Morgunblaðið - 22.02.1944, Side 6
6
MORGUNBLA ÐIÐ
l»riðju«iagur 22. febrúar 1344
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Frarnkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Trjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura meO Lesbók.
Sæluríki kommúnista
„VJER ERUM reiðubúnir að taka öll meiriháttar at-
vinnufyrirtæki í vorar heridur og reka þau á þann hátt,
að allir íslendingar verði trygðir gegn atvinnuleysi og
atvinnuvegimir beri sig--“.
Þannig hljóðuðu hin hreystulegu orð kommúnista í
stjórn Dagsbrúnar í brjefi til atvinnurekenda á dög-
unum.
Ekki gátu kommúnistar þess, hvaða aðferðir þeir ætl-
uðu að hafa við rekstur atvinnufyrirtækjanna, til þess að
ná hinu glæsta takmarki. En þess þurfti ekki með. Að-
ferðin er kunn. Og hún er ofur einföld. Hún er í því
íólgin, að verkamenn fá kaup, er miðast við sannvirði
vinnunnar á hverjum tíma, þeirrar vinnu, sem atvinnu-
tækin geta staðið undir. Þeir fá ekki eyri fram yfir. Um
hitt er ekki 'spurt, hvort verkamaðurinn fái lífvænleg
kjör af því, sem hann ber úr býtum fyrir vinnu sína. Fái
hann það ekki, þýðir ekki fyrir hann að mögla eða gera
kröfur. Þeim verður ekki að neinu leyti sint. Ef verka-
maðurinn skyldi samt neyðast til að fara fram á bætt
kjör, færi hann refsivöndinn yfir sig — hann myndi
miskunnarlaust rekinn í þrælkunarvinnu eða lokaður
inni í fangabúðum.
Með þessum hætti mætti vafalaust ,,tryggja“ íslenska
verkamenn gegn atvinnuleysi.
Hitt er annað mál, hvort íslenskir verkamenn vildu á
þann hátt gerast auðsveipnir þrælar kommúnista. Þeir
myndu áreiðanlega heldur kjósa hina leiðina, að atvinnu-
vegir landsmanna yrði efldir og styrktir svo, að þeir yrðu
þess megnugir að veita fólkinu lífvænleg kjör.
En þetta mega kommúnistar ekki heyra nefnt. Ekkert
er þeim eins illa við og það, að atvinnuvegirnir geti boð-
ið verkamönnum lífvænleg kjör. Þessvégna leggja þeir
höfuðáherslu á, að grafa allar stoðir undan atvinnuveg-
unum, treystandi á, að það sje leiðin inn í sæluríkið.
Alm ennin gsáli tíð
ÞAÐ HEFIR OFT áður verið gert að umtalsefni hjer
í blaðinu, hversu miður sje farið um þroska og virðuleik
stjórnmálastarfseminnar hjer á landi, og þá einkum í
þeim ekkert við.
Hjer skal enginn samanburður gerður á okkur og öðr-
um þjóðum í þessu efni. Er augljóst mál, að víðar er pott-
ur brotinn, en í því er takmörkuð fróun fyrir okkur eða
afsökun. Hitt er líka víst, að um margt gætum við leitað
fordæmis til annara.
Aðalatriðið er, að hjá þjóðinni sjálfri skapist aukinn
skilningur og áhugi á þörf til umbóta. Eins og sakir standa
felst í því yfirvofandi hætta fyrir framtíðar stjórnmála-
þroska í landinu, að vont versni stöðugt vegna þess,
hversu kæruleysi manna og sinnuleysi er orðið alment,
þótt upp úr sjóði, sennilega vegna allsráðandi hugsun-
arháttar um það, að þegar pólitík sje annars vegar, sje
ekki úr svo háum söðli að detta, að nokkurn þurfi í þeim
efnum að saka, þótt undir honum snarist.
