Morgunblaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 30. apríl 1944 faxandi örðugleikar innflutningsverslunarinnar 3 ERINDI, sem Bjom Ól- afsson, viðskifiamálaráð- lierra flutti í útvarpinu s.l. >niðvikudag, boðáði liann Hitjög vaxandi erfiðleika á i viðskiftasviðimi og auknar | innflutningshömlur. I tilefrá af þessu átti jeg tal við dr. Odd GuíSjónsson, sem á sæti í Viðskiftaráði og fjekk hjá honum nánari uppiýsingar urn þessi mál. Fer hjer á eftir ) ð helsta, sem dr. Oddur hafði um þessi mál að segja: í arsaga málsins. — Eins og kunnugt er, hafa ftjer verið gjaldeyris- og inn- fiutningshöft um langt árabil. Á síðari árum hafa þessi höft ekki stafað af því, að ekki væri tíl erlendur gjaldeyrir til þess að greiða með erlendar vörur, heldur má rekja höftin til ástands styrjaldarinnar. í þessu íiömbandi má minna á, að þeg- ar gjaldeyrisástandið var orðið þreytt okkur mjög í vil árið 1940, var allverulegur hluti innflutningsins kominn á svo- kallaðan frílista. En seinni hl. árs 1940 breyt- ifit' þetta skyndilega. Með her- náminu gáfu Bretar okkur ýms loforð í sambandi við viðskifti Jlj -óðarinnar út á við. Samkomu lagið, sem þá var gert kom til framkvæmda í ársbyrjun 1941. Samkvæmt kröfu Breta voru frílistarnir látnir falla niður og alger gjaldeyris- og innflutn- ingshöft tekin upp að nýju, — Enn fremur vár ákveðið að inn flutningurinn skyldi fara fram innan ramma fyrirfram gerðr- ar áætlunar. — Gegn þessu og ýmsu fleiru skuldbundu Bret- ai sig, að sjá landsmönnum fyrir innflutningi nauðsynja. Frá þessum tíma má yfirleitt segja, að innflutningnum hafi með veitingu gjaldeyris- og inn flutningsleyfa verið haldið inn- an ákveðins ramma, sem venju- lega var samið um einu sinni á ári Viiðskiftaþjóðirnar herða á eft- irlitinu. Þegar Viðskiftaráðið tók til starfa í ársbyrjun 1943, þurfti það m. a. að taka tillit til inn- fluthingsáætlunar, sem gilti til nriiðs ársins 1943.Um þetta leyti var styrjaldarreksturinn í þeim löndum, sem við aðallega skift- um við kominn á það stig, að víðtækt eftirlit hafðí verið tek- »ð upp með allri framleiðslu og útflutningsverslun þessara þjóða. Héfír það svo sennilega verið í sambandi við þetta, að nú fóru að koma fram kröfur af hálfú okkar viðskiftaþjóða, að irmflutningurinn yrði látinn fytgja ákveðnari línu en verið hafði. Komu m. a. fram óskir um, að af íslands hálfu yrði gerð tillaga um innflutnings- ácrtfun, sem væri miklu meir nimdurliðuð en fyrri áætlanir, •og ennfremur, að krafa okkar um ákveðinn innflútning flestra vörutegunda yrði rök- studd með þeirri þörf, sem við j-juuverulega hcfðun'. fyrir |>essar vörur. f»á var einnig gerð sú krafa, að þarfir okkar í flestum vörutegundum yrðu gefnar upp í þunga eða máli. Samtal við dr. Odd Guðjónsson Keynt að fullnægja óskum við- skiftaþjóðanna. Viðskiftaráðið reyndi að verða við þessum óskum við- skiftaþjóðanna. Það samdi inn- flutningsáætlun, sem var eins sundurliðuð og nákvæm og frekast var unt, með tilliti til verslunarskýrslna og annara gagna, er fyrir lágu. Þessi áætlun, sem var all- mikið