Morgunblaðið - 12.04.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.1944, Blaðsíða 6
 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. apríl 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyTgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Stefnan skýrist Á FLESTUM flokksþingum Framsóknarflokksins hin síðari ár hefir verið gerð ályktun gegn þjóðnýtingu at- vinnutækjanna. Það hefir þó verið skoðun ýmsra, að ályktanir þessar hafi eigi verið gerðar af heilindum, held- ur hafi ráðamenn flokksins með þessu verið að slá ryki í augu þeirra flokksmanna, sem höfðu látið í ljós óánægju yfir reykulli stefnu flokksins í þessum málum. Skrif Tímans undanfarið í sambandi við rekstur tog- aranna sanna ótvírætt, að meiri hluti Framsóknarflokks- ins, sem ræður stefnu blaðsins, er andvígur einkarekstri á þessum atvinnutækjum. Hefir áður hjer í blaðinu verið vakin athygli á þessum skrifum. Við þær umræður, sem af þessu hafa spunnist, hefir Tíminn orðið bersöglari. í forystugrein Tímans s. 1. þriðjudag segir svo m. a.: „Fjelagsreksturinn er tvímælalaust heppilegasta fyrir- komulagið í þessum efnum. En vafasamt er, að honum verði alment komið fram á þeim grundvelli, að sjómenn- irnir eigi sjálfir skipin, þótt stefna beri í þá átt. Þess vegna er vart um annað að gera en hlutaðeigandi bæjar- og sveitarfjelög eða jafnvel ríkið eignist stærri veiði- skipin eftir þörfum og leigi þau hlutaskiftafjelögum sjó- manna“. Hjer er kveðið svo skýrt að orði, að eigi getur verið um að villast, hver stefna ráðamanna Framsóknarflokks- ins er. Hún er sú, að stórvirkustu atvinnutæki lands- manna (togararnir) verði ekki framvegis í einkaeign (fjelaga og einstaklinga), heldur verði þau eign bæjar- og sveitarfjelaga, sem svo leigi sjómönpum skipin. Fáist hinsvegar enginn sjómaður til að taka skipin á leigu, er eina leiðin sú, að sveitarfjelögin eða ríkið geri út skipin. En þá er þjóðnýting þessara atvinnutækja fullkomnuð. Rökin, sem Tíminn færir fram fyrir þjóðnýtingu tog- aranna eru þau, að það hafi oft orðið mikil töp á þessum atvinnurekstri; töpin hafi lent á bönkunum, en það sje meira en þjóðfjelagið geti undir risið í framtíðinni. Þess vegna verði að breyta til. Enginn neitar- því, að töp hafi orðið á rekstri togara og að bankarnir hafi þar stundum fengið skell. Þessi at- vinnurekstur er áhættusamur og fjárfrekur. Það hefir þessvegna þótt nauðsynlegt að byggja þenna atvinnu- rekstur upp með talsverðu fjármagni. Það fjármagn hafa einstakhngar lagt fram, í hlutafje. Þetta er fyrsta áhættu- fje fyrirtækisins. Sjá allir hve fráleit sú kenning Tímans er, að töp bankanna yrðu minni við það, ef fyrirtækið ætti ekkert áhættufje upp á að hlaupa. Það er einnig alger misskilningur, að bankarnir væru nokkuð betur trygðir, ef bæjar- og sveitarfjelögin ættu skipin. Sú trygging er vitanlega einskis virði, ef atvinnu- reksturinn gengur illa. Fyrir þessu er næg reynsla. Ekki er vafi á því, að heppilegasta fyrirkomulagið á rekstri togaranna er einmitt hlutafjelagsfyrirkomulagið, sem hjer hefir tíðkast. Þar verða einstaklíngarnir alltaf einhverju að fórna, ef illa gengur og það minkar áhættu bankanna. Það er þessvegna fullvíst, að ef breyta ætti til og koma skipunum í eigu bæjar- og sveitarfjelaga, myndi afleiðingin verða sú, að togaraútgerð á íslandi myndi brátt líða undir lok. Ef til vill er Tíminn þeirrar skoð- unar, að það yrði happadrýgst fyrir þjóðfjelagið. Það er gott að Tíminn kvað upp úr um þjóðnýtingar- stefnu Framsóknar í sambandi við rekstur togaranna. Vill hann ekki vera eins hreinskilinn á öðrum sviðum at- vinnulífsins? Hvað um landbúnaðinn? Hvert stefna Tímamenn með 17. gr. jarðræktarlaganna? Þar krefjast þeir þess, að ríkið verði meðeigandi í jarðeignum þeirra bænda, sem njóta vilja hlunninda jarðræktarlaganna. Vill Tíminn ekki segja bændum, skýrt og afdráttar- laust, hvort stefnan er hjer hin sama og boðuð er við rekstur togaranna — að allar