Morgunblaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNRLAÐIÐ Föstudagur 9. jání 1944. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Vaxandi skilningur ÞAÐ ER góðs viti, að aðalblöð stjórnmálaflokkanna eru nú farin að ræða í alvöru og með velvilja möguleik- ana á því, að koma á víðtæku samstarfi allra flokka. Þetta sýnir, að innan allra flokka er vaxandi áhusfí fyrir því, að takast megi að koma á slíku samstarfi. Þjóðinni er að verða það ljóst, að hún hefir aldrei haft aðra eins möguleika og nú til þess að skapa almenna velmegun í landinu og tryggja framtíð fólksins, ef vitur- lega er á haldið. Hitt er henni jafn ljóst, að hinir miklu möguleikar verða ekki hagnýttir, ef þjóðin á að standa í illdeilum innbyrðis, með þeim afleiðingum, að rifið er niður jafnóðum, alt sem upp er bygt. En það eru ekki aðrir en stjórnmálamennirnir, sem geta skapað einingu þjóðarinnar. Þess vegna ríður r\ú meira á því en nokkru sinni fyrr, að stjórnmálamennirnir sjeu víðsýnir og hafi það eina sjónarmið, að líta eingöngu á alþjóðarhag. ★ Þjóðviljinn, aðalblað Sósíalistaflokksins, ræðir þessi mál í forystugrein í gær. Margir hafa verið vantrúaðir á, að þessi flokkur myndi fáanlegur til samstarfs við aðra flokka. En ef marka má forystugreinina í Þjóðvilj- anum í gær, virðist þetta engan veginn útilokað. Þar eru þessi mál rædd af velvild og skilningi. Fer hjer á eftir kafli úr forystugrein blaðsins: „Allir stjórnmálaflokkar eru áreiðanlega sammála um að vilja tryggja sjálfstæði landsins bæði með ráðstöf- unum út á við og inn á við, og það er alls ekki ósennilegt, að allir geti orðið sammála um hin veigamestu atriði sem til þessa eru nauðsynleg. Nátengt þessu er spursmálið um að skapa þjóðinni þá aðstöðu, sem henni ber og hún þarfnast á sviði viðskift- anna við umheiminn, og að þessi aðstaða náist, er aftur undirstaða þess, að hjer skapist aldrei framar atvinnu- leysi, en það er skilyrði almennrar þjóðarvelmegunar, skilyrði sem ekki verður komist hjá að uppfylla, verði það ekki gert, öðlast þjóðin ekki hagsæld nje farsæld. En skilyrði fyrir því að þessi aðstaða nytist, ef hún næst, er að þeir miklu ijármunir, sem nú hafa safnast á hendur einstaklinga, verði notaðir til að efla framleiðsluna og þá fyrst og fremst sjávarútveginn. Sennilega eru allir stjórnmálaflokkar, eða að minsta kosti menn úr öllum stjórnmálaflokkum, sammála um þessi veigamiklu atriði, crg sennilega einnig sammála um meginatriði varðandi framkvæmd þeirra. Ef svo er, þá virðist vera fyrir hendi grundvöllur fyrir einingu um svo veigamikil mál, að hægt sje að vinna saman þrátt fyrir ágreining á öðrum sviðum. Þetta ber leiðtogum stjórnmálaflokkanna að athuga til hlítar“. * ★ Já, vissulega ber leiðtogum stjórnmálaflokkanna að athuga þetta til hlítar. Og það eru einmitt þessi tvö sjónarmið, sem samstarf flokkanna á að grundvallast á: Að tryggja sjálfstæði landsins út á við og inn á við og að efla framleiðsluna og tryggja á þann hátt framtíð fólksins í landinu. Stjórnmálaflokkarnir eru án efa á einu máli um það, að gera alt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja sjálfstæði landsins. Þar ætti ekki að vera um neinn ágrein- ing að ræða. Og þótt segja megi, að flokkarnir bregðist aldrei þessari skyldu sinni og samstarf því ekki brýp nauðsyn af þeim ástæðum, er hitt jafn augljóst, að það yrði hinu unga lýðveldi ómetanlegur styrkur, ef víðtækt samstarf allra flokka næðist. En hitt er alveg víst, að möguleikarnir, sem nú eru fyrir hendi tif þess að skapa fólkinu í landinu öryggi í framtíðinni, verða ekki hagnýttir, ef hjer á að ríkja sundrung og flokkadrættir. Sextugur: Jón Kristófersson, skipstjóri JÓN KRISTÓFERSSON, skip- stjóri, er sextugur í dag. Hann er fæddur að Breiðajbólsstað á Síðu í Vestur-Skaftafells- sýslu 9. júní 1884. Foreldrar hans voru þau hjónin