Morgunblaðið - 20.06.1944, Side 4
Þriðudag'ur 20. júní 1944.
4
MORGUNBLAÐIÐ
Vegleg þjóðhdtíðarhöld víða um kmd
Efafnseyri.
MIKIL og virðuleg hátíða-
höld fóru fram á Rafnseyri, fæð
ingarstað Jóns Sigurðssonar,
17. júní. Var þar samankomið
fjölmenni mikið eða um 2000
manns.
BlaSið hafði í gær tal af
Viggó Natanelssyni, en hann
var einn af þeim, sem fór hjeð-
an úr Reykjavík með „Þór“ til
Rafnseyrar.
Skýrði hann svó frá, að há-
tíðahöldin hefðu í alla staði ver
ið hin glæsilegustu og virðuleg
ustu og farið vel fram. — Björn
Guðmundsson að Núpi setti há-
tíðina kl. 12 á hádegi. Mælti
hann m. a. fram kvæði frá sjera
Böðvari Bjarnasyni, fyrrum
presti að Rafnseyri. Þá flutti
sjera Jón Kr. ísfeld bæn, en síð
an tók prófessor Sigurður Nor-
dal til máls. Flutti hann aðal-
hátíðarræðuna, sem var hin
skörulegasta. — Næst var svo
hlýtt á útvarp frá Lögbergi og
heyrðist það ágætlega.
Var síðan gengið í skrúð-
göngu að minnismerki Jóns Sig
urðssonar og lagður á það blóm
sveigur. Sjera Eiríkur J. Eiríks
son frá Núpi flutti þar ræðu en
að henni lokinni var leikfimis-
sýnifig karla og kvenna undir
stjórn Bjarna Bachmann, í-
þróttakennara. — Þá flutti Ol-
afur Olafsson, skólastjóri á
Þingeyri ræðu fyrir minni Is-
lands, Halldór Kristjánsson að
Kirkjubóli og Jens Hermanns-
son, skólastjóri á Bíldudal,
fluttu frumsamin kvæði og
Sveinn Gunnlaugsson, skóla-
stjóri á Flateyri, flutti ræðu. —
A milli dagskráratriðanna söng
Þingeyrarkórinn undir stjórn
Baldurs Sigurjónssonar. — Að
lokum tók til máls formaður há
tíðarnefndarinnar, Þórður Njáls
son, oddviti í Stapadal. Hátíð-
inni lauk með því, að dansað
var framundir miðnætti.
Staðurinn var mjög smekk-
lega skreyttur. Þeir, sem komu
af sjó gengu í gegnum hlið, er
rtuimmnmiiinnnniiiinniiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
g Af sjerstökum ástæðum er =
nýlegur
Gott veður á Norður- og Austurlandi
Bíll
£ til sölu. Til sýnis á Óðins- 1
H torgi kL 1—2 í dag. Skipti =
= á góðum vörubíl geta kom £
5 ið til-mála, ef um semst. §j
iiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiri
nrnmnnninmmimmnmmmmmmminimmmui
Sníð
| Kápur og dragtir
s
| FELDSKERINN |
j| Hafnarhvoli III. hæð. M
miiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiimimmmmiiiiiiiiiimiiiiiimir
umiiiiiimimiiiiiimimiimiiiiiiiiíiiiiimiiiiimiimiF.
Getum bætt við
| Stúlkum
= helst vönum að straua eða
5 pressa. Upplýsingar (ekki
£ í síma) kl. 6—7 i kvöld.
Nýja Efnalaugin.
á var letrað „Islandi alt“, en á
minnisvarða Jóhs Sigurðssonar
voru vafðir úr íslenskum jurt-
um stafirnir „Sómi Islands“.
Fjöldi fólks lá við í tjöldum og
voru þau um 150. Um allar veit
ingar sáu af mikilli rausn
Kvenfjel. Von og íþróttafjel.
Höfrungur. — íslenski fáninn
blakti víða við hún á skipum og
bátum á höfninni fyrir utan og
á landi. Veður var sæmilegt, en
þó mikil rigning.
*
Akranes.
