Morgunblaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 4
4 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Laugardagur 4. mars 1944. AFKOMA RÍKISSJÓÐS ÁRIÐ SEM LEIÐ Framh. aí bls. 2. viðgerð á mentaskólurn, Ak- ureyri, 80 þús., Reykjavík 37 þús., viðgerð á safnahúsinu 80 þús., bryggjugerð í Keflavík 30 þús., prestsseturshús í Reykja- vík 30 þús. og nokkrir smærri liðir. Þegar frá eru dregnar þær fjárhæðir sem greiddar eru samkvæmt sjerstökum heimild um, lögum eða þingsályktun- um, þá verður eftir 11,2 milj., sem eru hinar raunverulegu umframgreiðslur, greiðslur sem fara fram úr heimildum fjár- laganna. Af þessari fjárhæð eru rúmar 8 milj. á 4 greinum fjár- laganna, á þeim liðum sem oft- ast fara fram úr áætlun, en þeir eru landhelgisgæsla, strand ferðir og vegamál, en í þetta sinn bætist við verðlagsuppbót, eins og áður er frá skýrt. Alt eru þetta útgjöld sem erfitt er að halda í skefjum samkvæmt áætlun. Eignabreytingar. Jeg skal þá gera grein fyrir greiðsluyfirliti ársins er sýnir eignabreytingar þær, sem orð- ið hafa. Af yfirlitinu sjest að afborg- anir lána hafa oroið 3.919 þús., en af því eru dönsk lán 673 þús., sem ekki hefir verið hægt að koma til rjettra aðila og stendur því inni hjá ríkissjóði. Til greiðslu á lausaskuldum sem þannig hafa safnast, hafa verið keypt dönsk skuldabrjef fyrir 1.577 þús. kr., sem geymd verða fyrst um sinn. Ríkisskuldirnar. Skuldir ríkisins 31. des. 1942 eru taldar að vera 51.012 þús. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti 31. des. 1943 eru skuldirnar 63.733 þús., eða 12.721 þús. hærri. Þetta stafar eingöngu af því að gej'mt fje, sem ríkis- sjóður er talinn skulda, er nú 15 milj. kr. hærra. Lán hafa engin verið tekin á árinu. Hins vegar hefir verið greitt lán í Ameríku um 1.680 þús. kr. og venjulegar afborganir af bresk um og innlendum lánum. Af- borganir og vextir af lánum í Danmörku hefir ekki verið mögulegt að greiða og hafa þess ar fjárhæðir verið settar á „lausaskuldir“ og er að sjálf- sögðu gert ráð fyrir að greiða þær strax og þess er kostur. Jeg skal geta þess, að þótt skuldír ríkisins sjeu nú taldar 63 milj. kr., þá þarf ríkissjóður ekki að bera alla þá fjárhæð. Bankarnir og síldarverksmiðj- urnar skulda af þessu 7.794 þús. kr.'Bankavaxtabrjef standa und ir 7.696 þús. kr. Þegar svo frá er dregið hið geymdá fje, sem ríkissjóður hefir handbært, er hin raunverulega skuld sem ríkissjóður verður nú að bera 31.272 þúis. kr. Getur það varla talist þung- ur baggi eins og nú standa sak- ir, og þótt minna hafi verið lagt til hliðar en skyldi af tekjum ófriðaráranna, þá eru þó nú til sjóðir í sjerstökuin reikningum, er nema tugum miij. á móti áð- ur greindri skuld ríkisins. Kem jeg að þvi síðar. Geymt fje. Ríkissjóði er undir þessum lið talið til skuldar ýmsar vænt- I útborgunar bráðlega. Þessar anlegar greiðslur sem koma til eru helstar: Stríðsgróðaskattur ..... 