Morgunblaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1944, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. apríl 1944; MOR..G U X BIj AÐ IÐ S EXTL GS A FIIÆ LB: Eiríkur Lof f sson í Steinholti NINON ÝMSUM mun þykja nóg um allar þessar blaðagreinir, sem nú er orðin tíska að skrifa um fólkið, er það fyllir einhvern áratuginn, alla leið frá tví- tugu til tíræðisaldurs. Margir munu þó telja annan þátt slíkra afmælisminna öllu lak- ari, en það ei'u öll veisluhöldirr, er enda með þeirri ölkæti, oft og einatt, að sjeð er eftir öllu saman ,þegar aftur er komið á kyrran sjó. •— Verðbólgan og peningaráð þessara tíma birt- ast í mörgum myndum. Þrátt fyrir þetta vil jeg hjer minnast á vaskan og veglynd- an bónda ausur í Gnúpverja- hreppi, Eirík Loftsson í Steins- holti, er verður sextugur á morgun. Hann er borinn og barnfæddur í Steinsholti, ólst þar upp hjá foreldrum sínum, hjónunum Lofti Loftssyni og Sigríði Eiríksdóttur, er þar bjuggu um langan aldur. Eftir lát föður síns varð Eiríkur fyr- irvinna móður sinnar, en tók sjálfur við búsforráðum og kvæntist árið 1912, Sigþrúði Sveinsdóttur frá Asum. Hefir þeim orðið 6 barna auðið, 3ja sona og 3ja dætra, sem öll eru uppkomin, heima hj foreldrum sínum í Steinsholti. Við þessa jörð, Steinsholtið, er alt æfistarf Eiríks tengt; þar hefir hann altaf átt heima, unn ið jörð þeirri vel og unað henni vel. Er Steinsholt falleg og nytjadrjúg fjárjörð þar mið- sveitis í Gnúpverjahreppi. Hag arnir inn frá bænum gróður- sælir og víðlendir; tilbreyti- legt landslag, þarna í hálend- isjaðrinum, kjarnabrekkur og dúnmjúkur giljagróður. Niður frá túninu er mýrin, sem enn vantar framræslu, en verður fagurt og gagnsamt land, þegar fýlling tímans kemur og raki sá og fótkuldi, sem enn hnekkir öllum gróðri í slíkum mýrum, er á brott numinn. Túnið í Steinshoti er fallegt viðhorfs, en á köflum í erfiðara lagi til vjelavinslu vegna brattans. Hef ir Eiríkur sljettað það og stór- aukið. — Húsakostur í Steins- holti er í besta lagi, vandað í- búðarhús, er reist var fyrir nokkrum árum og síðan stækk- að; hlöður og fjenaðarhús eru að sama skapi gerð með hin- um mesta myndarbrag, girðing ar miklar, og er jörðin að öllu leyti prýðilega setin. Er hún vel á vegi til að fullnægja bú- þörfum tveggja eða þriggja barna þeirra Steinsholtshjóna þegar þar að kemur. Er vel bú- ið í haginn, til þess að svo megi verða og þannig á það að vera. — Sigþrúður kona Eiríks er á- gæt kona og fyrirtaks húsmóð- ir, börnin bráðdugleg og efni- leg; vilja öll vera heima og vinna foreldrum sínum og jörðinni. A þessum bæ er mik- ill dugnaður og drengilegt starf ætíð samtaka og hefir miklu orkað til góðrar afkomu, traustra umbóta og gagns og öryggis í sveitarfjelaginu. Ur því nú jeg rjeðist í að rabba hjer um þennan sextuga vin minn og nafna, þá vil jeg til gamans geta þess, að við jörð hans, Steinsholtið, eru tengdir þrír þræðir sögunnar. I listasögu landsins snerta þrjú atriði þennan bæ: Er þess þar að geta, að í