Morgunblaðið - 22.02.1944, Page 12
12
Brolisi inn í þrjá
sumarbústaði við
Baldurshaga
í VIKUNNI sem leið var brot
♦st' inn í 3- sumarbústaðí, sem
eru rjett hjá Baldurshaga. Var
<j'lu umturnað í sumarbústöð-
unum, alt skemt, sem hægt var
að skemma, og var engu líkara
u:nhorfs en að brjálaðir menn
l.efðu verið þarna á ferðinni.
Hefir hlotist mikið tjón af þess
tim verkum.
Einn af þessum sumarbústöð
urn á Helgi Guðmundsson,
Laugaveg 80, annan eiga þeir
í sameiningu Gústaf Kristjáns-
son, Samtúni 12 og Magnús
Ingimundarson, Sólvallagötu
45 og þann þriðja á Bogi Jó-
hánnesson sútari.
Brotist var inn í alla sumar-
bustaðina með sama hætti:
brotnir upp gluggar og farið
i-nn um þá. Litlú eða engu var
stolið, nema í einum, bústað
Hplga Guðmundssonar. Þar var
stolið miklu af borðbúnaði, t. d.
ir.atarstelli fyrir 12 og öðru sex
manna stelli. glösum, hnífapör
um og ýmislegu öðru.
I hinum bústöðunum virðast
innbrotsmenn hafa hugsað um
það eitt að svala skemdafýsn
sinni. I tveim bústaðanna
höfðu skemdavargarnir gengið
c na sinna.
,'íeumavika Vorboða
kvenna í Hafnarfirði
Frá frjettaritara vor-
um í Hafnarfirði.
FJELAGSLÍF er nú mjög
mikið meðal Vorboðakvenna í
Hafnarfirði. Síðastliðinn föstu-
■tíag hjelt fjelagið fund, er var
rcjög vel sóttur og hinn á-
ruegjulegasti. í sambandi við
fjelagsstarfsemi kvennanna
skal hjer minst á ,,saumaviku“
þá, er fjelagskonur halda þessa
dagana.
Síðastliðinn vetur komu fje-
lagskonur saman á kvöldin í
eina viku til þess að sauma úr
e^num, sem þær ýmist gáfu
sjálfar eða velunnarar fjelags-
ins höfðu gefið. Það sem saum-
að var, var síðan selt til tekna
fyrir störf fjelagsins. Jeg hefi
hgyrt, að eitthvað svipað þessu
stæði nú til og þar sem þessi
starfsemi vakti mikla athygli á
s.l. ári, sneri jeg mjer til frú
Jakobínu Mathiesen, form.
Vorboða og spurði um starf-
semi þessa.
— Við ætlum okkur, sagði
frúin, að koma saman fiögur
kvöld þessa viku, mánudags-.
þriðjudags-, fimtudags- og
föstudagskvöld og sauma úr
efnum, sem okkur áskotnast.
Siðan ætlum við að selja flík-
urnar á bazar innan skamms.
— Þetta stendur þá aðeins
yfir í 4 kvöld.
— Já, við höfum ætlað, að
r,; o margar konur komi til þess
?ð sauma, að það- væri nóg, er.
hinu ber ekki að neita — ef að
vanda lætur — að ef okkur
berst svo mikið af efnum, að
\’ið verðum að framlengja
saumavikuna og um það ér
auðvitað ekki nema gott eitt
að segja. Illa trúi jeg því, að
blessaðir herrarnir sendi okk-
ur ekki efni.
Flugvöllur a Aioreyjum
Eins og kunnugt er, hafa Bandamenn nýlega fengið flugvjela og herskipastöðvar við Az-
oreyjar, og nota þær til baráttu gegn kafbátum Þjóðverja. Er myndin tekin á einum slík-
um flugvelli, og sjást nokkur amerísk flugvirki á vellinum.
Rússar komnir nð Krivoi-Rog
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
í HERSTJÓRNARTILKYNN
INGU Rússa 1 kvöld er greint
frá sókn þeirra til Krivoi-rog,
en Þjóðverjar segja Rússa hafa
sótt fram á þessum slóðum und
anfarna daga. Segjast Rússar
hafa komist að úthverfum borg
arinnar og sjeu þar háðir bar-
dagar af miklum móði.