5,439 þús. kr. Hafnarbótasjóður 3.000 — — Alþýðutryggingar 3.000 — — Útflutningsgjald 1.046 — — Skemtanaskattur L242 — — Fiskimálasjóðsgjald V930 — — Eignaaukning ríkisins. 29.284 þús., er sundurliðást Reksturshagnaður ríkissjóðs þannig: fjögur síðustu ár er samtals 1940 ........................... 5.497 þús. kr. 1941 ........................... 5.129 — — 1942 ........................... 2.249 — — 1943 ......................ca. 16.409 — — -------------------- 29.284 þús. kr. Við þetta bætast sjerstakar sjóðmyndanir, sem færðar hafa verið út af rekstursreikningi .... 24.375 ■— — 53.659 — — Tekjuafgangur þessi kemur fram í aðaldráttum á þenna hátt: 1. Raforkusjóður ............... 10.000 þ. 2. Framkvæmdasjóður............. 11.375 — 3. Hafnarbótasjóður.............. 3.000 — ---------- 24.375 þús. kr. 4. Afborganir lána ............................ 8.149 -— -— 5. Eignaaukning ríkisstofnana og aukið rekstr- arfje þeirra ........................... 15.598 — — 6. Aðrar eignir................................. 5.206 — — 7. Aukning sjóðs og innstæða í banka .......... 15.790 — ■— 69.118 þús. kr. 8. Frá þessu dregst geymt fé etc............... 15.459 — — 53.659 þús. kr. Af þessu yfirliti er ljóst, að nokkuð hefir verið lagt til hliðar af þeim miklu tekjum, sem ríkissjóði hafa fallið í skaut á undanförn- um ófriðarárum. Af því sem sparast hefir og lagt í sjerstaka sjóði og til er í handbæru fje, er sem hjer segir: 24.375 þús. kr. 3.000 — — 5.000 — — 1. Áður greindir sjóðir 2. Til alþýðutrygginga (hjá ríkissjóði) 3. Varasjóðsaukning ríkisstofnana ... Sjóðsaukning ríkisstofnana. Þremur ríkisstofnunum hefir verið leyft að auka varasjóði sína á árinu með því að leggja fje til hliðar vegna væntanlegra húsbygginga. Áfengisverslunin leggur 750 þús. kr. í húsbygg- ingu og áhaldasjóð og er hann nú 1250 þús. kr. Tóbakseinka- salan leggur nú í fyrsta sinn til hliðar 500 þús. kr. í sama skyni. Ennfremur Ríkisútvarp- ið 500 þús. kr. Öllum þessum stofnunum er nauðsyn að geta reist byggingar við sitt hæfi hið allra fyrsta, en úr slíkum framkvæmdum getur þó ekki orðið fyrr en stríðinu er lokið. Verðlækkun innanlands með framlagi úr ríkissjóði. Til þess að halda verðbólg- unni í skefjum, hefir fje verið greitt úr ríkissjóði á árinu er nemur 10.480 þús. og hefir það gengið til þess að lækka verð á kjöti, mjólk og smjöri. Greiðsl an sundurliðast þannig: Kjöt (áætlað).. 7.000 þús. kr. Mjólk ........... 2.780 — — Smjör (áætlað) 700 — — Núverandi framlag ríkissjóðs í þessu skyni er áætlað 10—12 milj. kr. yfir árið. Þótt þessum greiðslum sje enn haldið uppi, er með öllu óvíst hversu lengi það verður gert. Ef sýnilegt þykir, að kaupgjald í landinu verði knúið upp svo að verð- laginu verði ekki haldið í skefj- um, þá er líklegt að því verði | hætt að greiða niður dýrtíðina með íramlagi úr ríkissjóði og verðbólgunni leyft að leita jafn vægis og stöðvunar á annan ■ hátt. Árangur þess yrði sam- ' dráttur atvinnuveganna og minkandi eftirspurn um vinnu- kraft og vörur, innlendar og erlendar. Það verður beisk lækning. En