Morgunblaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 14. apríl 1944 Risafuglinn Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörnsen. 6. glugga sinn úti á miðju At- lantshafi". Muriel hló. „Þetta er ekkert hlægilegt“, sagði Barney hugsandi, „því að þetta getur vel verið“. „Jú, þetta er einmitt hlægi- legt“, sagði Muriel. „Það er ekki hægt að koma mannslík- ama fyrir í ferðakofforti, nema auðvitað taka úr því allar skúff ur og öll skilrúm“. „Það er hægt, ef hann er skorinn í sundur“, sagði Bar- ney. „Jæja, virkilega! Muriel sneri sjer undan og gretti sig af viðbjóði. „Já, það ef hægt“, sagði Barney. „Rand þótti mikið koma til þess, hversu baðkerið var hreint. Hann sagði, að það liti út eins og nýþvegið“. „Það er nú einu sinni siður, að fólk þvoi baðker sín“, sagði Muriel skynsamlega. „Já, það er nú svo“, sagði Barney. „Gerði hún það?“ spui’ði Muriel eftir dálitla þögn. „Hvað heldur þú?“ sagði Barney. „Það vantar sannanir“, sagði Muriel. „Það eru einmitt miklar sannanir“, sagði Barney. „En það eru sannanir, sem aðeins styðjast við líkur“, sagði Muriel. „Alveg rjett. Hvert þögla vitnið á eftir öðru bendir ásak- andi fingri á hana. Fingraför- in á glasinu, byssukúlan í veggnum, byssan í sorpgatinu, hin skyndilega brottför hennar til Evrópu, kýraugað opnað, þegar það á að vera lokað, og ferðakoffort hennar hálftómt“. „Jeg myndi ekki hengja kött fyrir sannanir, sem byggjast á líkum“, sagði Muriel. „Þar hefir þú einmitt rangt fyrir þjer, ljósið“, sagði Bar- ney. „Vitni geta logið, eða þeim getur skjátlast. En staðreynd- irnar ljúga ekki — ef nóg er af þeim“. „Það, sem að staði’eyndum er“, sagði Muriel, „er, að það vei’ður að túlka þær. Þessar staðreyndir ‘geta bent í alt aðra átt“. „Getur verið“, sagði Barney. „En þá höfum við aðeins fimm mínútur til þess að vinna úr, og hvað getum við gert með einar fimm mínútur?“ „Vaughan hefði getað yfir- gefið íbúðina og komist úr augsýn á þessum fimm mínút- um“, sagði Muriel. „Já, segðu það fyrir rjettin- um. Hann notaði einmitt fimm mínúturnar, sem Johnson ekki var við, til þess að komast á brott“. „Ef til vill hefir hann farið seinna — eftir að Johnson var háttaður og sofnaður“. Nú hringdi síminn. Muriel tók upp heyrnartólið og horfði á Barney á meðan. Að andar- taki liðnu rjetti hún honum það. „Það ert þú. Rand er að spyrja eftir þjer“. Muriel fjekk sjer vindling og kveikti í honum, en horfði stöðugt á Barney á meðan. Hún sá að hann fölnaði og andlits- drættirnir urðu skarpari. Hún hafði sjeð þennan svip áður, og það fór hrollur um hana. Þeg- ar hann lagði frá sjer heyrnar- tólið, sagði hún: „Nú?“ Barney starði á hana án þess að sjá hana. Svo rak hann upp stuttan hlátur. „Langar þig til þess að vita, hvað hr. Giles Redfern keypti, þegar hann fór út á föstudags- kvöldið 18. des., eftir að skot- in heyrðust?“ „Auðvitað. Segðu mjer það strax“, sagði Muriel óþolinmóð lega. „Hann keypti dálítið af köldu kjöti, tungu eða ef til vill lifrarkæfu, kartöflusalat tt „Nei, virkilega!“ tautaði Muriel. „Svo keypti hann þrjár ark- ir af rauðu cellophane“. „Já, til þess að pakka inn jólagjafir með“, sagði Muriel. Barney náði sjer í vindling og kveikti í honum. „Jeg hefi sjeð margt ein- kennilegt um ævina, hefi sjeð saklaust fólk komast í vand- ræði aðeins vegna einhverra hrejckja örlaganna. En ef þetta ei'u hrekkir, þá ....“. „Segðu mjer það, Barney. Hvað kepti Redfern?“ „Hann keypti“, sagði Bar- ney hægt, „þrjár arkir af cello- phane og þrjú gross af rak- vjelablöðum. Skrítið, ekki satt?