Morgunblaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 12
12 4 milj. ir innlent Forsæfisréðherra Japana á hersýningu ríkistán W greiðslu erl áuida LANDSBANKI ÍSLANDS -augíýsir í dag útboð á 4 milj. króna ríkisskuldabrjefum. — Verða brjefin boðin út á nítfn- verði og verða vextir þeirra 3 %%, Lánið endurgreiðist með . jöfnum afborgunum á 7 ár- »jn' Föstúdaginn 27; apr. n. k. og næstu 2 daga geta menn skrifað sig fyrir skuldabrjef- «m hjá bönkunum í Reykja- vík, Landsbankanum, Búnaðar- Þankrantim og Útvegsbankan- um IIJF.R SJEST hinn margumrædd i Tojo hershöfðingi, forsætisráðh erra Japana. Hann er á hersýn- ingu í Thailandi, sem nú er lepp ríki Japana. Hermennirnir eru Thailendingar. . Ríkisskuldabrjefalán þetta er tekið samkvæmt heimiid í lög- um nr. 123, 1943. Þar er veitt Ifeirrtrid til alt að 10-miljí kr. tántöku innanlands. Skal nota fjeð til greiðslu á erlendum steoldum rikíssjóðs. I Upphæðir skuldabrjefanna eru kr. 5000.00 og kr. 1009.00. Hjer er um að ræða tvö brésk lán, frá 1934 (4 milj kr.) og frá 1935 (& milj. kr.). Það er Ikmð- frá 1934- sem hægt. er að greiða á þessu ári, en hitt ekki fyr en á næsta ári. *• /Ima Kristjánssyni og Birni Ólafssyni iMðið fii Ameríku PKIM hljómlistajrmönnun- um Arna Kristjánssyni pía- noieikara og Bimi Ólafssyni fiðluleikara hefir verið hoðið að koma vestur til Ameríku og dvelja ]>ar eitt ár við eiun frægasta tónlistarháskóla Bándaríkjanna, Julíiard há- skólann í NeW York. Þetta tilkynti Porter MeKeever forstjóri upplýsingadeildar Bandaríkjanna á listsýning- unni amerísku í fyrrakvöld, en þeir Árni og Björn Ijeku ]>ar Juiliard skólinn hefir sýnt ]>eim Árna og Birni mestu sæmd með þessu boði. Við þenna tónlistaháskóla kenna eingöngu frægir hljómlista- sniliingar og sækja skólait tónlistarmenn, sem komir eru Iangt á listabrautínni til að Klusta á tónlist og fá tíma hjá; snillingum. Það er ekki afráðið enn]>á hvorc Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson geta tekið þessu rausnarlega hoði ANGLIA hjelt skemtifund að Hótel Borg s. I. fimfudagskvöld. Þar hjelt dr. Cyril Jackson fyrirlestur um bréska tónlist og voru leikin lög af hljóm- plötttm til skýringa Fundurinn var vel sóttur og fyríríestri dr. Jacksons vel tekið af áheyrendum Sex Heykvíkingar SEX REYKVÍKINGAR úr hinu kunna fjallaferða- fjelagi „Litla skíðafjelag- inu“ komu í gærkveldi til bæjarins úr skíðaferð. — Gengu þeir á skíðum frá Eyjafirði, suður yfir Hofs- jökul til Geysis í Hauka- dal. Þeir fjelagar voru 10 daga í ferðinni. Hreptu hið versta veður fyrri hluta leiðaripnar og voru veður- teptir í tjöldum sínum í 72 klst. á Hofsjökli. Ferðin gekk samt vel. Þeir, sem þátt tóku í ferðinni voru: Magnús Andrjesson versl unarfulltrúi, Gunnar Guðjóns- son forstjóri, Árni Haraldsson verslunarm., Stefán Björnsson, skrifstöfustjóri, og þeir bræð- urnir Kjartan og Björn Hjalte sted. Þeir fluttu farangur sinn á 3 sleðum og voru tæplega 300 pund á hverjum sleða í upp hafi ferðarinnar. Tvö tjöld höfðu