Morgunblaðið - 20.06.1944, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Eftir hátíðina
ÞJÓÐHÁTÍÐIN vegna lýðveldisstofnunarinnar er um
garð gengin. Hin ytri tákn hátíðarinnar eru nú sem óðast
að hverfa af almannafæri og hin daglegu störf að hefj-
ast. En í hjörtum fólksins geymist minningin um þessa
glæsilegustu frelsishátíð, sem haldin hefir verið á ís-
landi.
Það var samhugur fólksins, sem vann lokasigurinn í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þar sýndi þjóðin, hversu
miklu hún getur áorkað, þegar hún stendur saman. Ekki
eru margir mánuðir liðnir síðan foringjar stjórnmála-
flokkanna voru tvístraðir í þessu máli, eins og flestum
öðrum velferðarmálum þjóðarinnar nú á tímum. Á elleftu
stundu tókst þeim að jafna ágreininginn. Og nú hafa
stjórnmálamennirnir fengið fulla sönnun fyrir því, að
það er eining og samhugur, sem þjóðin krefst framar öllu
öðru af þeim.
En skilja stjórnmálaleiðtogarnir þetta? Alþingismenn
hverfa nú heim, eftir að hafa gengið formlega frá stofnun
lýðveldisins. En hvaða boðskap hafa þeir að flytja þjóð-
inni við heimkomuna? Geta þeir skýrt henni frá því, að
nú sjeu þeir ráðnir í að standa saman um lausn allra
vandamála þjóðarinnar, á sama hátt og gert var við
stofnun lýðveldisins? Geta þeir sagt þjóðinni, að sam-
heldnin í lokaþætti sjálfstæðismálsins sje jafnframt upp-
haf nýrra leikreglna í stjórnmálabaráttunni, þar sem
alþingismenn og stjórnmálaflokkar hafi unnið þau heit,
að láta aldrei framar flokkadrætti og sundrung komast
að, þegar leysa þarf málefni, sem velferð þjóðarinnar er
undir komin, að vel fari?
Nei, því miður eru ekki líkur til þess, að þingmenn geti
flutt þjóðinni slík tíðindi. í þingsölunum er engin breyt-
ing sjáanleg. Þar er sama óeining ríkjandi, flokkadrættir
og sundrung. Þingmenn fara heim, ekki til þess að til-
kynna landsfólkinu þjóðareiningu, heldur til þess að búa
það undir ný átök flokka og stjetta.
Þetta er áreiðanlega ekki að vilja þjóðarinnar.
Þjóðmin jasafnið
SÍÐASTLIÐINN föstudag var útbýtt á Alþingi þings-
ályktunartillögu um byggingu þjóðminjasafns og eru
flutningsmenn hennar formenn allra þingflokkanna. Til-
lagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja fyrjr
af ríkisfje 3 miljónir króna til þess að reisa hús fyrir þjóð-
minjasafnið og að hefjast þegar handa um undirbúning
byggingarinnar“.
Tillagan hefir ekki verið rædd ennþá, en ráðið mun
vera, að hún verði afgreidd áður en þingi verður frestað.
Það var vel ráðið, að gefa lýðveldinu þessa morgun-
gjöf. Þjóðminjasafnið er sá dýrgripur, sem ekki má glat-
ast. Hingað til hefir þessu safni ekki verið sýnd sú rækt-
arsemi, sem samboðin er hinni söguelskandi þjóð. Safnið
er til orðið fyrir atbeina einstaklinga, sem skyldu að hjer
var fjársjóður, er varðveitast ætti um ókomnar aldir. Og
það er í raun og veru fyrst og fremst verk einstaklinga
en ekki ríkisvaldsins, hvað safnið er orðið í dag. Er blátt
áfram furðulegt hvað þessir menn hafa fengið áorkað,
þrátt fyrir hin erfiðustu skilyrði á allan hátt.
Þegar þjóðminjasafnið er komið inn í sitt eigið hús,
mun vakna skilningur manna fyrir því, hvaða gersemi
þjóðin hjer á. Hingað til hefir almenningur ekki getað
notið safnsins, vegna þess að því hefir verið kúldrað inn
í þröngar kytrur og engin leið að koma því þannig fyrir,
að almenningur hafi þess full not. Marga dýrmætustu
gripina hefir orðið að loka inni í hyrslum.
Nú ætti ekki að þurfa að bíða þess lengi, að þjóðminja-
safnið fái sitt eigið húsnæði. Tillaga sú, sem nú er fram
komin á Alþingi, mun hafa óskift fylgi þingmanna, og
verður sennilega afgreidd í dag.
iÞriðudagur 20. júní 1944.
75 ára: OI$ó Tulinius
kaupm. og konsúll
á Akureyri
víbverji óbrifc,
Ú-Á
1
(t (j ^(’(i (t
Hann er fæddur á Eskifirði
20. júní 1869. Foreldrar hans
voru Carl Daniel Tulinius (d.
16. jan. 1905) kaupm. á Eski-
firði og k. h. Guðrún (d. 30.
ágúst 1904) Þórarinsdóttir próf.