“ XIII. KAPÍTULI. Þegar Giles Redfern keyrði eftir veginum til Avignon, sá hann í speglinum lögregluþjón á mótorhjóli koma hratt á eft- ir þeim. Nú vissi hann, að ekki var lengur hægt að komast und an því, sem hann hafði óttast um lengri tíma. Hann keyrði út á vegarbrúnina, þegar mót- orhjólið keyrði upp að bílnum. „Monsieur Giles Redfern?“ „Já“. „Jeg bið yður að afsaka, monsieur. En þjer eruð beðnir að koma við á lögreglxistöðinni í Avignon, til þess að leysa þar úr nokkrum spurningum. Það mun ekki taka langan tíma, ef monsieur vill gjöra svo vel“. „Vissulega", svaraði Redfem. Hann leit snöggvast á náfölt og óttaslegið andlit Stellu. „Hvar er það?“ „Jeg skal fara á undan, ef monsieur vill gjöra svo vel og fylgja á eftir‘*. Maðurinn setti mótorhjólið í gang á ný, og þau óku af stað. „Hvað er þetta?“ spurði Stella. Röddin var þrungin kvíða. „Jeg hefði átt að segja þjer þetta fyrr“, sagði Redfern. „Jeg sá það í blaði í París, en mjer fanst ....“. „Hvað er það, Giles? Segðu mjer það“. „Þeir vilja spyrja þig um hvarf Franks“. Andlit hennar var eins og grima, lífvana gríma. Aðeins augun voru lifandi. „Hvarf?“ endurtók hún. „Það er vitað, að hann heim- sótti þig á föstudagskvöldið. Og nú hefir systir hans farið með þá sögu til lögreglunnar, að hann hafi ekki sjest síðan“. „Margrjet hefir altaf hatað mig“, hvíslaði Stella. „Hún hjelt, að alt væri mjer að kenna“. Redfern tók utan um hönd hennar og þrýsti hana fast. „Vertu alveg óhrædd, ástin mín“, sagði hann. „Þú verður auðvitað að svara spurningum þeirra, en segðu samt eins lít- ið og þú mögulega getur“. „Þú ferð ekki frá mjer, Gil- es?“ „Auðvitað ekki. Ekki eina minútu“. Avignon lá nú fyrir framan þau, svartur blettur gegnt rauðum og gullnum nætur- himninum. v „Hvað geta þeir gert?“ spurði Stella. „Ekkert, alls ekkert“, svar- aði Giles. Og það lá við, að hann tryði sjálfur því, sem hann var að segja. Hann sá ekki veginn, dimman og ógnandi, sem lá fyrir framan þau. Lögreglustjórinn, lítill, hvat- legur maður, reis upp úr sæti sínu og hneigði sig, þegar þau komu inn. Hann hafði glögt auga fyrir kvenlegri fegurð og horfði því með sýnilegri á- nægju á þessa yndislegu, ungu konu, sem virtist eins og hálf ófús að setjast í stólinn, sem hann tók fram handa henni. Þvílíkur vöxtur! Þvílík augu! Þvílíkt .... En þá mundi hann eftir því, að hann var yfirvaldið. Hann sá það greinilega, að hún var hrædd, og það var eitthvað, sem hún vildi leyna. Áhugi hans á málinu vaknaði. Hann mundi eftir Maríu Rembouill- et, sem hann hafði sjeð fyrir rjetti í París fyrir mörgum ár- um. Hún hafði einnig vérið mjög fögur, en það hafði sann- svo vænt um yngstu konungsdótturina, sem hann hafði bjargað, að hann var aldrei í rónni fyrir hugsunum um hana, og ætlaði af stað að leita hennar hvað eftir annað. En risinn sagði honum að vera rólegum, kvað ekkert liggja á, því að þeir á skipinu ættu enn eftir að sigla í sjö ár, áður en þeir kæmust heim. Og eins og risafuglinn, sagði líka tröllkarlinn, að með hana væri engin hætta, hún svæfi með sverð fyrir framan sig í rúminu. — ,,En annars“, bætti jötuninn við, „geturðu sjálfur farið út í skipið, þegar það siglir hjerna fram hjá og sótt sverðið og sjeð hvernig allt er þar, — því sverðið verð jeg að fá aftur hvort sem er“. Þegar skipið sigldi svo þarna fram hjá, hafði aftur ver- ið mikið óveður og er konungssonur kom út í skipið, svaf allt fólkið þar rjett einu sinni. Sá þá konungssonur að allt var rjett, sem risinn og fuglinn höfðu sagt um yngstu kon- ungsdótturina. Konungssonur tók svo sverðið og komst í land aftur, án þess að nokkur hefði orðið hans var. En samt var konungssonur ekki rólegpr, oft langaði hann til þess að halda af stað, og þegar tók að líða á árin sjö, svo að aðeins þrjár vikur voru eftir af þeim, sagði risinn: „Nú geturðu farið að búast til ferðar, fyrst þú vilt ekki vera um kyrt hjá okkur og þú skalt fá lánaðan bátinn minn, hann er úr járni, og hann fer af stað ef þú segir: „Áfram bátur!