Morgunblaðið - 04.05.1944, Blaðsíða 5
Fimtudagur 4. maí 1944
MORG.UNBLAÐIÐ
'Mnarmai
GULRÓTIN
GULRÓTIN er víðast hvar
í nágrannalöndunum talin ein
aðalmatjurtin -—- og vissulega
mætti það vera svo hjer á ís-
landi. Þetta er harðgerð jurt,
efnarík og bragðgóð og einmitt
á þessum árum, þegar kálflug-
an eyðileggur gulrófurnar víða
hjer, væri alveg sjerstök ástæða
til að snúa sjer að ræktun henn
ar og auka hana stórlega. Því
það er þannig, að enn er hjer
ekkert skorkvikindi til, sem
grandar gulrótum. Erlendis er
þó til gulrótafluga, sem verp-
ir eggjum á ungar gulrótar-
plöntur og leikur þær eins og
kálflugan rófurnar. Enn hefir
sú tegund flugna ekki flutst
hingað og skulum við vona^ að
það verði ekki, þó einangrun
landsins sje nú rofin á ýmsan
hátt og farið sje nú á skemmri
tíma milli íslands og annara
landa en nokkurn mann
dreymdi um fyr. Því eitt auð-
virðilegt skorkvindi getur
flækst inn í flugvjel í heima-
landi sínu og svo borist jafn-
vel til annarar lieimsálfu á
minna en einum sólarhring.
En meðan gulrótarflugan hefir
ekki borist hingað, ættúm við
að nota tímann og auka rækt-
un gulrótanna sem allra mest.
Sje rjett að farið, er hún árviss
hjer, jafnvel fram yfir ýmsar
aðrar matjurtir.
Að vísu hefir ræktun gulróta
'aukist mikið hjer á síðastliðn-
um áratug, en þó er ræktunin
alt of lítil og verðið á þeim alt
of hátt. Þetta er ein af þeim
jurtum, sem ættu að vera á
hvers manns borði í marga
mánuði ársins. Það ætti hún að
vera vegna þess, hve næring-
arefna- og bætiefnarík hún er
— og auk þess er hún mjög
Ijúffeng. Þýðing gulnótarinnar
sem bætiefnagjafa byggist á,
að í hénni er gulleitt efni, sem
heitir Karotin. Úr því vinnur
líkami okkar A-bætiefni, en frá
þýðingu þess var sagt í hinni
fyrstu af þessum garðyrkju-
greinum. Má því segja, að
neysla gulróta sje á við að gefa
þorskalýsi, en það er, sem
kunnugt er, hin mesta A-bæti-
efnalind. Ýmsar þjóðir hafa
þegar notað sjer þá heilsu-
vernd, sem í neytslu gulróta er
fólgin — flestum mönnum þyk
ir gulrótin sælgæti hjá lýsinu.
Gulrætur þurfa myldinn,
lausan jarðveg til þess að una
sjer vel og þróast vel, og garð-
urinn þarf að vera vel fram-
ræstur. Má aldrei gleyma því,
■að framræsla er undirstöðu at-
riði allrar jarðræktar. Jarð-
vegur fyrir gulrætur má
gjarnan vera töluvert sendinn,
í slíkum jarðvegi verða gulræt-
úr bragðbetri en ef hann er
leirkendur. Góð kartöflujörð er
góð gulrótajörð segja Norður-
landabúar. +
Um áburð handa gulrótum
er það að segja, að nýr hús-
dýraáburður þykir^pkki heppi-
legur, sje mikið af honum not-
að, þá hættir gulrótunum við
að vérða greinóttar og ljótar,
og leggja þá auk þess of mikið
í vöxt blaðanna. Hafi t. d. ver-
Eftir Ragnar
ið borinn mikill húsdýraáburð-
ur í beð fyrir kál eða kartöfl-
ur í fyrra, þá má sá þar gul-
rótum í ár, án þess að béra
nokkuð sjerstakt á fyrir þær.
Eitt er aðalatriði við rækt-
é
un gulróta hjer: Að sá þeim
snemma. Sá undir eins og jörð
er þíð, t. d. síðari hluta apríl-
mánaðar. Sje ekki búið að sá
fyrir 10.—15. maí, er eins gott
að sá ekki! Þetta kemur til af
því, að fræhýðið er mjög þurt
og hart, þarf langan tíma til að
blotna upp. Fræið þolir mik-
inn kulda — sumstaðar í ná-
grannalöndum er sáð til þeirra
á haustin — en hjer þykir það
ekki henta.
