Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 8
8 ' ] . . . ' I * ■ . [• > ■ i , . MORÖDNBLAÐÍí) : i {:1 ,1 1 ■ , \ ' 0 • ,, f ! : v Þriðjudagur 21. mars 1944. u-1- i?.j> m-. T?ramh. á bls. 5. gorás, og mikið hefir af horium lært, talar um áðátreymi eða geislan frá stjörnunum, er veiti hverjum manni sambands veru eða verndarvætt, og er þessi kenning um lífsamband vort hjer á jörðu við máttugri lífverur á stjörnunum, eitt það í fornri speki, sem lítill gaum- ur hefir verið gefinn, þó að þar sjeu raunar frumdrög þekkingar, sem mun reynast mannkyninu drýgri til framfara en nokkur áður. ‘ Þegar rússneski grasafræð- ingurinn Gurvitsj fann fyrir 30 —40 árum, að ung jurt getur haft þannig löguð fjaráhrif á eldri jurt, að hún fer að yngj- ast /upp, þá var sýnt, að líf- geislan á sjer stað, og má sjá þess getið, að á síðustu árum hafi þetta rannsóknarefni ver- ið tekið upp af miklum áhuga og leitt í ljós, að lífgeislan á sjer stað eigi einungis frá jurt- um, heldur einnig frá dýrum. Fara þá kenningar fornrar speki um lífsamband stjarn- anna á milli, að verða mun eft- irtektarverðari en áður, og með rjettum skilningi á eðli draum- lífsins er slíkt samband full- komlega sannað. III. Chamberlin taldi, að rjett væri að líta svo á, sem ný jarð- öld hefjist með tilkomu vits- ins, og er það mjög eftirtekt- arvert spor í rjetta átt. í bók þessari, sem hjer ræðir um, heitir einn kaflinn „Prognostic -geology“, og er þar rjettilega tekin fram þýðing og nauðsyn jarðfræðilegrar þekkingar, ef reynt er að segjá fyrir um framtíð mannkynsins. Og alveg vafalaust mun í jarðfræði- kenslubókum framtíðarinnar verða haldið lengra áfram í þessa átt, og tekin upp sú kenn ing mín, að ný jarðöld hefjist á jarðstjörnu, þegar mannkyn áttar sig á því, hvar á vegi það er statt, og skilur að stefna ber til vísindalegs sambands við fullkomnara líf á öðrum jarð- stjörnum alheimsins. Þá verða mjög miklu gagngerðari alda- skifti en nokkur, sem orðið hafa í sögu jarðar áður. Þá hefst öld sannra framfara, sig- uröld lífsins, þegar mannkyn verður í sannleika, og einung- is til góðs, ráðandi á sinni jörð. Höfundar þessarar merki- legu kenslubókar, eru, eins og margir aðrir náttúrufræðing- ar, bjartsýnir á framtíð jarð- lífsins, telja, að það geti átt sjer mjög langan aldur enn, og framfarirnar orðið ótrúlegar. Þeir hafa ekki, fremur en svo margir aðrir, gert sjer Ijóst, að framtíð mannkynsins er í hin- um mesta voða, vegna þess, ^hve rangt hefir stefnt, hinn yfirvofandi háski jafnvel svo stórkostlegur, að ekki verður hjá því komist að segja, að mannkynið sje á glötunar- barmi. En þó hinsvegar víst, að vísindin geta bjargað, víð- sýnni vísindi en áður, þar sem rjettar eru metin bestu tilþrif sannleikans manna fyr á öld- um, og þar haldið nægilega vel áfram, og ljóst verður, hvern- ig mannanna mein er umfram alt þangað að rekja, að hje- gómi, lygi og villa hefir jafn- an verið í meiri metum hjer á jörðu, en sannleikurinn og leitin eftir sannleik. 