Morgunblaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 11
Laugardag-ur 4. mars 1944. M 0 R G U N B L A Ð 1 Ð 11 ^malieslbélb ífrig hann og hneygði sig lítillega. ,,Hepnaðist ekki?“ sagði hann stuttaralega, næstum ókurteis- •lega. ' „Því miður ekki. Byrjunin lofaði góðu, en því miður varð árangurinn ekki eftir því“. Nú fyrst bauð hr. Endó hon- um inn. „Verið svo góðir að koma með mjer“, sagði hann og gekk á undan honum í gegnum tóma skrifstofuna, síðan niður þröng an bakstiga. Þegar þeir fóru niður þröngan, brakandi trje- stigann, datt Yoshio nokkuð nýtt í hug. ,,Ef til vill eru skjöl þessi klaufalega fölsuð?“ sagði hann bak við hr. Endó. „Jelena er gáfuð kona, mjög slungin kona. Ef til vill leit hún á skjölin og sá, að þau voru einskis virði“. Hr. Endó nam staðar og sner ist á hæli. „Skoðaði hún þá skjölin?“ spurði hann. „Jeg — jeg býst við því“, stamaði Yoshio. Hr. Endó hjelt áfram. Yoshio fanst stiginn aldi'ei ætla að enda. . „Jeg legg til, að þjer varpið frá yður þessari hugmynd“, sagði hr. Endó. „Skjölin eru snildarlega vel gerð“. Hann opnaði dyr og ljet Yos- hio ganga á undan sjer. Her- bergið var dimt og fá húsgögn í því. Fjórir ungir Japanar sátu þar við borð með whiský, ís og sódavatn fyrir framan sig. Nótt in var hávær, það kvað við blástur, ýmist frá skipunum í höfninni eða frá verksmiðjum, sem unnu næturvinnu. Yoshio tók eftir, að hr. Endó kynti hann ekki fyrir hinum Japön- unum; hann helti whiský og sóda í glas handa honum án þess að mæla orð frá vörum. Yoshio drakk það, þyrstur og þakklátur. „Er aftur farið að rigna?“ spurði einn mannanna og leit á föt Yoshio. „Það rigndi áðan, en það er stytt upp aftur“, svaraði hann. „Það er farið að kólna“, sagði annar þeirra. „Það var 104 gráður um há- degið“, sagði hr. Endó. „Loftvogin hefir fallið", sagði sá, sem fyrstur hafði tal- að, og þeir töluðu um veðrið þangað til hr. Endó bað Japan- ana fjóra að hafa sig afsakað- an og fór með Yoshio inn í næsta herbergi. „Segið mjer nú alt“, sagði hann. Yoshio byrjaði sögu sína. Honum leið betur, er hann fór að tala. Hann gerði heilmikið úr miðdegisverðinum og sam- talinu við Jelenu undir fjögur augu, og endurnýjun kunnings skapar þeirra. Honum fór að finnast, að þegar öllu var á botninn hvolft, hefði honum tekist þetta allvel. Hr. Endó brosti viðurkenningarbrosi við meira en eina setningu í frá- sögn hans. Meira að segja þeg- ar Yoshio með minkandi sjálfs- trausti sagði frá hinni skyndi- legu brottför hennar, hjelt hr. Endó áfram að brosa. Síðan þagnaði Yoshio, hneigði sig þrisvar og beið eftir dauða- dómnum. „Á Soerabaya — til Hong 5£§víqci mm Kong — um miðjan daginn á mig langar til að vera kominn morgun", endurtók hr. Endó hingað aftui' þegar farið verð- hugsandi. Hann tók bók upp ur að berjast, stríðsfi'jettir er6 úr skúffu og skrifaði eitthvað altaf mikilvægar“. í hana. Herbergið, sem þeir j Yoshio stóð upp. Hr. Endó sátu-í, var tómt og lýst upp af sat kyrr. „Það verður nóg að rafmagnsperu, sem engin skál frjetta, þegar þjer komið aft- nje kúla var utan um. Stólar uj.* sagði hann þurrlega. stóðu í röð meðfram veggnum, Hann athugaði Yoshio þögull eins og á tannlæknastofu. j um stund, ekki sjerlega kurt- „Jeg býst við, að þjer sjeuð eislega, og bætta síðan við: fús til að leiða starf yðar til „Jeg legg til, að þjer dveljið lykta, fyrst þjer komust svona hjer í nótt. Þjer getið ekki far- vel á veg með það?“ sagði hr. ið til Mayko-hótelsins í nótt. í Endó loks. „Er þetta þ'á ekki endirinn?