jarðir verði ríkiseign og bændur leiguliðar hjá ríkisvaldinu? Þá myndi einnig þar skamt yfir í algera þjóðnýtingu. í 2. Happdræftisins 15000 krónur: 1919 5000 krónur: 3668 2000 krónur: 8102 13546 21432 1000 krónur: 783 6485 6792 9486 14365 14923 18354 23057 23411 23742 24145 24155 500 krónur: 776 4404 4650 6134 6872 9273 9759 9815 10474 11578 15049 15774 16456 20664 22838 24376 - \ 320 krónur: 944 1,006 1292 1462 1937 1942 1952 1959 2157 2204 2377 2414 2614 2750 2931 3262 3350 4090 4479 4679 4781 4993 5349 6338 6517 7021 7285 7306 7472 7681 7765 8135 8144 8252 8317 8457 8560 8815 9141 9423 9612 9832 9895 10023 10399 10422 10920 11239 11321 11736 11891 12051 12534 12960 13639 13735 13836 14032 14107 15240 15434 15705 16123 16219 16806 16921 16928 17131 17411 17761 17842 18327 18592 18637 18876 18992 19279 19352 19919 20001 20008 20154 20209 21284 21326 21524 21711 21778 21845 22499 22570 22827 22847 23133 23494 23557 23599 23782 23819 200 krónur: 93 180 211 261 446 455 515 739 764 816 839 918 973 982 1185 1211 1486 1541 1544 1666 1839 1883 2030 2199 2250 2381 2529 2585 2593 2661 2810 3095 3107 3252 3416 3622 3671 3787 4073 4249 4388 4466 4539 4947 4972 4997 5014 '5083 5275 5438 5485 5526 5702 5740 5892 5918 5963 5964 6137 6153 6776 6830 6947 7047 7283 7320 7379 7436 7452 7519 7644 7803 7812 7883 7910 8069 8128 8353 8498 8535 8668 8805 8945 8980 9058 9148 9301 9645 9742 9767 9839 9878 9897 9964 10123 10251 10320 10480 10487 10516 11074 11126 11163 11264 11310 11466 11558 11579 11622 11660 11669 11761 11923 11994 12158 12216 12242 12333 12378 12390 12640 13010 13082 13118 13203 13501 1368,7 13756 13809 13866 13937 14001 14024 14090 14113 14277 14467 14578 14624 14932 15859 15885 16095 16135 16141 16165 16202 16290 16433 16454 16570 16662 16778 16780 16819 16875 16919 16969 17102 17168 17288 17295 17358 17386 17491 17574 17629 17641 17899 17962 18014 18029 18116 18135 18146 18531 18621 18800 18978 19059 19074 19093 19288 19479 19531 19641 19882 20177 20777 20942 21081 21422 21690 21938 22041 22170 22297 22452 22601 22994 23005 23019 23049 23072 23087 23343 23425 23579 23743 23780 24032 24048 24093 24159 24185 24260 24336 24785 CLf' 'Uíbuerjl óLri i 1 ufr dcuzié ciateaa lí^inu w-m-w ♦♦♦♦ ❖❖•:*■:* Gleðilegir páskar. PÁSKAHÁTÍÐIN, sem nú er um garð gengin, hefir verið mörgum gleðileg, og þá fyrst og fremst vegna veðurblíðunnar. Það munu vera mörg ár síðan, að slík veðursæld hefir verið hjer sunnanlands alla páskahátíðina. Reykvíkingar notuðu sjer líka góða veðrið og frístundirnar og má sjá þess merki á andlitum margra Reykvíkinga þessa dag- ana. Útitekin og hraustleg andlit sjást hvarvetna. Veðráttan hefir svo mikið að segja í frístundir okkar ís- lendinga. Það er mest úndir veðri komið, hvort þær verða skemti- legar. En ef til vill breytist þetta er fram líða stundir. Hver veit, nema að við sækjum sólina vest- ur til Florida, eða til Afríku, þegar fram líða stundir. Skal jeg nú skýra nánar, hvað fyrir mjer vakir. * Vikulokafrí í New York fyrir 300 krónur! EITTHVAÐ svipað þessu hljóð ar fyrirsögn í bréska blaðinu „Overseas Daily Mail“, sem jeg rakst á hjerna á dögunum. í fyr- irsögn enska blaðsins var því bætt við, að allir myndu geta not ið þeirra kostakjara að stríðslok um, að skreppa frá Englandi til Ameríku yfir eina helgi fyrir ekki hærra fargjaid. Blaðið seg- ir' síðan frá, hve miklar fram- farir hafi orðið í flugmálum á síðustu árum. Það er athyglisvert við þessa framtíðarráðagerð breska blaðs- ins, sem bygð er á samtali við einn af fremstu flugmálasjerfræð ingum Breta, að gert er ráð fyr- ir, að ísland verði einn áfanginn á flugleiðinni milli Evrópu og Ameríku. Er það ein sönnunin fyrir því, sem framsýnir menn þykjast hafa sjeð fyrir, að ís- land muni verða í framtíðinni aðaláfanginn á þessari flugleið. Flugferðir fyrir alJa. ÞESSI UMRÆDDI flugmála- sjerfræðingur telur, að framtíðar flugleiðin milli Ameríku og Ev- rópu