7. mars. - Helgi Pjeturss. — Karl Nikulásson. Framh. af bls. 4. þungbært konu missirinn og við skilnaðurinn við góðvini sína á Akureyri, þar sem hann hafði dvalið og starfað flest mann- dómsárin, notið vinsælda og fest yndi, en trygð hans átti jafnan djúpar rætur. Hjer syðra átti hann að vísu systur, vénslamenn og frændur sem fúsir voru að gleða hann og styðja, en að öðru leyti v.ar hjer flest orðið breytt frá æsku árum hans, svo sem hann var nú sjálfur breyttur, því fjörið fjaraði hröðum skrefum. Karl sál. var lengi franskur konsúll meðan hann dvaldi á Akureyri, og var sæmdur frönsku heiðursmerki, er hann ljet af því starfi. Einnig var hann kjörinn heiðursfjelagi í Verslunarmannafjelagi Reykja víkur, en foi;maður þess hafoi hann eitt sinn verið. Þó var það mesta prýði hans og heiður í lífinu, fyr og síðar, að hann var drengur góður. Á. G. Amór Sigmundsson. OSS setur ávalt hljóða, er við frjettum um sjóslys. Eins. var um mig, er jeg frjetti, að togarinn Max Pemberton væri farinn með 29 mönnum. Vil jeg því minnast míns gamla vinar og sveitunga, Arn- órs. Hann var fæddur 3. okt. 1891 í Grunnavík í Norður- ísafjarðarsýslu. Voru foreldr- ar hans Sigmundur Hagalíns- son frá Steig í Jökulfjörðum og Elín Arnórsdóttir úr sömu sveit. Arnór ólst upp með for- eldrum sínum í stórum syst- kinahópi. Hann átti 10 systkini og dóu 4 í æsku. Hin dóu upp- komin, en 2 eru á lífi, Guofinn- ur, búsettur á ísafirði og Mar- grjet í Bolungavík. Arnór hafði stundað sjómensku frá því hann var 14 ára, fyrst á árabátum við ísafjarðardjúp, svo á stærri bátum, en síðar á togurum. Þegar jeg minnist þín, Addi, svo 'varstu kallaður af okkur, gömlu sveitungunum þínum, þá veit jeg, áð þú hefir lagt öruggur út í þessa síðustu för þína. Jeg þekti þig það vel. — Þú varst trúmaður mikill og trúðir því, að eftir þetta líf kæmi annað. Jeg veit, að hug- ur þinn hefir hvarflað til vin- anna heima. Þín síðasta ósk hefir verið að biðja Guð, að styrkja þá. Jeg ætla ekki að segja ævi- sögu Arnórs hjer, því hann var ekki maður, sem vildi láta mik ið á sjer bera. En jeg vil aðeins segja þetta: Hahn var sjómað- ur eins og flestir í hans ætt; hann elskaði hafið; hann hafði sjeð það í mörgum myndum. Nú er hann farinn ásamt fje- lögum sínum. Arnór hafði oft mist frændur og vini í sjóinn, en alltaf var sama löngunin út á hafið. Hann hafði mist bróð- ur sinn, Jósef, orðlagðan afla- og dugnaðarmann, og nú í sama sinn og hann er kallaður hjeð- an, fer dóttursonur Jósefs, að- eins 14 ára gamall. Jeg kveð þig, Addi. Nú ertu kominn heim til föðurhúsanna á því skipi, er sá maður stjórn- aði, sem þú hafðir sagt mjer, að þú treystir ávallt best við stjórn. Þið höfuð leikið ykkur saman sem drengir heima í sveitinni, sem ykkur báðum þótti vænt um. Þið höfðuð siglt um hafið rennisljett, en líka í Minningarorð grimmasta vetrarham, og nú háfið þið fylgst að í yltkar síð- ustu för. Þökk fyrir samverustund- irnar. Gamall sveitungi. Skriðdrekagryfjur s Horegi Frá norska blaðafulltrú- anum: VIÐ Sandefjord í Noregi er nú sagt að Þjóðverjar sjeu að grafa einhverja allra stærstu skriðdrekagryfju í landinu, er hún 3—4 km löng og er fjöldi manna að vinna að þessu. Ut með Sandefjords-firðinum, sem er grein af Oslofirði, halda Þjóðverjar áfram víggirðingum sínum af miklum ákafa. Einnig frá öðrum bæjum og þorpum meðfram Oslofirðinum, berast fregnir um það, að Þjóðverjar haldi áfram að koma fyrif skriðdrekagildrum á götunum, þeim er liggja niður að höfn- inni, og yfirleitt hafa þeir látið gera allskonar virki. Eins og áður höfðu borist fregnir um, voru Þjóðverjar að láta gera stóran flugvöll í Rygge á Austfold, og hefir land undir hann verið tekið frá ýms um jörðum. Þannig var skógur prestseturs sveitarinnar eyði- lagður og flugskýlin voru bygð mjög nærri Ryggekirkju. Frá firðinum fyrir neðan eru lagð- ar rennibrautir upp að flugskál unum, .