“ spurði Yoshia undrandi. Hr. Endó horfði lengi rannsakandi á hann. Yoshio vissi ekki, að einmitt meinleysi hans og sak- leysi hafði fengið yfirvöldin til að fela honum þetta erfiða hlutverk. fyrramálið getið þjer farið beint hjeðan um borð“. Hr. Endó beið ekki eftir samþykki Yoshio. Án frekari umsvifa tók hann dýnu, kodda og ljetta ábreiðu út úr einum veggskápanna og breiddi það á gólfið. „Því miður er allmikið um • „Endirinn? Nei, síður en * mýflugur hjer“, sagði hann. svo“, sagði hr. Endó hugsandi. Hann virtist vera staðráðinn í „Þjer hafið unnið gott dags- j ag halda Yoshio frá gestunum verk, góði vinur. Við vitum nú, í næsta herbergi, sem hlógu svo að frúin ætlar sjer að ná í skjöl hátt, að hlátrasköll þeirra bár- in. Hví skyldi hún annars borða ust öðru hvoru inn til hans. með yður miðdegisverð? Við p>egar Yoshio sá rúmið, fór vitum einnig, að hún talar og hann alt í einu að syfja. skrifar japönsku, þótt húnj j>En farangur minn er á hót- reyna að dylja það. Hun verð- I elinu« sagði hann. ur eflaust að fara hjeðan, af því að hinn sífulli og hálf- geggjaði eiginmaður hennar ósk ar eftir því. Að öllum líkindum er hún sárreið yfir því. Jæja, við skulum koma henni til hjálpar, og alt mun fara á besta veg“. Við þessi orð hoppaði hjarta Yutsings lítið eitt — bæði af von og gremju. Ef til vill trúði hann með sjálfum sjer, að Jel- ena hefði teið með honum mig- degisverð vegna hans sjálfs en ekki skjalanna; ef til vill var hið óeðlilega hugarrót hans þetta kvöld ekki að kenna á- reynslu við að gera skyldu sína gagnvart föðurlandinu, heldur návist — æsandi, heillandi ná- vist konunnar, sem eitt sinn hafði verið ástmey hans. Ef til vill voru vonbrigði hans, þeg- ar Jelena yfirgaf hann svo snögglega, af því, að hann hafði beðið ósigur, ekki sem njósnari, heldur sem karlmað- ur. Hann áttaði sig. „Hvað á jeg að gera?“ spurði hann einarð- lega. „Jeg sting upp á, að þjer far- ið til Hong Kong — jeg mun reyna að fá káetu handa yður á Soerabaya. Það verður ekki auðvelt, en jeg mun reyna hvað jeg get. Sjóferð mun gefa yður ágætt tækifæri. Hin stöðuga nálægð, skortur á sjálfsaga — þjer skiljið. Þjer verðið auð- að að láta sem þjer hafið elt frúna af einskærri ást. Það er engin kona svo slungin, að hún trúi því ekki. Þegar þjer kom- ið til Hong Kong mættuð þjer gjarnan setja yður í samband við hr. Yamado. Hann vinnur á japönsku ferðamannaskrif- stofunni, skamt frá höfninni. Þjer hljótið að vera orðinn þreyttur?" „Ekki vitund“, sagði Yoshio. Það lá við, að hann svimaði. „Þvert á móti, jeg er við öllu búinn. Jeg vildi gjarnan ljúka þessu af hið fyrstá, því að jeg er nefnilega blaðamaður og Pjetur og Bergljót : Eftir Christopher Janson 18. leikið heldur illilega á hann og á morgun yrði það komið um alla sveitina, að Níels Þorgeirsson hefði verið í bón- orðsför og það meira að segja í bát prestsins, hann myndi nú aðeins verða að athlægi, hvert sem hann sneri sjer. —• Níels Þorgeirsson starði á bátinn og grjet af reiði. Þetta skyldi verða í síðasta sinn, sem hann færi til kvonbæna. „Hann sefur lengi í dag, hann Níels,“ sagði fólk við kirkjuna, en Níels hafði á^t erfiða nótt. Sólin gægðist upp fyrir ásinn, þenna heiða sunnudagsmorgun og brosti yfir alla sveitina, af því hún lá svo kyr og hljóð og hvíldi sig, og enginn var vaknaður enn. En einn var þó vaknaður samt, og það var hann Níels. En Níels brosti ekki. Hann hafði einhversstaðar náð sjer í- skóflu (hamingjan má vita, hvar hann hafði klófest hana), og mokaði nú og mokaði úr bátnum, en hvíldi sig á milli og grjet af reiði. Það var svei mjer gott að hann hafði stundað skurðgröft og önnur moldarverk á sínum tíma, þetta var gömul vinna, sem hann leysi af hendi þessa nótt. Sunnudags- morguninn rann upp, skínanadi heiður og hreinn. Him- ininn var blár, sjórinn var blár og hreinn, en Níels Þor- geirsson var ekki hreinn. Hann hafði dregið bátinn niður í fjöru, jós þar í hann sjó og þvoði hann og núði eins og hann best gat. Og nú var báturinn orðinn hreinn, en hann Níels hringjari var ekki hreinn. Og