Morgunblaðið - 22.02.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.02.1944, Blaðsíða 4
4 M u k G U N r, I. A Ð i £> Þriðjudagur 22. febrúar 1944 FRJÁLS EÐA FJÖTRUÐ BÓKAÚTGÁFA — Bakvið stálvegginn — I öllum menningarlöndum, hefir það þótt sjálfsagður hlut- ur, að ríkisvaldið hefir reynt á allan hátt að styðja og efla góða bókaútgáfu'. Slík starfsemi hef- ir af öllum hugsandi mönnum verið talin mentandi og bæt- andi fyrir þjóðirnar og vald- hafarnir hafa jafnan um allan heim forðast að leggja nokkra steina í götu þeirra manna sem hafa viljað vinna að því að fram leiða handa þjóðunum góðar og mentandi bækur til lesturs. 1868 skrifar einn af fremstu mönnum bresku bókaútgáf- unnar og bóksölunnar, Alex- ander Macmillan, stjórnmála- manninum Gladstone á þessa leið: ,,Gagnstætt því sem áð- ur var er hvarvetna var fjöld- inn allur af bókasölum, sem höfðu mikið úrval ágætra bóka á boðstólum handa við- skiptamönnum .sínum, þá er nú svo komið, að mjög fáir stunda bóksölu sem aðalatvinnu. Versl- un með bækyr er orðin svo ó- arðbær, að hún verður að láta sjer nægja^ að vera einskonar viðauki við leikfangabúðirnar eða vefnaðarvöruverslanirnar. Bóksalinn, sem leitast við að velja það besta handa viðskipta vinum sínum og benda þeim á það, er ekki legnur til. Sann- færing mín — og hún byggist á 30 ára reynslu við þessi störf — er að vel mentaður og skyn- samur bóksali, í hverri borg ríkisins, sje eins nauðsynlegur eins og vel mentaður skóla- stjóri eða klerkur. En við get- um ekki vænst þess að hafa þá hjá okkur, ef við sveltum þá í hel“. Þetta sagði Alexander Mc millan fyrir 75 árum. 1944 seg- ir enski rithöfundurinn Frank Swinerton í hugleiðingum í tilefni af 100 ára afmæli út- gáfufyrirtækisins Macmillan og Co Ltd.: Bókaútgefendurnir eru aðall- inn í breska bókaheiminum. j Þeir hafa gert ríkinu ómetan- legt gagn. En þeir mæta einnig oft miklu andstreymi og eitt hið þyngsta, sem verður á vegi þeirra er án efa þegar rithöf- undur, sem þeir ef til vill hafa gert mikið fyrir, yfirgefur þá og gerir samning við keppi- nautana vegna stundar tilli- boða. Þegar slíkt kemur fyr- ir, kann útgefandinn eitt augna blik að óska að allir keppinaut- ar skuli bannfærðir. En aðeins eitt augnablik, því allir hugs- andi menn sameinast í þeirri ósk að aldrei komi þeir tímar, að bókaútgáfa verði hneppt nokkra fjötra. Því heilbrigt kapp meðal útgefendanna er eina tryggingin fyrir því að verulega góð bók komist ávalt fyrir almennings sjónir, jafnvel þó hún kunni, á sumum svið- um, að vera gölluð“. í skjóli þessa frelsis hafa ris- ið upp vðldug fyrirtæki. Þau hafa vaxið upp af litlum efnum. en fyrir jtilstilli þeirra hefir listamönnúm og andansmönn- um orðið pkleift að starfa og framleiða rsín ódauðlegu lista- verk. Og þar sem bókaútgáfan lengst hefir notið, frelsisins, verður líka áhrifanna greini- legast vart, því í Englandi fara bókakaup almennings stöðugt vaxandi og eftirspurn veru- lega góðra bóka er ávalt að aukast. Þess vegna gat líka einn af merkustu ensku útgef- endunum nýlega komið fram með þessa merkilegu játningu: „Þegar við gáfum út bók vegna þess að við bjuggumst við að hún yrði vinsæl, töpuð- um við að jafnaði á útgáfunni, en ef við gáfum út bók af því að hún var góð, skilaði hún á- valt hagnaði“. Lítum nú á, hvernig þessum málum er varið hjá okkur. Við höfum jafnan státað af bók- mentum okkar og bókaást og víst er um það að fornbókment- ir vorar eru merkar og mikils- verðar. En hvað um nútiðina. Til allra síðustu ára hafa þeir menn, sem verið hafa að fást við ritstörf og framleiða and- leg verðmæti, fyrir þjóðina, henni til aukins mentunar og uppeldis, örðið að lifa svo að segja á húsganginum. Dæmi þess eru svo mörg og átakanleg og almenningi kunn, að ekki þarf upp að telja. Orsakirnar þekkja allir. Hjer hafa ekki