Morgunblaðið - 22.02.1944, Page 7

Morgunblaðið - 22.02.1944, Page 7
>ri5judagur 22. íebrúar 1944 IfORÖUKBLAjÐlÐ í Drykkurinn9 sem stöðvaði Rommel FLESTIR ÁLÍTA að Bret- ar hafi stöðvað framsókn Þjóðverja til Egyptalands við E1 Alamein. Svo var þó ekki. Þanri 3. júlí 1942 braust Rommel gegnum víg- línu vora, og það sem eftir var af þremur herfylkjum, streymdi gegnum skarðið. Áður en myrkrið skall yfir, voru þeir komnir hálfa leið- ina frá E1 Alamein til Al- exandriu, en það eru 50 míl- ur. Daginn eftir — sem var einn af afdrifaríkustu dög- um styrjaldarinnar — átti sjer stað dæmalaus viður- eign á söndum eyðimerkur- innar. Hermenn Rommels komu auga á turna Alexandriu —- borgarinnar, sem var tak- markið er þeir höfðu kept að í hartnær tvö ár, og sem þeir höfðu liðið fyrir allar hugsanlegar kvalir eyði- merkurhemaðarins. Hvíld, matur og vatn — einkum vatn í skrælþurrar kverk- arnar — virtist nú loksins vera á næstu grösum. Þeir lögðu af stað í áttina til Al- exandriu. En skyndilega myndaðist rvkmökkur á eyðimörkinni milli þeirra og herfángsins. Leifar breska hersins mynd uðu þetta rykský. Herstvrk- ur þessi var 50 skriðdrekar, nokkrar fallbyssur og vagn- ar fullir af þreyttum her- mönnum. Á þessu svæði hafði ov;n- urinn yfir að ráða álika mikl um herstyrk. Hann átti heldur ekki eftir nema 50 skriðdreka, og mannafli hans var jafn okkar her styrk, eða um 5000 menn. Fallbyssustyrkleikinn vur eini mismunurinn, því að við áttum ekkert, sem jafn ast gæti á við 88 mm. byss- urnar þýsku. Það var mikið í húfi. ÞAÐ var stórkostlegt hlutverk, sem jafn fáum mönnum var ætlað að leysa af hendi. Hefði oss mishepn ast að stöðva vjelahersveit- ir Rommels þenna morgun, þá hefði Alexandria hlotið að falla og vjer hefðum mist alla Afríku, vel hefði mátt koma Rússum í opna skjöldu í Kaukasus og fálmarar möndulveldanna hefðu að Flestir munu minnást hinnar örlagaríku stundar, þegar ekki var annað sýnna en Rommel tækist að ger- sigra her Breta og komast allt til Suez. Fæstum mun aftur á móti kunnugt um það, hversu furðulegt atvik það var, sem stöðvaði framsókn möndulherjanna og varð upphafið að þeim straumhvörfum, er síðar urðu í Afríkustyrjöldinni. Enskur liðsforingi skýrir frá þessu atviki í eftirfarandi grein, sem fyrir skömmu kirist í mánaðarritinu ,.Reader’s Digest“. lokum teygt sig yfir Asíu til þess að sameinast Jap- önum. Allan þenna heita eyði- merkurmorgun skutu her- irnir hvor á annan. Her- menn beggja aðila voru að því komnir að örmagnast og þeir sáu varla til að miða byssunum vegna sandsins, sem fylti sár augu þeirra. Hvor herinn um sig var nær því að uppgefast, jafnvel í upphafi orustunnar. Jafn- skjótt og síðasti dropi hins harða baráttuþreks var guf aður upp, mjmdi annar hvor aðilinn örmagnast með öllu. Sólin var næstum beint fvrir ofan oss, og hermenn vorir voru að því komnir að bugast, þegar nasistarnir ijetu undan síga. Ef átökin hefðu staðið tíu mínútur til viðbótar. gat svo hafa far- ið, að vjer hefðum látið und- an síga. Hægt og með tregðu skröltu Mark IV skriðdrek- arnir aftur á bak úr orustu- reyknum. Furðulegt atvik gerðist. EN ÞÁ GERÐIST furðu- legt og ótrúlegt atvik. 