ef þjóðin vill ekki sjá kviksyndið sem hún stefnir í og lokar eyrunum fyrir öllum aðvörunum, getur enginn mátt- ur forðað henni frá afleiðing- um þeirrar háttsemi. Verðbætur ó útfluttar landbúnaðarvörur. Samkvæmt greiðsluyfirliti voru á árinu greiddar verðbæt ur á útfluttar landbúnaðarvör- ur af framleiðslu ársins 1942 er námu alls 16.764 þús. Verð- bætur þessar færast á reikning ársins 1942. Þær sundurliðast þannig: Ull........ 5.678 þús. kr. Gærur .... 8.773 — — Kjöt....... 2.313 — — Samtals 16.764 þús. kr. 4 Verð'oætur á útfluttar af- urðir af framleiðslu ársins 1943 hafa engar verið greiddar enn og koma því til útborgunar á þessu ári, samkvæmt ákvörðun í fjárlögum 1944. 10% útflutningsgjald á fiski. Þetta gjald var sett á útflutt- an afla-togaranna x ágústmán- uði 1942, samkvæmt heimild í lögum nr. 98 frá 9. júlí 1941. í júnímánuði 1943 var lækk- að fiskverð í Bretlandi og varð þá ljóst,- að margir togarar mundu ekki þola þetta háa út- flutningsgjald. Var gjaldinu þá ljett af og hefir ekki verið sett á aftur, þótt fiskverðið hafi aft ur hækkað í Bretlandi. Vei’ður að teljast óeðlilegt að slíkur tollur sje lagður á afla togar- anna þegar reksturshagnaður útgerðarfjelaganna fer að mjög verulegu leyti í ríkissjóð. Tekj ur ríkissjóðs af þessu gjaldi á sícasta ári urðu 2.350 þús. kr. Sjerstakt fyrningargjald framleiðslutækja. Samkvæmt þingsályktun 16. desember síðastliðinn var rík- isstjórninni heimilað í sam- bandi við álagningu skatta, að ákveða að sjei’stakt fyrningar— gjald væri dregið frá tiltekn- 1. Fiskiskip og vjelar 2. Fasteignir og vjelar í við fiskveiðar og 3. Kjötfrystihús ...... 4. Sláturhús........... um eignum, sem komið hefði verið á fót með styrjaldarverði. Þessar eignir voru nánar tald- ar: Fiskiskip og vjelar í þau, fasteignir og vjelar í sambandi við fiskveiðar og fiskiðnað, mjólkurvinslustöðvar, slátur- hús, kjötfrystihús og ullarverk- smiðjur. Að athuguðu máli var það ekki talið gerlegt að fram- kvæma þessa ályktun nema upp lýsingar lægi fyrir um það hver áhrif þetta gæti haft á af- komu ríkissjóðs. Þess vegna auglýsti fjármálaráðuneytið eft. ir upplýsingum um hvaða eign- ir hjer kæmi til álita og hversu mikla fjárhæð hjer var um að ræð;(. Þær upplýsingar, sem ráðuneytinu hafa borist, eru á þá leið, sem hjer segir, að því er snertir tegund eigna og verðmæti: Hæfil. verð 3.800 þ. 4.700 — 42 — 112 — Núv. verð ............... 15.400 þ. sambandi fiskiðnað .... 14.700 — ................. 176 — ................. 311 — 30.587 þ. 8.654 þ. Nauðsynleg afskrift talin ........... 