Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21, mars 1944. MORGUNBLA.ÐI« 11 Það er gott að deyja í hæðun- um, áður en fer að halla und- an fæti. Frank, sem var að byrja að átta sig á, að kona gat verið það heimili, sem hann hafði þráð alla ævi. Hin sterka þrá, sem hafði þjáð hann alla ævi, var nú horfin, hann var kom- inn heim. . . . Yoshio Murata, smávaxinn Japani, sem stóð í dyrunum með lánaðar bækur, hann fjell í mjþri kurteislegri hneigingu. Ef til vill var hann þakklátur því á dauðastundinni, að hin innantóma, tilgangslausa og hversdagslega ævi hans skyldi hljóta jafn hetjulegan endi. Chang-feðgarnir, faðir og sonur, grófust í rústunum, er þeir voru á leiðinni niður í lyftunni, á flótta undan hætt- unni. Andstæðingar í skoðun- um, en þó tengdir af ást, sem blóðbönd valda. Svallarinn og meinlætamaðurinn, skynsem- istrúarmaðurinn og hugsjóna- tmaðurinn, hinn alþjóðlegi gróðabrallsmaður og hinn þjóð legi verndari lands og fram- fara. Andstæðir og ólíkir sem eldur og vatn, og þó tengdir órjúfanlegum böndum. Chang, faðirinn, sem lífið hafði veitt ált, en þó neitað honum um eitt: virðingu sonar síns. Og Yutsing Chang, sonurinn, fjar- huga og áhyggjufullur út af þrem þúsundum drengja, sem höfðu komið á skátamót 1 Shanghai íyrir hans áeggjan. Hann var einn þeirra þúsunda ungra Kínverja, sem prjedika hugrekki og bardagahug fyrir löndum sínum, en vita þó inst inni, að þannig er ekki hægt að bjarga Kína. Kurt Planke, glötuð sál á refilstigum, sem átti ekkert fyrir sjer nema fangelsisvist- ina, sem hann hafði flúið ætt- jörð sína til að komast hjá. Mikill gnýr steyptist yfir hann, dimmir orgelhljómar og vængja þytur. Andi hans lyfti sjer til móts við dauðann, því að dauð- inn er sterkara deyfilyf en ópíum og ást. Dr. Emanúel Hain, maður, sem hafði þegar lifað af dauða sinn, skel án innihalds. Sprengj an, sem deyddi hann, sparaði honunr' ómakið að gleypa eit- urskamt. Jelena Trubova — lafði Hel- en Russell, ævintýrakvendið, sem beið skipbrot við hinar fyrstu tilfinningar, sem hún ljet hafa áhrif á líf sitt. Hún hafði elskað, myrt, lifað til einskis. Hún hafði misreiknað sig hrapallega. Hún starði of- an í lófa sína, tómar kaldar og dofnar hendur, sem gátu grip- ið, en ekki haldið. Hún dó ekki samstundis. Hún átti eftir að fara gegnum hreinsunareld. Hún leið hræðilegar vítiskval- ir, þetta brot úr mínútu, sem hún lifði, virtist heil eilífð þjáninga. Síðan varð hún björt, hörð og gegnsæ og til- finningalaus; brotinn krystall undir rústunum — það var Jelena Trubova. Lung Yen, dráttarkarlinn, var meðvitundarlaus, þegar dauðinn fann hann, og hann dó óskaddaður. En eftir dauðanti skildi höfuð hans, sem þegar tilheyrði böðlinum, við sjúkan og kvalinn líkama hans. Lung Yen mun aldrei framar sjá son sinn, nje þorpið sitt, nje jörð- ina, sem forfeður hans rækt- uðu, nje grafirnar, sem þeir hvíla í — og það er sorglegt. iEn hann mun heldur aldrei vita, að fyrir syni hans lá að deyja í Kiangwan eftir mikil harðindi og bardaga upp á líf og dauða — og það er gott. Drepinn ásamt hundruðum þúsunda, barna, kvenna, gam- alla manna, hinna varnarlausu, friðsælu og saklausu. Drepinn eins og aðrir, sem Japanar drepa, til þess — eftir opin- berum skýrslum þeirra að dæma — að draga úr óvinsæld- um Dai Nippon. Madame Tissaud, sem sat við marmarasúlu, þegar hótel- ið hrundi, sakaði ekki. Hvíta hárkollan hennar skektist ör- lítið áður en alt var um garð gengið. Hún fjekk sjer eitt glas af absinthe og skemti sjer síð- an hið besta yfir öllu saman, því að hún hafði lifað of marg- ar styrjaldir til að taka þær hátíðlega. „Þarna