á Hofi í Álftafirði, Erlendsson-
ar — af hinni svokölluðu Hell-
isfjarðarætt.
Bræður hans, Þórarinn, stór-
kaupm. og Axel, sýslumaður,
sem og hann sjálfur, eru lands-
kunnir menn.
Ottó Tulinius hóf sinn langa
og dáðríka starfsferil á Aust-
urlandi, en um síðastliðin alda-
mót fluttist hann til Akureyr-
ar og hefir ávalt haft búsetu
þar að frádregnum nokkrum
árum, sem hann átti heima í
Kaupmannahöfn. Snemma gerð
ist hann umsvifamikill athafna
maður. Rak hann bæði mikla
verslun og útgerð á Akureyri
og í Hrísey um langt skeið og
veitti fjölda manns atvrnnu.
Þótti hann ágætur vinnuveit-
andi og var því bæði elskaður
og virtur af þeim, sem vinnunn-
ar nutu. Framkoma hans öll
var hin frjálsmannlegasta, karl
mannlegt glæsimenni þegar
hann var upp á sitt besta, glað-
vært ljúfmenni, frjálslyndur í
skoðunum, röskur og afgerandi
um almenn mál. Það gat því
ekki hjá því farið, að hjá öllum
almenningi á Akureyri vektu
þessir eiginleikar vonir og
traust á manninum. Enda má
óhætt fullyrða, að um skeið
hafi Tulinius verið vinsælasti
athafnamaður bæjarins. Á hann
hlóðust ýms trúnaðarstörf. I
bæjarstjórn átti hann sæti um
langt skeið eða þar til hann
fluttist til Kaupmannahafnar,
og forseti bæjarstjórnar var
hann mörg ár. Formaður Versl
unarmannafjel. Akureyrar var
hann lengi og ræðismaður Svía.
Tuliniusarheimilið á Akur-
eyri var um langt skeið hið
fjölsóttasta, fór þar saman gest
risni og glæsimenska beggja
hjónanna og fríður barnahópur.
Vanheilsa síðari ára hefir að
vísu lamað starfsþrek og orku
þessa ötula manns, en ylhjart-
ans og hinnar ljettu lundar
verður maður var sem fyr.
Hlýhugur og árnaðaróskir
munu streyma til hins aldraða
ágætismanns, hvaðanæfa, á
þessum afmælisdegi.
Sig. E. Hlíðar.
Þjóðhátíðin.
ÞÁ ER LÝÐVELDISHÁTÍÐ-
IN liðin og daglega lífið er að
færast aftur í sínar gömlu skorð-
ur. Enn um hríð mun þó aðal-
umræðuefni manna vera hátíða-
höldin. Menn segja sögur af sjálf
um sjer og öðrum, skeggræða
um þetta og hitt. Hrósa einu og
skamma annað, eins og gengur
og gerist. Eitt eru menn þó sam-
mála um, að hátíðin hafi farið
vel fram, bæði hjer í Reykjavík
og á Þingvöllum. Þrátt fyrir alla
erfiðleikana, sem voru á því að
undirbúa slíka þjóðhátíð og þrátt
fyrir veðrið, sem brást svo mjög
á síðustu stundu.
En þjóðin var í slíku hátíðar-
skapi þessa daga, að ekkert gat
komið fólkinu út úr jafnvægi,
nje skygt á gleðina. Þegar menn
voru a(S tala um rigninguna á
Þingvöllum, slógu flestir öllu upp
í gaman og sögðu: „Já, lýðveldið
fær þó sannarlega skírnina“.
Fólkið sjálft á þakk-
irnar.
EN VIÐ skulum ekki gleyma
því hver á, allar þakkirnar
skildar fyrir hve alt fór vel fram.
Það er fólkið sjálft, heildin. Hver
og einn einasti einstaklingur
gerði sína skyldu. Allir þátttak-
endur í hátíðahöldunum unnu
saman sem einn maður. Það
þurfti enga lögreglu til að halda
aga. Lögreglan var eingöngu til
þess að leiðbeina og hjálpa og
svo á það líka að vera.
Sennilega hafa komið fyrir
einstök atvik, sem menn eru ekki
ánægðir með útaf fyrir sig. Það
er altaf' svo, að hægt er að setja
út á þetta eða hitt. Sumir hefðu
ef til vill kosið, að þingið hefði
farið fram í Almannagjá. Einn
mann heyrði jeg segja: „Hvers-
vegna tjölduðu þeir ekki yfir Al-
mannagjá?"
Slíkum spurningum þarf ekki
að svara. En það er heildarsvip-
urinn á hátíðinni, sem mestu
máli skiftir og hann var svo góð-
ur, að á betra verður ekki kosið.
Jón Gunnarsson, framkvæmd-
arstjóri Síldarverksmiðja ríkisins
hefir sagt starfi sínu lausu frá
næstu áramótum.
Þeir, sem unnu um
hátíðina.
