Morgunblaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 50. tbl. — Laugardagur 4. mars 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. Stórskotahríð um nó Fyrstu amerísku flugvjel- arnar yfir Berlíu - Stórskotaliðinu hefir verið beitt mjðg mikið á Itajíuvíg- ¦stöðvunum að undanförnu, ba>ðí um nætur og daga. Er oft Svo, að sókn er undirbúin með mikilli stórskotahríð um nótt, og er myndin hjer að ofan tekin meðan slík skothríð stóð yfir Klukkunni flýff næstu nóll KLUKKUNNI verður flýtt næstu nótt um eina klukku- stund. í reglugerð um tímareikn ing hjer á laadi, segir svo. að fyrsta sunnudag í mars skuli flýta ¦ klukkunni um eina klukkustund, verður þá svo- nefndur sumartími hjer á landi. Klukkunni skal flýta þannig, að þegar hún er 1 aðfaranótt sunnudags, á að færa hana fram til klukkan 2. Best er að flýta klukkunni áður en menn ganga til svefns í kvöld. • » •-------- Fjórburar fæðast í Bretlandi. London í gærkveldi. í DAG eignaðist kona her- manns eins í Vestur-Bretlandi fjórbura, tvær stúlkur og tvo drengi og liður öllum vel. Yinna hafin við Krýsuvíkurveginn VINNA við Krýsuvíkur- veginn hófst fyrir um það bil viku síðan , llefir verið gerður sanm- ingur við Ilaí'narfjarðarkaup- stað um að kaupstaðurinn taki verkið að sjer í ákvæðisvinnu. — Vinnuflokkurinn hóf vinn- una við Kleifarvatn. Sænsk-danskur viðskiptasamningur. Stokkhólmi í gærvkeldi: — Hjer hefir verið undirritaður viðskiptasamningur milli Svía og Dana fyrir fyrri helming þessa árs. Nemur viðskiptaupp hæðin á því tímabili als 33 miljónum króna. Útflutningur frá Danmörku til Svíþjóðar nemur 19.5 milj. króna á þessu tímabili. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins í herstjórnartilkynningu Rússa í kvöld segir, að rúss- nesku herirnir, sem komnir sjeu yfir Narvafljótið. hafi get- að fært út kvíarnar og bætt að- stöðu sína allmikið. Ennfremur segjast Rússar enn hafa sótt nokkuð fram í áttina til Pskov og tekið þar allmörg þorp. Þá kveðast Rúss ar hafa sótt fram í áttina til borgarinnar Ostrow og tekið á þeim slóðum 6 þorp og tvær járnbrautarstöðvar. A öðrum vígstöðvum hefir ekki verið barist neitt að ráðij að sögn Rússa, enda segja fregn ir frjettaritara, að þýðviðri sjeu nú mikil á suðurvígstöðvunum, og vatnsagi hvarvetna. Þjóðverjar segjast hafa gert miklar loftárásir á bæinn Shepetowka og gert usla í her- skörum Rússa þar. Fyrir suð- austan Vitebsk segjast Þjóð- verjar hafa eyðilagt 16 rúss- neska skriðdreka í hörðum bar- dögum. --------m » m Breska þingið vill hækka kaup Ekkert qengur saman innum og Rússum Stokkhólmi í gærkveldi. Miklu fleiri af blöðum Finna hafa í dag kveðið upp dóma sina um friðarskilmála Rússa, og eru þau öll á einu máli um það, að samningarnir sjeu óað- gengilegir og yfirleitt er á öll- um frá Finnlandi að heyra, að litlar líkur sjeu til þess að verði af samningum. Ekki hefir sendi nefnd enn farið til Moskva frá Finnum, að því er vitað sje. Finska þingið hjelt fund í dag, en ekki voru rædd þar ncma ómerk mál og ekkert á íriðarsámningana minst. Voru nokkur frumvörp afgreidd sem lög. Að afstöðnum fundi þessum var tilkynnt, að næsti þing- fundur yrði á þriðjudaginn næstkomandi. Til Haparanda í Svíþjóð komu 500 finsk börn, sem Svíar taka til dvalar um nokk- urn tíma, en Svíar taka nú mik ið af finskum börnum til dvalar. Fregnritarar segja, að líklegt sje, að Rússar hefji sókn á hendur Finnum', ef ekki gangi saman með þeim um friðar- samningana að þessu sinni. London í gærkveldi. Einhverjar harðvítugustu og lengstu deilur, sem lengi hafa verið háðar í neðri málstofu breska þingsins, stóðu í dag, er rætt var um tillögu um að hækka kaup hermanna, og voru þvi nær allir deildarmenn á móti ríkisstjórninni í þessu efni, en hún vildi ekki að kaup ið væri hækkað. Þingmönnum þeim, sem tóku til