meír sundurliðuð en fyrri áætlanir, var síðan send hlutaðeigandi stjórnarvöldum í viðskiftalöndum okkar. — Að athuguðu máli var þessi áætl- un þó ekki talin fullnægjandi, sjerstaklega að því er snerti sundurgreiningu, gerð og teg- und varanna, svo og varðandi upplýsingar um hvernig og hverjir ættu að nota vöruna. Af þessu leiddi það, að á síð- ari helming ársins 1943, varð dráttur á, að Islendingum yrði ákveðinn sjerstakur kvóti í ýmsum vörutegundum. Má segja, að innflutningur sumra vörutegunda hafi af þessum ástæðum minkað um hríð. Sendimaður keniur hingað. Við frekari umræður um málið, bæði af sendiherrum ís- lands erlendis, samninganefnd utanrikisviðskifta og fleiri að- iljum, varð það að ráði, að Láns- og leigustofnun Banda- ríkjanna sendi hingað sjerstak- an fulltrúa, til þess að skýra sjónarmið Bandaríkjastjórnar varðandi innflutningsáætlun- ina. Hann kom hingað til lands seint á árinu 1943. Var þá þegar hafist handa um samningu innflutningsáætl- unar, sem fullnægði óskum þeirra vestra, að því er snerti sundurgreiningu, tegund og gerð varanna, svo og upplýs- inga um þörf þeirra og notkun. Við samningu þessarar áætl- unar varð að fara út fyrir venjulegar skýrslur um inn- flutning og styðjast að tals verðu leyti við upplýsingar einstakra verslana og fyrir- tækja. Þessi áætlun nær til mörg þúsund vörutegunda og í mörgum greinum það ná- kvæm, að nálgast pöntunar- sundurgreiningu. '— Áætlunin bygðist í flestum tilfellum á því, að greint var frá hversu mikinn þunga, hve mörg stykki, hve marga yarda eða metra við teldum að landið þyrfti á árinu 1944, af hinum ýmsu vörum. Þegar lokið var þessari flóknu áætlun, var hún send .viðskiftaþjóðum okkar. Okkur skamlaðir kvótar. — Hvað kom svo út úr öllu þessu vafstri? spurðum vjer di. Odd. — í febrúar þessa árs fór Viðskiftaráði að berast tilkynn ingar frá skrifstofu sendiráðs- ins í Washington um að ein- stakir liðir áætlunarinnar hefðu verið athugaðir og ís- landi ákveðinn sjerstakur út- flutnings-kvóti, með hliðsjón -af þeim. “Þessir kvótar eru nú þegar orðnir 160 að tölu og taka til einstakra vöruflokka eða vöru- tegunda. Kvótarnir þýða raun- verulega skömtun á innflutn- ingi til íslands. Flcstir kvótanna eru mjög sundurliðaðir og yfirleitt bundnir við magn eða mál. — Sem dæmi má geta þess, að okkur er ákveðinn viss para- fjöldi skófatnaðar, þar sem cjreint er, hve mörg pör karl- mannsskór, hve mörg' pör kven skór, unglinga- og barnaskór; við fáum ákveðinn fjölda af hjólbörðum og slöngum. ákveð- inn álnafjölda af vinnufataefni, ljerefti, frakkaefni o. s. frv.; ennfremur ákveðinn tonna- fjöida af járni og hrísgrjónum; ákveðna tölu blýanta o. s. frv. Þetta voru aðeins nokkur dæmi. Margir kvótanna skamta okk ur lítið vörumagn og mikið minna en ráðgert vaf í inn- flutningsáætluninni. Svo er það annað atriði í sambandi við þessa skömtun eða kvóta, sem gerir alt þetta mál mjög erfilt og illt viður- eignar. Það er, að kvótarnir eru bundnir við ársfjórðung, missiri og í einstaka tilfellum við heilt ár. — Ef einhverjir kvótar eru