Morgunblaðið - 24.02.1944, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 24. febrúar 1944
— SAMEIGINLEG NEFNDARÁLIT Á ALÞINGI
Framh. af bls. 2.
snertir verkefni konungs áður
og forseta nú.
I stjórnarskrárfrumvarpinu
er tekið fram, að lýðveldis-
stjórnarskráin öðlist gildi 17.
júni 1944. Einn nefndarmanna,
Stefán Jóh. Stefánsson, taldi
þetta ákvæði frumvarpsins
valda því, að hann mundi eigi
geta mælt með samþykki þess
á Alþingi nje við þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Hinsvegar lá
það fyrir í nefndinni, að yrði
þetta ákvæði tekið út úr frum-
varpinu, mundi nefndin öll
verða einhuga um að mæla
með því, að frumvarpið yrði
samþykt á Alþingi og við þjóð-
aratkvæðagreiðsluna. — Einn-
ig var vitað, að yrði þannig á
málinu haldið, mundi Alþingi
standa saman að afgreiðslu
þess frá þinginu og allir flokk-
ar þingsins fylgja frumvarpinu
við þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Með hliðsjón af þessu og til
þess að koma á einingu um af-
greiðslu máisins á Alþingi hafa
fulltrúar Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins í nefnd
inni lagt til og samþykt ásamt
Stefáni Jóh. Stefánssyni, en
gegn atkvæðum fulltrúa Sósíal
istaflokksins, að á frumvarpinu
yrði gerð sú breyting, að stjórn
arskráin öðlist gildi, þegar Al-
þingi geri um það ályktun, í
stað þess, að gildistökudágur-
inn sje ákveðinn í frumvarp-
inu sjálfu. Jafnframt hafa full
trúar Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins gefið svo-
hjóðandi yfirlýsingu í nefnd-
inni, sem færð er þar til bókar:
..Fulltrúar Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins lýsa
yfir því, að þeir hafi samþykt
breytingartillöguna um gildis-
töku stjórnarskrárinnar með
þeim fyrirvara, að þeir eftir
sem áður sjeu bundnir órjúf-
anlegum samtökum um að láta
stjómarskrána taka gildi eigi
síðar en 17. júní n.k.“. Telja
fulltrúar þessara flokka því
eftir sem áður trygt, að lýð-
veldisstjórnarskráin gangi í
gildi eigi síðar en 17. júní n.k.
og öryggið þó meira en áður
vegna aukins fylgis við málið.
Stefán Jóh. Stefánsson tek-
ur það fram, að brottfelling á-
kveðins gildistökudags út
stjómarskrárfrumvarpinu sje
af hans hálfu studd þeim rok-
um, að hann telur, að ekki sje
nú timabært að ákveða sjer-
stakan gildistökudag, hvernig
sem aðstæður verða hjerlendis
og erlendis þá, og eins af þeim
ástæðum, að hann telur að ná
eigi sambandi við konung, áð-
ur en gildistaka lýðveldisstjórn
arskrárinnar er ákveðin.
Brynjolfur Bjarnason og Ein-
ar Olgeirsson taka sjerstaklega
fram, að þeir sjeu algerlega
mótfailnir því, að ákvæðið um
að stjórnarskráin öðlist gildi
17. -júní 1944 sje tekið út af
stjórnarskrárfrumvarpinu. •—
Muni þeir beita sjer gegn brtt.
þeirri, er meirihluti nefndar-
innar hefir samþyktt við 81.
gr. Með því að taka þetta á-
kvæoi út álíta þeir:
1) að stjórnarskrármálinu sje
stefnt í hættu, sökum þess
að eftir að þetta ákvæði sje
tekið út, sje hægt að fresta
stofnun lýðveldisins án þess
að þjóðin fái að gert,
2) að þjóðinni sje meinað að
dæma um þetta sjálfri og
ákveða gildistökudaginn,
þannig að hann verði eigi
síðar en 17. júní 1944.
Enn fremur taka þeir fram,
að þeir álíta, að brottfelling
þessa ákvæðis samrýmist ekki
samkomulagi milli þriggja
flokka þingsins um framgang
stj órnarskrármálsins.
