Morgunblaðið - 12.04.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.04.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. april 1944, MORGDNBLAÐIÐ !f HÖRMUNGAR BERLÍIMARBÚA JEG dvaldi í Berlín þegar ein mesta loftárásin var gerð á borgina, og ætla jeg hjer að reyna að lýsa því, hvernig það er að verða fyr- ir slíkum ógnum. — Þegar sprengjuregnið hófst, dvaldi jeg i borgarhverfi, sem þeg- ar var orðið mjög illa leikið af fyrri loftárásum, og eng- in nýtísku loftvarnarskýli voru þar til. Jeg hljóp til þess skýlis, sem næst var og kastaði mjer marflötum á gólfið. Hafði þetta einhvern tíma verið íbúðarkjallari. í rauninni var ekkert skjól þarna, en jeg hafði engin tíma til þess að hugleiða það enda var ekki neitt skárra hæli að finna þarna í grend- inni. Eldsprengjumar voru þegar teknar að falla allt i kringum mig, og brátt skalf jörðin af ægilegum drunum sprengjanna, þegar þær sprungu. Hefði jeg haft myndavjel meðferðis, myndi jeg hafa getað tekið myndir, því að enda þótt engar stjörnur sæjust, og þykk ský lægju yfir borginni, þá var bjarm- inn af eldunum svo mikill, að það var sem. bjartur dag- ur væri. Ein sprengjuflug- vjel hætti sjer niður úr skýjaþykkninu, og glitraði hún eins og risastór silfur- fiskur, þegar geislar leiar- ljósanna lentu á henni. Hin- ar sprengjuflugvjelarnar hjeldu sjer fyrir ofan skýin, öruggar fyrir leitarljósun- um, en hinn skelfilegi há- vaði frá vjelum þeirra ætl- aði að gera mann heyrnar- lausan. Þorði jeg varla að lita upp. Sprengjunum rigndi nið- ur án afláts. Ein fjell til jarðar í aðeins um hundrað og fimmtíu metra fjarlægð frá holunni minni. — Loft- þrýstingurinn var svo mik- ill, að jeg þeyttist úr kjall- aranum út á meðal brenn- andi rústanna á götunni. — Jeg var ómeiddur og hljóp í skyndi að næstu húsarúst- um, þar sem nokkrir menn voru saman komnir. — Jeg heyrði grátstunur inni í kjallaranum. Það kviknaði ekki á vasaljósinu mínu, og enginn hafði eldspítur. Ein- hver spurði, hvert nokkur væri meiddur þarna, og svarið barst innan úr rúst- unum: „Einn maður misti fótinn og kona dó“. Jeg kemst til stóra loft- varnarbyrgisins. ÁRÁSIN virtist nú fær- ast yfir í annan hluta borg- arinnar, og ákváðum við því tveir að reyna að komast í nýtísku hverfisbyrgi, sem var eigi alllangt frá. Okkur heppnaðist að lokum að komast til stóra byrgisins með því að varpa okkur til jarðar í hvert sinn er við heyrðum sprengjugný og klöngrast síðan yfir allskon- ar rusl og brennandi hluti, sem lágu á heitu malbikinu á götunum. EFTIR OSKAR JACCOBI í yfirstandandi styrjöld hefir meira sprengjumagni verið varpað á Ber- Iín en nokkra aðra borg heimsins. — í eftirfarandi grein lýstir sænski blaðamaðurinn Oscar Jacobi einni stórárásinni á borgina og hinum ægi- legu eyðileggingum, sem þar hafa orðið. í fyrstu vildu verðirnir ekki hleypa okkur inn í byrgið, því að það var þeg- ar fullskipað. Þegar við að lokum gátum troðið okkur inn, loguðu geysimiklir eld- ar beggja - vegna hinna breiðu gatna meira en mílu vegar. í gegnum byrgis- dyrnar sá jeg logandi flug- vjel hrapa til jarðar í stór- um bogum og steypast að lokum ofan í eldhafið í fjarska. Hæli okkar var eitt af hinum fimm hæða loft- varnarbyrgjum úr járn- bentri steinsteypu og átti það að rúma um það bil 10 þúsund manns. Lögreglu- menn stjórnuðu umferðinni í hinum greiðu göngum og sögðu fólki á hvaða hæð það ættti að fara. Skýlinu var skift niður i mörg smáher- bergi, auk þess sem þar voru eldhús, lækningastoí- Ur og snvrtiherbergi. Engin sæti voru þarna, og sat. því flest fólkið á gólfinu á tepp- um þeim eða mottum, sem það hafði getað haft með- ferðis, ella stóð það upp við veggina. Þegar jeg komst inn í bvrgið, var jeg orðinn alveg örmagna. Föt mín voru í tætlum. Sólarnir á skónum mínum