ekki notaðir á til- settu tímabili falla sumir þeirra niður og verða ógildir. Vegna erfiðra samgangna, er við eig'- um nú við að búa, er það í mörgum tilfellum mjög hæpið, að unt sje fyrir íslendinga, þótt íljótt sje viðbrugðið, að nota kvótana. Höfum við þeg- ar, í nokkrum tilfellum, mist af möguleikum á að fá til lands- ins dýrmætar nauðsynjar, af þessum ástæðum. Samkvæmt upplýsingum, er Viðskiftaráði hefir borist má gera ráð fyrir, að þessum kvót- um fjölgi og skömtun .verði tekin upp á æ fleiri vöruteg- undum. er flytja þarf til lands- ins. Erfitt og vandasamt starf. — Eykur ekki þetta nýjaíyr- irkomulag störf Viðskiftaráðs? — Jú; þetta nýja ástand ger- ir starf Viðskiftaráðs mikið erf iðara og vandasamara. Eru það einkum tvö atriði, sem snerta framkvæmd á veitingu leyfa og notkun þeirra, sem valda Viðskiftará'ði áhyggjum. Eins og kunnugt er, hefir Viðskiftaráð (og Gjaldeyris- nefnd áður) gefið út gjaldeyris- og innflutningsleyfi, sem sögðu til um hve mikið verðmæti á- kveðinnar vörutegundar eða flokka mætti flytja til landsins. Nú breytist þetta, þar sem flestir kvótar eru miðaðir við magn eða mál. En sá grund- völlur, sem Viðskiftaráð bygg- ir úthlutanir sínar á, er bygð- ur á skýrslum um verðmæti innflutnings einstakra firma. Yið þetta bætist svo einnig það, að Viðskiftaráð héfir gefið út leyfi fyrir heilum vöru- flokkum, t. d. vefnaðarvöru, búsáhöldum o. fl. En kvótarnir, sem veittir eru hljóða hinsveg- ar ekki um flokk vefnaðarvöru heldur ákveðinn álnafjölda af vissri tegund vefnaðarvöru, eða ákveðinn fjölda af vatns- fötum, pottum, bölum o. s. frv. Þetta veldur því, að Viðskifta- ráð hefir miklu erfiðari aðstöðu til að ákveða leyfisveitingar til einstakra firma. Hitt atriðið, sem einkum veldur erfiðleikum, varðar nýt ingu leyfanna og snýr að inn- flytjendum og sendiráðinu í Washingtón. Skal þetta skýrt nánar. Svo sem kunnugt er, þarf nú framleiðslu- og útflutnings- leyfi fyrir flestum vörum frá Ameríku. Skrifstofa sendiráðs- ins í Washington hefir greitt fyrir þessum leyfum. Innflytjendur, sem panta vör ur frá Ameríku hafa orðið að fela viðskiftasambandi sínu vestra að sækja um þessaaðstoð til skrifstofu sendiráðsins. •— Meðan innflutningur var lítið takmarkaður og skömtun ekki eins ströng og nú er orðið, gat sendiráðið veitt þessi meðmæli nokkurn veginn innan eðlilegra og skynsamlegra takmarkana. En nú er þetta hinsvegar mjög breytt. Sendirgðið getur ekki mælt með útflutningi á á- kveðinni vöru fram yfir það, sem skömtun vörunnar segir til um. Fer þetta að verða sjer- staklega vandasamt verk, þeg- ar þess er gætt, hve kvótarnir eru sundurliðaðir og leyfin, sem innflytjendurnir hafa staff að með óákveðin, eða rjettara sagt ná til margra vöruteg- unda, sbr. vefnaðarvaran. Enn bætast við tvennir erfið- leikar. í ýmsum flokkum hafa gjaldeyris- og innflutningsleyfi verið veitt til fleiri manna en beinna innflytjenda, og svo hitt að sennilega eru nú leyfi í um- ferð í sumum greinum fyrir hærri upphæð en samsvarar út- flutningskvótanum vestra. Ráðstafanir Viðskiffaráðs. — Hvaða