Steinsholti var kirkjustaður og prestssetur til ársins 1789, er kirkjan var rof- in og presturinn fluttist að Stóra-Núpi. Var hin forna Steinholtskirkja helguð Maríu guðs móður. Maður sá, er hvað mest kemur við sögu í hinu fágaða listaverki Þorsteins Er- lingssonar, ,,Eiðnum“, var Daði Halldórsson; eftir æsku- æfintýrin í Skálholti, er sem hann hafi sest í helgan stein í Steinsholti, varð þar prestur og mun hafa þjónað brauðinu um 46 ára skeið. Varð Daði gamall maður og dó þarna. Man jeg eftir leiði hans, vel upphlöðnu, en á síðustu árum mun plóg- urinn hafa gengið yfir það sem hverja aðra þúfu þar í túninu. — Þá er þess að geta, að Kambs ránssagan, sem Brynjólfur gamli frá Minna-Núpi skráði með þeirri prýði, að telja má listaverk, á öðrum þræði rót sína að rekja að Steinsholti. Þar bjó lengi Gottsvin gamli, hinn rammi sauðaþjófur, en þó að ýmsu leyti fullgóður karl, og þar ólust krakkar þeirra ,,Gosa“ og Kristínar upp. Er sá kafli sögunnar, er segir frá öllum þeim heimilisbrag og til- tektum eigi síst skemtilegur í hinni px-ýðilegu frásögn Brynj- ólfs. Með Gottsvini fór það úiGEmm in efiir Tilboð óskast í 100—120 hestaíla Túxhaai vjél í góðu standi vjelin er með nýjum sveitarás og nýjum höfuðlegum. Eftir taldir varahlutir fylg.ja vjeliuni, nýr stimpill, Dexil, skrúfu- blað, Sveifaráslega og báðar Ilöfuðlegur. Rjettur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum sje skilað til Stefáns S. Pranklin eða Ragn- ars Bjömssonar, Keflavík fyrir 5. maí n. k.} sein gefa allar nánari upplýsingar. frændlið burt úr Gnúpverja- hreppi. — Loks munu margir kannast við hina miklu og tignarlegu Heklu-mynd As- gríms málara og minnast þeirra stóru og iðgrænu túna, er svo mikið gætir á myndinni og listamaðurinn hefur ferð sína frá áleiðis .til hinna háu Heklutinda og heiðloftanna. — Þessi hlýlega túnbreiða mynd- arinnar ér Steinsholt; er þar tvo bæi að sjá, Steinsholt neð- ar, en ofar á túninu Bala; rauk þar glaðlega, er listamaðurinn festi allt þetta á pappírinn og mun glóð sú aldrei falin á með- an þessi merkilega mynd er til frásagnar um sýnir höfundar- ins. En nú er Balabær rofinn og kotið sameinað Steinsholt- inu. Þetta listaverk Asgríms var. áður til prýði í neðri- deildarsal Alþingis en nú á bú- stað ríkisstjórans á Bessastöð- um. Nú er Eiríkur Loftsson sjálfs- eignarbóndi á allri þessari fögru og frásagnarverðu jarð- eign og má svipað segja um bústjórn hans og athafnir þar og Snorri kemst að orði um konungdóm Ólafs kyrra, að Noregur hefði mikið auðgast og pi’ýðst undir hans riki. Frá því jeg man fyrst eftir mjer til þessa dags hefir mjer jafnan þótt gott að koma að Steirísholti. Gömlu heiðurshjón in, Loftur og Sigríður, voru einhverjir bestu nágrannar. — Var þar ávalt þeirri góðvild og gx'eiðvikni að mæta, sem aldrei skeikaði. Fyrstu kindina, sem jeg eignaðist, 9 eða 10 ára gam- all, gaf Loftur mjer í Skaft- holtsrjettum; var lambið úr- ivalsfallegt og þótti mjer gjöfin góð, en við athugun síðar meir fann jeg, að