Morgunblaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.03.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 18. mars 1944. MORGUNBLAÐIÐ T BABÁTTA SKÆRULIÐA í AUSTUR-INDÍUM ÞAÐ ER tveimur stund- um fyrir dögurt. í einfaldri röð læðist hópur manna eins og kettir gegnum hinn þjetta frumskóg á suðaust- ur hluta Borneo. Þeir bera' hinn græna einkennisbún- ing hollenska Austur-Indíu hersins. Efst á hæð nokkurri, sem gnæfir yfir strandsljettuna og Macassarsundið, dreifa þeir sjer innan um hávaxið og döggvott grasið. — Þar niðri eru olíuvinslustöðvar og olíugeymar hollenska olíufjelagsins. Höfðu Hol- lendingar eyðilagt stöðvar þessar snemma á árinu 1942, en Japanar höfðu nú komið öllu í lag aftur. Hermennirnir — sem sumir voru hollenskir, en aðrir innfæddir — komu vjelbyssum sínum fvrir og hjeldu síðan niður hæðina. Japönsku verðimir voru yf- irbugaðir hávaðalaust. Þeir, sem báru sprengiefnið, hlupu áfram. Þeir, sem sprengingarnar annast, vinna saman í smá- hópum, þrír til fjórir í hverjum. Meðan innrás Jap ana stóð yfir í janúarmán- uði 1942, sprengdu þeir á tæpum þremur klukku- stundum í loft upp olíustöð, sem kostaði þrjátíu miljón- ir dollara. Þeir komu fyrir dynamitsprengjum í vjela- húsinu, mölvuðu ftiælitækiri með hömrum, sprengdu upp aflstöðina og eyðilögðu vjel arnar. Þótt Japanar væru ekki nema milufjórðung vegar í burtu, gáfu þeir sjer tíma til þess að opna olíu- geymana og henda dælun- um niður í brunnana. En nú varpa þeir aðeins eldsprengjum að næstu ol- íugeymunum og setja dyna mitsprengjur undir pípu- leiðslurnar. — Það skiftir miklu, að hendur sjeu látn- ar standa fram úr ermum — skyndiárás og síðan með jafn miklum flýti hörfað til baka. Sprengingin vakti Japanana GEYSILEG sprenging vakti japönsku setuliðs- deildina. Fallbyssur þeirra tóku að drynja, og brvn- varðar bifreiðar þustu upp til hæðarinnar. En þá komu vjelbyssur Hollendinganna til skjalanna og murkuðu niður sem hráviði hermenn þá, sem komu hlaupandi á eftir bifreiðunum. Hand- sprengjur gerðu út af við þrjár bifreiðanna. — Þegar svo leifar japanska liðsins ná upp á hæðarhrygginn nokkrum mínútum síðar, þá eru Hollendingarnir horfnir inn í frumskóginn. Þetta kvöld er í leynilegri bækistöð skæruliðanna „einhvers staðar“ á Austur- Borneo viðbótarsíðu bætt inn í skýrsluna um afrek skæruliðanna. Einn skæru- liði ljet lífið í orustu og þrír særðust. Japanar mistu yfir þrjú hundruð hermenn auk Eftir Joseph Wechsberg — Margir munu ætla, að Japanar ráði með öllu yfir eyjum þeim, sem þeir hafa lagt undir sig þar eystra, en því fer fjarri. Þögular hersveitir þjá þá nætur og daga. Fjallar eftirfarandi grein um baráttu skæruliðanna í hollensku Austur-Indíum gegn innrásarher Japana. þriggja brynvarinna bif- reiða. Öll olíuvinsla stöðv- ast að minsta kosti tveggja mánaða tima. Þann 8. mars 1942 kvaddi útvarpsstöð hollensku stjórn arinnar á Bandoeng á Java með eftirfarandi skeyti: — „Verið þið sæl, þar til betri tímar koma. Lengi lifi drotn ingin“. Útvarpið í Tokio gortaði mjög af því, að her- námi hollensku Austur- Indía hafi verið lokið á tæp- um tveimur mánuðum. í júnímánuði birti út- varpið í Tokió samt þá ein- kennilegu fregn, „að her- j sveitir Hollenainga og bandamanna í hollensku Austur-Indíum hefðu verið umkringdar“. í júlí og ágúst voru þær „einangraðar“ og þeim „gereytt“ hverri af annari. En síðan hefir eng- inn mánuður liðið svo, að Tokio hafi ekki orðið að við- urkenna hernaðaraðgerðir á þessum slóðum. Staðreyndin er sú, að enn í dag hefir Japönum ekki tekist að leggja Austur-Ind- íur undir sig að öllu leyti, þrátt fyrir gort þeirra um „algeran sigur“.. Þeim mun heldur aldrei heppnast