21.933 — Það mat af afskriftum sem hjer er um rætt, er mat eigand- anna sjálfra. Þær skýrslur, sem sendar hafa verið, eru ekki all- ar nákvæmar og úr þeim hefir ekki verið unnið til hlítar. Þess ar tölur eru því gefnar með fyrirvara. Eignir þær, sem þarfnast þessara afslcrifta, eru um 50 skip og vjelar og um 40 fasteignir í sambandi við fisk- framleiðslu. Líklegt er, að við nánari at- hugun, mundi ekki talin þörf á allri þessari afskrift, en hins- vegar má gera ráð fyrir að eitt hvað ixætist enn við. Ríkisstjórnin hefir ekki enn tekið afstöðu til þessa máls og ekki gert sjer enn grein fyrir, hvernig eða hvort tiltækilegt væri að leyfa sjerstakar af- skriftir með hliðsjón af áhrif- um þeirra á afkomu, ríkissjóðs. En jeg hefi talið rjett að minnast á þetta hjer, því að sú verðþensla sem hjer hefir átt sjer stað í sambandi við fram- leiðslutækin, snertir ríkissjóð- inn beint og óbeint. Hvernig verður afkoman 1944? Rúmlega tveir mánuðir eru liðnir síðan Alþingi samþykti fjárlög fyrir yfirstandandi ár. En þótt ekki sje lengra liðið, er nú þegar útlit fyrir, að stærsti tekjuliður fjárlaganna muni hvergi nærri ná áætlun. Sá liður er verðtollur. Þegár fjárlög voru til umræðu, kom það í Ijós, að háttv. fjárveitinga nefnd vildi álíta að þessi liður mundi á síðasta ári verða svip- aður því sem hann varð 1942, eða nálægt 40 milj. Þess vegna mundi óhætt að áætla þessar tekjur 30 milj. í fjárlögum 1944. Jeg hjelt því hinsvegar fram, að þær mundu verða 32 —33 milj. á árinu 1943 og þess- vegna væri óverjandi bjartsýni að áætla þær 30 milj. í núgild- andi fjái’lögum. Verðtollurinn varð siðasta ár 33.871 þús. kr. eins og áður er frá skýit. Jeg varaði eindregið við því að gera ráð fyrir þeim miklu vei-ðtollstekjum, sem settar voru í núgildandi fjárlög. Þessi tekjustofn er að bresta af þeirri einföldu ástæðu, að vörurnar, sem tollinn eiga að bera, eru ekki fáaniegar nema af skorn- um skamti. Því lengur sem stríðið stendur, því meiri þurð verður í ýmsum vörugreinum. Þui'ðin er mest í ýmsum vörum, sem bera háan verðtoll. Þessi tollur komst hæst 1942 og var þá rúmar 39 milj. kr. Næsta ár, 1943, var hann 5 milj. kr. lægri. Á þessu ári verð ur lækkunin mun stórfeldari. Jeg mundi ekki telja neinni fui'ðu sæta þótt verðtollstekj- urnar á þessu ári yrði ekki hærri en 20—25 milj. kr. í jan- úar- og febrúarmánuði þessa árs eru þessar tekjur nálega helmingi lægri en á sama tíma í fyrra. Að því er sjeð verður nú, er útlitið þannig, að gera verður ráð fyrir mjög verulegum greiðsluhalla í fjárlögum yfir- standandi árs. Fjárlögin voru afgreidd frá þinginu með greiðsluhalla, að vísu ekki mikl um, en þar að auki var tekju- áætlunin óvarleg. Sumir háttv. þingmenn hafa opinberlega lát ið í ljós undrun sína yfir því að jeg skyldi taka við fjárlögunum eins og þingið gekk frá þeim, með jákvæði þessara háttv. þingmanna. Jeg er fyllilega sam mála þessum háttv. þingm. um það, að fjárlögin voru óvarlega samin, en mjer skilst að orsök þess sje að leita hjá þinginu sjálfu og þess pólitísku erfið- leikum, því ekki veldur sá er varar. Ef jeg hefði neitað að taka við fjárlögunum, eins og málum var þá háttað, hefði það að líkindum aukið erfiðleika þingsins og skapað ástand, sem fáir hefði talið æskilegt. Eins og áður er frá skýrt, er gert ráð fyrir að verðlækkunar- framlag ríkissjóðs á þeSsu ári Framhald á bls. 12“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.