Kristófer Þorvarðsson og Rannveig Jóns- dóttir, sem nú eru bæði látin, Rannveig fyrir nokkrum árum, en Kristófer fyrir fullum 50 árum. Þau bjuggu á Breiða- bólsstað, þar sem nú hefir lengi verið læknissetur. Jón er í föð- urkyn af hinni kunnu Hörgs- dalsætt, en móðir hans var frá Mörk (á Síðu). Jón hefir lengst um stundað sjómensku og verið skipstjóri í mörg ár, bæði landa á milli og með ströndum lands- ins. í Reykjavík mun hann nú hafa verið í full 40 ár.Var hann um skeið mjög heilsutæpur, en hlaut þó að lokum góðan bata og gegnir enn störfum sínum sem fyrr, nú um hríð í hafn- arskrifstofunum. — Hann er kvæntur Þórunni Guðmunds- dóttur, Stefánssonar, og eiga þau tvær efnilegar dætur, Vig- dísi og Rannveigu; heimili þeirra er á Ránargötu 22, Það telja ýmsir kost á mönn- um, að þeir sje Skaftfellingar. Skal þó ekki farið út í það hjer, en það væri vissulega kostur á hverjum manni, að hann væri jafngóður Skaftfellingur sem Jón Kristófersson. Má þess og geta hjer, að fyrir skemstu hafa þau ágætis hjón, Jón og kona hans, gefið 10 þúsundir króna ':il skógræktar á Síðu, og er sú veglega gjöf til minningar um foreldra Jóns. Kunnugum þarf ekki að tjá prúðmensku Jóns í hvívetna og um óyggjanda Irengskap hans munu þeir nærri fara, sem þekkja hann best. Hann hefir orðið hjeraði sínu. til sóma, og þar dvelst hann nú um þessar mundir. — Heill sje honum og heimili hans! Skaftfellingur. Harry Roy hættir útvarpi. LONDON: Hary Roy, hinn kunni danshljómsveitarstjóri, hefir sagt upp samningum sín- um við breska útvarpið, og mun ekki leika í það framar. Mun það að mestu’ vera komið af þeirri reglugerðarbreytingu út- varpsins, að hljómsveitarstjór- ar danshljómsveita fá ekki leng ur að kynna hljómsveitir sínar og hljómleika. /\Jíbverji ibripar: 5 Ú <L ci aíeqa líj^inu .. ee*>:*s-k**:**:**>*:*‘>*:**x~:“> Maðurinn, sem hló. LUNDÚNABLÖÐIN birtu í gærmorgun fyrstu Ijósmyndirn- ar frá innrásinni í Norður- Frakkland. Þar voru myndir af hermönnum í innrásarbátum, sprengikúlnahríð og landgöngu hersins. — En það var ein ljós- mynd í blöðunum, sem vakti sjer- staka athygli. Hún var af mann- inum, sem hló! Maðurinn, sem hló, var þýskur hermaður, sem tekinn var hönd- um, og þegar hann kastaði frá sjer vopnum sínum, var tekin mynd af honum, og „ofurmennið“ þýska hló, skellihló. Það var enginn kuldahlátur nje hæðnis- hlátur, heldur gleðihlátur, af á- nægju yfir því, að nú væri stríð- inu lokið hvað hann snerti. En það mun ekki öllum hlátur í hug þessa dagana. Atburðirnir eru alvarlegri en það, sem eru að gerast á meginlandi Evrópu. En það er i rauninni ekkert und- arlegt, þó það hlægi þýsku her- mennina að sjá bandamenn streyma yfir Atlantshafsvegginn hans Hitlers. Það er í fjögur ár búið að telja þýsku þjóðinni trú um, að bandamenn hafi tapað styrjöldinni. Þeir eigi sjer engrar uppreisnar von framar. Þýski hermaðurinn stendur vörð við hinn óvinnandi Atlantshafsvegg, og svo alt í einu koma banda- menn labbandi upp eftir strönd- um Frakklands og taka þýsku hermennina fasta! • Engin skemtiganga. INNRÁSIN verður engin skemtiganga fyrir hersveitir bandamanna. Það gera menn sjer • ljóst í löndum bandamanna, og þó þeir hafi unnið fyrstu lotuna og náð fótfestu á Frakklands- ströndum, þá eru margar lotur eftir og enginn veit, hve langar þær geta orðið og harðar. — Það er eins og margir búist við, að bandamenn muni á einni svip- stundu vaða yfir Frakkland og til Berlínar. Það er mjög ólíklegt, að svo verði. Sennilegast, að bar- dagar standi vikum og jafnvel mánuðum saman í Norður- Frakklandi. Við höfum sjeð, hve seinlega gekk fyrir bandamönn- um að sækja fram fré Salerno Sannleikurinn er sá, að það hefir ekki enn komið til þeirra átaka, sem vænta má að verði á innrásarsvæðinu í Frakklandi. Ef til vill setja bandamenn lið á land víðar á Evrópuströndum: í