höfðu losnað, frakk- anum hafði jeg týnt og lík- ami minn var blár og mar- inn, en jeg hafði þó bjarg- að líftórunni. Mjer var vís- að inn í lækningastofu, þar sem jeg settist og beið, ásamt hundruðum annara, eftir læknisaðgerð. Margir kvöldust af brunasárum og biðu þarna til þess að láta búa um þau. Margir báru sig aumlega, og kom það mjer til þess að hugsa um það, að ef til vill væri jeg ekki svo illa út leikinn. — Hjúkrunarkonur skunduðu milli bekkjanna með umbúð ir og áhöld, og loftið var þrungið lyfjailmi. Að síð- ustu kom röðin að mjer. — Var bundið um annan hand legginn á mjer, og jeg síðan látinn fara inn í annað her- bergi, þar sem jeg átti að bíða eftir því, að merki væri gefið um það, að hættan væri liðin hjá. Loftvarnaskothríðin hevrð ist ekki nema óljóst í gegn- um hina meterþvkku veggi og var eins og hún kæmi langt úr fjarska. Ægileg sjón blasti við. ÖRVINGLUÐ KONA reyndi að brjótast út á göt- una. Verðirnir stöðvuðu hana og allt var kyrt aftur. Enginn hafði löngun til að tala. Allir störðu út í loftið, sumir með óþolinmæði. aðr- ir í algerðu sinnuleysi. Jafn skjótt og sprengjugnýinn og fallbyssudrunurnar lægði, fóru sumir að talast við til þess að reyna að stæla kjarkinn. Aðrir fóru að spila. — Fyndinn náungi reyndi að segja gamansög- ur, og stúlkurnar skríktu framan í hermenninaj kunn ingja sina. En þar sem flugvjelarnar hjeldu enn kyrru fyrir yfir borginni, og sónn „siren- anna“ heyrðist áfram, tók andrúmsloftið í byrginu að breytást. Fólk tók nú að ger ast áberandi óþolinmótt. — Margir höfðu setið hjer í ó- þægilegum stellingum í 3 eða 4 klukkustundir, og voru þeir orðnir bæði þreytt ir-og hungraðir. En við urð- um að bíða enn í tvær klukkustundir, þar til merki var gefið um það, að hættan væri liðin hjá. Þess- ar tvær klukkustundir heyrði jeg mörg ummæli, sem ekki hefðu verið heppi- leg innskot í áróður dr. Göbbels. Að síðustu var allt afstað ið. Þegar jeg kom út úr dyr- unum, fylttust augu mín tSr um af hinni þykku og sterku reykjarsvælu, sem grúfi yfir öllu. Öll gatan framundan var eitt eldhaf. Fólkið, sem ruddist áfram Til þess að komast sem fyrst út, rak upp sklfingaróp, þeg ar það sá þessa hryllilegu sjón. Brakið í eldunum, sem loguðu á allar hliðar, gerðu manni ókleift að heyra hvað fólkið sagði. Brunalúðrarnir öskruðu stanslaust, þegar slökkvibifreiðarnar þutu milli eldveggjanna, er voru beggja vegna við þá götu, sem jeg varð að ganga eftir. Það var heitara en í gufubaði, enda þótt hávet- ur væri og frost annars stað- ar. Jeg ákvað að komast út í lystigarð, sem var þar í grendinni, en leið mín lá milli brennahdi bygginga og gegnum þykk reyský — Allt í einu uppgötvaði jeg, að jeg hafði gleymt gasgrím unni minni heima og bölv- aði sárt bjánaskap mínum. Hjelt jeg vasaklút fyrir vit- in og hljóp af stað í áttina til garðsins. En jeg var ekki kominn nema tæpa tvö hundruð metra, þegar nýtt hættumerki var gefið. Jeg hljóp eins og fætur toguðu aftur til byrgisins. Hundr- uð annara manna gerðu hið sama, og var svo mikill troðningur við innganginn, að maður mátti hafa sig all- an við til þess að verða ekki kraminn til bana. Þegar flugvjelamar komu aftur. FYRSTU sprengjurnar í þessari nýju árás fjellu til jarðar áður en allir voru komnir inn í byrgið. Fólk það, sem enn var utan veggja, hljóp æðisgengið i skjól, og andlit þess voru áf mvnduð af ótta. Berlínarbú- ar þeir, sem aftur voru komnir inn í byrgið, fvlgdu vörðunum eftir með algeru sinnuleysi. Það var eins og þeir væru algerlega tilfinn- ingarlausir, þar sem þeir annað hvort stóðu, sátu eða lágu með náföl andlit. Eng- inn sagði orð. Við vorum nú ekki eins mörg og i fyrra skiítið. Margir hafa senni- lega ekki haft ráðrúm til að komast þangað aftur, og sumir hafa án efa farist undir hrynjandi