Almenningsálitið -getur mestu áorkað til góðs eða ills í
þessum efnum. Þegar saman fer stórhuga og víðsýn við-
leitni forustumanna á stjórnmálasviðinu til þess að ryðja
úr vegi ásteytingarsteinum í opinberu lífi þjóðarinnar,
og vakandi gagnrýni og áhugi almennings til þess að
skilja á milli þess, sem vel er gert og hins, sem miður
fer, þá fyrst er líklegt, að úr rætist og þjóðin sje á leið
upp á við.
íslensku þjóðarinnar bíður mikið verkefni, að hefja til
vegs þroskaða, víðsýna og rjettsýna stjórnmálastarfsemi
í landinu. Hver einstaklingur, sem tekur af nokkrum á-
huga þátt í einhverskonar fjelagsstarfsemi, hversu miklu
máli skiftir, að fjelaginu sje vel stjórnað. Sama er um
sjálft þjóðfjelagið. En þar fæst litlu um þokað, ef menn
alment hugsa og hafa sjer eins og þjóðfjelagsmálin komi
þeim ekkert við.
Guðrún Ingjalds-
dóttir 80 ára.
EIN af mætustu og merk-
ustu konum í Garði í Gull-
bringusýslu, Guðrún Ingjalds-
dóttir á áttræðisafmæli 1 dag,
Hún er fædd 22. febr. 1864 á
Kolbeinsstöðum í Útskálasókn
og voru foreldrar hennar Ingj-
aldur bóndi Tómasson og Guð-
rún Sigurðardóttir kona hans.
Olst hún upp hjá foreldrum
sínum, en fór um tvítugsaldur
í vist til Þorsteins Sigurðsson-
ar og Guðrúnar Þórarinsdótt-
ur, merkra hjóna í Gerðum og
giftist fáum árum síðar fóstur-
syni þeirra Árna Árnasyni. —
Reistu þau bú í Hrúðurnesi í
Leiru og bjuggu þar í 3 ár. Þá
fluttu þau aftur að Gerðum
og tóku við jörð og búi af fóst-
urmóður hans, sem þá var orð-
in ekkja og bjuggu þar síðan
allan búskap sinn. Árni var úr-
valsmaður að mannkostum og
atorku, heppinn og aflasæll for
maður og búskapur þeirra all-
ur hinn farsælasti. Nutu þau
bæði trausts og virðingar sveit
unga sinna og honum falin ýms
trúnaðarstörf.Þar á meðal varð
hann símastjóri í Gerðum þeg-
ar er síminn kom þangað árið
1908, og var það til dauða-
dags. Andlát hans bar að á
þann hátt, að hann varð fyrir
meiðsli 18. júlí 1910, og lá upp
frá því rúmfastur í Landakots
sjúkrahúsi og andaðist sama
mánaðardag 18. júlí ári síðar,
harmdauði öllum ástvinum og
sveitungum.
Harm sinn bar Guðrún með
miklu þreki og hjelt áfram bú-
skap með sama sniði. — Þeim
hjónum hafði orðið 3 sona auð
ið. Voru þeir Þorsteinn, er þá
var kvæntur og farinn að búa,
er faðir hans fjell frá, nú bú-
settur trjesmiður í Keflavík,
annar Sveinn, er síðar tók við
búi móður sinnar og hinn þriðji
Kristinn, þá aðeins 5 ára, nú
skipstjóri, búándi í Gerðum.
Eftir lát manns síns hjelt Guð-
rún. sjálf áfram símstjórastarf-
inu og af mikill trúmensku,
þótt starfið færi vaxandi, og
mjer mun óhætt að segja við
mikið traust yfirboðara sinna,
en ljet af því fyrir aldurs sak-
ir fyrir hjerumbil 5 árum.
Guðrún er enn hin ernasta
og heldur eigið hús í skjóli
Sveins sonar síns, sem áður
getur. Hún hefir, sem áður er
á minst, í hvívetna verið hin
merkasta kona, samvalin
manni sínum að mannkostum
og atorku, hjálpsöm og greið-
vikin og jafnan búin til þátt-
töku í hverju góðu verki og af j
öllum vinsæl og virt. — M. a. I
unnu þau hjón mikið og j
gott starf fyrir Góðtemplara-1
regluna í Garðinum og í kven- !
fjelagi þar mun hún hafa átt i
góðan þátt, þótt mjer sje það
ekki að fullu kunnugt.
