Morgunblaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Stumudagttr 16, apríl 1944. kerla af stað með þessa frjett til allra kjaftakerlinga sem voru þarna nærri og svo komu þær hver af annari og spurðu fregna um konungsdæturnar, hvort hann hefði sjeð þær, hvort þær væru á leiðinni heim og fleira þess háttar. Hann sagði að sjer væri enn illt í höfðinu eftir volkið og væri ekki fær um að hugsa nema lítið og myndi ekki margt, en svo mikið vissi hann þó, að ef.þær hefðu ekki farist í aftakaveðrinu, sem hann braut skip sitt í, þá kæmu þær heim eftir svo sem hálfan mánuð, eða kann- ske fyr, en ekki sagðist hann nú geta sagt um það með neinni vissu, hvort þær væru lifandi, en sjeð hafði hann þær, en kannske hefðu þær farist. Ein af kerlingunum hljóp með þetta til konungshallar og sagði að það byggi sjómaður í kofanum hjá kerling- unni sem hún tiltók og hann hefði sjeð konungsdæturnar og þær myndu koma eftir svo sem hálfan mánuð, eða kannske viku. Þegar konungur heyrði þetta, ljet hann senda til sjómannsins og bauð honum að koma til sín og segja sjer frá þessu sjálfur. „Jeg get það nú varla“, sagði sjómaðurinn. „Jeg hefi ekki föt til þess að ganga fyrir konung í“. En sendiboði konungs sagði, að hann mætti til með að koma til kon- ungsins og tala við hann, því enn hefði enginn vitað neitt að segja honum um dætur hans. Jæja, hann varð þá að fara til konungshallar, og var boðið inn til konungsins sjálfs, sem spurði hann, hvort það væri satt að hann hefði sjeð dætur-hans. „Já, það hefi jeg“, sagði sjómaðurinn, „en ekki get jeg vitað, hvort þær eru enn á lífi, því nokkru eftir að jeg sá þær, kom slíkt óveður að skipið mitt fórst, en ef þær hafa komist af, þá koma þær sjálfsagt hingað eftir eitthvað hálfan mánuð eða svo“r Þegar konungurinn heyrði þetta, x'jeði hann sjer varla fyrir gleði, og er að þeim tíma leið, er sjómaðurinn hafði sagt að þær myndu koma, lagði konungur af stað niður til strandar í sínum besta skrúða og með fríðu föruneyti, og um allt landið var mikil kæti, þegar skipið með konungs- dætrunum, konungssonunum og Svarti skipstjóra lagði í höfn, en ekki var þó nokkur maður glaðari en gamli kon- ungurinn, sem hafði endurheimt dætur sínar. Allar ellefu elstu konungsdæturnar voru líka glaðar og fegnar að vera komnar heim, en sú yngsta, sem átti að giftast Svarti skipstjóra, hún grjet og var afar sorgmædd. Konunginum fannst þetta illt, og spurði hana hvers vegna hún væri hann hugsandi á blöðin fyrir framan sig. „Hún er sek, sú litla“, hugs- aði hann. „En hún verður ekki dæmd af amerískum rjetti. Hún er of falleg. En það kemur mjer ekki við“. Hann hringdi á einkaritara sinn. „Jeg þarf að senda skeyti til New York — til Rand lið- þjálfa .. ..“. XV. KAPÍTULI. Saga Stellu Vaughan birtist í öllum dagblöðum New York borgar daginn eftir. Barney Gantt las hana í „Globe“, og kinkaði ánægju- lega kolli annað slagið á með- an. Hanri hafði lcgið vakandi mestan hluta nætur og hugsað um málið, og hafði loks kom- ist að n ðurstöðu, sem hann hafði ekki vott af sönnun fyr- ir. Og þnð, sem stóð þarna í blaðinu, styrkti mjög þá nið- urstöðu lians. Að vísu mundi enginn dómstóll gera sig á- nægðan raeð þá sönnun, en hún fullnægðí hans eigin háttvirtu persónu. Hann hafði áreiðan- lega rjett fyrir sjer, og nú var aðeins eftir að sanna, að svo væri. Hann fór í frakkann, togaði hattinn niður að augum og fór út. ★ Tom Masson las söguna við morgunverðarborðið í ,,Times“ og ljet kaffið sitt kólna á með- an. Þvílíkt mál! Ótrúlegt! Hann horfði á myndina, sem fylgdi frjettinni. Svona líka falleg kona! En hann óskaði, að þessu væri öllu lokið. Þetta mál fór í fínu taugarnar á honum. Hann kastaði blaðinu frá sjer og