Morgunblaðið - 22.02.1944, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
>riðjudagur 22. febrúar 1944
— Akureyrarbrjef
Prarah. af bls. 7.
Framræslufjelaíí stofnað.
í GLÆSIBÆ J ARHREPPI
hefir nýlega verið stofnað fje-
f lag, er nefnist „Framræslufje-
lag Glæsibæjarhrepps. — Eru
\ stofnendur þess 30 bændur í
; hreppnum, og tilgangur þess að
annast Scimeiginlega framræslu
’ á löndum fjelagsmanna til tún
ræktar. I Kræklingahlíð eru
mjög ákjósanleg skilyrði til
ræktunar, en votlent, svo ræsa
þarf landið fram. Hefir Pálmi
Einarsson ráðunautur gert
mælingar og uppdrætti að
skurðakerfi, sem lagt verður
til grundvallar fyrirhuguðum
framkvæmdum. Mun fjelagið
hafa von um skurðgröfur þær,
sem nú eru að verki í Staðar-
bygðamýrum og Svarfaðardal,
þegar framræslu er þar lokið.
Jarðýta ryður snjó af vegum.
UNDANFARIÐ hefir jarðýta
verið notuð til að ryðja snjó
af vegum í nágrenni .bæjarins,
svo að bifreiðasamgöngur geti
haldist ótruflaðar. Hefir hún
m. a. hreinsað Dalvíkurveginn,
sem lokaðist alveg í 3 daga.
Einnig hefir hún rutt Eyja-
fjarðarbraut. Samgöngur eru
nokkumveginn ótruflaðar inn-
an hjeraðs en ófært austur yfir
Vaðlaheiði. Tíð hefir verið um-
hleypingasöm á Þorranum og
talsverður snjór kominn.
| Atvinnuleysisskráning.
ATVINNULEY SISSKjRÁN -
. ING fór fram á Vinnumiðlun-
arskrifstofunni fyrstu dagana í
, febrúar. Komu 80 karlmenn til
r.skráningar, en flestir þeirra
höfðu haft nokkrar atvinnu-
I tekjur. Við skráningu í nóv.
s. 1. mættu 25 til skráningar.
7. febr. 1944.
JökuII.
Kafbálar sökkva
skipum Japana
Washington: — Flotamála-
ráðuneyti Bandaríkjanna til-
kynnir, að tveir kafbátar hafi
nýlega komið til hafna, eftir
ferðir, sem þeir fóru alt til
Japan. Þar söktu þeir 13 skip-
um, 68.500 smál. Hafa þá am-
erískir kafbátar alls sökt 447
t skipum Japana.
- Bókarfregn
Framhald af 2. blaðsíðu.
freistingarstund Dags skeður
það, að ein minning frá löngu
liðnum árum, eitt einasta orð
mælt af deyjandi vörum göf-
ugrar konu, kastar Ijósi mildi
og miskunnsemi inn í sál hans
og gefur honum styrk og djörf-
ung til að meðhöndla andstæð-
ing sinn sem sannur dreng-
skaparmaður.
Jeg get ekki skilið svo við
línur þessar, að jeg minnist
'ekki fám orðum á þær Bjarn-
ardalskonur. Þessar konur sem
í hreinleika og göfgi ástar sinn-
ar, kærleika, fórnfýsi og ann-
ara kvenkosta strá frá sjer geisl
um mildi og hlýju, sem megn-
ugir reynast til þess að þýða
svellrunnar sálir samferða-
manna þeirra. Allar eru þessar
konur svo prúðbúnar andans-
göfgi og ástarhreinleik, að les-
andinn hlýtur að verða snort-
inn af. Hin ní eða tíræða Anna
Hammerbo (eða Anna á Hömr-
um, eins og þýðindinn nefnir
hana) í fimbulmætti forneskju
sinnar verður ógleymanlegur
fulltrúi hins æfa forna siðar.
Og varla getur það til sakar
talist, þó jeg bendi þeim til
þess hinum *íslensku meyjum,
þeim sem á skortir um trygg-
lyndi Auðar og ástgöfgi Helgu,
að lesa með athygli Dag í
Bjarnardal og horfa upp í heið-
ríkju þess ástarhimins, sem
skáldið bregður yfir þær Bjarn
ardals konur. — Að síðustu vil
jeg endurtaka þakklæti mitt til
Konráðs Vilhjálmssonar, fyrir
að hafa lagt upp í hendur hinn
ar lesfúsu islensku þjóðar svo
snildarlega þýtt ágætisverk
sem Dagur í Bjarnardal er. Jeg
er ekki viss um að margir þeir,
sem á penna halda, hafi gjörst
þjóð okkar þarfari menn þetta
árið en Konráð með þýðingu
sinni á þessu verki Gulbrand-
sens. Lestur Dags í Bjarnardal
var mjer á við margar kirkju-
göngur.
