Morgunblaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 2
2 M 0 K G UNBLAÐIÐ Laug-ardagnr 4. mars 1944. AFKOMA RÍKISSJÓÐS ÁRIÐ SEM LEIÐ Ræða fjármálaráðherra á Alþingi í ÞINGSTORFUM verður nú brátt lokið og þingi frestað, án þess að umræður fari fram um fjárlög eins og tíðkast hefir. Munu þær umræður að líkind- um ekki verða teknar upp fyr en á haustþingi.Af þessum sök- um hefi jeg talið mjer skylt að gefa Alþingi sjerstakt yfir- lit utan dagskrár um afkomu ríkissjóðs á síðasta ári, svo að þingmenn geti glöggvað sig á hvernig fjármálum ríkisins er nú háttað. Eins og bráðabirgðaskýrsla sú ber með sjer, sem lögð er hjer fram á þinginu 'í dag, hef- ir afkoma rikisins verið sæmi- leg á síðasta ári, þar sem tekju afgangur er talinn 16.409 þús. Þær tölur, sem hjer eru birtar eru settar fram með fyrirvara um að þær geti breyst að ein- hverju leyti, þegar gengið er til fullnustu frá ríkisreikningi. Jeg skal þá gera grein fyrir einstökum liðum á bráðabirgða yfirliti um að tekjur og gjöld ríkissjóðs, eftir því, sem ástæða þykir til. Tekjur. • Tekjurnar á’ árinu hafa orð- ið samtals 109.542 þús. kr., og er það 43.790 þús. hærra en á- ætlað var í fjárlögum. Hjer er að vísu verðlækkunarskattur tekínn með, en fyrir honum var ekki ráð gert í tekjuáætlun fjárlaganna. Þetta eru mestu tekjur, sem íslenska ríkið hef- ír haft á einu ári. Til saman- burðar má geta þess, að tekj- urnar þrjú ár næstu á undan voru sem hjer segir: 1942 kr. 86.736 þús. kr. 1941 — 50.382 — — 1940 — 27.311 — — Hinsvegar stendur vöru- magnstollurinn L stað, enda er þessi tollur miklu traustari tekjuliður en verðtollurinn. 3. Verðlækkunarskatturinn, sem reyndist 6.281 þús. í stað 7 milj., eins og gert var ráð fyr ir þegar hann var settur á, hef- ir verið talinn í tekjum um- fram fjárlög. Fjárlögin gera ekki ráð fyrir þessum skatti og honum er ætlað að bera sjer- stök útgjöld sem fjárlögin gera heldur ekki ráð fyrir og því ekki rjett að telja þenna skatt í umframtekjum. Eins og kunn ugt er, var skattinum ætlað að standa undir útgjöldum sam- kvæmt lögum nr. 42, 1943 p dýrtíðarráðstafanir. Útgjöld samkvæmt þessum lögum eru samtals um kr. 9.075 þús. og skortir því 2.800 þús. kr. á að skatturinn standi undir útgúöld unum. 4. Ríkisstofnanir eru nú stór liður í tekjum ríkissjóðs. Er að vísu aðallega um tvær stofn- anir að ræða sem verulegar Um einstaka þetta að segja: 1. Tckju- tekjuliði er eignar gróðaskattur voru áætlaðir og stríðs- 23 milj. kr. samtals, en þeir verða 28.181 þús. eða 5.181 þús. um- fram áætlun. Undanfarin 3 ár námu þessir skattar: 1942 kr. 20.470 1941 — 10.804 1940 — 2.625 þús kr. 2. Tollar hafa farið mikið fram úr áætlun. Vörumagns- tollur var áætlaður 6 milj., en varð 8.949 þús. Verðtollurinn var áætlaður 21.500 þús., en varð 33,871 þús. Umframtekj- ur á þessum tveimur liðum eru samtals 15.320 þús. Undanfarin þrjú ár voru þessir tollar svo sem hjer segir: 1942 Vörumagnstollur .... 9.420 þ. Verðtollur............ 39.384 — Stimpilgjald . . <. . Innlendar tollvörur . . . 372 — Erfðafjárskattur .... .. 193 — Bifreiðaskattur . . 178 — Veitingaskattur .. 105 — Aukatekjur . . 82 — tekjur gefa, Áfengisverslunina og Tóbakseinkasöluna. í fjár- lögum er áætlað að tekjur af ríkisstofnunum verði 7.761 þús., en tekjurnar urðu samtals 22.006 þús. eða 14.245 þús. um- fram áætlun. Tekjur Áfengisverslunarinn- ar eru 16.250 þús. eða 12.750 þús. kr. umfram áætlun. Verð á áfengi var hækkað í miðjum septembermánuði um 50% og stafar hinn mikli hagnaður verslunarinnar að sjálfsögðu að verulegu leyti af því. Sama er að segja um Tóbakseinkasöl- una, sem skilar um einni miljón umfram áætlun. Verð á tó- baksvörum var hækkað í sept- ember. Aðrar stofnanir, sem skila hagnaði, eru: Ríkisút- varpið og viðtækjaverslunin 904 þús., Ríkisprentsmiðjan 