Morgunblaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.03.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur .4. mars 1944. MORGUXBLAÐIÐ ENGINN DEYR ÚR INFLÚENZU Á FJÓRÐA ári síðustu heimsstyrjaldar geisaði in- flúenza um víða veröld. — Fimta hver mannleg vera fjekk sjúkdóminn, og 21.000.000 manns ljet lífið. Enginn vissi hvað þetta var, hvaðan það kom eða hvers vegna. Nú á fjórða ári síðari heimsstyrjaldarinnar hefir annar inflúenzufaraldur gengið yfir Stóra-Bretland og Bandaríkin. í þetta sinn hefir sjúkdómurinn verið vægur. En getur svo farið — og mun svo fara — að sjúkdómurinn brjótist skyndilega út með jafn ógurlegu og banvænu afli og 1918? Eða hefir, á þessu tuttugu og fimm ára tíma- bili, tekist að finna upp nokkur vopn til þess að berj ast gegn honum? Hvað höf- um vjer lært af aldarfjórð- ungs þolinmóðri og hugvits samri rannsókn? Infúenza er samsettur sjúkdómur. VÍSINDAMENN vita nú, að inflúenza er sjúkdóms- kerfi, en ekki einstakur sjúk dómur. Tvær tegundir A og B hafa verið fundnar og einangraðar. Rannsakend- um hefir ekki enn tekist að skilgreina aðra þætti sjúk- dómsins. Vísindamenn hafa fært sönnur á það, að inflúenza er huldusýkla-sjúkdómur, og hafa fundið upp bólu- efni og blóðvökva, er munu vinna gegn sýklunum, en af hvorugu þessara efna er til nægilega mikið magn til þess, að það geti komið að almennum notum. Rannsóknir hafa afsann- að þá hugmynd, að influ- enza væri banvænn sjúk- dómur. — Læknisfræðilega hefir aldrei verið sannað, að nokkur hafi dáið úr inflú- enzu. Hin stórkostlegu dauðs- föll árið 1918 átti algerlega rætur sínar að rekja til lungnabólgu og annara sjúk dóma, sem gera út af við fórnarlömbin, sem inflúenz an hafði þegar lamað veru- lega. Síðan hafa sulfonamid lvfin og penicillin valdið því, að lungnabólgan hefir sjaldan dauðann i för með sjer. Þegar lungnabólgu- vandamálið hefir þannig að verulegu leyti verið leyst, verður inflúenzan ekki leng ur banvæn ógnun, heldur að eins óþægilegur sjúkdómur. Ýmis konar annar mis- skilningur á sjer enn stað varðandi inflúenzuna. Til dæmis var fólki í desember mánuði síðastliðnum gefin sú leiðbeining, að vægur in- flúenzufaraldur væri til góðs, því að hann myndi gera sjúklingana ónæma fyrir sjúkdóminum á hættu legra stigi. Sannleikurinn er sá, að vísindamenn hafa ekki fundið neinn sjúkdóms stigmun á hinum ýmsu tegundum infúenzu. Það er ekki hægt að veikjast aftur — Eftir Lois Mattox Miller Læknavísindunum hefir fíeygt mjög fram, og hafa ýms ný lyf verið fundin upp, sem unnið geta bug á sjúkdómum, er menn áður fyrr stóðu varnar- lausir gegn. í eftirfarandi grein er um það rætt, hversu mjög hefir tekist að draga úr inflúenzuhætt- unni með uppfinningu lungnabólgulyfsins. Greinin birtist í síðasta hefti mánaðarritsins „Reader’s Digest“. fyrr en eftir sex mánuði, en ekkert er því til fyrirstöðu, að maður nái sjer eftir eina inflúenzutegundina, en sýk ist síðan þegar í stað af ann- ari. Inflúenza geisar ekki með ákveðnu millibili. SJERFRÆÐIN GAR telja fjarstæða þá trú, að