Jeg lýk svo þessum fáu orð-
um og flyt henni hinar hug-
heilustu árnaðarkveðjur frá'
vinum og sveitungum á þess- j
um tímamótum og bæti þar vio
eigin kveðju minni með miklu ,
þakklæti fyrir trygð og vin- !
áttu þeirra hjóna mjey á sínum
tíma auðsýnda. Megi ævikvöid
ið verða henni heiðríkt og
bjart.
Kristinn Daníelsson.
\Jihverji slzri^e
ar:
bjr dciqíe
Það, sem nágrannariiir
„ (Va
Smásaga frá hernámi I
íslands. sáu.
ÞAÐ eru senn 4 ár liðin síðan J ÞESSI FRÁSÖGN kernur herm
Island var hernumið, en þó hcfir við það, sem margir nágrannar
enn ekki verið sagt opinberlega ræðismannsins sáu hernámsnótt-
frá ýmsu, sem nokkru máli skipt, ina. Þegar heyrðist í flugvjel
ir i því sambandi. Nokkrir er- yfir bænum vöknuðu margír.
lendir blaðamenn hafa fullyrt, að Nágrannar Gerlachs sáu, að mað-
það hafi ekki munað miklu, að ur í svartri regnkápu kom hlaup-
Þjóðverjar væru á undan Bret-
um að hernema landið. Senni-
lega verður öll saga hernáms-
ins ekki sögð fyr en eftir strið.
Mun þá margt koma í ljós, sem
menn vissu ekki áður og það er
jeg viss um, að margur mun
verða undrandi, þegar hann heyr
ir hernámssöguna eins og hún
var.
Þegar Gerlach var
handteliinn.
NÝLEGA er komið út í Lond-
andi og barði hjá Gerlaóh.
Skömmu síðar kom hann sjálfur
út og ók í bíl sínum með svart-
klædda manninum. Rjett áður,
en hermennirnir komu að ræð-
ismannsbústaðnum kom Ger-
lach aftur heim og nokkru síðar
sást eldbjarmi í baðherbérginu.
Falin skammbyssa.
SKÝRSLAN um handtöku
Gerlachs heldur áfram á þessa
leið: „Gerlach ræðismaður bað
um að fá að sækja yfirfrakka
on rit um landgöngusveitir sinn, sem hjekk í fatageymslunni.
breska flotans (The Royal Mari- Major Cutler fylgdi honum.
nes). í þessu riti er sagt frá ým- j ,.Er ræðismaðurinn rjetti
islegu, sem á daga landgöngu- hendina eftir frakkanum ætlaði
liðins hefir drifið í þessari styrj-'hann að fara með hendina í
öld. Þar á meðal er sagan af því, j vinstri frakkavasann. Major
er landgönguliðið gekk á land í
Reykjavík þann 10. maí 1940 og
handtók þýska ræðismanninn
hjer. Dr. Werner Gerlach.
Um Gerlach var það vitað, að
hann var háttsettur í þýska naz-
istaflokknum og mörgum þótti
einkennilegt, að hann skyldi vera
sendur til Islands, því mönnum
var þá ekki alment ljóst, að
landið hefði mikla pólitíska og
hernaðarlega þýðingu, eins og síð
ar hefir komið á daginn. Gerlach
var svo duglegur áróðursmaður,
að Svisslendingar neyddust til að
biðja hann að fara úr landi, er
hann dvaldi í Bern.
En það var handtaka hans hjer,
sem jeg ætlaði að segja frá, sam-
kvæmt heimildum í fyrgreindu
riti. Það var major nokkur —
S. G. Cutler, — sem fjekk fyrir-
skipun um að handtaka ræðis-
mánninn. Hann tók með sjer
nokkra menn, því hann bjóst við
mótspyrnu af hendi ræðismanns-
ins.