MIKIL VINNA fer í að und-
irbúa hátíðahöld eins og þau,
sem við nú höfum haldið. Fjöldi
manns úr öllum stjettum þjóð-
fjelagsins lagði á sig erfiði og
vökur fyrir hátíðina til þess að
alt yrði í lagi. Flestir þeirra,
sem unnu að undirbúningnum,
gátu hinsvegar farið í spariföt-
in er hátíðin hófst til að taka
þátt í fögnuðinum.
En það voru líka margir, sem
höfðu störfum að gegna sjálfa
hátíðisdagana og höfðu jafnvel
meira að gera en á rúmhelgum
dögum, til þess að fjöldinn gæti
skemt sjer. Það er ekki hægt að
telja upp allar stjettir, sem
sýndu þegnskap með því að
vinna, hætt er við að einhverjir
gleymdust. En það má minnast á
bílstjórana t. d., sem unnu erfitt
verk af dugnaði og mikillri prýði.
Veitingafólkið, sem sá um, að
hátíðargestir fengju mat og
drykk, Starfsmenn landssímans
og póstsins, lögreglumenn, skát-
ar, hjúkrunarfólkið, vegagerðar-
menn og fleiri og fleiri unnu af
kappi og sumir nótt og dag.
Þjóðin þakkar öllu þessu fólki
fyrir ósjerhlífnina og þann þátt,
sem það átti í að gera lýðveldis-
hátíðina ógleymanlega.
♦H,*»**H4'’I“!mH4*I**H4****H**)$
Fáninn.
ÍSLENSKA ÞJÓÐIN hefir
vaknað til meðvitundar um að
hún á fána, dýrðlegt merki og
heilagt tákn. Það var fögur sjón,
að sjá fánadýrðina hjer í bænum
og úti á landi síðustu dagana.
En nú má ekki láta þetta duga.
Það á að flagga oftar en á þjóð-
hátíðinni. Þeir, sem hafa fengið
sjer fána og fánastöng eiga að
hugsa vel um fána sína og gæta
þess, að sýna fánanum þá virð-
ingu í allri meðferð, sem honum
ber.
Það er engin hætta á, að nokk-
ur maður geri það viljandi, að
fara rangt með fánann sinn, en
það getur komið fyrir vegna ó-
kunnugleika. Þessvegna er það
tillaga mín, að skipuð verði fána-
nefnd, sem menn geta snúið sjer
til til þess að fá upplýsingar um
meðferð fánans. Þessi nefnd ætti
um leið að hafa eftirlit með því,
að íslenska fánanum sje sýnd
virðing í alla staði. Sennilegt að
slíkar nefndir þyrftu að vera til
í hverjum bæ og hverri sýslu.
Gæti vel hugsast að hjer væri
verkefni fyrir skátafjelagsskap-
inn.
•
Fjallkonan.
EINN LIÐURINN á dagskránni
,á Þingvöllum var, að ung stúlka
átti að koma fram sem Fjallkon-
an og flytja ávarp til fánans og
síðan átti að fara fram fánahyll-
ing. í fyrstu átti sú athöfn að
fara fram á Lögbergi, en því var
breytt og ákveðið, að þetta yrði
liður í hátíðahöldunum á Völl-
íum.
En mistök urðu í sambandi við
þenna dagskrárlið og Fjallkonan
birtist aldrei. Það var þó ekki
henni að kenna, eða rjettara sagt
stúlkunni, sem átti að koma fram
sem Fjallkonan.
Öllum þótti leitt, að þessi dag-
skrárliður skyldi falla niður, því
Fjallkonan er hugtak og tákn,
sem öllum íslendingum er kært.
•
Fallegar gluggaskreyt-
ingar.
FJÖLDI VERSLANA hjer í
bænum höfðu fallegar glugga-
skreytingar yfir hátíðisdagana.
Víðast var skreytt með íslensk-
um fánum, eða fánalitunum og
myndum. Mest bar á myndum af
Jóni Sigurðssyni forseta í versl-
unargluggum. Ekkert skal um
það sagt hvar fallegasta skreyt-
ingin var og best að fara ekki út
í meting á því atriði. Það gerðu
augsýnilega allir það, sem þeir
gátu og efni og aðstæður stóðu
til — það er fyrir mestu.
©
Skemtisögur.
MARGAR skemtisögur eru
sagðar frá þjóðhátíðarhöldunum
hjer í bænum og fyrir austan.
Margar urðu til vegna veðurs-
ins. Það er t. d. sagan um fje-
laga hestarriannafjelagsins Fáks,
sem fóru ríðandi á Þingvöll. Sag-
an segir, að þeir fjelagar hafi
búið vel um sig í Almannagjá
aðfaranótt laugardagsins, en svo
fór alt á flot hjá þeim, eins og
fleirum. Gaus þá upp sá kvitt-
ur, að búið væri að breyta um
nafn fjelagsins og tilgang og nú
væri það sundfjelag.
Fulltrúaþing Samb. ísl. barna-
kennara verður sett í dag í Kenn
arastofu Austurbæjarskólans kl.
20.30.
Golfklúbbur íslands. Einnar
kylfu keppni fer fram í kvöld.
Raðað til leiks kl. 7.30 og hefst