A norðurvígstöðvunum eru
einnig háðir allmiklir bardag-
ar, þar sem Rússar sækja fram
í átt til Pskov og Dno, hafa
varnir Þjóðverja harðnað mjög
á þessu svæði að undanförnu,
og eins fyrir vestan Narva, þar
sem einnig er barist.
Þjóðverjar hafa nú tilkyní.
að yfirmaður hinna innikróuðu
sveíta í Dnieperbugnum,
Stimmermann hershöfðingi,
hafi íallið í bardögum þar, on
þegar hefir verið skipaður eft-
irmaður hans, og gekk hann
næstur honum að tign, af for-
ingjum hers þess, sem innikró-
aður var, en í honum voru bæði
belgiskar sjálfboðaliðssveitir
og S.S.-sveitir, auk hinna
þýsku reglulegu hersveita.
Þjóðverjar segjast eiga í
hörðum varnarbardögum all-
víða um vígstöðvarnar og" hafi
Rússum sumsstaðar tekist að
vinna nokkuð á, en annarsstað
ar hafa þeir hrundið áhlaupum
Rússa. Engar fregnir eru sagð-
ar frá Póllandsvígstöðvunum,
en við Vitebsk hefir komið til
nokkurra átaka.
Svíar hvattir til sparn-
aðar.
Stokkhólmi: — Mikil sparn-
aðaralda gengur nú yfir Sví-
þjóð, og hvetja yfirvöldin fólk
til sparnaðar með öllum ráð-
um. Nýlega kom embættismað-
ur úr finska fjármálaráðuneyt-
inu til Stokkhólms, til þess að
kynna sjer sparnaðarhreyfingu
þessa og koma henni af stað
heima í Finnlandi.
Kveikl í sumar-
búsfað
Á LAUGARDAG var kveikt
i mannlausum sumarbústað
skamt frá Baldurshaga. Eig-
andi sumarbústaðarins er Ei-
ríkur Gröndal bifvjelavirki. —
Hermenn, sem þarna voru
nálægt, sáu reykinn úr bústaðn
um og vissu þeir, að hann átti
að vera mannlaus. Þeir brut-
ust inn í bústaðinn og tókst að
kæfa eldinn.
Ókunnugt er um eldsupptök,
en grunur leikur á, að ein-
hverjir skemdarvargar hafi
kveikt í bústaðnum. — Hafa
verið unnin skemdarverk á
sumarbústöðum þarna í grend
inni undanfarið. Er sagt frá
þeim skemdarverkum á öðrum
stað í blaðinu í dag.
Þjófar hand-
leknir
RANNSÓKNARLÖGREGL-
AN hefir haft mikið að gera
undanfarið við rannsókn á inn-
brotum, þjófnuðum og margs-
konar óknyttum. Mun lögregl-
an nú hafa haft upp á flestum
eða öllum þeim, sem valdir
hafa verið að innbrotunum
undanfarnar vikur.
Rannsókn mun ekki enn að
fullu lokið og gat rannsóknar-
lögreglan ekki gefið neinar
upplýsingar í þessum málum í
gærkveldi.
SíÉuátu jrjetlir:
I, loftorustunum yfir Þýska-
landi í dag voru orustuflugvjel
ar Þjóðverja með fæsta móti á
lofti. Skutu þó Bandaríkjamenn
niður um 50 þeirra, en mistu
sjálfir 15 sprengjuflugvjelar og
fimm orustuflugvjelar.
Svívirðileg árás
á roskna konu
í GÆRMORGUN um kl. 6.30
varð eldri kona fyrir svívirði-
legri árás þriggja útlendinga á
Barónsstíg, er hún var á leið
til vinnu sinnar. Kona þessi
heitir Ólína Bjarnadóttir. —
Menn þessir rjeðust fyrirvara-
laust á konuna og börðu þeir
hana í andlitið, svo að hún
hlaut áverka af.
Ekki gat konán borið nein
kensl á útlit eða klæðaburð
þessara manna. — Konan
komst þó hjálparlaust á vinnu-
stað og var gert þar að sárum
hennar.