er Shanghai lifandi lýst“, sagði hún við B. S., sem kom á vegum Eos- filmu og kvikmyndafjelagsins. „Kínverjar skjóta á Kínverja, og enginn getur skorið úr, hvort það er vegna þess, að þeir eru heimskir eða slungnir. Það er sem jeg hefi altaf sagt: betra er að vera hundur í friði en maður í ófriði. En hvað um það, Monsieur Scott. Það verð- ur, sem verða vill“. ENDIR. Tö f radr y kkurinn. Einu sinni var svertingi, sem átti lata og lundilla konu. Oft hugsaði hann um það, að rjett- ast væri að skilja við hana og fá sjer aðra nýja. Svo fór hann að renna hýru auga til stúlkn- anna í nágrenninu og gá að, hvort engin væri þar hentug fyrir hann. Þetta sveið konunni sárt, og í raunum sínum leitaði hún til læknis, sem orðlagður var fyrir tilbúning töfradrykkja. „Maðurinn minn hatar mig“, sagði hún, „búðu mjer til töfra- drykk handa honum, svo að jeg geti fengið hann til þess að elska mig“. Læknirinn hugsaði sig um og svaraði svo: „Drykkinn skaltu fá, en fyrst verðurðu að fara út í skóg, slíta þrjú ennishár af lifandi Ijóni og færa mjer, því að þau þarf jeg að fá til þess að geta búið til töfradrykkinn". Konan gekk burt og hugsaði málið. Sá hún sem var, að líf sitt væri í veði, ef hún ætti að ganga framan að viltu skógar- ljóni, nema brögðum yrði beitt. Tók hún þá af matai’foi’ða sín- um hálfan lambskrokk og gekk af stað. Þegar hún kom til ljóns ins ætlaði það að ráðast á hana, en hún fleygði í það lamb- skrokknum og gekk síðan brott. Ljónið tók við kjötinu og át það, en skipti sjer ekki af kon- unni. Næsta dag færði hún ljóninu enn stærri kjötbita og hjelt því áfram nokkra daga. Ljónið fór þá að verða vingjarnlegt við hana, þegar það sá\til hennar með kjötið, ljet það ýmsum vina látum og njeri sjer síðan uj*p við hana. Nú var lítill vandi að ná af því þremur ennishár- um. Þegar hún kom með þau til læknisins, spurði hann hana, hvernig hún hefði farið að því að ná hárunum. Hún skýrði honum frá því. Læknirinn brosti og sagði: „Nú hefir þú sjálf búið til töfradrykkinn, sem þú baðst mig um. Farðu nú heim og vertu eins góð við manninn þinn og þú hefir verið við Ijón- ið; honum fer þá aftur að þykja vænt um þig. Eða heldurðu, að maðurinn sje verri en ljónið? Þú hefir hænt það að þjer með vingjarnlegum atlotum og góð- um mat. Hændu nú manninn að þjer á sama hátt“. Konan fylgdi ráðum vitrings ins og var upp frá þessu þolin- móð og eftirlát við mann sinn og ljet hann altaf fá góðan mat. Hann hætti aftur á móti að hugsa um skilnaðinn og hinar stúlkurnar og varð eins góður við konu sína og hún var við hann. — Hver kona getur búið til sinn töfradrykk sjálf. (Dæmisaga). Sá er ekki ólánssamur, sem enginn hefir ólán a-f. Oft lifa þeir lengi, sem með orðum eru vegnir. Sá þakkar öðrum, sem betur kann. Móðurbræðrum verka menn líkastir, en föðursystrum fljóð. ★ Gamlir kunningjar höfðu ekki sjest í mörg ár, en mætt- ust nú á götu í Reykjavík. Magnús: — Þú ert sá maður sem flestar vitleysur hefir skrifað um æfina. Eggert: — Hvernig dirfistu að vera svo ósvífinn að segja þetta um mig? Magnús: — Hefurðu ekki verið hraðritari í þinginu í fjölda mörg ár? Pjetur og Bergljót Eftir Christopher Janson 32. Pjetur stóð sem steini lostinn, nú var það hann, sem var votur um augun. Hann leit á seðlana: — „Meira en hundr- að“, tautaði hann, og hundrað á jeg fyrir. — Einn og einn eru tveir“. Svo hló hann, leit aftur á seðlana, svo á dyrn- ar, eins og hann væri að hugsa um að fara inn aftur. En svo tók hann viðbragð: „Þetta þarf Bergljót að fá að vita“, tautaði hann, ,,og guð blessi bæði þann röndótta og skarð- ið og alt saman“, og