verði um ísland, Qrænland og Labrador. Þessar flugferðir verði fyrir almenning og á því þurfi þær að byggjast. Þessvegna verði reynt að stilla fargjöldum öllum í hóf. í þessar flugferðir verða not- aðar 6 hreyfla farþegaflugvjelar, sem geta flogið með alt að 200 manns í einu. Ekki er talið, að ódýrt farþegaflug komist á fyrir ; alla fyr en eftir 2—3 ár eftir að ófriðnum lýkur. Reykjavík—Washing- ton á 12 klst. ÞAÐ VERÐUR lítið úr vega- ! lengdum, þegar flogið er. í grein inni í enska blaðinu er reiknað 1 með 18 stunda flugi frá Prest- 1 wick í Skotlandi til Washing- ton, með viðkomu í Reykjavík. Flugleiðin milli Reykjavíkur og Prestwick er reiknuð 6 klukku- stundir. Það ætti eftir því að vera 12 stunda flug milii Reykja víkur og Washington. -X-K-bbbK-X ♦ ♦ verði að fá betri veðurfregnir og kunnátta-flugmanna og tækni eykst. Veðrátta hefir ekki eins mikið að segja eins og mai’gur kynni að halda, því með útvarpsgeisla- tækninni geta flugmenn flogið blindandi heimsálfanna á milli, með því að horfa á grænt ljós í mæliborði flugvjelarinnar. Ódýru fargjöldin hljóta að verða til þess, að fleiri leggja upp í ferðalög en áður var. Fyr- ir stríð kostaði far frá Reykja- vík til Kaupmannahafnar með skipi 300 krónur, auk fæðispen- inga. Eftir stríð vérður hægt að fljúga til Ameríku fyrir lægra fargjald. • . Þýðing íslands. ÞAÐ GETA allir sjeð með hálfu auga, hvílíka þýðingu ís- land hefir fyrir flugferðir um Atlantshaf. Þeirrar skoðunar hef ir gætt hjá sumum, að vegna þess, hve flugvjelarnar sjeu orðn ar fullkomnar, sje ekki lengur þörf fyrir áfanga á langleiðum. Á það er bent, að flogið sje nú viðkomulaust milli Bretlandseyja og Bandaríkjanna. Þetta er að nokkru leyti rjett. En það segja mjer flugmálasjerfræðingar, að Island verði ákaflega þýðingar- mikil flugstöð og sje reyndar orð in það. Það verði einkum sUm- armánuðina, sem viðkoma verði á íslandi á flugleiðinni milli Ev- rópu og Ameríku. Með því að koma við á íslandi og taka þar eldsneyti, geta flugvjelarnar flutt fleiri farþega eða flutning í hvert skifti, heldur en þær geta, þeg- ar beint er flogið. Þetta atriði er talinn svo mikill kostur, að af þeirri ástæðu einni mun ísland verða mikilvægt sem áfangi á þessari flugleið. • Góð kynning. ÞRIÐJUDAGINNN í fyrri viku buðu íslenskir læknar amerísk- um starfsbræðrum sínum, sem hjer dvelja, suður í háskóla. Þar fluttu þeir Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir og dr. Gunn- laugur Claessen fyrirlestra á ensku um læknisfræðileg mál- efni. Sigurður ræddi urn berkla- veikina á Islandi, en Claessen um rannsóknir sínar á sullaveiki. Amerísku herlæknarnir voru mjög hrifnir af fyrirlestrunum og þakklátir fyrir boðið. Slík kynningarkvöld, eíns og hjer var á ferðinni, eru ákaflega mikils virði. Margir hinna amer- ísku lækna eru stórmerkir og góðir læknar, sem njóta trausts og virðingar í heimalandi sínu. Það er mikils virði fyrir þá að fá tækifæri til að kynnast rann- sóknum íslenskra stjettarbræðra sinna og reynsla þeirra getur komið að miklu gagni fyrir ís- lenska lækna. En það er ekki aðeins á sviði lælinisfræðinnar, sem slík kynn- ingarkvöld geta komið að gagni. I hernum eru menn úr flestum eða öllum stjettum. Það væri sannarlega vel, ef íslenskir stjettarbræður þeirra í hvaða grein sem er gætU fengið tæki- færi til að kynnast þeim og eru kynningarkvöld tilvalin til slíks. Aukavinningar. 1000 kr.: 1918 1920 Birt án ábyrgðar. Mikið örj’ggi. SAMKVÆMT HEIMILDUM breska blaðsins er lítil hætta á slysum á Atlantshafsflugleið- inni. Segir í greininni, að slyg á þessari flugleið sjeu minnf. en Vz % af þeim gríðarlega mikla flugvjelafjölda, sem fljúgi þessa leið nú. Öryggið verði þó enn meira í framtíðinni, þegar hægt Montague Norman lætur af störfum. London: — Aðalbankastjóri Englandsbanka, Montague Nor- man hefir látið af störfum sök- um vanheilsu. Hann er 73 ára gahiall ■ /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.