þeir og var útbúnaður þeirra allur hinn besti. Kiló- metramælirinn, sem þeir höfðu á sleða, sýndi að þeir fjelagar höfðu gengið samtals 171 km. I flugvjel til Eyjafjarðar. Magnús Andrjesson skýrði I gærkveldi Morgunblaðinu frá ferðalaginu í stórum dráttum, Lagt var af stað hjeðan úr tænum í flugvjel til Eyjafjarðar á þriðjudag fyrir páska. Næsta dag var lagt upp í óbygðir. Var farið í bíl að Leyningshólum,1 sem er einn af efstu bæjum íi Eyjafirði, en þaðan á vörubíl, I sem Ferðafjelag Akureyrar hafði með að gera að Vatna- hjöllum. Hefir F. A. haft áhuga fyrir að leggja veg suður á Vatnahjalla og notaði því tæki færið til að fara þessa ferð. Var Þorsteinn Þorsteínsson frá Ak- ureyri með þessa leið. Fengnir voru hestar til að flytja far- angur upp á Vatnahjalla að St. Pjetursvörðunni. Þar var far- angurinn settur á sleðana og gengið að Geldingsá. Veður var gott þessa daga og gengu þeir fjelagar samtals 22 km. f Veðurteptir á Hofsjökli. Á skírdag var haldið að 111- ganga suður Hofsjökui á skíðum Voru 10 daga á leið- inni: 2’/2 teftir á viðrishnjúkum við Hofsjökul. Þann dag var veður einnig gott, en nokkuð háði ferðinni að hryggir allir voru snjólausir og þurfti að krækja fyrir þá. Eft- ir að skíðamennimir höfðu gengið 23 km, var komið að jöklinum og tjaldað þar. Næsta dag, á föstudaginn kanga, fór veður að spillast. Hvesti af austri með slyddubyl. Versnaði veðrið er á daginn leið og þurfti að selflytja allan farangur upp jökulinn. Var það mjög erfitt. Þenna dag miðaði þeim fjelögum ekki nema 8 km, en komust þó í 1320 metra hæð. Skygni var ekki nema 50—75 metra þenna dag. Tjaldað var á jöklinum. Á laugardag var veður enn verra en daginn áður. Var ekki viðlit að halda áfram ferðinni og var dagurinn notaður til að grafa snjóhús niður í jökulinn. Á páskadag var enn sama ill- viðrið, en á mánudag birti ör- lítið til og var þá ákveðið að. halda áfram ferðinni, þó skygni væri ekki nema 80 metrar. Var gengið upp á hájökul og stefnt á Blágnýpu, Veður var slæmt þenna dag og er á daginn leið, var varla stætt á jöklinum. Gengu skíðamennii'nir samt fram í myrkur þetta kvöld og tjaldað vestan við Blágnýpu, og voru ekki komnir til náða fyr en kl. 2 um nóttina. Alla leið- ina yfir jökulinn var gengið eftir áttavita. Dásamlegt veður. Áþriðjudag var skafrenning- ur á jöklinum, en er leið á dag- inn og sunnar dró, sáu ferða- mennirnir að birta tók í suðri og alt í einu datt á dúnalogn, þó skafrenningur væri enn upp á jöklinum. Þenna dag var far ið 16 km. dag veður- jöklinum Á miðvikudag var gengið að Hvítanesi í góðviðri og 24 kíló- metrar farnir þann dag. Á fimtudag fengu þeir ferða- langarnir dásamlegasta veður, sem nokkur þeirra hafði komið út í á fjöllum. Hvergi sást á dökkan díl þarna og svo var heitt, að ferðamennirnir gátu gengið naktír fyrir framan sælu húsið. Þenna dag var gengið 26 km. og tjaldað við Sandvatns- hæðir. Á föstudag komu þeir að Geysi eftir 21 kílómeters göngu og gistu iþar í fyrrinótt, en komu til