Morgunblaðið - 14.03.1944, Síða 6

Morgunblaðið - 14.03.1944, Síða 6
c MORGUNBLAÐIÐ J’riðjudag'ur 14. mars 1944, Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jön Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Rjettlætiskend Tímans ÞAU ERU orðin æði mörg aukablöðin af Tímanum, sem gefin hafa verið út í því augnamiði að koma lands- fólkinu í skilning um þá eindæma ofsókn, sem Jón ívars- son, fyrv. kaupfjelagsstjóri á Homafirði, hafi orðið fyrir af hálfu núverandi dómsmálaráðherra! Síðasta aukablað Tímans, sem helgað er þessu málefni, kom ún á laugar- daginn var. Mjög oft kemur það fyrir, að blöðin birta tilkynningu frá verðlagsstjóra, þar sem skýrt er frá því að þessi eða hin verslunin hafi gerst brotleg við verðlagsákvæði og hlotið sekt fyrir. Aldrei hefir verið gert neitt veður út af þessu. Og aldrei hefir það komið fyrir, að nokkur hinna brotlegu eða neinn fyrir þeirra hönd hafi gerst svo ósvífinn, að ráðast opinberlega á stjórnarvöld landsins fyrir það, að landslögin voru látin ná til þessa eða hins. Herferð Tímans gegn núv. dómsmálaráðherra í sambandi við mál Jóns ívarssonar er því algert einsdæmi. Engum, sem eitthvað þekkir til í Tímaherbúðunum, gat komið það á óvart, að Tíminn tæki þessa afstöðu til máls Jóns ívarssonar. Það hefir alla tíð verið svo, að Tímamenn hafa alls ekki þolað, að lögin næðu til hátt- settra manna í þeirra eigin herbúðum. Ef einhver dóm- ari eða dómsmálaráðherra hefir gerst svo djarfur að höfða mál gegn æruverðugum Tímamanni, hefir það jafnan verið talin svívirðileg ofsókn. Og ef dómstólarnir töldu sök hins ákærða sannaða og dæmdu hann fyrir verknaðinn, fengu þeir samskonar kveðju í dálkum Tím- ans. Slíka kveðju hefir Hæstirjettur oft fengið; síðast nú, eftir dóminn í máli Jóns ívarssonar. Þessi brenglaða rjettlætiskend Tímans eru leifar stjórnarfarsins, sem ríkti hjer í landi á valdaárum Tíma- manna. Þá voru „brotlegir" menn ekki til nema í hópi andstæðinganna. Nú er þetta hinsvegar breytt. Nú eru lögin látin ná jafnt til allra þegna þjóðfjelagsins. Þetta er skýringin á því, að háttsettir Tímamenn finnast nú einnig á ákærubekknum. En þessi þróun rjettarfarsins er ofar -öllum skilningi Tímans. -A Tíminn minnist einnig á nokkur önnur mál, sem eiga að sýna óhæfni núverandi dómsmálaráðherra. Kosningakæran alkunna frá Snæfellsnesi er eitt þess- ara mála. Veit ekki Tíminn, að sá aumkvunarverði mað- ur, sem gerðist verkfæri í höndum Tímamanna, hlaut dóm fyrir falska og staðlausa kæru, sem send var Alþingi? Þá eru dylgjurnar út af skýrslunni, sem dómsmála- ráðherrann sendi blöðunum í sambandi við rannsókn sjó- dómsins á Þormóðsslysinu. Allir hljóta þó að sjá, að sá þáttur skýrslunnar, sem dómsmálaráðherra hjelt eftir og síðar var birtur, snertir fyrst og fremst atvinnumála- ráðimeytið. Þar er um að ræða mál, sem atvinnumála- ráðuneytinu bef að kippa í lag. Loks gefur Tíminn í skyn, að dómsmálaráðherrann hafi vanrækt að fyrirskipa rannsókn og málshöfðun gegn olíufjelögunum. Hið sanna