vinátta gefandans var.meira verð en kindin sjálf. — Þetta hefir ekki breyst, og er vinátta Eiríks í Steinsholti í gullgengi. Mun svo fleirum finnast en mjer. Þessi sextugi drengskaparmaður er öllum fyrri til hjálpar, það hefir ná- grennið reynt, og best þegar á liggur. Um mannkosti Eiríks vil jeg að öðru leyti ekki fjöl- yrða. Þar ber hann sjer vitni sjálfur og svo sveitungar hans. Eitt er það þó, sem jeg vil enn segja um þennan ósjerplægna og vinsæla bónda, ráð- vendni hans og samviskusemi, er svo fi’ábær, að lengra verður ekki komist. Setji jeg mjer fyrir sjónir tvo menn, hinn gamla Steinsholtsbónda, Gottsvin, er hjer hefir verið minst á, og svo Eirík Loftsson og leiti manns er standi mitt á mílli þeirra að áminstum öýgð um, er jeg viss um, að þar væri að mæta skattborgara, er kæm ist allar leiðir upp fyrir árekstr um við þjóðfjelagið, eins og nú er háttað. Að síðustu óska jeg þess, að hinu upplitshýra og bjartleita afmælisbarni, Eiríki í Steins- holti, megi til æfiloka vegna vel ásamt ástvinum sínum og að seinni hluti æfinnar verði honum ekki til byrðarauka heldur ljettis, eTtir drengilega framgöngu. E. E. Nýuppteknir amerískir eftirmiðdagskjólar og kvöldkjólar liankast rift Í 7 auglýsiimg frá ríkisstjórninni Alþingi hefir ályktað að fela ríkisstjórn- inni m. a. „að hve'tja bæjarstjórnir, sýslu- nefndir og hreppsnefndir um land alt og f je- lög og fjelagssamtök, er vinna að menning- ar- og þjóðernismálum, til þess að beita á- hrifum í þá átt, að sem flest heimili, stofnan- ir og fyrirtæki eignist íslenska fána, komi sjer upp fánastöngum og dragi íslenska fán- ann að hún á hátíðlegum stundum"- Ríkisstjórnin beinir því hjer með mjög eindregið til allra ofangreindra aðila að stuðla að því, að svo megi verða sem í frarn- angreindri ályktun Alþingis segir- Forsætisráðherrann, 29. apríl 1944. ý> '♦> ■'§> *> ♦> •♦> •í> <?> 4> <?> 4> <♦> & & I <Sxíx§x§x$xS^x§x$x$>3>3!4x§-@x$xS>^xS^k$xSx®*§x$ -4><j><í<«xSx$*SkS/.x**$x.:-<s^<SxSk4,<s><s4x'. - TILKYNIMING um atvinnuleysisskráningii Atvinnuleysisskráning samkv. ákvörðun laga nr- 59, frá 7. maí 1928 fer fram á Ráðn- ingarskrifstofu Reykjavíkurbæjar, Banka- stræti 7. hjer í bænum, dagana 2., 3. og 4. maí þ- á. og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögunum, að gefa sig þar fram á afgreiðslutímanum kl. 10—12 f. hád. og kl- 1—5 e. hád. hina tilteknu daga Keykjavik, 30- apríl 1944. Borgarstjórinn í Reykjavík <3s<Sx4><S«$xSxg«§xSx§xí>^xSx§KÍxSx§x$>SXt>-Sx$*3xSX5XSx5Ki>^> ->■ S- y í • <«x*xíx$xí>^,xíxSxSx$x^4xS>Æ t Reykjavík — kjalantes — kjás! 1 líu ferðir á viku frá 1. maí >Frá Reykjavík: Sunnudaga. og helgidaga kl. 'S,| 17 og 22. Mánudaga, þriðjudaga, miðviku-1 daga, fimtudaga og föstudaga kl. 18 og<j laugardaga kl- 14,30. >Frá Laxá: Sunnudaga og helgidaga kk 10 ogj 19,30. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga,] fimtudaga og föstudaga kl. 7 og laugar- daga kl- 19. Július JÓNSSON, B. S. R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.