Sendiherra snýr
heim
BÚIST er við sendiherra Svía
í Moskva hingað heim á hverri
stundu, en ekkert hefir opin-
berlega verið látið uppi um er-
indi hans. Halda margir, að
það komi eitthvað við för
Paasikivi til Stokkhólms og
friðarumleitunum þeim milli
Rússa og Finna, sem sagðir eru
vera á döfinni. Engin staðfest-
ing hefir fengist á þessu að
neinu leyti, en Paasikivi er nú
farinn aftur áleiðis heim
Þriðjudag’or 22. febrúar 1944
SögusjóSur Aust-
firðingafjelagsins
fær sfórgjafir
AUSTFIRÐINGAFJELAGIÐ
í Reykjavík hjelt Austfirðinga-
mót á Hótel Borg föstudags-
kvöldið 18. þ. m. Sátu það 425
menn. Austfirðingar hjeldu
fyrst fjórðungsmót hjer í Rvík
stuttu eftir aldamót. Síðar
komu svo aðrir landsfjórðung-
ar í kjölfarið með sín mót. Nú
eru orðin hjer mörg fjelög, sem
starfa á svipuðum grundvélli,
halda mót og fundi og láta sig
varða á ýmsan veg menningu
og hagsæld landsfjórðunga og
hjeraða. — Flest hafa fjelög
þessi starfað að heimildasöfn-
un og söguritum og virðist því
tryggt að íslendingar verði
framvegis mikil söguþjóð.
Austfirðingafjelagið hefir um
skeið safnað fje í Sögusjóð og
líkur eru til að sýslu- og bæja-
fjelögin Austanlands leggi frarrt
sinn skerf í Sögusjóðinn svo
að um allmyndarlega sjóðstofn-
un og söguútgáfu -verði að
ræða. Starfa nefndir úr sýslu-
og bæjafjelögunum eystra að
máli þessu í samvinnu við Aust
firðingafjelagið hjer.
Austfirðingamótið 18. þ. m.
fór að venju fram með góðu
skipulagi og myndarbrag. —
Aðalræðumenn voru síra Jakob
Jónsson, Sigurður Thorlacius,
skólastjóri og Pjetur Þorsteins-
son, norrænunemi í Háskólan-
um. Auk þess hjelt Valdimar
Björnsson sjóliðsforingi ræðu,
og Eysteinn Jónssön alþm.
mælti fyrir minni Vestur-ís-
lendinga.
Á mótinu áskotnuðust Sögu-
sjóði fjelagsins myndarlegar
gjafir frá austfirskri konu, sem
gift er góðum borgara hjer í
bæ, er ekki óskar að láta nafn
síns getið. Ennfremur frá tveim
austfirskum stúlkum og loks
frá Jóni Hermannssyni, úr-
smið, upphafsmanni Austfirð-
ingamótanna. Námu gjafir þess
ar nokkrum þúsundum. Þakk-
aði formaður fjelagsins hinar
rausnarlegu gjafir og gat þess,
að Sögusjóðurinn mundi brátt
nema mikið á annan tug þús-
unda.
Dálaglegur minja-
gripur.
Stokkhólmi: — Mikill óþefur
af farangri sænsks sjálfboða-
liða, sem var að koma frá Finn
landsvígstöðvunum, gerði það
að verkum, að tollverðirnir á
Brommaflugvellinum athuguðu
farangur hans nánar. Kom þá
í ljós, að í ferðatösku hans var
haus af rússneskum hermanni,
sem sjálfboðaliðinn, sem er
undirforingi að tign, hafði haft
með sjer sem minjagrip.
Kommúnistum og
templurum stefnt.
Stokkhólmi: — Hinn opin-
beri ákærandi í Stokkhólmi
hefir fyrirskipað málshöfðun
gegn ritara Stokkhólmsdeildar
kommúnistafloksins sænska og
umsjónarmanni skemtisala
templara í borginni, fyrir að
sýna kvikmynd Chaplins, „Eln-
ræðisherrann". Kvikmynd þessi
hafði ekki farið gegnum kvik-
myndaeftirlit ríkisins, einnig
var eintakið, sem sýnt ^ar.
mjög eldfimt. Þatf hafði verið
fengið til láns hjá amerisku
sendisveitinni.
Harðar irumskéga-
orusfur
London í gærkveldi.
ENN ER barist ákaflega á
Arakanvígstöðvunum í Burma,
og hefir heldur batnað áðstaða
7. indverska herfylkisins, en
hún var áður mjög erfið.
— Reuter.