Hátííahöldin fóru þar fram
á sunnudaginn 18. júní. — Fór
þá úfn daginn fram hátíðar-
guðsþjónusta, þar sem vígð
voru ný altarisklæði og hökull,
sem Haraldur Böðvarsson og
kona hans hafa gefið Akranes-
kirkju. Var athöfn sú öll hin
virðulegasta.
Kl. 1 e. h. fór fram skrúð-
ganga, sem er sú allra fjölmenn
asta, sem sjest hefir þar á staðn
um. Gengu ýms fjelagssamtök
undir fánum sínum, eins og skát
ar, íþróttamenn o. fl. Þá var
fjöldi barna í göngunni. Mikið
bar þar einnig á íslenska fán-
anum og hafa aldrei sjest jafn-
margir íslenskir fánar blakta á
Akranesi. — Utisamkoma var
haldin á svonefndu Kirkju-
vallatúni. Fluttu þar ræður bæj
arstjórinn, Arnlj. Guðmunds-
son og Pjetur Ottesen, alþm. —
Þá fór fram fimleikasýning
karla og kvenna og kappglíma.
Sigraði hana Sveinn Guðbjarts
son, sem einnig fjekk fegurðar
verðlaun. Lúðrasveitin Svan-
ur, undir stjórn Arna BjÖrns-
sonar, ljek fyrir skrúðgöngunni
og á samkomunni.
Um kvöldið var samkoma í
Bíó-höllinni. Þar flutti aðalræð
una Ólafur B. Björnsson, forseti
bæjarstjórnar Akraness. Að-
sókn var svo mikil að samkom-
unni að fjöldi fólks varð frá að
hverfa. Var húfi því endurtekin
í gær.
Árni Helgason skemti þar með
gamanvísnasöng.
Þátttaka í hátíðahöldunum
var mjög mikil, og fóru þau áþ
gætlega fram þrátt fyrir óhag-
stætt veður.
/iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiii
Stykkishólmur.
Um 50 fánar skreyttu þorpið
17. júní.
Kl. 10 var guðsþjónusta. Sókn
arpresturinn, sjera Sigurður Ó.
Lárusson prjedikaði.
I barnaskólahúsinu hófst
borðhald kl. 18.00, og sátu það
um 120 manns. Kristján Stein-
j§ grímsson sýslumaður stjórnaði
p j hófinu. Minni voru flutt, og
£ j karlakór skemti með söng.
£ | Kl. 20.30 hófst kvöldskemtun
H í. Samkomuhúsinu. Kristján
HjBjartmar oddviti setti skemtun
S, ina, en ræður fluttu þessir
S menn: Ólafur Jónsson frá Ell-
£ iðaey, frú Sesselja Konráðsdótt
— ir, Stefán Jónsson skólastjóri
og Sigurður R. Pjetursson stud.
jur. Blandaður kór söng milli
ræðnanna. Að lokum var dans-
að fram á nótt.
Á sunnudag var gengið í
§' skrúðgöngu til íþróttavallarins.
Þar flutti Sigurður Finnsson
ræðu og stjórnaði síðan keppni
í frjálsum íþróttum, sem síðan
fór fram.
Um kvöldið var svo dans-
skemtun í Samkomuhúsinu.
£
£
ísaf jörður.
Á ísafirði var veður gott fyrri
hluta dags 17. júní, en fór versn
andi eftir því, sem á daginn
leið. Þátttaka í hátíðahöldunum
var samt geysimikil.
Hátíðahöldin hófust kl. 10
með guðsþjónustu í ísafjarðar-
kirkju. Sóknarpresturinn, sjera
Sigurður Kristjánsson, prjedik-
aði, en Sunnukórinn, undir
stjórn Jónasar Tómassonar,
annaðist sönginn.