húsum eða í sprengjugígum. — Gömul kona við hlið mína grjet sárt. Hafði hún mist alla fjöl skyidu sína •— aldraðan eig- inmann og tvær dætur — nóttina áður. Þeir, sem næst ir sátu, reyndu að hugga hana. Hjúkrunarkona bauð henni bolla af gerfikaffi, en hún ýtti honum frá sjer með vonleysissvip og hjelí áfram að gráta. Klukkan var nú tíu að kveldi, og jeg tók að hugsa um það, hversu lengi við myndum neyðast til að halda kyrru fyrir í þetta sinn. Jeg fann að taugar mínar voru að bilá. Við urðum að hafast þarna við alla nóaina, og klukkan sex um morguninn var að- eins þeim, sem þurftu að fara til vinnu eða vildu hætta sjer út á eigin ábyrgð, leyft að fara út úr skýlinu. Jeg ákvað að hætta á að fara út, því að allt var betra en dvelja áfram í þessu byrgi, þar sem jeg hafði haldið kyrru fyrir i átta klukku- stundir. Enn var dimt, því að reykjarmekkir huldu himininn, en eldarnir gáfu þó nægilega birtu. Loft- varnalið og sjálfboðaliðs- brunasveitir voru að reyna að slökkva eldana eða stemma stigu við útbreiðslu þeirra. Jeg sá engar sveitir úr hinu fasta brunaliði á leið minni heim. Éftir að hafa skrönglast á fram í tvær klukkustundir, kom jeg að stað þeim, þar sem matsöluhúsið, er jeg borðaði í, hafði staðið dag- inn áður. Ekkert var þar nú uppistandandi nema skökk járngrindin, sem enn var rauðglóandi og hálfhruninn veggur. Hjálparsveitir voru að grafa þárna eftir fólki, er innikróað var i kjallarabyrg inu, en sú vinna virtist frem ur vonlitil. Þótt þessar raunir minar væru skelfilegar, þá eru þær ekki annað en það, sem Berlinarbúar verða nú svo að segja daglega fyrir. Þáð er auðvelt að gera sjer í hugariund þá miklu örvænt ingu, sem hlýtur að hafa gnpið fólk, eftir að það hef- ir lifað slikar nætur, og heimili þeirra, sem það hef- ir getao komið sjer upp méð margra ára striti, eru jöfn- uð við jörðu með einu höggi. Állt til þess tíma, er orust an um Berlin hófst, reyndu Berlínarbúar að telja sjer trú um það, að allt myndi enda vel, þrátt fyrir mink- andi matarskamt, herútboð, skyldu til þess að taka a heimili sín fólk, sem yfir- völdin sendu og fjöhnargar aðrar kvaðir vegna styrjaid arinnar. En tilvei'a Þjóð- verjans heíir ætíð verið tengd við heimili hans, og þegar heimilið er tapað, virðist allt annað vonlaust. Tjóníð er ægiíegí. TIL ÞESS að gefa nokkia hugmynd um þá eyðilegg- ingu, sem orðið hefir í höf- uðborg þrigja ríkisins, get jeg skýrt frá því, að þegar þetta er ritað, hefir næsturn helmingur Berlínarborgar, sem telur rúmar fimm miij- ónir ibúa, verið gersamlega lagður i rústir. Þar að auki hefir fjórði hluti borgarinn- ar orðið fyrir miklum skemd um, og hvergi i borginni mun vera til hús, þar sem heilar rúður eru í gluggum. Manntjónið í loftárásunum hefir verið furðulega iitíð. Er það áaatlað vera milli 2Ö þúsund til 30 .þúsund manna. Þótt ægilegustu stundir Berlinarbúa sjeu meðan loft árásirnar standa yfir, þa hefjast þó erfiðleikar þeirra j fyrst, þegar loftárásirnar eru afstaðnar. Þá mætir þeim hin ægilega eyðilegg- ing. Áætlað er, að yfir þrjár miljónir íbúa borgarinhar sjeu húsnæðislausir og þurfi hjáip. Það er hægt að ganga í hálfa klukkustund gtgnum viss. borgarhverfi i Berlín, án þess að sjá nema rústir og sótsvört hús, sem eru al- gerlega óhæf til ibúðar. í Berlín — og Þýskalandi — er nýr gróður að vaxa upp úr þjóðfjelagsjarðvegin um — gróður, sem mvndast hefir af völdum loftárás- anna. Er það hópur örvænt- ingarfulls fólks, sem mun með tímanum verða injög hættulegt stjórnskipulaginu ef ekki er annað hvort hægt að sjá því íarborða eða halda því i skefjum með valdi. — Nasistar eru sjer fyllilega meðvitandi um þessa hættu, og yfirvöldin gera allt, sem í þeirra va'ldi stendur, til þess að hraða Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.