inflú- enza geisi með 25 ára milli- bili, en samkvæmt þeirri skoðun ætti nú að brjótast út alvarlegur faraldur. In- flúenza gengur ekki eftir neinni slíkri hxingrás. Ekki heldur er hún óhjákvæmi- legur fylgifiskur styrjalda. Það er ekki til neitt lækn- islyf við inflúenzu. Engin læknisaðgerð getur læknað huldusýkla-sjúkdóma. Fró- unarlyf, svo sem aspirin, minka vissulega hitann og draga úr vanlíðaninni, en þau stytta ekki sjúkdóm- inn um eina klukkustund. Þú munt ná þjer jafn- snemma eítir inflúenzuna þótt þú neytir engra lyfja, en þú ættir þó umfram allt að leita læknis, ekki aðeins til þess að lina þjáningarn- ar, heldur einnig til þess ao hafa auga með lungnabólg- unni. Það er jafnerfitt nú og það var 1918 að segja fyrir um það, með hve löngu millibili inflúenza geisar. Sjúkdómurinn er landlæg- ur — það er að segja, sífelt eru að finnast sjúkdómstil- felli. Síðasta áratuginn hef- ir inflúenzufaraldur gengið yfir ( í Bandaríkjunum) með um það bil tveggja ára millibili. Engin landfarsótt hefir þó geisað síðan 1918, en slíkur inflúenzufaraldur hefir að minsta kosti geis- að einu sinni áður, árið 1890. Fyrir sjúklinginn — og jafnvel einnig við læknisat- hugun — eru allar tegundir inflúenzu eins. Það er sami hái hitinn, sömu kvalirnar og verkirnir í öllum vöðv- um líkamans. — Veikindin vara um það vikutíma. — Enginn læknir getur um það sagt, hvaða tegund veik innar þú hefir, nema með því að senda hálsvökva til rannsóknarstofu. Það skift- ir raunverulega heldur ekki miklu máh, hvorki fyrir þig nje hann. Það. er algerlega komið undir ytri aðstæðum, hversu fljótt inflúenzufaraldur gengur yfir. Meðal fólks. er býr við náið samneyti — eins og til dæmis hermenn í herbúðum — breiðist sjúk dómurinn hratt út, og far- aldui'inn er genginn vfir eft ir þriggja vikna tíma eða um það bil.' Við venjulegar aðstæður stendur faraldur- inn yfir í þrjá mánuði. Varnir eru gagnslausar. ÁL.ITIÐ er, að ailar varn- arrráðstafanir gegn inflú- enzu komi að engu haldi. — Án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu, legst veikin þungt á suma, en aðrir véikjast alls ekki. Margir sjúklingar eru fullir af inflúenzusýklum, án þess að hafa jafnvel nokkra hugmynd um það. Þótt maður forðist vand- lega alla, sem veikir eru, getur vel svo farið, að mað- ur hafi samneyti við ein- hverja smitbera. En hið gagnstæða hefir revnist alveg jafnrjett: Hirðulaus umgengni við sjúklinga þarf ekki ætíð að hafa inflúenzusmitun í för með sjer. Vísindamönnum tekst ekki alltaf að smita sjálfboðaliða, sem þeir eru að gera tilraunir með, bótt þeir revni það. Þessi stað- reynd er fólki því, sem hef- ir inflúenzusjúklinga á heimili sínu, til nokkurrar huggunar. — Smitunar- og hættutímabilið stendur yfir í 12 til 48 klukkustundir og ef hinir heilbrigðu á heim- ilinu hafa ekki fengið snert af sjúkdóminum innan þriggja sólarhringa, þá þurfa þeir sennilega ekki að óttast smitun af þessu sjúk- dómstilfelli. Bóluefnin A og B, er ný- lega voru fundin upp, hafa ekki reynst nema 50% ör- ugg — það er að segja