Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriojudag'ur 21. mars 1944, Guðjón isbsðii Minning í dag verður Guðjón Gísla- son frá Asgarði í Grímsnesi bor inrt til moldar. Hann andaðist hinn 7. þ. m., að heimili Kristínar dóttur sinnar og Halldórs tengdason- ar síns á Búrfelli, en þar hafði Guðjón dvalið ásamt konu sinni nú nærfelt 2 ár frá því hann brá búi. Guðjón var fæddur að Butru í Fljótshlíð, 7. maí 1866. Ung- ur misti hann móður sína, og fiuttist skömmu síðar með föð- ur sínum og systkinum út í Grímsnes þar sem hann undi stðan til æfiloka. Árið 1891 kvæntist Guðjón fyrri konu sinni Guðbjörgu Sigurðardóttur frá Syðri Brú og reysti skömmu síðar bú að Ásgarði, þar sem hann bjó síð- an nálega 50 ár. Eftir skamma sambúð misti Guðjón fyrri konu sína en kvæntist öðru sinní árið . 1900, Guðrúnu Grímsdóttur frá Syðri Reykjum í Biskupstungum, Mirtni bestu konu, sem lifir mann sinn. Þeim varð 4 barna auðið og eru 3 þeirra á lífi á- samt 1 dóttur Guðjóns frá fyrra hjónabandi. Oll hin mannvæn- legustu. Þótt bóndastaðan yrði aðal- starf Guðjóns í Ásgarði, mun hugur hans hafa hneigst þegar á unga aldri mjög að sjómensku enda var hann löngum til sjós á vetrarvertíðum. Um margra ára skeið var hann formaður í verstöðvunum austan fjalls — Þorlákshöfn og Herdísarvík og þótti hinn besti stjórnari bæði gætinn og fengsæll. Síðar var hann á þilskipum, bæði sem stýrimaður og háseti, en varð að hætta sjómensku fyr en kos- ið hefði því svo gekk gigtin nærri hinum mikla þrekmanni, þegar á miðjum starfsaldri, að upp frá því mun hann sjaldan hafa gengið óþjáður til verka. Guðjón í Ásgarði var hinn xnesti myndarmaður,bæði í sjón og raun. Hann var hinn karl- mannlegasti ásýndum og vel að ejer gjör um marga hluti. Hag- ur í besta lagi og Vandvirkur í hverju starfi. Hann var geð- ríkur maður, en stiltur vel og prúðmannlegur. Hann var skapfastur og drenglyndur, en mjög hljedrægur og óhlutdeil- inn og gaf sig lítt að opinberum málum. Það var eigi að undra, þótt Guðjóni yrði vel til vina og nyti virðingar og trausts allra þeirra sem honum kyntust, þar sem saman fór slík skapgerð og rík hjartahlýja, ásamt mikilli gest- risni og hjálpfýsi þeirra hjóna. Á síðastliðnu sumri kendi Guðjón vanheilsu og vissi gjörla að hverju draga myndi. Beið hann síns banadægurs með karl mannlegri ró, umvafinn því besta sem lífið gat vekt — um- önnun og hjúkrun konu hans Og annara ástvina. Slikum manni sem Guðjón var, eru vistaskiptin góð, því eins og hann er kvaddur með þakklæti og virðingu, svo mun honum einnig vera fagnað í hinum nýju heimkynnum. Páli Diðriksson. London í gærkveldi. MOUNTBATTEN lávarður tilkynti nú um helgina, að Japanar hefðu byrjað sókn á því svæði Burma, sem næst liggur landamærum Indlands. Fregnir í dag herma, að bar- dagar sjeu þarna enn mjög harðir, en Jepönum hafi lítt sem ekki miðað áfram í þessari sókn sinni. Norðar í Burma hafa kín- verskar og amerískar hersveit- ir rekið Japana