ráostafanir gerir Viðskiftaráð til þess að mæta þessum erfiðleikum? — Það fyrsta og sjálfsagðasta er, að haga útgáfu leyfa í sam- ræmi við kvótana vestra en það er erfiðleikum bundið, vegna sundurliðun kvótanna, en leyf- in hjer bundin við heila vöru- flokka. í öðru lagi hefir Viðskiftaráð reynt að fá úr því skorið, hverj ir eru hinir raunverulegu inn- flytjendur kvótavaranna og síð an sent sendiráðinu skrá yfir þá, sem það styðst við í fyrir- greiðslu á útflutningsleyfum. í þriðja lagi hefir Viðskifta- ráð eigi komist hjá því, að hlut ■ast til um að mynduð yrðu á- kveðin innflytjenda-samlög ut- an um vissar vörutegundir. •— Sendiráðið 1 Washington mælir svo ekki með útflutningsleyf-. um fyrir aðra en þessa aðilja. Sennilega verður ekki komist hjá enn meiri sameiningu í inn kaupasamlög í ýmsum greinum til þess að framkvæmd þessara mála hjer og vestra verði við- ráðanleg. Loks má geta þess, að Við- skiftaráð hefir gefið út auglýs- ingu, þar sem innflytjendum er gert að skyldu að tilgreina núm er innflutnings- og gjaldeyris- leyfa, um leið og sótt er um aðstoð sendiráðsins í Washing- ton við öflun útflutningsleyfa, Á þetta við öll vörukaup, sem ekki eru gerðar sjerstákar ráð- stafanir um við sendiráðið. Með þessu á að tryggja, að aðeins þeir einir, sem hafa í höndum gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi hafi mögfltleika til að fá fyrirgreiðslu í sam- bandi við útflutningsleyfi vestra. — Annars eru öll þessi mál. segir dr. Oddur að síðustu, enn í deiglunni og er unnið að því að fremsta megni, að finna leið ir til þess að auðvelda þau í framkvæmd, og jafnframt tryggja það, að þessir takmörk- uðu kvótar náist heim til lands ins. Það er aðálatriðið, eins og stendur. J. K. — Bergen Framh. af bls. 1. vegna þess að vatnsflóðið braut þau við bryggjurnar. Fólk, sem var á gangi á Þýskubryggju fjekk yfir sig bylgjuna og munu ekki öll kurl komin til grafai’ énn um þá, sem þar hafa drukn að. Loftþrýstingurinn. Skelfilegastur af öllu var þó loftþrystingurinn. Hann koll- varpaði bókstaflega hinni miklu byggingu Bergenska, og önnur hús hinumegin Vogsins sættu sömu örlögum. Hlutum úr skipunum, sem sprungu í loft upp, ringdi úm allan bæinn. Þannig kom skrúfa bensínskipsins niður í einu út- hverfi bæjarins og sökk á kaf í götu eina þar, marga metra nið- ur. Fólkið fýkur úr sporvögnum Loftþrýstingurinn feykti fólki úr sporvögnum á götunum, og sumsstaðar varpaði hann börn- um út um glugga. — Á augna- bliki voru göturnar fyltar af hrundum húsveggjum, þakhlut- um og bjálkum. Líkin lágu alls staðar, og eldar kviknuðu fljótt í rústunum. í byggingu Bergenska fórust 22 starfsmenn en 14 særðust alvarlega. Tveim dögum eftir sprenginguna voru enn að kvikna eldar. narannnmsminii nranrannnrarammc 3 Herbergi I til leigu. Sjómaður í fastri stöðu = gengur fyrir. — Tilboð 1 sendist í pósthólf 995. = llillllllllllllllliiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiinn Málaflutnings- skrifstofa Einar B. GuSmiindsson. Quðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.