Fræinu skal sá í raðir, 4—5
raðir á 1 m. breitt beð, all-
þjett — en þó ekkj um of, en
það hendir’ marga að sá gul-
rótafræi of þjett. Sáðdýpt er
hæfileg 2—3 cm., og klappa
skal yfir beðið að lokinni sán-
ingu, svo að yfirborð þess verði
sljett og svo sjest betur fyrir
röðunum, þegar plönturnar
koma upp, ef það er gert.
Sama er hvort raðirnar eru
langs eftir beðinu.eða þversum.
Vanda skal uppstunguna og
raka yfirborð moldarinnar vel
jafnóðum. með járnhrífu, og
best er að sá strax að því af-
loknu eða næsta dag, afleitt er
að láta marga daga líða milli
þess að stungið er upp og að
sáð er. Er þá mun hættara við
að illgresi nái yfirhönd.
Gulrótaplöntur eru smáar
þegar þær koma upp, og þarf
að hafa góða gæslu á, ill-
gresi yfirbugi þær ekki á því
stigi. Næsta atriði er að grisja
og skal það gert þegar hin mjóu
kímblöð hafa náð fullri stærð
og farið er að sjást fyrir hjarta-
blöðunum. Aldrei skyldi draga
grisjun of lengi. Hjer hefir
reynslan margsýnt, að gulræt-
ur geta náð ágætum þroska, þó
ekki sjeu nema 3—4 cm. milli
plantnanna í röðunum. En
aldrei má láta nema eina
plöntu vera á hverjum stað.
Sje reiknað með 4 cm., kom-
ast 25 gulrætur fyrir i meters-
langri röð. Sjeu 5 raðir á met-
ersbreiðu beði, má fá 125 gul-
rætur af einum fermetra! Jeg
hefi einu sinni vegið 7 kg. af
gulrótum af 1 ferm. — en það
var á hlýju landi, við jarðhita.
Sumarhirðingin er ekki fólg
in í öðru en að sjá um, að ill-
gresi þróist hvergi í gulróta-
beðinu, þar á arfi ekki að sjást.
Ennfremur þarf máske að
vökva ef þurkar gerast þrálát-
ir. Þó má lengi verjast ofþorn-
un moldarinnar með því að
halda henni lausri á yfirborð-
inu, svo að sprungur myndist
þar ekki.
Gulrætur vaxa langt fram á
haust ög hafa gott af að standa
úti sem lengst, — en frjósa
mega þær ekki og verður því
að taka þær upp áður en frost
fer að ganga nokkuð í garð.
Gott er að taka þær upp og
Asgeirsson
leggja þær í smábyngi, þann-
ig, að ræturnar snúi inn, en
blöðin út, láta þær liggja þann
ig í fáa daga — og breiða má
poka yfir bynginn, þyki of kalt.
Síðan eru blöðin brotin af og
gulræturnar lagðar í kassa og
gott er að strá sagi milli þeirra.
Skemdar rætur þarf að sjálf-
sögðu að taka frá og nota það
sem nýtilegt er af þeim. Sje
svo kassinn geymdur á svölum
stað, má geyma gulrætur fram
í febr.—mars, eða jafnvel enn
lengur. ^
Nantes-gulrót hefir reynst
hjer best, er fljótvaxin og vel
vaxin, en galli hinna fljótvöxnu'
afbrigða er sá, að geymsluþol
þeirra er miklu minna en
hinna seipvöxnu. En hin sein-
vöxnu afbrigði henta ekki til
ræktunar hjer.
Eins og sýnt er fram á í upp
hafi þessarar greinar, er gulrót
in matjurt, sem allra hluta
vegna á það skilið að hún sje
ræktuð hjer miklu meir en nú
á sjer stað. Ræktun hennar ætti
að stóraukast á þessu ári.
Ragnar Asgeirsson.
Dregið í lemplara-
happdræfiinu
DREÍMU var siðdegis í gær
í happdrætti Umdæmisstúkumi
ar nr. T (Barnaheimilissjóð-
ur) og Þingstúku Reykjavíkur
(Skógræktin að Jaðri). Borg-
arfógetinn framkvæmdi út-
dráttinn og komu upp þessi
númer: 11947 dagstofuhúsg.