bæjarins 1 bíl í gær- kveldi. , Láta þeir hið besta yfir ferð- inni, sem þeir telja hina skemti legústu, þrátt fyrir illviðrið. Sumariagnaður sfúdenia STÚDENTAFJELAG Reykja víkur og Stúdentaráð Háskól- ans gangast fyrir sumarfagn- aði að Hótel Borg' síðasta vetr- ardag. Hefst hann kl. 9% e. h. Undanfarin ár hafa þessi fje- lög gengist fyrir sumarfagnaði á þessum degi, en það er góður og gamall íslenskur siður að fagna sumrinu með gleðskap. Sú nýbreytni hefir nú verið tekin upp, að veita eldri stú- dentum forkaupsrjett að helm- ingi aðgöngumiðanna, þar sem oft áður hefir þótt brenna við að yngri stúdentar gengju fyr- ir og átt hægara með að ná sjer í miða. Gildir það til há- degis á þriðjudag. Aðgangseyri er mjög í hóf stilt — kr. 20 fyrir manninn — Búist er við mikilli aðsókn að fagnaði þessum. Simmidagmr 16. apríl 1944, Smjör .i hœkkar í verði RÍKISSTJÓBNIN nran fra 15. þ. m. hætta aS gréiða verð- upphætijr á smjör, sem seltí verður eftir þanri tíma. Verð- ur því söluverð smjörs, með samþykki mjól kurverðla gs- nefndar, það sama og það var fyrir vorðfeliinguna 1. janúar 1943, eða í heildsölu hvert kílógramm lcr. 20.25, en í, smásölu kr. 21.50. LandsiiSskepnin í skák ÞRIÐJA umferðin í Lands- kepninni var tefld í fyrrakvöld. Úrslit urðu sem hjer'segir: Eggert Gilfer vann Steingrím I Guðmundsson, Magnús G. Jóns- |son vann Óla Valdimarsson, Árni Snævarr og Einar Þor- Ivaldsson gerðu jafntefli, en Ásmúndur átti frí. Biðskák þeirra Einars og Ás- mundar úr annari umferð lykt aði með jafntefli, en skák Óla og Steingríms, úr sömu um- ferð, var dæmd ógild, svo þeir verða að tefla hana aftur Landsþiog S.V.F.Í. seti í gær ANNAÐ landsþing Slysa- varnafjelagsins var sett í gær. Guðbjartur Ólafsson, hafnsögu- maður, forseti fjelagsins, setti þingið með nokkrum orðum. Bauð hann fulltrúa alla vel- komna, en þeir eru 63 að tölu. Að lokum bað forsetinn full- trúa að minnast þeirra er lát- ist höfðu af slysförum s. 1. tvö ár, með því að ris^ úr sætum sínum. Því næst fór fram kosning forseta þingsins. Var Gísli Sveinsson, sýslum. og forseti sameinaðs Alþingis, kosinn. Varaforseti var kosinn Sig- urjón Á. Ólafsson, en 2. vara- forseti Sigurjón Jónsson fyrv. hjeraðslæknir. Ritarar: Sveinn Benediktsson frkvst. og Lúðvík Kristjánsson ritstj. Skrifstofu- stjóri þingsins er Jón Odclgeir Jónsson fulltrúi. Því næst fór fram kosning tveggja nefnda, dagskrár og kjörbrjefanefndar. Á öllu landinu eru nú 120 slysavarnadeildir starfandi. Fundir þingsins halda áfram í dag og héfjast kl. 4.30. Afmæli Hjaiía Jónssonar Á 75 ára afmæli Hjalta Jóns- sonar kom það ennþá greini- legar í Ijós en nokkru sinni áð- ur, hve Vinsæll maður hann er. Á heimili hans var mjög gest- kvæmt og kom þar hátt á fjórða hundrað manns. Meðal gesta var formaður orðunefncL ar, er færði afmælisbarninu stórkross Fálkaorðunnar, í við- urkénningar- < og þakkarskyni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðfjelagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.