Morgunblaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 2
 MORGUNBLAÐIÐ íiunnudag'ur 16. apríl 1944. itanríkismólastefna Norðmanna Stórveldin bera að- alábyrgðina en smá 15. apríl. Frá London er símað til norska blaðafulltrúans hjer: Finn Moe, ritstjóri í kon- ungl. norska útanríkismála- ráðuneytinu í Lor.don, skrif ar í dag í málgagn stjórnar- innar, ,,Norsk Tidend“, út af ræðu Cordell Hulls ut- anríkismálaráðherra Banda- ríkjanna, er hann hjelt í útvarp á mánudaginn var. NORSKA þjóðin mun vafa- laust fallast á grundvailaratriði þau, sem Cordell Hull nefndi í ræðu sinni, um öryggisstefnu þjóðanna eftir styrjöldina. Norðmcnn hafa lært, að hlut- leysisafstaða veitir þjóðum ekk ert öryggi. eða styður að þvx að friður haldist, I framhaldi af því, er Norðmenn voru ein- lægir og áhugasamir þátttak- endur í þjóðabaxidalaginu, mun norska þjóðin leita öryggis í samstarfi við aðrar þjóðir, og vera reiðuhúin til að taka á sig þær fórnir, sem fylgja því sam- síarfi, hvort heldur þær eru á sviði stjórnmála, fjármáia eða hermála. Það líggur í hlutarins eðli, oð innan takmarks slíks sam- starfs geta átt sjer stað sjer- stök samtök nágrannaþjóða, þó fþað nái engri átt, að smáríki verði þvinguð til meira og ■roínna óeðlilegra samtaka, en viðleitni í þá átt hefir á vissum stöðum gert vart við sig. Sam- starf þjóðanna verður, eins og "komist er að orði í Moskva- sáttmálanum, að byggjast á fullfx-jálsu jafnræði allra frið- arunnandi þjóða. Það er því mikilsvert, að Hull tók svo skýrt fram, að á öllum stigum undirbúningsstarfsins undir al- þjóðleg samtök verða menn að tryggja sjer samþykki Banda- iiip.nn0. Norðrúenn feafa aldrei haft tilhneiging til að líta svo á, að smáríki ættu að íá sömu áhrif innan samtakanna, hversu lít- ilsmegnug sem þau eru, til að vinna að varðveislu friðarins, eins og stórveldin, sem bera mestan þunga og ábyrgð á því, að halda árásarþjóðum í skefj- um. Frá norskri hlið hefir því oft verið haldið fram, sem Cordell Hull sagði, að Bretar, Banda- ríkjamenn, Rússar og Kínvei'j- ar hljóta að leggja grundvöll- inn að alþjóðlegum samtokum. Án samstarfs þessara aðila hljóta, eins og Cordell Hull sagði, alt milliríkjasamstarf að vera nafnið tómt, og leiðin op- in til nýrra hernaðarátaka. Norðmenn eru þess vegna hlyntir því, að stórveldin reyni fyrst að ná samkomulagi sín á milli, án þess að ástæða sje til að væna þau um, að þau ætli að taka sjer nokkurt al- ræðisvald í heiminum. Það Uggux' í augum uppi, að það væri til tjóns fyrir samstarf þjóðanna. ef menn teldu það sem fyrir fram víst, að kritur ætti sjer stað milli stó.rvelda og smái'íkja. Norðmenn líta svo á, að stofn un einskonar ,,hagsmunafjelags skapar smáríkja“ myndi reyn- ast ógiftusamleg. Smáríkin veröa einmitt að skoða það sem híutverk sitý, að‘ Örfa stórveld- ríkin þurfa að vera með in til samstarfs, og að þau tengdust vinböndum við ná- granna síná, hvert á sínum stað á hnettinum. Með tilliti til þessa er hægt að gagni'ýna mjög stefnu finsku stjórnar- innar. En þó Norðmenn sjeu fúsir að viðurkenna rjett hinna fjögra stórvelda til þeii'ra á- hrifa, sem þau afla sjer, vegna auðlegðar og