“ í bátnum er járnkylfa og henni skaltu lyfta upp, þegar þú nálgast skipið, þá hvessir svo mikið, að skipsmenn hafa ekki tíma til að sinna þjer fyrir bráð- um byr, og þegar þú ert kominn að skipshliðinni, skaltu aftur lyfta kylfunni og þá kemur svo mikil stormur, að karlarnir mega alls ekki vera að sinna þjer neitt, og þeg- ar þú ert kominn fram hjá skipinu, skaltu lyfta kylfunni í þriðja sinn, en alltaf verðurðu að leggja hana varlega niður aftur, annars verður svo mikið veður að bæði þeir og þú farast. Þegar þú svo ert kominn að landi, þá þarftu ekki að hugsa neitt meira um bátinn. Ýttu honum bara frá og segðu: „Heim með þig, bátur!“ Þegar konungssonur lagði af stað, fjekk hann eins mik- ið gull og silfur og báturinn gat borið, og margt annað fleira, fínustu föt, sem dóttir risans hafði saumað handa honum, svo nú var hann miklu ríkari en nokkur af bræðr- ium hans. Hann hafði ekki fyrr stigið út í bátinn og sagt: „Áfram, bátur!“, en báturinn skreið frá landi og ekki fór hann neitt hægt. Og þegar skipið kom í augsýn fyrir stafni, lyfti hann kylfunni og kom þá svo óður byr, að Urið. Lengi hefir mennina langað til þess að vita, hvað tímanum liði, og mæla hann í ákvefcum tímabilxxm. Fyi'sti tímamælir, sem sögur fara af, er sólúrið hjá Kalde- um. Þeir x-eistu upp lóðrjettar stengur á hallalausum fleti, líkt því, sem „sólskífan“ er nú. Þegar sólin var hæst á lofti, var skugginn stytstur, en lengd ist eftir því, sem sólin lækkaði á lofti. Eftir því, sem næst vei'ður komist, fluttist notkun sólúrs- ins til Grikklands 550 f. Kr. og var þá alment notað í þorpum. En aðalgallinn á því var sá, að á nóttunni og alla þá daga, sem ekki var sólskin, var það gagnslaust. Samhliða þessum sólúrum var vatnsúr, sem tíminn var mældur með. Um þau er getið hjá Assýríumönnum 600 árum um svo hægt, að ílátið tæmdist 12 sinnum frá því að sólin var hæst á lofti, þar til á sama tíma næsta dag. Svo átti sá, sem gætti vatnsúrsins, að hrópa það upp, hvað tímanum liði, í hvert skifti, sem ílátið tæmdist. Sá galli var á þessum vatns- úrum, að vatnið streymdi hrað- ar á meðan ílátið var fult held- ur en þegar lítið vatn var eftir í því. Var þá tekið upp hjá Grikkjum og Rómvei'jum að nota sand í stað vatns. Stór framför var það því, er fundið var upp að mæla tím ann með úri, sem gekk með hjólum. Ekki vita menn, hver sá var, sem fyrstur fann þetta upp. Hið fyrsta slíkt úr, sem getið er um, sendi kalífinn Raschid Pjetri mikla keisara. Seinna voru klukkur, með líkri gerð, fullkomnaðar með því að hengja lóð á þessi hjólúr, og seint á miðöldum voru slíkar Eitt sinn kom skrifari Was- hingtons, forseta Bandaríkj- anna, of seint í skrifstofuna og afsakaði sig með því, að úrið sitt hefði stansað, en forsetinn svaraði því svo: „Já-já, þá vei’ðið þjer að út- vega yður annað úr eða jeg að fá mjer annan skrifara“. ★ Anna litla var að byrja að lærá að skrifa stafina. Kennarinn: — En hvar er punkturinn yfir i-ið? Anna: — Hann er ennþá í blýantinum. ★ Kennarinn: — Tommi, þjer hefir farið mikið fram í reikn- ingi, nú eru heimadæmin þín altaf rjett reiknuð. Tommi: — Já, pabbi fór í ferðalag. 'k f. Kr. — Þessi vatnsúr voru þannig, að lítið ílát var fylt með vatni, og neðst á þeim var lítið gat, sem vatn draup gegn klukkur settar upp á háa hús- turna í stórborgunum, svo að fólkið gæti sjeð, hvað tímanum liði. Hún: — Ó, guð, þú ert búinn að tala við pabba? Hann: — Nei, ekki ennþá, jeg lenti aðeins í bxlslysi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.