræðaþrótt. Það eru skógarnir með hættum sínum, heillandi fegurð og frumkrafti, sem binda sálir þessara stórbrotnu manna að sjer með órjúfandi tengslum. Skógarnir voru hinn skapandi máttur sálaríífs þeirra þar ófust hinir traustu streng- ir skapgerðar þeirra, þar hlutu þeir hvíld og uppörfun í senn. Aldrei finst mjer meira til um skapkosti, vitsmuni og’ drengskap Dags, en þegar hann áratugum síðar situr enn í Gömlu stofu, með harðlæstar klær hefnigirni sinnar utan um höfuðandstæðing lífs síns og á alskostar við hann. Þ“að var hersirinn á Borg. Þessi stæri- láti fulltrúi yfirstjettanna, sem Degi fanst að alla tíð öllum öðrum fremur hefði setið um virðingu sína og gengi. Nú er Dagur albúinn til hefnda. Nú getur hann greitt stórlæti hers- isins og síðustu hamingjuvon- um lífs hans banahögg. — Það er einn af stærstu kostum þess- arar sögu, að skáldið virðist ekki hafa hneigð til að skapa persónur sínar með hvítum englavængjum. Þær eru full- komlega mannlegar. En þær hækka og stækka við hverja raun og út úr eldskírn sorgú og vonbrigða koma sálir þeirra ekki einasta reyndari og þrosk- aðri, heldur fegurri og skrýdd- ar gulli göfugmensku og sann- trúar. — Dagur gamli í Bjarn- ardal á þrátt fyrir sinn mikil- - leik, sínar veiku hliðar og snöggu bletti. Það er með hann eins og' marga stórbrotna menn og mikilhæfa, að það er dálít- ill blettur á sál hans, sem er óvígður af hendi kærleiks og mildi, og þar sem hann situr nú í gömlu stofu með hersir- inn á Borg fyrir framan sig, gægist hin miskunnarlausa kulda loppa fjárgræðgi og hefnigirni út úr „heiðnabjargi', sálar hans, og örgrar honum tjl hefnda. En á þessari erfiðu Frarnh. á 8. síðu. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.