reyndi að einbeina athygli sinni að matnum. En hann var ekki svangur lengur. Það var eins og maturinn stæði fastur í háls- inum. Hann horfði í kring um sig, í hinni skrautlegu dagstofu, eins og hann vænti hjálpar það an. En loftið virtist ennþá hærra og lengra í burtu en venjulega. Hið víðáttumikla gólf líktist eyðimörk, þar sem einmana og titrandi sál hlaut að villast. Og honum fanst hann verða svo ógnar lítill, mitt í allri dýrðinni. ★ Rexford Johnson las frjett- ina á leið til Palm Beach, og þegar hann hafði lokið því, sneri hann blaðinu við og las hana vandlega á ný. Síðan hall aði hann sjer aftur á bak í sæt- inu og starði hugsandi út um gluggann. Ef lögreglan ætlaði að taka þessa stefnu, var hann öruggur. Andartak lá við, að honum þætti miður að hafa yf- irgefið borgina þanmg vegna skyndilegs ótta. Það hefði ver- ið þægilegra að ljúka við verk- ið áður en hann fór. En samt . .. Nei, Palm Beach var betri. Hann myndi skrifa, nema — hann svitnaði við tilhugsun- ina —þeir tækju upp á því að endurskoða póstinn. Það væri betra að bíða, þar til hann væri alveg öruggur, og fara þá heim aftur. Við innganginn í neðanjarðar járnbrautarstöðina, rjett hjá Ludlow-fangelsinu, stóð gam- all, gráhærður maður, í bætt- um, brúnum jakka, og leitaði í ruslakörfu að einhverju morgunblaðanna. Loks fann hann það, sem hann leitaði að, braut það saman og stakk í vasa sinn, og skundaði síðan í áttina til Hester Street. Hann komst heill á húfi að leiguhúsinu, þar sem hann hafði rúm útaf fyrir sig í tíu manna herbergi. Það var eng- inn í herberginu, þegar hann kom þangað, nema gamall mað ur, sem lá í næsta rúmi við hann og hraut. Hann skalf af kulda, því að bæði var kalt úti og inni. Hann lagðist upp í rúm ið í öllum fötunum og byrjaði að stafa sig fram úr greininni með stóru fyrirsögninni á hægri síðunni. A meðan hann las, glotti hann við og við, svo að sá í tannlausan góminn milli þunnra varanna. Vatnslit aug- un urðu lymskuleg. Ef þessu hjeldi áfram, myndu þeir tvö- falda verðlaunin, og þá mundi hann gefa sig fram. Hann ljet blaðið falla og starði dreym- andi upp í loftið. Hann var svo niðursokkinn í drauma sína um gull og ger- semar, að hann tók ekki eftir því, að hroturnar við hlið hans voru hættar og gamli maður- inn þar horfði lymskulega á hann undan hálfluktum augna- lokunum. Eftir dálitla stund fjell hann í svefn út frá draumum sínum um fagra freigátu, sumar og sól og vissi því'íkkert af því, þeg- ar nágranni hans teygði sig yf- ir og náði 1 blaðið, sem lá ofan á bringu hans, las það vand- lega og setti síðan aftur á sinn stað. Hann vissi ekki um það, að nú var hans vandlega gætt af tveim blóðhlaupnum, gráum augum. ★ Nancy Gibbs las blaðið í verslun sinni. Niðursokkin í dagleg störf sín hafði hún fram að þessu aðeins litið á samband Stellu við Frank Vaughan- málið eins og leiðinlega skap- raun. En nú sá hún, sjer til mikillar skelfingar, að það var meira en það. Það var hræði- legt! Þeir gátu ekki haldið það, það var ómögulegt. En samt vissi hún, að það var einmitt það, sem þeir hjeldu. Hún strauk hendinni yfir stuttklipt, svart hárið. Hvað var hægt að gera? Hvernig var hægt að hrekja þessa sögu, sem gat ómögulega verið sönn? Rand? Nei, hann myndi ekki hlusta á hana. Lögfræðingur? Nei, þeir voru ekkert betri en lögreglumennirnir. Blaðamað- ur? Hún þekti engan blaða- mann nógu vel, þótt þeir hefðu komið til hennar í tugatali síð- ustu vikuna. Jú, einn þeirra hafði gefið henni nafnspjald sitt. Það var svarthærður, blá- eygur náungi, með gáfulegan svip og mjög skemtilega fram- komu. Henni hafði líkað prýði- lega við hann. En hvar skyldi hún hafa látið spjaldið? Hún leitaði í skrifborðsskúffu sinni og fann