Út af þessu taka fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins fram, að þeir
telja fyrirhugaða afgreiðslu
málsins í samræmi við áður
gert samkomulag þriggja
flokka um stofnun lýðveldisins
17. júní.
Nefndin hefir athugað gaum
gæfilega, hversu best yrði fyrir
komið forsetakjöri fyrsta sinni.
Athugaði nefndin sjerstaklega,
hvort mögulegt væri að gera
ráð fyrir því í stjórnarskránni,
að þjóðkjörinn forseti gæti tek
ið við völdum, um leið og lýð-
veldið væri stofna. — Komst
nefndin að þeirri niðurstöðu,
að slíkt væri með öllu ókleift
að tryggja og yrði því að á-
kveða í stjórnarskránni kjör
forseta til bráðabirgða með
öðru móti. Þótti þá rjett, að AI-
þingi annoðist þetta kjör til
bróðabirgða, um leið og lýð-
veldisstofnunin yrði ákveðin,
en þjóðarkjör fari fram að ári nefndarmanna um einstök at-
liðnu. I riði leggur nefndin til, að frum
Samkvæmt framansögðu og ^ varpið verði samþykt með svo
með tilvísun til fyrirvara ! feldum breytingum . . . .
Álii skilnaðarnefndar
Skilnaðarnefnd, er kosin var
til íhugunar tillögu þessari,
hjelt fyrsta fund sinn 21. jan.
s. 1. Síðan hefir nefndin starfað
í náinni samvinnu við samein-
aðar stjórnarskrárnefndir
beggja deilda, sem skipaðar eru
sömu mönnum og skilnaðar-
nefnd, og fulltrúa ríkisstjói'n-
arinnar.
Meginhluti starfsins hefir
beinst að því að koma á sam-
komulagi um, að allir flokkar
þingsins vinni saman að því á
Alþingi, að skilnaðartillagan
og lýðveldisstjórnarskráin verði
nú samþykt, og vinni einnig ut-
an þings að því á allan hátt, að
þjóðin sameinist sem best í at-
kvæðagreiðslu um þessi mál. Er
nú loks fengin niðurstaða í því
efni.
Um skilnaðartillöguna var
að meginstefnu ágreiningur um
það eitt í nefndinni, hvern
meiri hluta á Alþingi og við
þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti,
til þess að hún yrði talin lög-
formlega samþykt. Allir nefnd-
armenn nemá einn telja, að ein-
faldur meiri hluti nægi, en einn
(Stefán Jóh. Stefánsson) telur,
að um þetta beri að fylgja á-
kvæðum sambandslaganna.
Þrátt fyrir þennan ágreining
eru allir nefndarmenn þó á einu
máli um það, að mjög æski-
legt sje, að þátttaka í atkvæða-
greiðslu og fylgi við tillöguna
verði sem allra mest, til þess
að sýna sem fullkomnasta þjóð-
areiningu. Telur Stefán Jóh.
Stefánsson einnig mjög brýna
nauðsyn til þessa vegna ákvæða
18. gr. sambandslaganna.
Þessum ágreiningi er því
ekki svo varið, að hann geti
sundrað þeim um fylgi við til-
löguna, sem efni hennar eru
sammála, sem sje því, að dansk
íslenski sambandslagasamning-
urinn falli nú formlega úr
gildi. Allir þeir, sem þess óska,
hljóta að beita sjer af alcfli fyr-
ir sem mestu fylgi við tillöguna,
bæði nú á Alþingi og við þjóð-
aratkvæðagreiðsluna, til þess að
cnginn ágreiningur geti átt sjer
stað, hvorki um eindrægni þjóð
arinnar nje formlegan rjett
hennar til sambandsslita. Því
fleiri Islendingar sem taka þátt
í þjóðaratkvæðagreiðslunni og
veita tillögunni samþykki sitt,
því meiri líkur eru til, að af
sjálfu sjer hverfi úr sögunni
sá skoðanamunur, sem í nefnd-
inni hefir komið fram um,
hvert atkvæðamagn þurfi til
samþyktar tillögunni. Allir
nefndarmenn munu af alhug
beita sjer fyrir, að þeim ágrein-
ingi verði eytt með þessum
hætti. Er þess því fastlega að
vænta, að allir þingmenn geti
á ný goldið tillögunni samþykki
sitt, er Alþingi kemur saman
til lokaákvörðunar málsins að
aflokjnni þjóðaratkvæðagreiðsl
unni. En trygt er, að Alþingi
komi saman í þessu skyni eigi
síðar en um miðjan júnímán-
uð n. k.