í þessu er, að þegar þetta mál var til meðferðar á Alþingi, upplýsti viðskiftamála- ráðherra, að ekkert það væri fram komið í þessum mál- um, sem rjettlætt gæti opinbera málshöfðun. Til voru þeir Tímamenn á Alþingi, sem engu að síður vildu að Alþingi fyrirskipaði opinbera málshöfðun gegn forstjór- um olíufjelaganna. En á þetta gat Alþingi ekki fallist. ★ Ef Tímamenn hefðu ráðið ríkjum hjer á landi, myndi Jón ívarsson sitja í viðskiftaráði. Hann væri þá hæst ráðandi í öllum verðlagsmálum. Enginn hefði fengið að vita, að einmitt þessi maður var meðal þeirra fyrstu, er gerðist brotlegur gegn þeim lögum, sem hann átti sjer- staklega að gæta. Kærunni frá formanni verklýðsfjelags- ins á Hornafirði þefði verið stungið undir stól. Hún hjet ,,svívirðileg ofsókn“ í dálkum Tímans. Það nægði. Þanriig vár Tíma-,,rjettvísin“ í framkvæmd! Blskupinn heim- sækir Kyrrahafs- sirönd Minneapolis, Minnesota, 9. mars. — Biskupinn hefir «ú lokið við heimsóknir sínar og störf í Winnipeg, Kanada, Iso- untsin og Garðar, Norður-Da- kota og Minneapolis. Hann er á förum vestur til Kyrrahafs- strandarinnar og mun þar halda áfram „vinsemdarferða- lagi sínu“. Þriðjudaginn 2. mars var biskupi íslands afhent skrif- borðshöld gerð úr Manitoba- marmara, skreytt skjaldar- merki fylkisins. Biskupinum var afhept gjöf þessi sem þakk lætisvottur fyrir heimsókn hans á elliheimilið „Betel“ í Gimli; honum voru afhent áhöldin á heimili Dr. B. B. Brandson for seta stjórnarnefndar heimilis- ins. Dr. Brandson sagði, að koma hans til elliheimilisins hefði verið gamla fólkinu mik- ið gleðiefni, því hann hefði kom ið þar í sambandi við föður- land þess. Sama dag hjelt framkvæmda nefnd Íslenska-Kanadíska fje- lagsins biskupnum veislu að heimili Walter J. Lindal dóm- ara. Þar var biskupnum skýrt frá áhugamálum fjelagsins og Íslenska-Kanadiska tímarits- ins og leitað ráða hjá honum á hvern hátt væri best að fræða yngri kynslóðina meðal Islend- inga um frændfólk þess vestan hafs. 3. mars var síðasti dagurinn, sem biskupinn dvaldi í Winni- peg, þá var hann gestur Eiriks Magnússon, ræðismanns Banda ríkjanna, en um kvöldið sat hann samkomu, sem efnt var til í Lúthersku kirkjunni, en þar var 600 manns saman kom- ið. I Minneapolis ræddi biskup- inn við Dr. J. Aagsgaard forseta norska lútherska safnaðarins í Ameríku, en samræðum þeirra var útvarpað frá WCAL út- varpsstöðinni. Að því loknu höfðu blaðamenn í Minneapolis tal af biskupnum. Anders Fjel- sted, fyrverandi landbúnaðar- ráðherra í norsku ríkisstjórfi- inni, bauð biskupnum til há- degisverðar. Lokaþáttur heimsóknar bisk upsins til Minneapolis fór fram á fundi Fjelags íslenskra stú- denta í Minnesota-háskólanum, en þar var biskupinn heiðurs- gestur. Þennan fund sgtu einnig full trúar annara norrænna fjelags samtaka þar í borg. Dr. Aas- gaard bauð biskupinn velkom- inn fyrir hönd norsku lúthersku kirkjurinar. Andrew Johnson, danski ræðismaðurinn vottaði Jóni Sigurðssyni virðingu sina í ræðu sinni. Hann _ sagði, að Jón