það. Mótspyrna skæruflokkanna er að verða sífelt kröftugri. Hin ósýni- lega styrjöld heldur áfram á öllum mikilvægustu eyj_- unum. Frumskógahermanni frá Borneo, sem nýlega kom til Ástralíu, var levft að skýra frá því, að skæru- liðarnir fengju nú levnilega margvíslegar birgðir frá bandamönnum. Skæruhernaðurinn í hol- lensku Austur-Indíum er orðinn hluti af hinni miklu hernaðaráætlun hinna sam- einuðu þjóða á Suðvestur- Kyrrahafi. Skæruliðarnir eru marglit hjörð. EF TIL VILL eru skæm- hermenn ekki rjetta nafnið á hinum hugdjörfu frum- skógastríðsmönnum, sem áð ur voru hluti af hinum 100 þúsund manna fastaher, er barðist gegn japönsku inn- rásarmönnunum og hjelt síðan til virkja í frumskóg- unum. Amerískir flugmenn, vjelamenn og sjerfræðingar söfnuðust í lið þetta, þegar fljúgandi virki fórust yfir Java. Sjóliðar úr Asíuflota Harts, aðmiráls, landgöngu- liðar og hermenn, sem orð- ið höfðu viðskila við her- sveitir sinar, slógust einnig ií hópinn. — Síðan komu breskir, ástralskir og ný-sjá lenskir hermenn, sem áður höfðu barist á Malakka- skaga og víðar. Lið þetta má með rjettu kallast alþjóðaher, og sama er að segja um herbúnaðinn Breskar vjelbyssur, hol- lenskir, amerískir, sænskir og þýskir rifflar og vjel- bvssurifflar frá Tjekkósló- vakíu. Amerískar skamm- byssur bera þeir i ófull- kcmnum geitarskinnshylkj- um. Handsprengjur og bif- hjól fá þeir „að láni“ hjá Japönum. Skæruliðasveitirnar eru undir stjórn háttsettra hol- lenskra herforingja. Þeir standa í náu sambandi við aðalbækistöðvar Austur- Indíuhersins hollenska og Mac Arthur, hershöfðingja, í Ástralíu. — Öðru hverju koma skæruliðaforingjar til Ástralíu til þess að ráðgast við léiðtoga bandamanna þar. Við munum halda áfram að berjast, þar til síðasti Japaninn er að velli lagður eða hrakinn á brott“, sagði hollenskur majór. „Við vit- um hvar óvinirnir hafa bækistöðvar sínar, og við vitum, hversu mörgum mönnum þeir hafa á að skipa. Við getum treyst á samstarf innfæddu njósnar- anna okkar. — Baráttuþrek manna minna er með ágæt- um. „ Höfuðsmaður úr hol- lenska hernum segir frá því hvernig hans skæruflokkur varð til: „Við börðumst á Vestur-Java við mikið ofur- efli. Þegar vonlaust var að veita lengur viðnám þar, hörfuðum við til fyrirfram ákveðinna varnarstöðva — í átta daga gengum við gegn um frumskóginn, næstum matarlausir, svefnlausir og án þess að hafa nokkur læknislyf. Sumir gáfust upp á leiðinni. Þeir, sem þrauk- i uðu eríiðleikana af, urðu þolgóðir og öruggir skóga- stríðsmenn“. Skæruhernaður í frum- skógum er hreinasta víti. — Skæruliðarnir verða að kynna sjer út í ystu æsar öll herbrögð Japana og hafa auk þess sjálfir nokkur brögð á reiðum höndum, þar sem þeir eru miklu fáliðaðri og hafa ljelegri útbúnað. — Af ásettu ráði eru menn sendir fram á einum stað til þess að draga athygli óvin- anna frá þögulli árás, sem gerð er á öðrum stað. Þeir 'ráðast að japnösku foringj- unum í skópunum, eftir að hafa beðið i leyni í margar klukkustundir til þess að komast að raun um, hver forystumaðurinn væri. Jap- anskir hermenn er\i hjálpar vana í frumskógunum án foringja sinna. Skærulið- arnir fá óvinina til þess að eyða skotfærum sinum með því að hrista trje. Þeir læra að stæla hljóð frumskógar- ins og læra að hrópa jap- önsk orð. Starfsemin er vel skipu- lögð. ALLAR hernaðaraðgerðir eru samræmdar af yfir- stjórn skæruliðanna. Með kerfisbundnum aðgerðum binda skæruliðarnir þarna tugi þúsunda japanskra her manna með miklum her-; búnaði. Sjerstaka útbreiðslu starfsemi reka þeir einnig,' og sendir hún upplýsingar | til Ástraliu um ferðir Jap-, ana og aðgerðir. Skærulið- arnir ráðast á varðsveitir óvinanna, rjúfa samgöngu- kerfið, kveikja