Nokkuð var um það rætt í
nefndinni, hvort setja skyldi í
tillöguna sjálfa ákvæði um,
hvenær þjóðaratkvæðagreiðsl-
an færi fram. Þess þótti þó eigi
þörf, því að ráðgert er, að sjer-
stök lög verði sett um þessa
þjóðaratkvæðagreiðslu og þá,
sem fram á að fara um lýðveld
isstjórnarskrána, og verður
þetta að sjálfsögðu ákveðið i
þeim. En um það er samkomu-
lag, að eigi henti að láta þess-
ar atkvæðagreiðslur fara fram
fyrr en 20. maí n. k.
Nefndin íhugaði rækilega
ákvæði tillögunnár um rjett
danskra ríkisborgara heimilis-
fastra á íslandi. Að athuguðu
máli þótti betur fara að hafa
als engin fyrirmæli um þetta
í þessari tillögu. Það er ljóst,
að hvort eð er, þarf að setja
um það sjerstök lög, svo sem
frá upphafi var ráðgert um þau
efni, er stjórnarskráin tekur
til, sbr. ákv. stjskrfrumvarps-
ins um stundarsakir, og var þá
óþarft að víkja að þessu í til-
lögunni. En þar við bætist, að
samkomulag er um að tíma-
binda nú þegar þann rjett, sem
dönskum ríkisborgurum verður
veittur hjer, jafnframt því sem
eðlilegt virðist að minka liann
eigi frá því, sem nú er, á með-
an þau bráðabirgðaákvæði eru
í gildi. Verður nánar kveðið á
um þetta í sjerstökum lögum,
sem verið er að undirbúa að til-
hlutun nefndarinnar.
Til viðbótar þessari breyt-
ingu á tillögunni leggur nefnd-
in til, að nokkuð verði vikið að
orðum, án þess að það hafi
nokkra efnisbreytingu í för
með sjer.
Mánaðarkaups-
menn
Dagsbrúnar
í GREIN, sem birtist í Morg-
unblaðinu 19. þ. m., leiddi jeg
athygli að því, að V.m.f. Dags-
brún hjer í bænum hefði ekki
sagt upp samningum dags. 24.
og 29. sept. 1942 við Vinnuveit-
endafjelag íslands um mánað-
arkaupsmenn, og að samningar
þessir því giltu samkvæmt inni
haldi sínu áfram a. m. k. í 6
mánuði, eða til 22. ágúst næst-
komandi.
í tjeðum samningum er svo
ákveðið, að mánaðarkaups-
menn skuli fyrir mánaðarkaup
ið vinna 8 stundir á dag alla
virka daga, en að ;,öll vinna
umfram það, þ. e. eftir-, nætur
og helgidagavinna, greiðist
samkvæmt núgildandi samn-
ingi Dagsbrúnar um ltaup fyr-
ir almenna verkamannavinnu“.
Með því að samningar þessir
eru gjörðir í september 1942,
er með orðunum „núgildandi
samningur Dagsbrúnar“ átt
við samning þann, sem gjörður
var 22. ágúst 1942.
Kaup mánaðarkaupsmanna
fyrir eftir-, nætur- og helgi-
dagavinnu hefir því ekki hækk
að með samningi þeim, sem
gjörður var 22. þ. m.
Reykjavík 23. febr. 1944.
Eggert Claessen.
Drengurinn:
númerið.
Lögregluþjónninn:
>•• ' I • •
iR ife
Bara ef jeg gæti nú munað
• X-9, drengurinn er að tefja
fyrir okkur. Alexander verður kominn 10 mílur
burt hjeðan. ,
X-9: Augnablik, vinur minn, hvaða númer er
það, sem þú ert að reyna að muna?
........ • <’ • > I I
Drengurinn: — Númerið á bíl stúlkunnar, sem
ók á mann hjerna rjett áðan.
X-9: — Hvað?