algjörlega á brott úr hinum mikilvæga Hukon-dal, að því er hermir í tilkynningu Stillwells hershöfð ingja. Hefir verið barist þarna samfleytt í hálfan fimta mán- uð. Er dalur þessi mjög mikil- vægur fyrir allar samgöngur í Norður-Burma. Japanskar flugvjelar hafa nú hafið árásir á flugvelli fall- hlífaliðsins breska, er flutt var til Norður-Burma á dögunum. Spitfire-flugvjelar breskar hafa að mestu leyti hrundið þessum árásum Japana í hörðum loft- bardögum. Ekki er enn getið, að hið aðflutta lið hafi lent í viðureign við Japana á þessum slóðum. Ráðisl á Frankfurt í gær FRÁ 300—500 flugvirki og Liberatorflugvjelar amerískar frá Bretlandseyjum gerðu í dag árás á Frankfurt am Main og svæðið þar umhverfis. Fylgdi þeim fjöldi orustuflugvjela. — Veður var hið versta alla leið- ina, og skýjaþykni svo mikið, að ekki sást frá einni flugvjel til annarar, þótt þær . fygju þjett saman. Var sprengjunum varpað niður í gegnum skýin. Fáar þýskar orustuílugvjelar sáust, en þó kom til nokkurra bardaga, og voru fjórar þýsk- ar flugvjelar skotnar niður. Bandaríkjamenn mistu 6 sprengjuflugvjelar og 8 orustu flugvjelar. Loftsókninni gegn Frakk- landi var haldið áfram allan daginn í dag, enda var veður sæmilegt yfir Ermarsundi. Var ráðist harðlega á járnbrautar- miðstöð fyrir norðan París og ennfremur marga flugvelli norðar. Loks var ráðist á Calais Mureyringar vilja fieirl skip Frá frjettaritara vorum á Akureyri. BÆJARSTJÓRN Akureyrar kaus nýlega á fundi útvegs- málanéfnd til athugunar á at- vinnumálum bæjarins í fram- tíðinni. Hefir nefndin skilað á-' liti sínu eftir að hafa aflað sjer víðtækra upplýsinga um vænt- anleg skipakaup frá Svíþjóð. Gerin nefndin ráð fyrir, að stofnað yrði hlutafjelag til út- gerðar og lagði til, að bæjar- stjórnin samþykti svofelda á- lyktun: „Bæjarstjórn Akureyrar ósk ar eftir, að’ hið háa atvinnu- málaráðuneyti útvegi fyrir bæ- inn tilboð í 1 skip 75 smálestir, 1 skip hundrað og 1 hundrað og fimtíu smálestir, og sjeu þessi skip með útbúnaði og inn rjettingu fyrir tog og síldveið- ar. Ganghraði 10 mílur“. , Bæjarstjórn samþykti álykt- un þessa einróma. Húsrannsóknir í Oslo Frá norska blaðafull- trúanum: FRÁ NOREGI berast fregn- ir um það, að þýska lögreglan hafi gert einhverjar mestu húsrannsóknir að þessu í einu af austurhverfum Oslóborgar. Voru rannsóknirnar byrjaðar snemma morguns og hjeldu á- fram lengi dags. Var svæði eitt afgirt, en það er um 1.5 km. á hvern veg. Hafði lögreglan skotvopn. Ekki er vitað neitt með vissu um ástæðurnar til rannsókna þessara, en álitið er, að Þjóðverjarnir hafi verið að leita að norskum föðurlands- vinum, sem þátt hafi tekið í ólöglegri starfsemi. Daginn áður gerði lögreglan einnig húsrannsóknir í þrem bæjum á Vestfold, Sandefjord, Tönsberg og Horten. Var síma- samband rofið til þessara bæja meðan á rannsóknunum stóð, og heyrst hefir, að allmargir menn hafi verið handteknir. London f gærkveldi. PÍERRE PUCHEU, fyrrum