með það hljóp hann af stað eins og byssubrendur og stefndi til sels og veifaði seðlunum í hendinni. Bráðlega var hann horfinn sjónum í skógin- um. — „Hvað var að piltinum?" sagði Árni. Hann hafði horft út um gluggann. „Hefir leiðin til prestssetursins eitthvað breytst upp á síðkastið? — Og það er nú meira, hvað hann Pjetur er fljótur á fæti“. Fimti kafli. Morguninn kom, og aftur var heiðskýrt. Smáskúrirnir, sem fallið höfðu um nóttina, höfðu breitt ferska daggar- slæðu yfir engi og allan skóginn. Alt blómstraði og ang- aði. Andvarinn ljek sjer við daggardropana, sem hjengu í löngum röðum á greinum trjánna og glitruðu í sólskin- inu. Loftið var svo svalt og hreint, hvort sem maður gekk um skóginn, um engin eða uppi í fjöllunum. Og hefði maður komist alla leið upp í Bjarnastaðasel, þá hefði maður orðið ljettur í spori. Þar uppi var loftið enn hreinna, það var næstum eins og maður lyftist til flugs, og sólgeislarnir sem ljómuðu um allan dalinn, þeir bara skinu, en brendu ekki. Maður gat ekki verið öðru vísi en glaður á slíkum morgni. Og þess vegna var það víst líka, sem Bergljót var svo snemma á fótum og trallaði og söng. En ætli það hafi nú að öllu leyti verið þess vegna,; sem hún sveif út og inn, ljett í spori og virtást ekki geta verið kyrr eitt andartak? — Ekki fyrr en hún var búin að kveðja Signýju gömlu og var þotin af stað niður í sveitina. — Ekki veit jeg það, en reynandi væri að spyrja hann Pjetur; hann gæti kanske sagt eitthvað um þetta. Signý gamla hafði mikið að gera þenna dag, því hún átti bæði að gæta fjenaðarins, sjá um að eldurinn sloknaði ekki, og þvo allar fötur og trog. Þegar hún var að setja ketilinn yfir, til þess að fá sjer kaffisopa, þá heyrði hún einhvern leggja eitthvað frá sjer úti og koma svo inn. Það var Níels Þorgeirsson hringjari. „Góðan daginn, góðan dag“, sagði hann. „Sæll vert þú, Níels“, sagði Signý. „Reyndu að fá þjer sæti“. „Þakka þjer fyrir, þakka þjer fyrir“, sagði hringjarinn og tylti sjer á bekk. — Ja, jeg var nú að hugsa um, hvort jeg fengi ekki nokkrar silungabröndur hjerna norður í vatninu, — en það er heitt að ganga í dag“, og hringjar- inn þurkaði sjer um ennið á jakkaerminni. „Þyrstur hlýturðu að vera, það veit jeg“, sagði Signý, „en ekki hefi jeg annað að bjóða þjer en mjólk. „Nýmjólk neitar maður nú ekki“, sagði Níels og dæsti, skimaði svo í kringum sig og dæsti aftur. — „Hum, sagði hann, hvar ætli hún Bergljót sje í dag, hum, ja, hún hlýtur að koma bráðum“. — Um leið kom Signý inn með mjólkina og hringjarinn tók við henni og drakk stórum: „Takk fyrir góða mjólk“, sagði hann svo og setti könnuna frá sjer á borðið. „Viltu ekki aftur í könnuna?“ spurði Signý. „Æ, þakka þjer fyrir, ekki alveg strax. Má jeg ekki sitja svolítið hjerna hjá þjer og hvíla mig. Fæturnir eru farnir að eldast, og leiðin er löng, það er gott að hvíla sig svolítið á milli“. — Og hringjarinn andvarpaði og þurkaði af sjer svitann. Svona sat hann. Og tíminn leið. Hringjarinn var að ræða um veðrið við Signýju gomlu við og við og oft leit hann til dyranna, að sjá, hvort Bergljót kæmi ekki. „Þú verður að bíða lengur“, tautaði hann við sjálfan sig og fjekk sjer mjólkursopa. Sólin steig hærra og hærra upp á himininn, en ekki kom Bergljót. Hringjarinn sneri sjer og ók sjer á bekknum. Hvar í ósköpunum getur hún verið, hugsaði hann. — Jeg verð víst að, spyrja. — En hann spurði ekki, því í sama bili heyrði hann eitthvert þrusk fyrir utan. „Gott var að þú beiðst, Níels Þorgeirsson“, tautaði hann og glotti með sjálfum sjer og sleikti út um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.