Þorbjörn Bjömsson,
Geitaskarði.
Á aðalfundi Fjelags kjóla-
meistara, sem haldinn var ný-
lega, var Jónína S. Þorsteins-
dóttir kjörin fulltrúi fjelagsins
í iðnráði.
Silfurbrúðkaup eiga í dag
Súsanna Elíasdóttir og Þorvald-
ur R. Helgason skósmíðameist-
ari, Vesturgötu 51B.
BókaúSgáits
Framh. af bls. 4.
verkefni, sem hefðu getað orðið
þjóðinni til hins fnesta gagns.
Verkefnin -<roru nóg, sem biðu
úrlausnar og ef þau hefðu þá
verið valin með hliðsjón af því,
hvað aðrir útgefendur mundu
taka sjer fyrir hendur, þá hefði
þetta fyrirtæki orðið hið merki-
legasta. Um það leyti, sem kunn
ugt var orðið um bækur þær,
sem gefnar voru út fyrsta ár-
ið, átti jeg tal við 4 af stjórn-
endum fyrirtækisins og benti
þeim á hver fengur væri í þessu
fyrirtæki, ef stjórn þess hefði
farið aðra leið, en hún hefði
valið, Benti jeg á nokkur verk-
efni af handahófi, sem útgáfan
hefði átt að takast á hendur og
sem öll voru þannig, að ekki
var sennilegt að einkaframtak-
ið treysti sjer til þess. Benti
jeg á t. d. útgáfu alfræðiorða-
bókar í mörgum bindum, sem
kæmi út á mörgum árum, sömu
leiðis fullkomið samsett
orðabókasafn á öllum helstu
málunum, stóra og góða mann-
kynssögu, stóra og góða Islands
sögu o. s. frv., en þetta fjekk
lítinn byr, í stað þess hefir þess
um góðu árum, síðan þetta byrj
aði, verið varið til þess að gefa
út bækur, sem mjög skiptar
t skoðanir eru um og sem eru
þannig, að ef þær hefðu eitt-
hvert gildi voru ekki ofviða,
jafnvel hinum smærri útgef-
endum að glíma við að koma á
markaðinn og því mikil líkindi
til að almenningur fengi án til-
stillis ríkisins.
Hjer var því gullnum tæki-
færum eytt til ónýtis. Útgáfa
sem í raun og veru hafði alla
möguleika til þess að verða stór
merkilegt menningarfyrirtæki,
til mentunar og gagns fyrir al-
þjóð, skar sig að engu út úr,
hvorki um frágang eða efnis-
val, heldur virtist leidd út í al-
gerlega tilgangslausa og vafa-
sama keppni við einkaframtak-
ið
A síðustu árum fyrir núver-
andi heimsstyrjöld, virtist held-
ur vera að glæðast yfir útgáfu-
starfseminni hjer á landi, brátt
fyrir margendurteknar árásir
hins opinbera, eins og að fram-
an greinir. Ýmsir duglegir
menn, sem efnast höfðu á ým-
iskonar atvinnurekstri, fóru að
fást við þessa atvinnu og komu
með nýtt og mikið fje til henn-
ar. Svo kom stríðið með síhækk
andi kaupgjaldi, sihækkandi
vöruverði og síaukinni kaup-
getu og kaupvilja. Þarna var
þá loks komið tækifærið til
þess að hjer sköpuðust öflug
fyrirtæki eins og í öðrum lönd-
um og að hjer gætu skapast
voldugar menningarmiðstöðvar,
sem færar væru að halda uppi
og næra andlegt líf með þjóð-
inni og leiða inn til okkar það
besta, sem fram kæmi á erlend-
um bókamarkaði.
En þá grípur ríkisvaldið enn
inn. Nefnd óreyndra pilta sem
aldrei hafa nálægt viðskiptum
komið, hefir verið falið alræð-
isvald til að ákveða verðlag
og viðskipti meðal landsmanna.
Sumir þessara pilta hafa heyrt
kunningja sína tala um það að
verð íslenskra bóka væri ok-
urhátt. Staðhæfingar þessara
kunningja verða þess valdandi,
að þeir tilkynna útgefendum að
þeir verði að lækka þegar í stað
forlagsbækur sínar um 20%.