þannig, að einnig er hægt að hafa þarna sjóflugvjela bækistöð. Rjett fyrir síðustu jól höfðu Þjóðverjar um 500 menn í vinnu þarna, en meiri hluti þeirra hefir síðar strokið. Þetta hefir haft það í för með sjer, að Þjóðverjar taka af verka- mönnunum matvælaskömtunar seðla þeirra og geyma þá sjálf- ir, til þess að hindra strok. Kafbátur sækir flótta- menn. London: — 'Breskur kafbát- ur hefir farið alt upp að Hol- landsströndum, og hafði hann samband við land. Tók hann þar 7 hollenska flóttamenn, sem þýska lögreglan hafði leit- ast við að ná á sitt vald. — Reuter. — Attila Framh. af bls. snúa liði sínu aftur til norð- urs. Hafði Attila hæglcga skilið það, að auðveldara væri að ná til prinsessunn- ar í Konstantinopel, ef hann færi yfir sín eigin lönd, heldur en fara í gegnum ó- vinveitta Ítalíu. Hann snjeri nú til hallar sinnar handan Dónár. Eftir sögn sjónarvotta, var það stórfengleg bygging, éin- göngu smíðuð úr viði. Þar iagði hann nú hernaðinn um stund á hilluna og helgaði sig ástamálum. Hafði hanrf felt hug til fagurrar stúlku, sem hjet Ildico. Hann þarfh aðist fróunar vegna þess, hve fyrirætlanir hans höfðu tafist, og var því efnt til nýs brúðkaups. Geysilegt óhóf var í veisl- unni. Allir gestirnir átu og drukku af gulldiskum og gullbikurum. Attila einn mataðist af trjefati og drakk úr trjebolla eins og venja hans. var. Á meðan á borðhaldinu stóð, var verið að búa brúðurina. En Attila hafði látið fvlla trjebikar sinn of oft með glitrandi áfengu víni og lá nú hjálparvana fram á borð ið. Þjónar studdu hann til svefnherbergis síns, svo að hann gæti sofið stundar- korn áður en hann kallaði á brúði sína. Stúlkan beið þolinmóð klukkustund eftir klukkustund, en aldrei kom kallið. Ekki barst heldur neitt svar, þegar áhyggju- fullir aðstoðarmennirnir drápu á hurð hans. Attila hafði dáið af hjarta slagi. Skrýmsli yfirgangs og grimdar hafði fallið fyrir eigin veikleika. Svipa guðs var horfinn úr heiminum, sem nú varp öndinni með feiginleik. — Um sauðfjárskifti. Framh. af bls. 4. ekki að beygja okkur, í þessu falli, fyrir öðru en því, sem er sýnileg, óyggjandi og sjálfsögð nauðsyn eða rjettmæt og gild- andi lög. Laxamýri, 6. mars 1944. Jón H. Þorbergsson. (OOO^X^OOO^X^OéOOOOOOOOOOOOOOO^XXX^^^íX^OOOOOOOOOOOOOCOOOO^OOOOOOOOOOOOOCKKKXK^OOOCKKK! I - <» - J Eftir Robert Storra /0<><><><><><><>0<><><><>«><><><><><>0<><><>0<><><> OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOI Meanwhile Y remember, MASCARA — IP IT COMEÖ TOA 5H0W-D0WN, VOU WATCH OUT FOR VOURSELF ! A FEW MINU7E5 L'ATER .... THE STATION WAOON APPROACHE6 A TOLL BRIDGE. J X-9: — Bill, viö vitum, að Alexander er ein- hversstaðar í borginni. Það eina, sem við getuni ‘ gert, er að halda honum hjer kyrrum, þangað til hann sýnir sig Bill: — Alveg rjett ... Við höfum sett verði við hveíja brú og á hverja járnbrautarstöð. — Hann getur alls ekki sloppið. X-9: — Jeg vona, að þú hafir.rjett.fyrir þjer. A meðan. Alexander: — Mundu, Mascara, að ef alt kemst upp, þá verður þú að hugsa um að forða þjer. ^ Nokkrum mínútum seinna nálgaðist bíll.inn bró.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.