Kl. 13 safnaðist fólk saman á
skólavellinum og hlustaði á út-
varp frá Þingvöllum. Síðan var
gengið í skrúðgöngu með lúðra
sveit í broddi fylkingar að há-
tíðastað, sem útbúinn hafði ver
ið fyrir ofan bæinn við Stór-
j urð. Þar fóru fram aðalhátíða-
höldin. Fyrst söng Sunnukór-
l inn með aðstoð lúðrasveitar
[þjóðsönginn. Ræður og ávörp
fluttu þessir menn: Guðmund-
ur G. Hagalín rithöfundur,
Sverrir Guðmundsson, formað-
ur Iþróttabandalags Isfirðinga,
Haraldur Guðmundsson, for-
maður Sjómannadagsráðs ís-
firðinga, Bárður G. Tómasson,
ormaður Iðnaðarmannafjelags
Isfirðinga, Ragnar Guðjónsson,
[fjármálaritari verklýðsfjelags-
ins ,,Baldurs“ á ísafirði, frú
Bergþóra Árnadóttir, ritari
Kvenfjelagsins „Ósk“, Guð-
mundur Sveinsson, fyrrverandi
umdæmistemplar, Haukur
Helgason, formaður Stúdenta-
fjelags Isafjarðar. Á milli ræðn
anna voru fimleikasýningar,
kórsöngur og leikur lúðrasveit-
ar. Að lokum var almennur
söngur.
Um kvöldið var samkoma í
Alþýðuhúsinu. Baldur Johnsen
hjeraðslæknir flutti ræðu og
Guðmundiú- G. Hagalín las upp.
Sunnukórffin og Karlakór Isa-
fjarðar, undir stjórn Högna
Gunnarssonar, sungu, og lúðra-
sveit ljek.
Sauðárkrókur.
17. júní var veður gott á
Sauðárkróki, milt, en smáskúr-
ir við og við, enda var mikil
þátttaka í hátíðahöldum þar.
Þau hófust kl. 12.40 með
messu í Sauðárkrókskirkju.
Sóknarpresturinn, sjera Helgi
Konráðsson, prjedikaði, en
kirkjukórinn, undir stjórn Ey-
þórs Stefánssonar, annaðist
söng. Siðan var haldið í Sam-
komuhúsið og hlustað þar á út
varp frá Þingvöllum.
Kl. 15.00 var gengið í skrúð-
göngu frá skólaleikvellinum til
íþróttavallarins, Munu um
1.000 manns hafa tekið þátt í
skrúðgöngunni. Á íþróttavellin
um fóru svo aðalhátíðahöldin
fram. Sjera Helgi Konráðsson
setti samkomuna. Ræður fluttu
Gísli Magnússon, bóndi að Ey-
vindarholti, og sjera Halldór
Kolbeins. Karlakórarnir Heim-
ir, söngstjóri Jón Björnsson, og
Ásbirningar, söngstjóri Ragnar
Jónsson, sungu. Ásbirningar
sungu ljóð eftir Friðrik Hansen,
sem hann hafði ort í tilefni dags
ins, með lagi eftir Eyþór Stef-
ánsson. Sigurgeir Dahíelsson
las upp frumsamið kvæði. Síð-
an var fjöldasöngur. Að lokum
fór fram íþróttakeppni, og 50
manna flokkur undir stjórn
Kára Steinssonar, sýndi fim-
leika.
Um kvöldið voru dansskemt-
anir í báðum samkomuhúsun-
um.
»
Siglufjörður.
Bærinn var í hátíðabúningi
17. júní, allur fánum skreyttur.
Hátíðahöldin hófust kl. 10 17.
júní með guðsþjónustu í Siglú-
fjarðarkirkju. Guðm. Hannes-
son bæjarfógeti flutti ræðu, en
sóknarpresturinn, Oskar Þor-
láksson, flutti bæn. Kirkjukór-
inn, undir stjórn Tryggva Þor-
steinssonar, söng. Daníel Þór-
hallsson söng einsöng. Guðs-
þjónustunni lauk með því, að
Karlakórinn Vísir söng þjóð-
sönginn.
Klukkan 12.30 lagði skrúð-
ganga af stað frá bryggjunni á-
leiðis til nýja íþróttavallarins,
sem fullgerður var fyrir hátíð-
ina. Börn með fána voru í far-
arbroddi, en auk þess tóku þátt
í skrúðgöngunni skátar og ýmis
önnur fjelagasambönd.