Sigurðsson hefoi komið grundvellinum undir islenska lýðveldið Fundinum lauk með því, að biskupinn afhenti Hjálmari Björnssyni, fyrverandi forstjóra láns- og leigustarfseminnar á íslandi, Fálkaorðuna, fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar, og við sama tækifæri var Gunnari Björnssyni afhent heiðursmeð- limaskjal Þjóðrækisfjelagsins á íslandi. ? ; i , Barnaspítali í Reykjavík. ÞAÐ voru góðar frjettir, sem Morgunblaðið færði lesendum sínum á sunnudagsmorguninn. Á jeg þar við þá frjett, að búið væri að fá lóð undir barnaspit- ala hjer í bænum ög ennfremur, að Alþingi hefði sýnt þann skiln ing á þessu máli, að leyfa, að gjafir til spítalans skyldu verða undanþegnar skatti. Þeir, sem hafa orðið fyrir þeirri ógæfu að eiga veik börn, sem þurft hafa spitalavistar, vita, að ekki er gott fyrir ung börn að þurfa að liggja á sjúkra stofum með fullorðnum. Þarfir barnanna eru svö frábrugðnar þörfum fullorðna fólksins, að það segir sig sjálft, að ekki er heppilegt, áð börn liggi á sjúkra stofum með eldra fólki, stundum háöldruðu og fárveiku fólki. En því miður hefir þetta orðið að vera svo, vegna þess, að ekki hefir verið tíl sjerstakur barna- spítali í bænum. Nú . eru miklar líkur til þess, að þetta nauðsynjamál komist í örugga höfn áður en mjög langt um líður. Þeir, sem hafa fje af- gangs, munu vissulega leggja eitthvað. af mörkum til barna- spítalans. Ætti söfnun til spitala- byggingarinnar að vera sem al- mennust, ekki aðeins hjer í bæn um, heldur og úti á landi. Barna spítalinn mun ekki einungis verða Reykjavíkurbörnum til góðs, heldur og vafalaust einnig börnum utan af landi. Við hinn nýja barnaspítala munu veljast færustu læknar, sem hafa gert barnasjúkdóma að sjergrein sinni og hjúkrunarfólk, sem sjer- staklega hefir kynt sjer barna- hjúkrun. © Ötul forusta í fjár- söfnun. ÞAÐ ERU, eins og kunnugt er, konur í Kvenfjelaginu Hringur- inn, sem hafa tekið að sjer að bera fram hugmyndina að barna spítala í Reykjavík, og hafa fje- lagskonur sýnt mikinn og lofs- verðan áhuga í þessu máli. Á hálfu öðru ári hafa Hringkonur safnað um 180.000 krónur til barnaspítalans. Stjórn Hringsins og sjerstök fjáröflunarnefnd, sem kosin var innan fjelagsins til að sjá um fjársöfnunina til spítalans, hefir ekki látið neitt tækifæri ónotað til að safna fje. Forystan í þessu máli er ötul og það er óhætt að treysta Hring- konum til að koma málinu í ör- ugga höfn. Það vantar enn mik- ið fje til þess að nægjanlegt sje til að byggja spítalann, en nú mun sóknin verða hert. Ættu all- ir góðir menn að leggja fram sitt lið, þcssu máli til stuðnings. • Gerum meira fyrir . börnin. FYRIR skömmu birtu bæjar- blöðin frásagnir af þjófnuðum og óknyttum unglinga hjer í bæ. Það voru ekki glæsilegar frásagnir. En |>eir menn, sem höfðu rann- sókn þessara mála með höndum, ljetu svo ummælt, „að ungling- arnir hjer í bæ væru ekki fædd- ir þjófar“. Vafalaust er þetta rjett. Það er uppeldið og aðstæð- urnar, sem verða til þess að ungl ingarnir leiðast út