250 þús. Hinsvegar eru tekjur af landssímanum 738 þús. kr. minni en áætlað er. Þá eru ótaldir nokkrir smærri tekjuliðir sem fara fram úr á- ætlun og eru þessir helstir: umfram fjárlög Nokkrir smáliðir hafa ekki náð þeim tekjum sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. Er sá halli samtals rúmlega hálf milj. króna. Er stærsti liðurinn fast eignaskattur og vantar þar 244 þús. kr. upp á áætlun. Að öðru leyti vísast til heild- arskýrslu um tekjur ríkissjóðs. Gjöldin. Jeg skal þá í stuttu máli gera grein fyrir helstu umfram- greiðslum, sem orðið hafa á síð asta ár á ýmsum greinum fjár- laganna. (Samkv. yfirlitinu námu heildargjöldin á árinu 93.1 milj. kr. og er það 31.9 milj. umfram áætlun fjárlaga). Alþingiskostnaður og yfir- skoðun ríkisreiknings. Þessi liður hefir farið 300 þús. fram úr áætlun. Sá kostn- aður sem færður er á árið 1943 1941 6.995 þ. 16.699 — 1940 6.310 þ. 6.422 — Sjest á þessu, að verðtollur- inn, sem er stærsti einstakur tekjuliður fjárlaganna, hefir lækkað frá árinu áður um 5.292 J»ús. Lækkun þessi stafar af því, að minna var flutt inn af ýms- um hátolluðum vörum vegna þess að erfiðleikar hafa farið vaxandi í því að fá slíkar vör- ur, svo sem vefnaðarvörur, og að dregið hefir verið úr inn- flutningi .ónauðsynlegs varn- ings vegna skorts á farkosti. Verður ekki annað sjeð, en að tekjur af verðtolli muni tialda áfram að lækka á þessu ári og kem jeg að því síðar. nemur kr. 854 þús. og er fyrir þingstörf 15. til 21. apríl og 1. sept. til 17. des., eða alls 115 daga. Kostnaður á dag verður ca. kr. 7426.00. Árið áður var kostnaður við þinghaldið talinn 1478 þús. kr. og var það fyrir þingstörf í 182 daga á því ári og 105 daga fyrri hluta ársins 1943, eða alls 287 daga. Kostnaður á dag verður ca. kr. 5150.00. Þegar tekið er tillit til meðalvísitölu hvort ár- ið, verður dagkostnaður nokkru hærri á árinu 1943. Ríkisstjórnin. Kostnaður stjórnarráðsins hef ir farið 200 þús. kr. fram úr áætlun. Er hjer um að ræða hækkun á ýmsum kostnaði. í þessu er og innifalin breyting sem gerð var á stjórnarráðs- húsinu í sambandi við her- bergjaskipun og hitalögn. Gert er ráð fyrir að þessi fjárhæð lækki eitthvað vegna endur- færslu á aðra liði. Til Hagstofunnar hefir verið greitt 54 þús. kr. og til utan- ríkisþjónustunnar 90 þús. kr. umfram áætlun. Dómgæsla og lögrcglustjórn. Skrifstofukostnaður tollstjóra, lögmanns og sakadómara hefir farið 300 þús. fram úr áætlun. Skiftist það þannig á embætt- in: Lögreglustjóri . . 126 þús. kr. Tollstjóri ...... 101 — — Sakadómari .... 37 — — Lögmaður ......... 36 —■ — Toll- og löggæsla 80 þús. Saka- og lögreglumál 70 þús. Löggildingarstofan 39 þús. kr. Stærsti liðurinn á þessari grein er landhelgisgæslan. I fjárlög- um er áætlað 1250 þús., en lið- urinn hefir farið 1800 þús. fram úr áætlun. Vegna skattstofu Reykjavík- ur og skattanefnda eru umfram greiðslur 248 þús. kr. í þessum lið hefir burðar- gjald og símakostnaður orðið 58 þús. kr.. undir áætlun. Samgöngumál. Umframgreiðslur eru á vega málum og strandferðum ríkis- sjóðs. Til viðhalds og endurbóta þjóðvega hefir af hálfu ríkis- sjóðs verið varið samtals á ár- inu 5.100 þús. En herstjórnin hefir lagt fram aðra eins fjár- hæð til viðhalds veganna, svo að raunverulega hefir til við- haldsins verið varið yfir 10 milj. kr. Viðhaldið hefir farið' 1800 þús. kr. fram úr áætlun fjárlaganna. Til nýrra akvega 60 þús. kr. og til brúagerða 98 þús. kr. Samtals eru um- framgreiðslurnar á vegamálum taldar 2.041 þús. á móti 4.224 þús. árið áður. Samkvæmt loforði sem gefið var í sambandi við afgreiðs'iu fjárlaganna fyrir 1943, hefir það fje, sem veitt var, en ekki notað, vei geymt og hjer segir 1. Til nýrra akvega ........... 2. —• þjóðvega af bensínskatti 3. — brúargerða ................ ið lagt til hliðar og skiftist það svo sem tí . . . 1.222 þús. kr. ... 214 — — ... 694 — — Þetta er samkvæmt uppgjöf vegamálastjóra. Kostnaður við strandfeiðir hefir farið 1.818 þús. kr. fram úr áætlun. Þessi umfram- greiðsla er nokkuð minni en árið áður, en þá var hún 2.672 þús. kr. Þótt ekki sje þess að vænta, að strandferðirnar sjeu reknar hallalaust eins og sakir standa, þá lítur ríkisstjórnin Svo á, að ekki sje fært að reka þær með svo miklum halla sem verið hefir undanfarið og hefir því gert ráðstafanir til að rekst ursafkoman megi breytast eitt hvað til batnaðar. Kirkju- og kcnsluniál. Fjárhæðin er samtals 422 þús. Af því hefir verið greitt til Háskólans 127 þús. kr. Aðr- ir æðri skólar 103 þús. Barna- skólar 80 þús. og húsmæðra- fræðsla samkvæmt lögum 112 þús. Vísindi, bókmentir og listir. Fjárhæðin á þessum lið er aðeins 47 þús. og skiftist: Op- inber söfn 30 þús., skáld og listamenn 17 þús. kr. Til verklegra fyrirtækjai Stærsti liðurinn á þessari grein er mæðiveikivarnirnar, sem fer 650 þús. kr. fram úr áætlun. Svo er jarðabótastyrk- urinn 90 þús. og nokkrir smærri liðir. Nokkrir smáliðir á þess- ari grein eru undir áætlun. Af fjárveitingunni 500 þús. til framleiðslubóta og atvinnu- aukningar hefir verið notað 50 þús. og verður væntanlega not að 50 þús. í viðbót. Almenn styrktarstarfsemi. Það er Alþýðutryggingar 590 þús. kr., sem stafar aðallega af almennri iðgjaldahækkun sjúkrasamlaga, meðlimafjölgun og hækkanir á framlagi ríkis- sjóðs samkvæmt lagabreyting- um gerðum á árinu. Til nauðstaddra íslendinga erlendis 10 þús. og sumardvöl Alls 2.130 þús. kr. barna 32 þús. kr. Berklavarnir hafa kostað 155 þús. minna en áætlað var. Oviss útgjöld. Verðlagsuppbótin hefir orð- ið miklu hærri en gert var ráð fyrir og nemur það 1.955 þús, Eins og kunnugt er, voru fjár- lögin bygð á vísitölu 250, en meðalvísitala ársins var 256, auk þess var verðlagsuppbótin í fjárlögunum lauslega áætluð og' hefir að sumu leyti reynst hærri eú gert var ráð fyrir. Aðrar helstu greiðslur sem komið hafa á þessa grein má telja: Nefndakostnaður 188 þús. kr. Starfandi hefir verið fjöldi nefnda (yfir 50 að tölu) um ýms málefni. Mörg þessara nefndastarfa hafa orðið æði dýr. Vilja menn oft fá mikið fje fyrir lítið starf. Er mikil nauðsyn að settar væri fastar reglur um slíkar greiðslur og nefndunum fækkað. Ennfrem- ur má telja: Gengistap á er- lendri víxilskuld 239 þús., máls kostnaður og skaðabætur 102 þús. og yfirfærslukostnaður 55 þús. og ýmsir smærri liðir. Heimildir handa ríkisstjórninni. Þær heimildir, sem notaðar hafa verið á árinu nema sam- tals 308 þús., auk greiðslu vegna sjómannaskóla 500 þús. Þessir liðir eru helstir: Bygg- ingarstyrkur til Gagnfræoa- skólans í Reykjavík 50 þús. Til sauðfjárræktarbús 50 þús. Styrkur til bátakaupa handa útgerðarmönnum, sem mist; hafa skip sín, 126 þús. Bygg- ingarstyrkur listamanna 68 þús. Sjcrstök lög. Hjer er um óvenjulega háa fjárhæð að ræða, 19,7 milj., sem greidd er samkvæmt sjer- stökum lögum, alveg utan við sjálf fjárlögin. Stærstu liðirn- ir eru þessir: Til verðlækkunar á kjöti. 7.000 þús. kr. Til verðlækkunar á mjólk .... 2.780 — — Til hafnabótasjóðs ....... 3.000 — — Til alþýðutrygginga ....... 3.000 — — Til fiskveiðasjóðs........... 2.000 — —■ Sumir þessara liða hafa ekki verið greiddir ennþá og eru taldir með „geymdu fje“ hjá ríkissjóði. Þingsólyktanír. Útborgað 580 þús. kr. Hjer er aðallega um að ræða verð- uppbætur er nema 500 þús. kr. á síldar- og fiskimjöli sem selt var innanlands af framleiðslu ársins 1942. Á síðasta ári tók ríkissjóður ekki þátt í verð- lækkun á þessum vörum. Væntanleg fjóraukalög. Fjárhæðin er samtals 590 þús. kr. Helstu greiðslurnar eru: Til loftvarna 215 þús. kr.j Framh. á 4. síðu. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.