helm ingur hinna bólusettu hefir ekkert gagn af bólusetning- unni. Það er heldur ekki nú fyrir hendi nægilegt bólu- efni til fjöldanotkunar. Ef ná á bestum árangri, ætti að framkvæma fjöldabólu- setningu, áður en veikin brýst út, en það er engin leið til þess að vita, hvenær inflúenzufaraldur brýst út eða hvar. — Sem almenn heilsuvörn er því fjölda- bólusetning óhagkvæm. Langtum árangursríkari er blóðvökvaaðferðin, sem miðár að því að gera menn ónæma fyrir veikinni. Var þessi aðferð fundin upp af hóp rússneskra vísinda- manna árið 1940. — Blóð- vökvaupplausn er látin gufa upp, og henni síðan af sömu inflúenzutegund blásið inn í nef og háls einu sinni í viku. Meðferð þessi er þægileg og hefir borið ár angur \ið níu af hverjum tíu, sem hún hefir vérið framkvæmd á. Vökvi þessi er unninn úr hests- eða kan ínublóði, sem hefir verið sýkt af inflúenzusýklum úr mönnuhn. — Af einhverri á- stæðu, sem enn hefir ekki tekist að uppgötva, eru dýr þessi ómóttækileg fyrir in- flúenzu, en í þeim myndast þó móteitur gegn henni. — Það er því móteitur í blóði þeirra, sem veitir mönnum vernd gegn veikinni. Blóðvökvinn er dýr. TIL ALLRAR óhamingju er blóðvökvinn jafnvel enn dýrari — bæði hvað snertir fje og vinnuafl — heldur en bóluefnið. Á striðstímum er ógerlegt að framleiða hann í stórum stíl, en það ætti að vera kleift eftir strið. Það eru engin veikamikil rök, er mæla móti þvi, að blóð- vökvi úr dýrum geti fyr eða síðar unnið bug á iníluenzu faraldrinum. Blóðvökvinn er samt sem áður mjög dýr- mætur til notkunar í ein- stökum tilfellum. Dr. Frank L. Horsfall yngri, inflú- enzu-sjerfræðingur Roeke- feller stofnunarinnar, reit i nýlega útgefna bók, „Huldusýkla sjúkdómana“, að það hafi gert kleift „að veita mikilvægum einstak- lingum næstum örugga vernd, ef nauðsynlegt reynd ist“. Rússar gerðu eitt sinn 1800 stúdenta ónæma fyrir veikinni. Blóðvökvinn er hafður tilbúinn til notkun- ar í neyðartilfellum handa útvöldum þýðingarmiklum hópi manna — til dæmis handa læknum og hjúkrun- arkonum á svæði. þar sem veikin geisar, eða har.da skipshöfn á orustuskipi. Þar til blóðvökvinn eða eitthvert enn óþekt læknis- lvf verður eins einfalt til notkunar og ódýrt og kúa- bóluefnið, munu inflúenzu- farsóttirnar halda áfram að geisa, — og i slóð þeirra munu fylgja skýrslur og als konar hrakspár. En á með- an munu vísindamennirnir | halda áfram að reyna að krvfja til mergjar levndar- dóma sjúkdómsins. Ein af ! spurningunum, sem þeir t hafa aldrei fundið hið minsta svar við, er þessi: Hvað verður um inflúenz- una milli þess, sem farald- urinn geisar? skfár Bókin, sem lesin var í barnatíma útvarps- Iins er nvkomin út. Fæst hjá bóksölum. Bókaverslun Sigf. Eymundssonar f og | Bókabúð Austurbæjar B. S. f. | Laugavegi 34. Bifreiðaeigendur — Bifreiðastjórar. Opnum í dag Smurnigsstöð fyrir bifreiðar, með nýjum og fullkomnum | I áhöldum. — Seljum allskonar bifreiðaolíur, | feiti, bremsuvökva, frostlög o. fl. H.f. 8TKLLIR Laugaveg 168. — Sími 5347.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.