það loks eftir langa mæðu. Bernhard M. Gantt. Og í horninu: New York „Globe“. Hún náði í símann og hringdi, en þegar hún fjekk samband við „Globe“, var hr. Gantt ekki við. ★ Ted Lassiter las frjettirnar við morgunverðarborðið. Stella virtist vissulega vera að fest- ast í netinu. Líkurnar voru all- ar á móti henni. Það voru að vísu aðeins líkur, en ef hún kæmist í mótsögn við sjálfa sig Hann vissi, að Margrjet trúði því, að Stella væri sek. Undar- legt annars, hvernig konur — jafnvel góðar stúlkur eins og Margrjet — gátu orðið herská- ar gegn meðlimum af sínu eíg- in kyni, sjerstaklega ef afbrýð- issemin var annars vegar. Og Margrjet hafði verið afbrýðis- söm við Stellu frá því fyrsta, afbrýðissöm vegna fegurðar hennar og glæsileika, og vegna þess, hversu mikið vald hún hafði altaf yfir Frank. Og það var aðeins eðlilegt. Frank var það eina, sem hún átti í öllum heiminum, og Stella hafði tek- ið hann frá henni. Og nú trúði Margrjet því, að Stella hefði myrt Frank. Og lögreglan trúði því, eða a. m. k. virtist svo. En ef málið var hugsað vand lega, hvað þá um Masson- brjefið? Hvað skyldi eiginlega hafa átt sjer stað í íbúð hennar þetta kvöld? Stella var fögur kona og glæsileg, og leiðinlegt, að þetta skyldi hafa snúist þann- ig. En var samt ekki eins kon- ar skáldlegt rjettlæti í því, þar eð Frank hafði þjáðst svo mik- ið hennar vegna? Honum varð hugsað til Hildu Masson, en hún var þungamiðja hugsana hans nú í seinni tíð. Soffía var ung, í blóma lífs- ins, og þar að auki nýtrúlofuð. En það eina, sem amaði að henni, var, að hún var heldur gildvaxin. Tók hún það þá til bragðs að strengja lífstykkið eins fast að sjer og hún gat. — Heimilislæknirinn tók eftir þessu og rjeð henni í kyrþey frá því að reyra það svo mjög, því að það væri skaðlegt fyrir heils una. Þegar læknirinn var farinn sagði Soffía systrum sínum frá því, hve „karlfauskurinn“ hefði verið ósanngjarn og afskifta- samur, að hann skyldi fara að skifta sjer af svona smámun- um. Þær voru á nákvæmlega sama máli og hún. I þessu kem- ur unnustinn og hlustar á tala þeirra án þess þó að leggja nokk uð til málanna. Loks snýr Soffía sjer að honum og segir: „Hvað sýnist þjer um þetta, Friðrik minn?“ „Jeg skal segja þjer það á morgun“, svaraði hann. Seinni hluta sama dags leidd ust þau Soffía og Friðrik út á tún. Þau stöldruðu við stund- arkorn, og tók þá Friðrik upp hjá sjer bandspotta, sem hann batt nokkuð þjett utan um legg inn á fífli og sóley. „Hversvegna gerirðu þetta?“ spurði stúlkan. „Jeg skal segja þjer það á morgun“, svaraði Friðrik. Síðan gengu þau heim. Næsta dag gengu þau aftur út á túnýá sama stað og dag- inn áður. Voru þá blómin á fíflunum og sóleyjunni ásamt leggjunum niður að bandi visn uð og dáin og hjengu niður afl- laus. Friðrik bendir kærustu sinni á blómin og segir: „Hjer er svarið við spurning um þínum í gær“. ★ Jón: — Hvernig stendur eig- inlega á því, að þú getur verið með henni Stínu? Jói: — Vegna þess, að hún er alt öðruvísi en aðrar stúlkur. Jón: — Hvernig þá? Jói: — Hún er eina stúlkan, sem vill ganga með mjer. „Herra, konan mín sagði, að jeg ætti að fara fram á kaup- hækkun"., ; „Gott, jeg skal spyrja kon- una mína, hvort jeg á að veita yður hana“. ★ Móðirin: „Hvernig líður kenn aranum í dag?“ Óli: „Hönd hans og hjarta er hætt að slá“. Móðirin: „Er hann dáinn?“ Óli: „Já“. * — Eigum við þá að segja „góða nótt‘ núna, ástin mín? — Nei, elskan, var svarið, — bíddu í nokkrar mínútur enn og segðu þá „góðan dag- inn“. ★ Magga: — Georg er alveg brjálaður í mjer. Sigga- — Ó, þú þarft ekki að halda, að það sje alt þitt verk. Hann var brjálaður löngu áð- ur en þú kyntist honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.