1100 menn úr nítugasta ljetta vjelaherfylkinu, úrvali_Af- ríkuhersins þýska, komu reikandi yfir skrælþurran sandinn með upprjettar hendur. Ef bresk deild hefði handtekið, þótt ekki hefði verið nema smáhóp úr nítug asta vjelaherfylkinu, hefði það gefið henni nægilega á- stæðu til þess að miklast mánuðum saman — en að 1100 þeirra skyldu gefast upp, þegar undanhaldsleið- in lá þeim opin — það var blátt áfram kraftaverk. Þegar nasistarnir nálguð- ust meir, skjögrandi þreytu- lega, tók þessi eyðimerkur- sorgarleikur að skýrast. Hræðilega útlítandi bólgn- ar tungur þeirra, svartar og j blóðhlaupnar, hjengu út úr þeim. Æðisgengnir hrifsuðu þeir vatnsflöskurnar frá hálsi manna vorra og ljetu vatnið strevma inn milli skrælnaðra varanna. Síðar átti jeg tal við nokkra þeirra, og þetta er sagan sem þeir sögðu mjer: Hvað gerðist? j ÞEGAR ÞEIR höfðu brot- ist gegnum \Jglínu vora við E1 Alamein, daginn áður, höfðu þeir þegar verið vatns lausir heilan sólarhring. En við hin sigruðu varnarvirki vor fundu þeir vatnsleiðslu. Á ýmsum stöðum á tveggja mílna löngu svæði, þar sem hún lá ofanjarðar, skutu þeir göt á pípurnar og drukku vatnið, sem streymdi þar út. Samtals munu um þúsund hermenn hafa drukkið vatnið og tóku stóran teyg áður en sviði í hálsinum gaf þeim hina of seinu aðvörun — vatnið var salt. Alla nóttina kvöldust menn þessir ósegjanlega. Einungis vonin um að geta slökt þorsta sinn í Alex- andriu hjelt þeim uppi, meðan hin harðvítuga evði- merkurorusta var háð morg uninn eftir. En þegar skrið- drekarnir snjeru við. gátu fótgönguliðssmennirnir ekki umborið kvalirnar lengur. í hóp skunduðu þeir í áttina til vor -— og hreina vatns- ins. ■ Hvers vegna var vatns- leiðslan full af söltu vatni? Þar sem jeg er liðsforing- inn, sem hafði yfirumsjón með að birgja áttunda her- inn að vatni í allri evði- merkurherferð hans, þá get jeg gefið yður svarið. Vatns- leiðslan var alveg ný, og jeg eyddi aldrei hinu dýrmæta hreina vatni til þess að reyna pípurnar. Til þess not aði jeg ætíð salt sjávarvatn. Ef vjelaherfylkið hefði brot. ist gegn við E1 Alamein dag inn áður, þá hefðu pípurn- ar verið tómar. Tveimux dögum síðar hefðu þær ver- ið fullar af tæru vatni. En nú fór það svo, að nasist- arnir fengu salta vatnið, og þeir fundu ekki strax salt- bragðið, því að bragðfæri þeirra voru ekki eðlilega næm fyrir vegr^a saltvatns, sem þeir voru vanir að drekka, og þorstans. Hlutföllin í þessari eyði- merkurorustu voru svo jöfn, að jeg hugsa helst að óvin- irnir — án saltblöndunnar — hefðu þraukað lengur en vjer. En varnarlaus Alex- andria hefði þá fallið þeim í hendur. Þannig verða oft smávægi leg atvik til þess að ákveða gang sögunnar. AKUREYRARBRJEF Skriðdreki fluttur til viðgerðar. Mil.iónaframkvæmdir. UNDANFARNAR vikur hefir setið á rökstólum hjer í bæn- um svo kölluð Dráttarbrautar- nefnd, kosin af bæjai'Stjórn og útgerðarmönnum. — Hlutverk hennar var að athuga mögu- leilca á byggingu nýrrar drátt- arbrautar og fekk hún sjer til aðstoðar við þá athugun Finn- boga R. Þorvaldsson hafnar- verkfræðing. Eftir athugun þriggja staða j bænum, varð fvrir valinu landspilda norðan Oddeyrartanga, skamt fyrir sunnan Glerárósa. Gerir verk- fræðingurinn ráð fyrir að þar verði íyrir komið 3 dráttar- brautum, smábátakví og kola- bryggju, en eindregnar óskir liggja fyrir um það, að kola- gefmslur sjeu fluttar brott úr miðbænum, þar sem þær eru til mikilla óþrifa. Einnig hefir þótt aðkallandi, að bærinn I kæmi upp smábátakví. Hefir ! áður verið byrjað á slíkri kví norðan við hafnarbryggjurnar, ‘ en þar frjósa bátarnir inni | strax og Pollinn legur að vetr- ' um. Áætlanir verkfræðingsins um nefndar framkvæmdir, hafa verið samþyktar af bæjarstjórn og verður jafnframt leitað sam þykkis skipulagsnefndar og' vitamálastjóra, en þær eru i stórum dráttum þannig: Um 200 metrum sunnan við Gler- árósa verði grjótgarður hlaðinn til varnar norðanáttinni. 