innanríkisráðherra Vichystjórn arinnar, var skotinn í Algiers í’ morgun, eftir að franska ,,þjóðfrelsisnefndin“ hafði neit að að náða hann. Var Pucheu skotinn, og varð mjög vel við dauða sínum. Síðasta ósk hans var að fá sjálfur að skipa af- tökusveitinni fyrir verkum, og var það veitt. — Verið er nú að rannsaka og dæma í málum fjölda manna í Algiers, og er á- litið, að þeir verði flestir eða allir dæmdir til dauða. Sumir þeirra börðust með Þjóðverj- um í Tunisstyrjöldinni. Fleiri dauðadómar. Tveir menn voru dæmdir af 'herrjetti í Algiers í dag, ann- ar, Túnisbúi til dauða, en hinn í fimm ára þræikunarvinnu. — Túnisbúinn var dæmdur sekur um landráð, þar sem hann barð ist með Þjóðverjum í Túnis, en sá er fimm ára þrælkun hlaut, var franskur herlæknir. Var hann sekur fundinn um að berjast gegn Rússum í röðum andbolsjevika, og fyrir að hon- ur var veittur járnkrossinn. Ekki var hann talinn hafa framið landráð, þar sem hann barðist með bandamönnum í Túnis. Var hann ákærður fyrir „að hafa farið villur vegar í föðurlandsást sinni“. —Reuter. Finnar og norræn samvinna Álif Norðmanna Frá norska blaða- fulltrúanum: MENN,' sem eru mjög kunn- ugir norsku stjórninni í Lond- on, fullyrða, að stjórnin mun harma það mjög, ef Finnar tækju ekki vopnahljesskilmál- um Rússa. Þetta myndi ekki aðeins hafa hinar hörmulegústu afleið ingar fyrir hina sárt þjökuðu finsku þjóð, en það myndi einnig útiloka Finna frá nor- rænni samvinnu eftir styrjöld- ina. Það er fullyrt svo skýrt, að eigi verður um vilst meðal Norðmanna, að góð samvinna við Sovjetiúkin og aðrar banda mannaþjóðir, er nauðsynlegt skilyrði fyrir góðri sambúð Norðurlandaþjóða í framtíð- inni. Norska þjóðin elur þá ósk í brjósti, að Finnar megi í framtíðinni halda fx-elsi sínu, sem fullvalda þjóð. Ef Finnar kjósi sjer þá leið, að halda á- fram vopnabræðralagi við Þjóðverja, þá eiga þeir á hættu, að þeirra bíði sömu örlög og Þjóðverja. Skipatjón Svía. Stokkhólmi: — Er yfirlit var gert um skipastól Svía á fundi sænskra skipaeigenda fyrir skemstu, sagði dr. Helm- er Eneborg, að fyrir sex mán- uðum síðan hefðu Svíar átt um Vi milj. smál. minni skipastól en í fyrri heimsstyrjöld, en munurinn hefði nú minkað nið- ur í tæpax/ 200.000 smál. Greinin hjer á eftidr birt- ist í hinu kunna enska tímariti „The Sphere“, þ. 4. þ. m. og er forustugrein. Lætur hún í ljósi álít þessa blaðs á þeim málum, sern. mjög hafa verið rædd að undanförnu, Finnlandsmál- unum. * PERSÓNULEGA óska jeg að Finnar megi komast hamingju- samlega út úr öllum sínum þrengingum. Þetta er að vísu að vona mikið, en sá maður hlyti að vera grimmur og harð- hjartaður, sem gæti borið kala til Finna, fyrir nokkuð sem þeir hafa gert síðan 1939, —< og látið ógert. — Finnar hafa barist fyrir tilveru sinni, hvorki meira nje minna, og Bretar dáðust stundum að bar- áttu þessai'i með háfleygum orðum og blómsveigum, en Finnar hafa raunverulega ver- ið peð í leiknum milli tveggja mestu hervelda