ver ið til nein þau fyrirtæki, sem rjeðu y’fir það nægilegu fjár- magni að þau gætu boðið þess- um mönnum sómasamlega fyr- ir verk sín. íslensk bókaútgáfa hefir að örfáum undantekningum, verið svo fram til síðustu ára, að þeir, sem hana hafa stundað, hafa orðið að lata sjer nægja að gera alt af vanefnum, bæði um ytri frágang og mat á verðmætum og ávalt barist svo í bökkum, að í mörgum tilfellum hafa ó- metanleg andleg verðmæti komist í hina mestu niðurlæg- ingu (sbr. hið ágæta forlag Þorsteins sál. Gíslasonar). Einasta stoðin, sem þessir menn áður fyr höfðu var kenslubó^aútgáfan og þeir, sem voru það hepnir að ná henni voru þeir einu, sem þrifust og gátu meira að segja á stundum notað hagnað hennar til að gefa út eina og eina góða bók, ann- ^ aðhvort þýdda eða frum- samda. Hver hefir svo verið afstaða ríkisvaldsins hjá okkur til þess ' arar starfsemi. Hefir hið opin- bera hjá okltur sýnt sömu við- sýnina og valdhafar annara menningarþjóða og metið eins mikils þessa viðleitni. Það er síður en að svo sje. Eina var- anlega lyftistöngin, kenslubóka útgáfan, var sett undir ríkið fyrir fáum árum og útgefend- urnir neyddir til að selja það sem ríkið vildi nýta, af kenslu- bókunum, fyrir það, sem ríkið ákvað, um annað var ekki að ræða ella fengu þeir ekkert. Þó voru margar af þessum bók- um nýútgefnar með samþykki fræðslumálastjórnar og jafnvel eftir beiðni hennar. Að nokk- uð væri talað um greiðslu fyrir eyðilagðann, dýrkeyptann út- gáfurjett var svo sem ekki tal- að um. Að um framfarir í skóla bókaútgáfu eftir að ríkið tók við henni, bæði hvað ytra og innra frágangi snertir, leikur víst á mjög miklum vafa. En íslenskir valdhafar ljetu ekki þar við sitja. Þeir vildu sýna, að þeir vildu stuðla að auknum bókakosti til almenn- ings og sýna að um okur væri að ræða hjá útgefendum og veittu stórfje til opinberrar útgáfustarfsemi (Menningar- sjóður og Þjóðvinafjelagið). Hjer var merkilegt fyrirtæki í uppsiglingu og hefði getað orðið þjóðinni til hins mesta gagns og sóma, ef rjett hefði verið á haldið. Hjer var fyrirtæki með miklu fjármagni, miðað við þáverandi útgáfukostnað. Hefði það átt að vera fært um að leysa af hendi stór og voldug Framh. á 8. síðu. Það er ekki unt cló finna dýrólegri giöf á íslandi HEIMSKRIIMGLA Snorra Stmiusonar er í prentun hjá Helgafellsútgáfunni með nær 300 myndum. — Það verður gjöfin, sem allir velja vinum sínum á árínu 1944. Snorri Sturluson er tvímælalaust víðkunnasti íslending- ur, sem uppi hefir verið fyr og síðar, og einn frægastj rithöf- undur í heimi. Merkasta verk hans „HEIMSKRINGLA“, ein frægasta bók allrar veraldar. Þetta ægifagra og stórbrotna listaverk er jafn- nýtt og hrífandi fyrir þá, sem nú lifa og það var fyrir mörgum öldum. — Helgafellsútgáfan hefir fengið leyfi til þess að nota í þessa útgáfu af Heims^ringlu nær 300 myndir, sem sex fræg- ustu málarar Norðmanna, þeir, Christian Krogh, Halfdan Ege- dius. Gerh. Munthe, Eilif Petersen, Erik Werenskjold og Wil- helm Wetlesen hafa gert fyrir norsku útgáfuna. Sýnist fara vel á því að þessi bræðraþjóð okkar leggi sinn skerf til út- gáfu á sögu norrænna höfðingja og konunga. Þessar einstæðumyndir hafa hlotið alheimsaðdáun enda haft geysi- lega þýðingu til þess að auka skilning og ást á verki hins mikla norræna snillings í Noregi mun VART TIL það heimili, sem ekki á þessa útgáfu af heimskringlu. Á íslandi mun skammt að bíða að HVERT EINASTA heimili eignist hana. Heimskringla kemur út í 2 bindum, alls allt að 7—800 síður í svipuðu broti og tímaritið Helgafell og kosta bæði bindin ekki yfir 140 krónur. Þeir, sem vilja eignast verkið í svörtu silki eða alskinni, þurfa að panta það hjá útgáfunni eða hjá bóksölum Áskriftalistar hjá öllum bóksölum á landinu. HELCMFEEnL, Aðaistræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.