í oliubirgð- um, brenna vörugeymslu- hús og pera í einu orði sagt lífið að martröð fyrir „sigur vegaranna“. Jafnvel á Java hefir Jap- önum ekki tekist að bæla mótspyrnuna niður. í síð- asta júnimánuði viðurkendi útvarpið í Batavíu, sem Jap anir ráða yfir, að hollensk- ar hersvejtir undir stjórn A. Pesman, hershöfðingja, ættu i miklum orustum við Japana í íjöllunum kringum Banoengvirkið. Peman var handtekinn, en fjölmennar skæruliðasveitir halda bar- áttunni áfram. Þannig er á- standið víðar. Á Borneó skoruðu 7r.pc.nar á skæru- liðafcringjann að gefast upp. J^punai’ rituðu hol- lenskum ofursta svo hljóð- andi brjef: „Kæri ofursti, höfuðsmað ur og liðsforingjar. Matar- birgðir ykkar hljóta nú að vera af skornum skamti. — Þið verðið að sofa undir j beru lofti á sljetiunum eða j í f jöllunum. Ef þið og menn vkkar gefist upp, þá getið þið allir fengið að sjá fjöl- skyldur ykkar, með tíð og tíma. En ef þið ekki gerið þetta, þá hörmum við það mjög, að við verðum að berjast og eyðileggja ykkur — það er hlutverk herja okkar — ekkert annað“. Áður en Japanar rjeðust á Austur-Indíur, var mikið rætt um „leynilega flug- velli“ þar. Reyndar voru flugvellir þessir ekkert leyndarmál, sagði hollensk- ur herforingjaráðsforingi mjer um það leysi. „Það eru vfir eitt hundrað þúsund japanskir njósnarar á evja- hafssvæðinu“, sagði hann. Þeir vita um legu hverrar einustu tjarnar, sem útbú- in hefir verið fyrir sjóflug- vjelar og um hverja ein- ustu landræmu, sem rudd hefir verið í frumskógun- um. Þó eru nokkur raun- veruleg leyndarmál, sem jeg vona, áð þeir ekki viti“. Þessi „raunverulegu leynd armál“, voru skæruliða- bækistöðvar, sem voru á hverri eyju faldar langt inni í frumskógunum. Þar safnaði yfirherstjórnin sam an birgðum, klæðum, lyfj- um, byssum og skotfærum. Þetta áttu að verða bæki- stöðvar fyrir óslitna bar- áttu. Það reyndist líka svo. Baráttunni heldur áfram. EKKI ER auðið fyr en eft ir stríð að segja alla söguna um baráttu skæruliðanna í Austur-Indíum. En afrek þeirra eru þegar farin að taka á sig nokkurs konar helgisagnablæ meðal her- mannanna í herbúðum Ástr alíu. Wilhelmina drottning, hefir sæmt marga þeirra heiðursmerkjum. — I hópi þeirra er hollenskur undir- foringi, er stóð ofan á sand pokavirki og gerði við bvssu sína, meðan kúlurnar þutu allt í kringum hann, inn- fæddur liðþjálfi, sem gekk beint inn í herbúðir Japana. og sendi japanska yfirfor- ingjann og allt herforingja- ráð hans yfir í annað líf og Julius Tayha, undirforingi, og þrettán innfæddir her- menn hans, er feldu 250 Jap ana á hinni hernaðarmikil- vægu eyju Tanimbar. Þeir tvístruðu japönsku land- gönguliði. Þegar japönsku herskipin skutu á þá, hörf- uðu þeir undan, en næstu nótt komu þeir i veg fyrir aðra landgöngu. Þeir kom- ust til Ástralíu, og var und- irforinginn þar sæmdur Williemsorðunni. Það er engin miskunn í skæruhernaði. Hernaðartil- kynningar skæruhersins minnast ætíð á að hermenn hafi látið lifið í orustu, en geta næstum aldrei um, að menn hafi særst. Skærulið- arnir i Austur-Indíum hafa fellt hundrað Japani á móti nverjum einum, sem þeir hafa mista, og þó er ofur- eflið hundrað gegn einum. — Fvrsta fyrirskipunin til þeirra er enn í gildi. Hún ,var gefin af hinum „óbug- andi Hollendingum“, þegar horfurnar voru ömurlegast- ar fyrir bandamenn. Fvrir- skipun þessi er skráð í hjarta hvers einasta skæru liða, í hollensku Austur- Indíum: „Þið eigið að ver ja fram- varðstöðvar á landsvæði því, sem Japanar hafa her- numið og vinna að undir- búningi þess dags, er herir Mac Arthurs hershöfðingja, hefja sókn til þess að frelsa þetta landsvæði“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.