Morgunblaðið - 04.03.1944, Side 5
Laugardagur 4. mars 1944.
M 0 R C4 U N B I, A Ð I Ð
■r
Brjei irá Rlþsssgi:
íslenski fáninn — 5 milj. kr. til fiskiskipa
T réfætur umbúðastef nunnar - Sýðurá keipum
UNDANFARIÐ hefir mikið
verið rætt um nauðsyn þess,
að aukin háttvísi væri sýnd í
notkun þjóðfánans. Nú er fram
komin á Alþingi tillaga til
þingsályktunar um þessi efni.
Eru flutningsmenn hennar þing
menn Snæfellinga og Norður-
ísfirðinga, þeir Gunnar Thor-
oddsen og Sigurður Bjarnason.
Það sem felst í þessari tillögu
er í aðalatriðum þetta:
Alþingi beinir þeirri áskorun
til þjóðarinnar að notkun þjóð
fánans verði almennari og
virðulegri en nú er.
Ennfremur ályktar Alþingi
að fela ríkisstjórninni:
1) Að hvetja hreppsnefndir,
sýslunefndir, bæjarstjórnir og
fjelagssamtök, er starfa að
þjóðernis- og menningarmál-
um, til þess að beita áhrifum
sínum í þá átt, að sem flestir
íslendingar eignist íslenskan
fána og noti hann á hátíðleg-
um stundum.
2) Að sjá um, að jafnan sjeu
til fánastengur og fánar í rjett-
um hlutföllum og litum, við
sanngjörnu verði og almenn-
ingi í landinu þannig gert
kleift að eignast þá með hægu
móti.
3) Að vinna að setningu sjer
stakra reglna um fánadaga og
undirbúa löggjöf um íslenska
fánann.
Tillaga þessi er vissulega
fram komin á rjettum tíma. Á
því fer mjög vel, að í þann
mund, sem íslendingar stofna
með sjer algerlega frjálst og
óháð ríki, sjeu settar reglur um
þjóðfánann og rjettileg almenn
notkun hans brýnd fyrir þjóð-
inni.
Fáninn er þjóðinni tákn þjóð
ernis hennar og frelsis. Virð-
ingin fyrir fánanum er virðing
þjóðarinnar fyrir sjálfri sjer.
En hann er jafnframt samein-
ingartákn og helgur dómur.
Fánabaráttnn.
BARÁTTA íslendinga fyrir
fána sínum, er einn af glæsi-
legustu þáttum sjálfstæðisbar-
áttunnar. Fánasaga vor, er
saga harðra átaka við erlent
vald. í margar aldir áttu ís-
lengingar engan fána. Erlend-
ur fáni blakti yfir landinu og
þjóðinni, sem lifandi tákn
þeirrar ófremdar, er grúfði yf-
ir íslandi. Hann átti engan
hljómgrunn hjá þjóðinni.
Saga fánamálsins er saga
unninna sigra og beðinna ó-
sigra. Hún hefst í lok síðustu
aldar. Allt frá því um 1600
hafði flattur þorskur með kon-
ungskórónu á strjúpanum ver-
ið löggiltur, sem merki íslands.
En íslendingar völdu sjer ekki
það merki sjálfir. Þeim var
fengið það af hinum erlendu
drottnurum að margra áliti í
beinu háðungarskyni af þjóð,
sem trúði því, að hún hefði
sjálf eignast sinn eigin fána frá
guðlegri forsjón, af himnum
ofanu.
En þorskurinn með konungs
kórónunni, var ekki fáni, að-
eins merki og innsigli. Næsta
sporið er það, að í kringum
1870 er vakin athygli á því,
af íslenskum listamanni, að
sæmilegra væri að íslendingar
hefðu fálkann en þorskinn í
merki sínu. Fekk sú hugmynd
fljótlega mikið fylgi. Sumarið
1873 er fálkamerkið, hvítur
fálki á bláum feldi, í fyrsta
skifti dreginn að hún á Þing-
völlum.
Á þúsund ára afmæli bygð-
ar landsins hafði þetta merki
náð mikilli hylli og blakti víða
yfir hátiðahöldunum. Fljótlega
heyrðust þó raddir um að hann
væri ekki heppilegt þjóðar-
tákn. Ein fyrsta röddin um
sjerstakan þjóðfána fyrir ís-
lendinga kemur fram í blaðinu
„Fjallkonan“ árið 1884. Upp úr
þessu hefst sjálf fánabaráttan.
Einar skáld Benediktsson setur
fyrstur fram hugmyndina um
bláhvíta fánann og berst fyrir
málinu af þeim eldmóði og
andagift, sem í senn var sam-
boðin tilfinningaeldinum í
brjósti skáldsins og glæsimenn
isins og þrá þjóðarinnar eftir
sjerstöku þjóðernis- og frels-
istákni. Skáldið skrifar greinar
um fánann í blað sitt Dagskrá
og yrkir máttuga hvatningu
til þjóðarinnar í fánasöng sín-
um, er birtist í fyrsta skifti í
ljóðabók hans, Hafblik, er kom
út árið 1906.