herstyrks, þá munu þeir öfiuglega styðja þá skoðun Hulls ráðherra, að ein- hliða samtök stórveldanna geta hvorki komið í staðinn fyrir, nje minkað gildi allsherjarsam- taka allra Bandamanna-þjoð- anna. Engan þátt í alþjóðasam- starfinu er hægt að afgreiða, fyr en allir hlutaðeigendur hafa tekið þátt í samningum við hinar ríkjandi þjóðii' um máiið. Það er gefið mál, að slikt bandalag hlýtur að ná um heim allan. Ein einmitt þess vegna verður að vera hægt að efna til samstarfs á þrengri sviðum innan vjebanda allsherjar bandalagsins. Samstarf Norðmanna við Norðurlandaþjóðir og Atlants- hafsveldin í sátt við Rússa, mun þróast af sjálfu sjer. Hjer og þar hefir bólað á því, að menn óttuðust að slík takmörkuð Jjjóðasamtök gætu leitt til þess, að þjóðir leituðu sjer áhrifa svæða og bindust sjersambönd um. En það veltur alveg á sam- starfi stórveldanna, hvort slík hætta gerði vart við sig, eður eigi. Ef stórveldasamstarfið er í lagi, gerir tilhneiging þeirra, til að seilast til áhrifasvæða, ekki vart við sig, og þá munu öryggisráðstafanir, sem ein- stakar þjóðir gera sín á milli, ekki verða bandalög gerð í sjerhagsmunaskyni. Mest ér það undir Banda- ríkjunum komið, hvort sækir í það horf, að þjóðir leiti sjer áhi’ifasvæða eða bindast sjer- hagsmuna samböndum. Norð- menn treysta því, að áhrifa Bandaríkjanna gæti nægilega til að koma I veg fyrir þetta, bæði vegna þess að Bandarik- in eru þess megnug að veita öryggi gegn árásum, og geta yfirleitt best trygt hið^alþjóð- lega samStarf. Þjóð, sem er svo lýðræðis- sinnuð sem Norðmenn, væntir þessa af Bandaríkjunum, ekki síst eftir ræðu Cordells Hull, sem kvað skýrt að orði um það, að takmark Bandaríkjamanna er öryggi Evrópu-þjóða með öflugum lýðræðisstjórnum. Enda hafa Norðmenn aldrei ef- ast um. að þannig litu Banda- ríkjamern á málið. Hinn ameríski ráðherra beindi þeirri eindregnu áskor- un til hlutlausu þjóðanna, að senda ekki hernaðarnauðsynj - ar til Þýskalands. 1 amerískum blöðum er á það bent, að enda þótt þessum orðum hafi aðal- lega verið beint til annara hlut lausra þjóða. þá sjeu Sviar þar ekki undanskildir. Norðmenn gera sjer fyllilega grein fvrir erfiðri aðstöðu Svía. En menn vita líka hve miklar fórnir Norðmerm og Danir hafa fært, til þess að bjarga lýðræðinu í heiminum, og þá um leið á Norðurlöndum. Svíar verða að taka tillit til þess, er þeir ræða áskorun Cordell Hulls, sem vafalaust-er gerð í fullri al- vöru. Islenskur knattspyrnumaður vekur athygli í Skotlandi Ottó Jónssou úr írain og KA Fyrir skömmu síðan var frá því sagt í bresku blöðunum Evening News og Evening Dispatch, að íslendingur væri far- inn að keppa með hinu fræga skoska fjelagi Hearts. Er þetta Ottó Jónsson frá Dalvík, stúdent frá Mentaskólanum á Akur- eyri, en margir Reykvíkingar kannast vel við hann, því hann kepti með Fram síðastliðiri tvö sumur og sýndi iðulega mjög góðan leik og var í mikilli-framför er hann sást hjer á leikvangi síðast. Fyrsta leikinn ljek Ottó, sem nú stundar nám í Edinborg, gegn fjelaginu Aberdeen. Segir knattspyrnugagnrýnandi blaðs- ins Evening Dispatc, að hann hafi staðið sig vel. Segir hann meðal annars um leik hans: írar minka sam göngur vegna „Islenski útherjinn ljet snemma mikið á sjer bera og vakti athygli fyrir það, hve snið ugur hann var að komast í gegnum vörn Aberdeenmanna, en þar mætti harrn hinum á- gæta bakverði Couper og ljek venjulega á hann. Skemti slíkt áhorfendunum mjög vel“. Hearts skoruðu fyrsta mark- ið, en nokkru síðar jöfnuðu Aberdeenmenn. En eftir það hertu Heartsmenn enn sóknina | og sást þá mjög góður leikur hjá Ottó. Munaði þá mjög litlu að hann skoraði mark með skalla, en bakvörður fjekk bjargað á síðasta augnabliki, orðið að minka' eftir að markmaðurinn hafði mist af knettinum. Gekk Hearts betur það sem eftir var hálf- leiksins, en hann endáði 1:1. Hearts tapaði leiknum með 1:2, eftir að þeir höfðu þó haft meiri sókn, og kennir sá, er um leikinn ritaði, því um, að Ottó hafi ekki fengið knöttinn nógu oft í síðari hálfleiknum. Tron Kirk, íþróttafregnritari Evenings News segir um Ottó Irar hafa mjög járnbrautarferSir í land- inu vegna þess, hve innflutn- ingur á kolum hefir minkað mikið frá Bretlandi. Farþega- lestir, sem gengu áður dag- lega, ganga nú ekki nema tvo daga í viku, en flutningaléstir ekki nema fjóra daga, en gengu áður alla daga vikunnar. Einn- ig hefir verið dregið mjög úr kolaskamtinum til hitunar Úr leik mentaskólanemenda Ottó Jónsson ; meðal annars: „Hearts hafa bætt við sig skemtilegum nýliðá — íslending, sem stundar bók- menta- og listanám í Edinborg. Nafn hans er Ottó Jónsson. Hann mun verða við nám sitt í Edinborg í þrjú til fjögur ár. Hann varð mjög glaður, er honum var boðið að leika með Hearts, því auðvitað er hann áhugamaður (Hearts er at- vinnufjelag, en á þessum tím- um, og reyndar annars, fá á- hugamenn oft að leika með slík um fjelögum). Var honum mjög umhugað um að standa sig sem best í fyrsta leik sín- um, og olli honum það nokkurra vonbrigða, að hann fjekk spark í legginn, sem gerði það að verk um, að hann ljek ekki alveg eins vel og hann getur. Jónsson ræddi við mig um knattspyrnu á íslandi og kvað þar aðallega skorta á þjálfai’a og æfingaskilyrði. Efast jeg j ekki um að hann geti lært jmargt og mikið í knattspyrnu þau ár, sem hann dvelur hjer, ! og að honum hafi verið þær móttökur, sem hann fjekk hjer, mikil uppörfun“. Ottó Jónsson hóf að iðka knattspyrnu, er hann var í Mentaskólanum á Akureyri, kepti með liði skólans og með Knattspyrnufjelagi Akureyrar. Er hann kom hingað til háskól- ans, gekk hann í Fram og hefir reynst því fjelagi traustur liðs- maður, er hann hefir verið hjer í bænum. J. Bn, MENTASKÓLANEMENDUR hafa nú sýnt lcikritið „Kvik- lynda ekkjan“, cftir Holbei'g, tvisvar sinnum. Hjer á mynd- inni sjcst atriði úr 3. þætti ieiksins, mansöngur til kvikiyndu ckkjunnar. Næsta sýning á þessum Ieik verður í Iönó í dag kl. 4. Tulfugu máfluðir enn Washington í gærkveldi: —- Háttsettur maður í hernaðar- framleiðslu Bandaríkjanna hef- ir látið svo um mælt, að Banda- ríkjamenn þyrftu að halda á- fram hei'gagnaframleiðslu sinni af fylsta megni i að minsta kosti tuttugu mánuði enn. Kvað hann engu verða hægt að breyta í framleiðslukerfi landsins á þeim tíma. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.