300 m sunnar komi kolabryggja, en milli garðsins og bryggjunnar verði smábátakví, en upp af henni þrjár mismunandi stór- ar dráttarbrautir aðskildar með timburbryggjum. Samtím is geti brautirnar tekið þrjú 1000 tonna skip, ellefu 500 t. skip o'g 30, 50 tonná. Hjer er um framkvæmdir að ræða, sem velta á miljónum króna, jafnvel þótt miðað sje við verðlag fyrir ófriðinn, og þó að í þær veroi ráðist, sem líklegt má teljast, munu þær taka mörg ár. Munu forráða- menn bæjarins hafa hug á að byrja þegar í vetur á skjól- garðinum. ef skipulagsnefnd og vitamálastjóri samþykkja áætlanir og uppdrætti verk- fræðingsins. Myndi það mjög bæta úr atvinnuástandinu í bænum, sem íer nú hnignandi. Átökin í Framsókn. MARGIR hafa gaman af þjarkinu milli Egils í Sigtúnum og Tímans. Virðast hinir sann- trúuðu Tímamenn skelfingu losnir yfir tillögum Egils, og gengur maður undir manns hönd í dálka Tímans til að mót’ mæla þeim. Nýlega kemur nafni Tímaritstjórans austan úr Þ\Vkvabæ til liðs við hann og er margt skemtilegt í skrifi hans. M. a. spyr hann, hvernig nú sje komið, þegar Framsókn armenn fái litlu ráðið um fjár mál þjóðarinnar. Og hann svarar sjer sjálfur með þess- um orðum: . . . engu fje safn- að í sjóði til að hafa með hönd- um framkvæmdir eftir stríð. —■ Verslunarjöfnuður óhagstæður um 15 milj. o. s. frv.“ Greinarhöf. virðist hvorki hafa heyrt nefndan Fram- kvæmdásjóð ríkisins nje Raf- orkusjóð. Hann einbílnir líka á 15 milj. króna óhagstæðan verslunarjöfnuð á þeim árum, er íslendingar hafa stórfeld viðskifti innlands við hin er- lendu setulið, svo að verslun- arjöfnuðurinn ef enginn mæli- kvarði á afkomu þjóðarinnar, enda upplýst af Vifskiftaráði, að inneignir vorar erlendis hafa aukist um 150 miljónir kr. á árinu. Og ástæðum bænda lýsir bárðdælskur bóndi ný- lega svo í blaðinu Degi: . . „Nú mun svo komið, að þeir (þ. e. bændur), hafa borgað hvern skuldaoan eyri og margir hafa þegar safnað sjer nokkrum vara- og framkvæmdasjóðum til þess að geta hafið ný átök þegar blóðþefurinn rýkur úr loftinu“. Það getur engum dulist, að útgjöld ríkissjóðs eru orðin í- skyggilega há, síðan uppbóta- greiðslurnar komu til skjal- anna. En þær hafa ekki sætt neinum mótmælum frá Fram- sóknarflokknum. Þvert á móti mun hann vilja eigna sjer heið urinn af þeim. enda þótt þær geri rikissjóði erfitt fyrir um sjóðmyndanir á þessum veltu- tímum. — Og vissulega ættu Framsóknarmenn að hlífa flokki sínum við því, að gefa tilefni til upprj’fjunar á fjár- málastjórn ríkisins á valdaár- um hans. Grein Þórarins úr Þykkva- bænum er lifandi dæmi þess, hversu villandi er yfirsýn þeirra manna á þjóðmálunum, sem ekki néyta annarrar and- legrar fæðu en þeirrar, sem Tíminn tilreiðir þeim. Umsóknir um raforku. Á FUNDI rafveitunefndar bæjarins í byrjun þessa árs, var lagt fram erindi frá odd- vitum Hríseyjarhrepps, Svarf- aðardals-, Árskógs- og Arnar- neshrepps, þar sem þeir óska eftir að fá keypt rafmágn frá Laxárvirkjun, þegar háspennu línan hefir verið lögð til við- komandi hreppa, — Aflþörfina áætla þeir 1200—1400 kw., og er þar innifalin orkuþörf síld- arbræðsluverksmiðjanna á Hjalteyri og Dagverðareyri. Áður hafði Glæsibæjarhreppur sent samskonar umsókn. Framhald á Lls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.