Árið 1903 er þorskmerkið
lagt niður, sem merki Islands,
en í þess stað ákveðið með kOn-
ungsúrskurði að silfraður fálki
á bláum feldi skuli vera skjald
armerki íslands.
Mun lítill harmur hafa ver-
ið kveðinn að hvarfi þorsks-
merkisins.
Áríð 1904 fengu íslendingar
heimastjórn. Sjálfstæðisbarátt-
an hafði borið verulegan ára-
angur. Sá árangur gaf fána-
málinu byr undir báða vængi.
Kröfurnar um sjerstakan þjóð
fána urðu háværari. Benedikt
Sveinsson yngri, sem þá stýrði
blaðinu Ingólfi, tók málið föst-
um tökum. Landvarnaflokkur-
inn, stúdentar og ungmenna-
fjelög sköpuðu öfluga hreyf-
ingu með bláhvítafánanum,
sem þjóðfána. Náði hann veru-
legum vinsældum hjá þjóðinni.
Dönum var lítt gefið um
fánahreyfingu íslendinga. Þeir
litu á fánahreyfinguna, sem
þátt í sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga.
Var bláhvíti fáninn oftlega
nefndur uppreisnarfáni og öðr
um slíkum nöfnum. Margir at-
burðir gerðust á þessum árum,
er sýna nauðung þá, sem ís-
lendingar bjuggu við í þessum
efnum. Árið 1907 gisti Friðrik
konungur VIII. ísland og heim
sótti m. a. staða Þingvelli við
Oxará. Margt manna var á hin
um fornhelga stað og danski
fáninn blakti við hún á bústað
konungs og á flestum fána-
stöngum. En fjórir íslenskir
fánar blöktu þá yfir staðnum, á
tjaldi Benedikts Sveinssonar,
Skúla Thoroddsen, Ungmenna-
fjelaganna og á barmi Al-
mannagjár hafði verið stungið
niður fánastöng með bláhvít-
um fána.
Þeir aðiljar, sem íslenska
fánánn höfðu uppi, voru beonir
að draga hann niður til þess
að móðga ekki konung og
fylgd hans: því var neitáð og
við það sat. Fleiri slík dæmi
mætti nefna. — Á næstu árum
er mikið rætt um gerð vænt-
anlegs þjóðfána íslendinga,
nefndir skipaðar og ályktanir
gerðar.
Margir kröfðust sjerstaks
verslunar og siglingafána, en
aðrir hjeldu fram staðarfána.
Þessum umræðum lauk svo
með því, að í júní 1915 var gef-
inn út konungsúrskurður um
gerð fánans og varð þríliti fán-
inn, sá sem nú er þjóðfáni ís-
lendinga ofan á.
Íslendingar höfðu eignast
þrílita fánan. Margir söknuðu
að vísu bláhvíta fánans, en yf-
irleitt tók þjóðina hinum nýja
fána fegins hendi, enda þótt
hann væri fyrst um sinn aðeins
löggiltur sem staðarfáni. — ís-
lensk skip urðu þvi áfram að
sigla undir dönskum fána í sigl
ingum landa á milli.
Fullnaðar viðurkenningu sem
ríkisfáni hlaut því þríliti fán-
inn ekki fyr en með fullveld-
isviðurkenningunni 1. desem-
ber 1918. Þá máttu íslenskir
farmenn draga íslenska fán-
ann að hún í erlendum höfnum
eða á höfum úti. Sú stund er
mörgum íslenskum sjómönnum
kærkomin og ógleymanleg end-
urminning.
Dýrmæt gjöf.
SÚ SAGA, sem hjer heíir
verið rakin í stórum dráttum,
sýnir ljóslega hvernig íslend-
ingar hafa eignast fána sinn
og hvers virði hann hlýtur að
vera þeim. Sú kynslóð, sem hóf
baráttuna fyrir fánanum og
leiddi hana til sigurs, gaf ó-
bomum kynslóðum dýmræta
og ómetanlega gjöf. Sú gjöf,
það tákn, má ekki kámást. fyr-
if gáleysi og óminni þeirra, sem
um aldir eiga að hjóta þess.
Háttvísi og Virðing fyrir þjóð-
fánanum er þess vegna helg
skylda allra íslendinga. Þings-
ályktun sú, sem að framan var
lýst, byggist á þessum sögu-
legu og þjóðernislegu rökum:
5 milj. króna til fiskiskipa.