I091G málvevk (Clnnnlaugur Ó.
Scheving). 24549 málverk (Jó-
hannes Kjarval). 9061 raf-
magnseldavjel, amerísk. 8193
loðkápa (pels). 29186 málverk
(Jón Engilberts). 9083 raf-
magnsþvottavjel (amerísk).
20348 málverk (Snoorri Arin-
þjarnar). 19889 málvcrk (Bene
dikt Guðmundsson). 26669
málverk (Matthías Sigfússon):
20580 gullarmbandsúr, Omega
20579 bókasamstæða. 469 yduss
kápa. 28473 veggklukka. 8510
kvæðasafn Davíðs Stefánsson-
ar. 2141 orðabók Sigfúsar
Blöndals. 3075 mynd (Jón Eng
ilberts). 27308 mynd (Jón Eng
ilberts) 16196 ínynd (Jón Eng
ilberts) 16217 mynd (Jón
Engilberts). 10271 fataefni.
19310 Iðnsaga íslands.
Ýinningamia má vitja lil
Jóns Gunnlaugssonar fúlítrúa,
Fríkirkjuveg 11.
Blackpool vann Aston
LONDON: — Fyrir nokkru var
háður í Blackpool fyrri úr-
slitaleikurinn um Norður-Eng-
landsbikarinn í knattspyrnu.
Keptu Blackpool og Aston Vijla
og vann Blackpool með 2 rmirk
um gegn einu. Dodds, einn af
frægustu framherjum Breta,
sem leikpr með Blackpool, skor
aði bæði mörk f jelagsins.
104 nýir iðnnemar
útskrifast
Iðnskólanum í Reykjavík var
sagt upp laugardaginn 29. apríl.
553 nemendur stunduðu nám
í skólanum í vetur, 204 í fyrsta
bekk, 137 í öðrum bekk, 155 í
þriðja bekk og 57 í fjórða bekk.
Burtfararprófi luku 104 nem-
endur og voru þeir þessir:
Bifvjelavirkjar: Sigurður V.
Þorvaldsson, Sigurg^ir Guðjóns
son.
Prentmyntlagerð: Eggert Lax
dal, Sigurbjörn G. Þórðarson.
Málmsteypumenn: Gunnar
Guðmundsson, Loftur J. Jóns-
son.
Klæðskerar: Friðrik Welding,
Guðbjörn Jónsson, Guðm. V.
Sigurðsson, Haraldur Ö. Sig-
urðsson, Kristbergur Guðjóris-
son.
Gullsmiðir: Haukur Guðjóns-
son, Jón Björnsson.
Bólstrar: Guðm. H. Halldórs-
son, Ingólfur A. Gissursson.
Jóhann E. Bjarnason.
Járnsmiðir: Agnar J. Sigurðs-
son, Andrjes Bjarnason, Atli
Halldórsson, Gunnlaugur P.
Steindórsson.
Ljósmyndari: Guðrún Guð-
mundsdóttir.
Veggfóðrari: Guðmundur
J. Kristjánsson.
Myndskeri: Friðrik M. Frið-:
leifsson.
Trjeskeri: Engilbert Ólafs-
son.
Listmálari: Einar G. Bald-
vinsson.
Glerslípari: Benedikt J. Arn-
kelsson.
Ketilsmiðir: Auðunn G. Guð-
mundsson. ■*
Feldskeri: Stefán V. Þorsteins
son.
Ketilsmiður: Stefán G. Jóns-
son.
Blikksmiður: Andrjes Haralds-
son.
Netagerðannaður: Gísli P. Jó-
hannsson.
Bókbindarar: Arnkell Berg-
mann, Asgeir Ármannsson, Geir
Þórðarson.
Rafvirkjar: Ásgeir Sæmunds-
son, Guðjón Kr. Eymundsson,
Guðjón Ragnar Stefánsson, Guð
mundur Guðmundsson, Guð-
mundur H. Þórðarson, Hörður
Davíðsson, Ingvar J. Guðjóns-
son, Narfi Þorsteinsson.
Rakarar: Auður Rrmólfsson,
Egill Valgeirsson, Kári Elías-
son, Páll O. Kjartansson.