bátarnir með kirkjufólkinu komu og lögðu að landi, hver af öðrum. Klukkurnar tóku að hljóma, — en hringjarinn stóð þarna á ströndinni fyrir neðan Bjarnarstaði, studdist við rek- una og grjet. Hann horfði á bátana, nú var honn loksins búinn að hreinsa bátinn, en þorði ekki að leggja af stað, fyr en síðustu bátarnir með kirkjufólk væru komnir, svo enginn skyldi sjá, hverskonar ferð h a n n kæmi úr svona á sunnudagsmorgun. Fólkið við kirkjuna gat ekki skilið, hvar hringjarinn væri niður kominn, en svo steig Níels í bátinn, kengbeygði sig, svo enginn skyldi bera kensl á hann, hjelt sig sem næst landi, en reri eins og hann ætti lífið að levsa. Hann batt bátinn fastan, læddist upp brekk- una, og þegar presturinn kom hempuklæddur til kirkj- unnar, hver skyldi þá hafa tekið á móti honum við kirkju- hliðið, annar en hann Níels Þorgeirsson? Þar stóð hann, eins og hann var vanur, svínbeygði sig og síhneygði, svo fólk hjelt helst að hann væri genginn úr liði. Pjetur sat á garðinum, rjett við hliðið. Hann sat þarna út af fyrir sig, því hann var að hugsa um sitt hvað eina. Hann brosti þar sem tjöldin fjellu ekki al-jlíka með sjálfum sjer, þegar hann heyrði fólk vera að „Háttvirtum farangri yðar verður að fórna — ef svo ber undir“, sagði hr. Endó og brosti samúðarfullu brosi. Gluggarnir voru opnir, en gluggatjöldin dregin fyrir. Þeg ar hr. Endó var búinn að hneigja sig þrisvar og farinn út úr herberginu, stóð Yoshio um stund ringlaður í tómu her- berginu. Ekki einu sinni í Manschúríu hafði jafnmargt skeð á svona stuttum tíma. Hann afklæddist, braut vand- lega saman fötin sín, slökti ljósið og lagðist út af. Eimpípublástur, ljósrákir, Árni var illa klæddur og tötralegur. Hann kemur inn í lögreglustöðina og segist vera kaldur og hungraður. Hann bið ur um mat og næturgistingu þar. Lögreglustjórinn: — Nætur- gisting fæst ekki, hjer er ekki verustaður nema fyrir illmenni og afbrotamenn. Árni: — Það er leiðinlegt, en ráð er við öllu. Síðan gefur hann lögreglu- stjóranum rokna kjaftshögg svo hann lá við. Árni: — Jæja, fæ jeg nú gistingu í nótt, jeg Vona að hög'gið sje nóg fyrir einnar næt urgreiða. Árni fjekk að fara ókeypis í margar nætur. ★ Ungfrúin: — Jeg hefi frjett, að þjer hafið talað miður sæmi lega um mig í samkvæmi í gær. Stúdentinn: — Miður sæmi- lega, það er ekki rjett hermt. En hitt veit jeg, að fallegra umtalsefni en yður er ekki hægt að fá. Auglýsing. „Það er ósatt, að konan mín hafi gefið mjer inn eitur, en skemdan fisk og grút í kaffi ljet hún sjer sæma að gefa mjer ofan í veikan maga“. ★ Presturinn: — Hvað gerðirðu svo, lambið mitt, þegar hann kysti þig á kinnina? Dóttirin: — Jeg tók það kristilega og rjetti honum hina kinnina. ★ Hann: — Jeg segi yður satt, að hún Anna, kærastan mín, er svo gáfuð, að hún hefir vit fyrir tvo. Frúin: — Hún er þá mjög hentug fyrir þig. ★ Ríka tengdamóðirin: — Jeg held þjer þyki ekki vænna um mig en svo, að þú naumast fylgir mjer til grafar, þegar jeg dey. Tengdasonurinn: — Það er ekki satt, jeg mun gera það ,með gleði og mestu ánægju. Kaupmaðurinn kom að, þar sem búðarsveinninn var að kyssa dóttur hans. Hann varð öskuvondur og segir um leið og hann ætlar að slá sveininn: „Jeg skal kenna þjer að kyssa dóttur mína'". „Þjer þurfið þess ekki“, svaraði búðarmaðurinn með hægð, „ungfrúin sjálf hefir þegar kent mjer það“. ★ Móðirin: — Hefurðu sagt þessum framhleypna slæp- ingja, að hann megi ekki koma oftar i þetta hús? Dóttirin (kjökrandi): — Já, móðir mín. Móðirin: — Því græt'urðu? Dóttirin: — Jeg er svo hrædd um, að hann verði of hlíðinn. ★ Hann: — Þjer eruð ham- ingjusamar, ungfrú, Hún: — Að hverju leyti er jeg hamingjusöm, svo að orð sje á gerandi? Hann: — Að jeg elska yður svo heitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.