Eldurinn í baðher-
berginu.
„MAJOR CUTLER barði að
dyrum. Gerlach kom sjálfur til
dyra og var fullklæddur, þó
klukkan væri ekki nema rúm-
lega 4 að morgni, segir í hinni
opinberu skýrslu.
„Er Gerlach sá hermenn-
ina móímælti hann, en fylgdi
þeim þó inn í anddyri hússins.
Ein ástæðan fyrir því að hernema
ræðismannsbústaðinn, var að ná
í leyniskjöl, sem vitað var að þar
voru geymd og koma í veg fyrir
að þau yrðu brend. Major
Cutler hafði með sjer hand-
slökkvitæki. Majorinn fór niður
í kjallara, þar sem hann hjelt að
skjölin væru geymd. En alt í
einu heyrði hann kallað „Eld-
ur á fyrstu hæð“. Cutler þaut
upp stigana.og þá sá hann eld-
súlu mikla.
Kona ræðismannsins og eldri
dóttir þeirra hjóna voru á hlaup-
um á náttklæðunum með bækur
og skjöl, sem þær fleygðu á eld
í baðherberginu, en i baðkerið
hafði verið helt eldfimu efni og
logaði vel í.
Hermennirnir gripu sængur-
klæði úr hjónarúmi ræðismanns-
ins og tókst með þeim og hand-
slökkvitækinu að kæfa eldinn í
baðkerinu. Tókst á þann hátt að
bjarga miklu af skjölunum frá
eldinum".
Cutler tók þá í hendi hans og
fór sjálfur í frakkavasann. Þar
var geymd hlaðin skammbyssa.
Þá var vopnaður vörður settur
til að gæta ræðismannsins.
„Skömmu síðar var ræðismað-
urinn og fjölskylda hans flutt
um borð í beitiskipið Glasgow“.
Þannig endar skýrsla um hand
töku þýska ræðismannsins.
Skipabyggingar í
Svíþjóð.
SKIPABYGGINGAR ÞÆR,
sem fyrir hugaðar eru í Svíþjóð
fyrir íslendinga hafa vakið all-
mikið umtal. X skrifar mjer á
þessa leið um það mál:
„í sambandi við auglýsingu
atvinnumólaráðuneytisins um
skipabyggingar í Svíþjóð, þar
sem ríkisstjórnin ætlar að hafa
milligöngu um, og hvetur menn
til að senda umsóknir þar að lút-
andi vildi jeg segja:
Hversvegna hefir þessu máli
verið ýtt áfram nú og því ætluð
tiltölulega fljót afgreiðsla, áður
en almenningi gefst kostur á að
vita um, hvern stuðning þing og
stjórn ætlar að veita hinum is-
lenska skipasmíðaiðnaði, og þar
með gefinn kostur á að gjöra sjer
glöggva grein fyrir málinu.
íslenskar skipa-
byggingar.
EF VEL er á þessum málum
haldið, geta íslendingar sjálfir
bygt þau smærri fiskiskip, sem
landsmenn þarfnast.
Bygging fiskiskipanna hjer-
lendis mundi verða mikil atvinnu
aukning, sem alt útlit er fyrir nú
þegar, að landsmenn megi ekki
án vera, eftir því sem framund-
an virðist vera um atvinnuhorf-
ur, Auk þess hlýtur það að vera
þjóðinni metnaðarmál að fraih-
kvæma sjálf alt það sem hún
þarfnast með til eigin þarfa, óg
er fær um að framkvæma. Þó
töluvert fjármagn sje til í land-
inu sem stendur, skal ósagt látið
hvort við Islendingar meigum
við því að veita miljónum króna
út úr íslensku atvinnulífi.
Fiskiskip, bygð hjerlendis,
veita atvinnulausum sjómönnum,
og öðrum sem atvinnu kunrta að
hafa af þeim, atvinnu jafnskjótt
og þaU eru í siglingarfæru standi.
En skip, bygð í Svíþjóð, heyra ó-
vissunni til, um hvenær þau kom
ast í hendur Islendinga“.