Hárgreiðsludömur: Áslaug
Jónsdóttir, Gunnlaug. K. Guð-
mundsdóttir, Ingunn Jensdóttir,
Þórunn Björnsdóttir.
Húsgaguasmiðiv: Einar D.
Davíðsson, Guðjón Árnason,
Guðmundur L. Þ. Guðmunds-
son. Jóhannes Guðmundsson,
Sigurgísli Sigurðsson.
Vjelvirkjar: BjÖrgúlfur Bald-
ursson, Einar Arnórsson, Gísli
Hafliðason, Grjetar Eiríksson.
Guðm, Hannesson, Guðm. Magn
ússon, GuðmundUr Þorkelsson,
Gunnar Th. M. Hins, Jóhann
Pjetur J. Sturluson, Lárus B.
Björnsson, Magnús Jónsson,
Pjetur Jónsson,, Ragnar Bjarna
son, Sigurður Jónsson, Steinar
Steinsson, Sæmundur K. Giss-
ursson.
Húsasmiðir: Aðalsteinn Kr.
Guðmundsson, Alexander Kára
son, Matth. Hörður Kfistinsson,
Sigurbjörn Guðjónsson, Snorri
Bjarnason, Þorlákur Þórarins-
son, Þorsteinn I. Gestsson, Þor-
valdur Daníelsson.
Múrsmiðir: Eiríkur Jónsson,
Jóhann P. K. Vigfússon, Svafar
Vjemundsson.
Prentarar: Árni Kr. Valöi-
marsson, Guðjón Einarsson,
Guðm. Guðmund,sson, Svanur
Steindórsson, Valdimar Sigfús-
son.
Pípulagningamenn: Karl Sig-
urðsson, Kristján B. Guðjóns-
son, Tómás B. Jónsson.
Hattasaumakonur: Ásta Ingi-
björg Þorsteinsdóttir, Halldóra
N. Fálsöóttir, Valgerður H.
Gísladóttir.
Rennísmíðír: Ingvar Ólafsson,
Kristján G. Jósteinsson, Ólivert
Thorstensen, Stefán Jóhannes-
son, Valtýr Gíslason.
Skipasmiðir: Björn E. Björns
son. Einar S. Bergþórsson, Ein-
ar B. Sturluson, Jóhannes F.
Sigurðssoon, Jón Jónsson, Vil-
hjálmur Jónsson.
Hæsta einkunn hlaut Engil-
bert Ólafsson, trjeskeri, 9.63 og
næsthæsta, Einar Arnórsson,
vjelvirki, 9.35. Tóku þeir báðir
3. og 4. bekk á einum vetri. Auk
þeirra fengu verðlaun Alexand-
er Kárason, Benedikt Arnkels-
son, Guðmtmdur Magnússon,
Ingvar Ólafsson, Jóhann E.
Bjarnason, Jóhannes Fr. Sig-
urðsson. Jón Björnsson. Karl
Sigurðsson, Kristján B. Guðjóns
son og Stefán Jóhannsson.
Japana-r gjaMa afhroð
WASHING TON: — Japanar
eru nú sem ^óðast að reyna
að koma liði sínu frá norður-
ströndum Nýju-Guineu, en
bandamenn ráðast stöðugt a
liðsflutningabáta þeirra með
flugvjelum og hersjdpum. Hafa
þeir til þessa sökt 20 liðsflutn-
ingabátum og margir Japanir
druknað. —Reuter.
niiiinmuuiiimiiiiiiiiiiiimmmmimimmiminisiiii*
|8uinarkápur(
1 Amerískar sumarkápur 3
fj teknar upp í dag. Ekki §
b stór númer. g
[2 Verslunin 3
= Grettisgötn 7.
3 (horni Klapparstígs og =
3 Grettisgötu).
iniiuiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimimiiiimimiifimiiiiíiif
Súðin
fer til Isáfjarðar í byrjun
næstu viku. Flutningi til ísa-
fjarðar, Súgandafjarðar, Flat-
eyrar, Þingeyrar, Bíldudals,
Patreksfjarðar og Stvkkis-
hólms veitt móttaka í dag.
Athygli skal vakin á því,
&ð Esja fer ekki næst hrað-
ferð vestur og norður.
if