Aðalhátíðahöldin fóru fram á
íþróttavellinum. Setti þar Þor-
móður Eyjólfsson, forseti bæj-
arstjórnar, samkomuna, og Hall
dór Kristinsson hjeraðslæknir,
formaður hátíðanefndarinnar,
flutti ræðu. Kl. 13.15—14.30
var hlýtt á útvarp frá Þingvöll-
um. Þá fluttu ræður þeir Guð-
mundur Hannesson bæjar-
fógeti og Sigurður Kristjánsson
forstjóri.
Kl. 16.00 afhenti Óli Hertevig
bæjarstjóri, fyrir hönd bæjar-
stjórnar, íþróttaráði Siglufjarð
ar hinn nýja íþróttavöll, en
Aage Schiöth, formaður íþrótta
ráðsins, þakkaði fyrir hönd í-
þróttamanna.
Á sunnudaginn var skrúð-
ganga íþróttamanna til íþrótta-
vallarins, og var þar keppt í
ýmsum íþróttagreinum og stutt
ar ræður fluttar þess á milli.
Kl. 20.30 hófst fjölbreytt sam
koma í Kvikmyndahúsinu. —
Voru þar m. a. afhent verðlaun
fyrir íþróttakeppnina og einnig
verðlaun frá landsmóti skíða-
manna.
Akureyri.
Lýðveldishátíð Akureyringa
og Eyfirðinga 17. júní hófst með
því, að Lúðrasveit Akureyrar,
undir stjórn Jakobs Tryggva-
sonar, ljek nokkur lög á Ráð-
hústorginu kl. 10. Kl. 10.15
hófst skrúðganga frá Ráðhús-
torginu um bæinn til kirkjunn
ar. Var hún sú fjölmennasta,
sem farið hefir fram á Akureyri
og tóku þátt í henni öll fjelög
í bænum, er gengu undir fán-
um sínum. Voru þar á meðal
fjölmennur hópur barna og
skátar.
Kl. 11 hófst messa í kirkj-
unni, og flutti sjera Friðrik J.
Rafnar hátíðaprjedikun. Kl.
13.15 hlýddu margir á útvarp
frá Þingvöllum á Ráðhústorgi.
Kl. 15.00 var hátíðin sett á torg
inu af sjera Friðriki Rafnar.
Fluttu ræður Þorsteinn Jóns-
son skólastjóri, Steingrímur
Jónsson fyrverandi bæjarfógeti,
Einar Árnason fyrrv. ráðherra,
Sigurður Róbertsson rithöfund-
ur.
Lúðrasveitin ljek á milli
ræðnanna, og Karlakórinn Geys
ir og Karlakór Akureyrar
sungu nokkur lög undir stjórn
Ingimundar Árnasonar og Jó-
hanns Ó. Haraldssonar. Kl.
21.00 kom mikill mannfjöldi
aftur saman á Ráðhústorgi.
Söng þá karlakór Akureyrar
nokkur lög, og síðan var stig-
inn dans þar á torginu undir
leik lúðrasveitarinnar.
Veður var hið fegursta um
ddginn, og gerði það sitt til þess
að gera hátíðina hina ánægju-
legustu í alla staði.
Húsavík.
I Þingeyjarsýslu fóru lýðveld
ishátíðahöldin fram 17. og 18.
júní.
Á Húsavík hófust hátíðahöld
in með skrúðgöngu frá íþrótta-
vellinum. Tóku þátt 1 henni skát
ar, íþróttamenn og mikill mann
Framh. á bls. 5.
millllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllim
(Timburhús |
i við Hverfisgötu er til sölu. £
s 3 íbúðir lausar n. k. haust. =
£ Tilboð merkt ,,Timburhús“ =
sendist blaðinu.
ÍÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIÍ
iiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiK
^túihu
£ vantar strax til afléysing- |
= ar um mánaðartíma. —
= Matsalan Rauðarárstig 26,
Sími 4581.
.........................
llllllimillllllllllllllllIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllM
4 manna bíll
= um og í góðu standi, til £
£ sölu með 'tækifærisverði. s
|j Til sýnis á Bræðraborgar- £
5 stíg 18 til kl. 10 í kvöld. |
muiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiii
! Gistihúsið Ásólfsstaðir
í Þjórsárdal hefir verið opnað til veitinga og
fyrir dvalargesti.