Suður-Frakklandi, Danmörku Fregnir af innrásinni. EITT ATRIÐI í sambandi við innrásina hafa mai'gir átt bágt með að skilja, en það er, að ekki skuli berast jafnóðum fregnir af framsókn bandamanna, hvert þorp og hver bær, sem þeir nárt nefnt. En þetta er ofur skiljan- legt. Sennilegt er, að með því öngþveiti, sem er á , s.amgöngum öllum, viti Þjóðverjar alls ekki, hvar bandamenn eru, og þaðv'ærí framúrskarandi aulalegt af her- stjórn bandamanna að fara að segja þeim það, enda er engin hætta á því. Það er ekki fyr en bandamenn hafa komið sjer upp öruggum bækistöðvum og eru búnir að rjetta vígljnuna, að vænta má fregna svo nákvæmra, að hægt sje að setja út í kort, hvar barist er í það og það skift- ið. — Hvar er Göring? HVAR ER STÍNA? var ^purt hjer á árunum, • en nú spyrja menn: Hvar er Göring og kapp- ....... •:* •:»•:••:*•:**:••:*•:*•:**:*•> ar hans? Hvar er fluglið Þjóð- verja? Það hefir látið lítið á sjer bæra fyrstu tvo daga innrásar- innar. Bandamenn hafa hinsvegar slíka herskara af flugvjelum í lófti, að því er líkt við, að regn- hlíf hafi verið spent yfir sundið. Við höfum 11.000 fyrsta flokks flugvjelar til taks, sagði Church- ill. Það munar um minna! Frá Englandi og að innrásarströnd- unum í Frakklandi er álíka langt og vestur undir Jökul hjeðan. Ælti okkur fyndist ekki nóg um, og einhver læti, ef 11.000 flugvjel ar væru á sveimi hjer yfir honum Faxaflóa dag og nótt? En það er þýski örninn! Hvar er hann? Hefir bandamönnum tekist að reita svo af honum flug- fjaðrirnar, að hann getur ekki hafið sig til flugs? Vantar bensín, eða er Göring að spara? Þvílíkar spurningar eru nú á allra vör- um. Það getur varla orðið langt, þar til svar fæst við þeim. • Hvergi hræddur .... CHURCHILL er sagður hafa viljað fara til Frakklands með innrásarhernum. Hvergi hrædd- ur, karlinn, eins og þar stendur. „Þegár býður þjóðar sómi, þá á Bretlánd eina sál“, sagði Einar Benediktsson. Víst hafa þau orð sannast oft og mörgum sinnum. En lítið hefði Bretum stoðað sál- in ein, þó sameinuð þjóðarsál hefði verið, ef þjóðin hefði ekki átt leiðtoga, sem ekki voru hræddir við að taka upp barátt- una gegn því, sem virtist vera ofurefli. Á einu svartasta timabilinu í sögu Bretlands fjekk þjóðin þann mann, sem var fær' um að stjórna hinni sameinuðu bresku þjóðarsál. Einu sinni, þegar illa leit út í striðinu, lýsti Churchill banda- mönnum á þá leið, að það væri eins og þeir væru á gangi eftir niðamyrkum dal, það sæist Ijós- skíma á hjallanum framundan. Bandamenn eru nú komnir upp á brúnina og dagrenningin blas- ir við þeim. • Svefnpurkur. OG ÞÁ skulum við snúa okk- ur aftur að gráum hversdagsleik- anum hjer heima. Það er sagan af svefnpurkunni, sem jeg ætlaði að segja. Það er ungur og bráð- duglegur maður. Hann hefir kom ið sjer vel áfram í lífinu og þó ungur sje, er hann á góðum Vegi að verða sjélfs sín herra. En það er einn ljóður á ráði hans. Hann á svo bágt með að vakna á morgn ana. Hann hefir reynt að kaupa sjer vekjaraklukkur af bestu tegundum, en þær hafa gefist misjafnlega. Vilja bila, eða hann gleymir að trekkja þær upp. Þessi svefnpurka vill endilega að jeg komi því á framfæri fyrir sig, hvort ekki muni hægt að koma upp einhverri miðstöð, þar sem tæki að sjer að vekja menn á morgnana með símahringing- um. Hann hefir þá föstu trú, að þetta myndi borga sig fyrir þann, sem tæki það að sjer. Menn, sem hefðu síma og þyrftu að vakna á morgnana, þyrftu ekki annað en að tilkynna þess- ari miðstöð, hvenær þeir vildu vakna, og svo yrði hringt á þá á rjettum tíma. Jeg benti honum á, að þetta gæti orðið nokkuð dýrt. Hvert símtal yrði að reikna á 10 aura og eitthvað þýrfti miðstöðin að fá fyrir sinn snúð. En hann vildi nú samt, að jeg kæmi þessu á framfæri og ekki hafði jeg brjóst ; í mjer til að neita hontxm um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.