á glapstigu. Hjer í þessum dálkum hefir nokkrum sinnum verið á það bent, að meira þurfi að gera fyr- ir unglingana í bænum fen gert hefir verið. Það þurfi að haíá ho]Iaf-og'góðar skemtanir fyrir bornm á sem flestum sviðum. Nýlega átti jeg tal við merk- an borgara um þessi mál. Hann sagði í íullri alvöru: „Það þarf að koma upp hæli fyrir þessa aumingja". Mikill og alvarlegur misskiln- ingur felst í þessum orðum hins reynda og merka manns. Það þarf engin hæli eða tugthús fyrir islenska æsku. Hitt er sanni nær, að slík hæli gætu skapað og alið upp glæpamenn. Óhamingjusamá unglinga, sem finna að þeir eiga ekki heima í þjóðfjelaginu, sem' frjálst fólk. Unglinga, sem finna,1 að litið er á þá öðrum augum, en jafnaldra þeirra og sem sjá ekki annað fyrir hendi en að halda áfram á glæpabrautinni. Það ,má aldrei fremja þann glæp gagnvart íslenskri æsku, að setja á stofn glæpamannaheimili- og stimpla þannig óharnaða og ó- reynda æskumenn, sem eittthvað óhreint, sem ekki á samleið með öðrum þegnum þjóðfjelagsins. - • Rjettar leiðir. UPPELDI æskunnar er það mikið mál; að ekki er hægt að búast við að hægt sje að gera því skil með því rúmi, sem þess- ir dálkar ráða yfir. En það hefir verið bent á nokkrar leiðir, sem víssulega gætu borið árangur. Hollar og góðar skemtanir eru ein leiðin. Leikrit eins og Óli smaladrengur hafa mikla þýð- ingu. Góðir barnatímar í útvarp- inu og holl fræðsla í skólunum. Alt þetta á sinn þátt í hollu upp- eldi. Nýlega hefir verið borið fram tillaga í bæjarstjórn um skíða- ferðir barna. Er það eitt af þeim málum, sem fyrst var vakið málsi á hjer í dálkunum. Er gleðilegt að sjá hverjar undirtektir það mál hefir fengið. Rannsókn bæj- arverkfræðings hefir leitt í Ijós, að börnin hafa mikinn áhuga fyr- ir skíðaferðum en aðeins %—Vi barnaskólabarna hjer í bænum eiga sjálf skíði. Frá þessu er skýrt á öðrum stað hjer í blaðinu og skal ekki farið lengra út í þá sálma að sinni. 9 Bæ jarf ógetagar ð ur - inn. REYKVÍKINGAFJELAGIÐ styður tillögu mína um að bæj- arfógetgarðurinn við Aðalstræti og Kirkjustræti verði opnaður og gerður að almenningsgarði. Ennfremur að garðurinn verði prýddur eftir föngum með blóm- um og trjám. Skorar fjelagið á bæjarstjórn að láta ekki byggja á lóðinni. Það kemur varla til annars, en að bæjarstjórn verði einhuga með þessum fillögum Reykvík- ingafjelagsins. Væri best að byrj að yrði á því nú þegar á þessu vori, að rífa niður hina hörmu- legu girðingu, sem er utan um garðinn. Hjer á dögunum gerði einhver bílstjóri Reykvikingum þann greiða, að aka á girðinguna og brjóta hana niður á allstóru svæði, Kirkjustrætisínegin. Voru margir að vona, að þá yrði hafíst handa að rífa alla girðinguna, en því miður var tekið það ráða ,gð klambra henni upp aftur. Spönsk flugvjel ferst. LONDON: Nýlega kviknaði í spánskri farþegaflugvjel, er hún ætlaðí að fara að lenda á flugvellin- um við Barcelona. — Áhöfnin, tyeir menn og sex farþegar fór- ust í eldinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.