Á SÍÐASTA reglulega Al-
þingi, er lauk skömmu fyrir síð
ustu jól, var samþykt tillaga
frá formanni fjárveitinganefnd
ar, Pjetiá Ottesen, um að
leggja fram 5 milj. kr. úr fram
kvæmdasjóði ríkisins til þess að
stuðla að byggingu nýrra fiski-
skipa fyrir landsmenn. Á ár-
inu 1942 hafði Sigurður Krist-
jánsson beitt sjer fyrir því, að
Fiskveiðasjóði voru lagðar 2
milj. kr. til starfsemi sinnar
í þágu útvegsins. Ennfremur
voru samkv. tillögu sama þing-
manns árlegar tekj^ir Fiskveiða
sjóðs auknar með því að auk-
inn hluti af útflutningsgjaldi á
sjávarafurðir var látinn renna
i sjóðinn.
Fyrir Alþingi liggur nú frv.
frá ríkisstjórnirtní um þaö
hvernig þessum 5 milj. króna
er fyrr var frá skýrt, skuli ráð-
stafað til stuðnings við nýbvgg
ingu fiskiskipa. Verður það
ekki rætt hjer nema að litlu
leyti.
í frumvarpinu er lagt til að
fje þetta skuli lagt í nýjan
sjóð, er nefnist styrktar- og
lánasjóður fiskiskipa.
Með þessum hætti er stofnað
til sjerstakrar sjóðmyndunar
um þetta fje. Hjer sýnast óþarf
ir vafningar vera um hönd hafð
ir. Enga nauðsyn ber til þess
að stofna slíkan sjóð. Eðlilegt
sýnist og sjálfsagt að fje þetta
renni beint í allsherjar lána-
og styrktarstofnun útvegsiivs.
Fiskveiðasjóð. Um það þarf
engar sjerstakar umbúðir og
aukavafstur. En hjer hefir það
gerst, sem verið hefir alltof al-
gengt á Alþingi undanfarin ár.
Undir ýmiskonar fjárveitingar
til nytsamra eða ónauðsynlegra
framkvæmda hefir verið hlaðið
trjefótum nýrra nefnda eða ein-
hverskonar stofnana. Oftast leið
ir þetta til aukins og óþarfs
kostnaðar við framkvæmdina,
eða jafnvel torveldar hana.
Annað atriði í frumvarpi
þessu er á sömu .lund fráleitt.
Þar er gert ráð fyrir að at-
vinnumálaráðherra veiti að lok
um styrk eða lán úr þessum
sjóði, að vísu að féngnum til-
lögum Fiskifjelags íslands.
Mín skoðun er sú, að þetta
fje hefði átt að renna beint í
Fiskv.sjóð og hann að úthluta
lánum eða styrkjum af því til
útgerðarinnar. Um þetta þurfti
engar umbúðir, engar sjóða-
eða nefndatrjefætur. Alþingi
gat engu að síður sett Fisk-
veiðasjóði reglur um það
hvernig fjenu skyldi varið. —
Það mátti gera með einfaldri
breytingu á L um Fiskveiðasjóð.
Sýð'ur á keipum í fjármálunum
ÞAÐ MUN naumast ofmælt,
að nú sjóði á keipum í fjár-
málastjórn vorri. í þann mund
sem Alþingi kom saman á
þessu ári, voru rúmir tuttugu
dagar liðnir frá samþykt hæstu
fjárlaga, er það hefir nokkru
sinni afgreitt. En við það gat
samt sem áður ekki setið. Eitt-
hvert smáræði hafði gleymst.
Strax í þingbyrjun fluttu sex
Suðurlands þingmenn úr þrem-
ur vinstri flokkunum þings-
ályktunartillögu um að bæta
smápinkli ofan í milli á Skjónu.
Þeir kröfðust tveggja miljóna
króna auka-fjárveitingu til
þess að lengja leiðina austur i
sveitir um 40 km.
En landið mátti ekki sporð-
reisast. Þingmaður Suður-Þing
eyjarsýslu tók sig nú til og
flutti að'ra þingsályktunartil-
lögu, sem að vísu fór ekki fram
á ákveðna upphæð, en trúlega
þýddi þó miljóna útgjöld fyrir
ríkissjóo, ef samþykt yrði.
Hjer skál ekki lagður fulln-
aðardómur á nauðsyn þeirra
framkvæmda, sem hjer er kraf
ist með þessum tveimur til—
lögum. Hitt er fullvíst, að Al-
þingi er kornið út á einstæða
glæfrabraut í fjármálum, ef
þær verða samþyktar að ein-
hverju eða öllu leyti. Fjárlög
hafa verið afgreidd, þau hæstu
sem samin hafa verið. Ef nú
verð'a samþykt ný miljóna út-
gjöld fyrir rikissjóð, virðist
horfið frá allri forsjá í fjármál-
um ríkisins. S. Bj.
Vegno flutningo 1
og breytingo
verða ekki veittar undanþágur til áfeng-
iskaupa í dag.
Á mánudag verður undanþáguskrifstof-
an opnuð í Nýborg, inngöngudyr á aust-
ur gafli.
Áfengisverslun ríkisins
MÁ!llGm§SLj\R
— flatir. —
Verslun 0. Ellingsen h.f.