máls gegn stjórninni, fanst sjálfsagt, að hermenn bæru jafnmikið úr býtum og iðnáðar- menn yfirleitt. Kauphækkunartillagan var þannig, að kona hvers her- manns skyldi fá 35 shillinga á viku og hvert barn 12 shillinga. — Hermálaráðherrann kvað slíka hækkun, sem gert var ráð fyrir í tillögunni, baka ríkis- sjóði alt of mikil útgjöld. Flestir ræðumenn tóku það fram, að þeir væru ákveðnir í ' að sjá um það, að hermenn hefðu ekki lægra kaup, en aðr- ir þeir, sem störfuðu í þágu föðurlandsins. Bretar nota nú fimm smálesta sprengjur London í gærkvöldi. — Einkaskcyti til Morg« unblaðsins frá Reuter. í dag flugu fyrstu amerísku flugvjelarnar yfir Berlín- arborg. Þar voru orustuflugvjelar, sem fóru í ferð yfir borgina, á meðan sprengjuflugvjelar, sem þær voru að fylgja, rjeðust á ýms skotmörk í norður og vestur Þýska- landi. Nú eru Bretar byrjaðir að nota sprengjur, sem vega meira en fimm smálestir og var tilkynt, að þessar sprengj- ur hefðu verið notaðar í árásum á franskar flugvjela- verksmiðjur í norður og mið-Frakklandi í nótt sem leið. Rússar fá ífölsk herskip London í gærkveldi. — Roose velt forseti" hefir sagt frá því, að verið sje að semja um það, að Rússar fái allmikið af hin- um ítölsku herskipum, sem eru á valdi bandamanna, eða um 1/3 þessara skipa, en sagt er að þetta sje gert vegna þess a'ð ítalir hafi raunverulega gefist upp fyrir Bretum, Bandaríkja- mönnum og Rússum, og beri því Rússum hluti af flota ítala. Ekki er vitað, hvar Rússar nota skip þessi, þar sem þau komast hvorki inn í Svartahaf eða Eystrasalt. — Reuter. Orusfum affur slofað við Anzio London í gærkveldi. SOKN Þjóðverja við Anzio er nú aftur hætt, og hefir ekki verið mikið barist á landgöngu svæðinu í dag, en bandamenn beittu stórum sprengjuflug- vjelum til árása á samgöngu- leiðir Þjóðverja að baki víg- stöðva þeirra. Var meðal*ann- ara staða ráðist á járnbraut- arstöðvar í Rómaborg. Óstaðfestar fregnir segja í kvöld, að bandamenn hafi hafið gagnsókn á Anziosvæð- inu, og sjeu bardagar aftur orðnir íniklir. —- Reuter. » > ¦ Tveim skipum sökt. London í gærkveldi. — Kana diskar flugvjelar sem voru í könnunai-flugi, rjeðust í dag á tvö þýsk skip, vopnuð, út af Cherbourgh í Frakklandi. Urðu skipin fyrir tjóni og er jafnvel búist við að þau hafi bæði eyði- lagst. — Reuter. Enn er ekki fullkunnugt um árásir amerískra orustuflug- vjela á Berlín í dag, nje heldur árangur þann, sem varð af árás sprengjuflugvjelanna á skot- mörk þeirra, nje hver þau væru Þó er vitað að það voru Light- ing-flugvjelar, sem flugu yfir Berlín, og að 16 flugvjelar fór- ust. Næturárásin. Það er orðið langt síðan að Bretar sendu hinar stóru sprengjuflugvjel sínar til árása á skotmörk í Frakklandi. í nótt sem leið, fóru þær í tveim hóp- um, annar rjeáist á flugvjela- smiðju við Albert, en hinn hóp- urinn heimsótti verksmiðjur fyrir flugvjelahreyfla, nokkru fyrir sunnan París. Var varp- að 5 smálesta sprengjum á þær stöðvar og varð eyðilegging mjög mikil að sögn flugmanna. Ekkl hefir lint árásum á hernaðarstöðvar Norður-Frakk lands í dag og hafa aðalléga Marauder-flugvjelar og orustu- flugvjelar fjölmargar, tekið þátt í þeim. Engar þýskar or- ustuflugvjela varð vart þarna. Þjóðverjar hafa miljónir varaliðs — segir Laval. London i gærkveldi. Laval hjelt ræðu í dag og tal aði aðallega um það, að ekki væri hægt að sigra þýska her- inn. Sagði hann að Þjóðverjar berðust ,,fyrir framtíð ítalíu á framandi grund". Ennfremur sagði Laval: „Það er ekki hægt að sigra Þjóðverja vegna þess, að þeir hafa milj-' ónamanna varalið, reiðubúið til þess að berjast, hvar sem er og hvenær sem er. ' Sagði Laval, að Frökkum bæri að koma Þjóðverjum til hjálpar með öllum þeim ráðum, er þeir mættu, ef bandamenn rjeðust til innrásar. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.