Evrópu, og aldrei hafa Finnar getað sagt, að þessar stórþjóðir væru þeim vinveittar. Og nú eiga Finnar að velja eða hafna, og' hvað sem þcir velja, þá munu þeir verða hart úti. — Ef þeir semja frið við Rússa, hlýtur land þeirra, að verða vígvöllur, er þýskir her- ir standa á finskri grund, og þýskar árásir vofa yfir borgum landsins. Ef Finnar hinsvegar halda áfram að hallast að Þjóð verjum, og halda áfram stríð- inu, jafnvel aðeins til varnar, þá munu hinar rússnesku sprengjuflugvjelar leggja borg ir landsins í rústir, og ráðast á varnarstöðvar þjóðarinnar. Vei hinum smáu þjóðum í Evrópu i dag. Þær þeirra, sem hafa haft. hreinastan skjöld og sýnt mesta hugrekkið, — þeirra glæpur hefir verið sá, að þær vörðu sig er á þær var ráðist, — og vörð- ust mjög vel. Vjer Bretar munum allt af líta með samúð á slíka „glæpi“. Jeg get illa þolað, að menn hjer í Bi'etlandi hafi horn í síðu Finna. Þögn, samúð og hjálp, þegar tækifæri gefst, ætti að vera hlutverk vort, hvað þess- ari aðþrengdu þjóð viðvíkui'. — Grimd og órjettlæti styrjaldar- innar kemur þyngst niður á smáþjóðunum, og hinum auð- mjúku í heiminum. Og á hverj um degi verðum vjer að snúa oss undan, til þess að þurfa ekki að horfa á ranglæti, sem vjer getum ekki kipt í lag, og harmleiki, sem ekki verður unt að koma í veg fyrir. Skorað á Breta Framh. af 1. síðu. trúadeildinni allri, og er í henni sagt, að Grikkjum hafi verið hjálpað á þessu sviði, án þess að Þjóðveriar hafi nokkuð hagnast á því, og fyrst þetta hafi gengið svo vel, væri sjálfsagt að hefja þegar 1 stað matvæla- sendingar til allra hinna hernumdu þjóða. svæðið að vanda. Engin mót- spyrna var í lofti. Þrjár flug- vjelar komu ekki aftur. — Reuter. Sendiherra á kon- ungsfund. Fi’á London er símað til norska blaðafulltrúans hjer, að Hákon Noregskonungur hafi í norska sendiráðsbústaðnum í London veitt hinum nýja ís- lenska sendiherra hjá norsku •stjórninni í London, Stefáni, Þorvarðarsyni, hátiðlega á- heyrn. Stokkhólmi: — Þrímöstruð skonnorta sænsk, ,,Messina“ frá Stockevik, rakst fyrir nokkru á tundurdufl í Kaemp- ingeflóa. Skipið sökk skömmu síðaf, er verið var að reyna að draga það inn í Falsterbo- skurðinn. Allri skipshöfninni hefir verið bjargað. Ungverjaland Framh. af 1. síðu. afmæli Kosstuh, þjóðhetju Ungverja. Átti að útvarpa ræðu hans, en um hana hef- ir ekkert heyrst, og heldur ekki um það, að ungverska þingið hafi komið saman, eins og búist hafði verið við að það myndi gera. Fjársöfnun til danskra flótta- manna í Svíþjóö. Marta Jónsdótt ir 50 kr. Guðrún Ólafsdóttir 100 kr. Ó.'J. 50 kr. Helgi Rasmund- sen 50 kr. G. H. 50 kr. J. S. 100 kr. G. G. Móum 500 kr. G. G. 100 kr. Áheit frá konu 50 kr. Ingólfur Flygenring 2500 kr. N. N. 50 kr. M. K. 30 kr. Hákon Finnsson Borgum 300 kr. J. J. X. 50 kr. G. 10 kr. Tvær mæðg- ur 100 kr. Gurra og Akka 50 kr. T. J. J. 200 kr. Þ. S. 20 kr. í. S. 10 kr. Gráskeggur 50 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.