Það er ekki verið að rannsaka,
hversvegna bækurnar sjeu
svona dýrar, hvort það stafi af
að framleiðslukostnaðurinn sje
orðinn svona dýr eða að það sje
okurálagning útgefanda, piltarn
ir segja bara, við höfum ekki
vit á þessu, en maður sagði
mjer að bækurnar væru of
dýrar, þið verðið að skipa nefnd
til þess að hjálpa okkur til að
vita, hvort þetta er satt. Pilt-
unum er bent á að útgefendur
sjeu þegar búnir að senda bæk-
urnar í umboðssöslu á co. 100
staði viðsvegar á landinu, með
upprunalega verðinu og nú sje
aðeins 15 dagar eftir af sölu-
tímabilinu og hvort ekki muni
kleift að miða breytinguna við
áramót svo að uppgjör yfir
sölu hjá umboðsmönnum sjeu
óvjefengjanleg á báða bóga. En
slíkum tilmælum er ekki sint.
Engu er líkara, og það er
raunar eina skýringin á ráð-
stöfun piltanna, en að þeim hafi
fundist það þjóðarógæfa ef hjer
sköpuðust fyrirtæki sem væru
þess umkomin að skapa fjár-
hagslega undirstöðu undir heil-
brigða og mentandi andlega
starfsemi og er þá um of gort-
að af bókaást og mentunar-
þorsta hinnar íslensku þjóðar,
ef piltarnir í viðskiptaráði hafa
marga skoðanabræður.
Mjer er fullkunnugt um það,'
að allir þeir menn, sem hagnast
hafa á bókasölu: síðastliðin ár,
voru staðráðnir í að verja þessu
fje til áframhaldandi útgáfu-
starfsemi. Þessi starfsemi er
það áhættusöm, að enginn get-
ur verið fyrirfram viss um
hagnað. Ein bókin verður því
að stiðja aðra og hætt er við
að þeir verði fáir, sem eru fús-
ir til að hætta stórfje og verða
að hlýta dómi manna um við-**
skiftahliðina, sem sjálfir hafa
játað að þeir hafi ekkert vit á
því og sækja ráðleggingar í
menn, sem eru keppinautar
þeirra. Ekki verður heldur
sagt, að piltarnir hafi verið til
knúðir af þeirri nauðsyn að
bókaverðið hækkaði dýrtíðina
um slíkt var ekki að ræða.
Sem sagt, á hvern veg sem
maður veltir þessu fyrir sjer,
hlýtur maður að komast að
þeirri niðurstöðu, að piltarnir
í viðskiptaráði, sjeu þeirrar
skoðunar, að bókaútgáfa sje
þjóðinni skaðleg og því beri að
gera alt, sem unt sje, til þess
að ekki skapist hjer fyrirtæki,
sem sjeu þess umkomin að
standa fjárhagslega undir slíkri
starfsemi.
Og svo að við víkjum loks að
orðum gamla Alexanders
Macmillans. ,,Verslun með
bækur er orðin svo óarð-
bær, að hún verður að láta sjer
nægja að vera nokkurskonar
viðauki við leikfangaverslanirn
ar“. Er það ekki eins og við sjá-
um spegilmyndina af bóksöl-
unni hjá okkur. í einum litlum
skáp á skrifstofu kaupfjelags-
stjórans eru bækurnar vand-
lega geymdar og það eru aðeins
hinir fróðleíkshungruðustu • og
djörfustu, sem komast að þeim.
Piltarnir í verðlagsnefnd hafa
einnig reynt að stuðla að því,
að þetta forngripaástand hjeld-
ist. Þið útgefendur góðir, þurf-
ið ekki að greiða nema 20% í
sölulaun. Þó býst jeg við að
fæstir bóksalar í landinu
myndu lengi hafa opnar búðir
sínar, ef sala íslenskra bóka
ætti að bera allan þann óra-
kostnað, sem því er samfara að
reka bókabúð, jafnvel í Reykja-
vík þar sem skilyrðin eru best.
Nei, piltarnir gleyma engu. Þeir
skilja engann útundan.
Finnur Einarsson
bóksali.
X - 9
JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
Eftir Robert Storm
ooooooooooooooooooooooooooo>
I
Drengurinn kemur auga á X-9 og lögregluþjón, það
einn — sjö --------ah, hver skrattinn, nú sjá neitt blóð lengur.
er þeir koma út á götuna, og ákveður þegar að
skýra þeim frá slysinu. Hann reynir að muna
númerið á bílnum: Það var sjö — einn, eða var
ruglast það alt saman.
Lögregluþjónninn: — Alexander hlýtur að hafa
bundið um sárið á hendinni, það er ekki hægt að
X-9: — Ef til vill hefir drengurinn þarng sjeð
Alexander. — Hann kallar til hans: — Heyrðu
vinur minn.