Morgunblaðið - 21.06.1944, Side 5
Miðvikudagiir 21. júní 1944.
— Stórpólitískar yfirlýsingar
MORGÚNBLAÐIÐ
„Hversu dýrmæt er miskunn
Framh. af bls. 1.
una, sem henni fylgdi, lýsti for-
sætisráðherra yfir því, að ekki
þyrfti að tefja frestun þingsins
af ótta við, að ekki væri hægt
að skipta um stjórn þótt þing-
ið væri farið. Ríkisstjórnin
væri fús til að víkja strax og
fengin væri trygging fyrir því,
að meiri hluti þings væri fyrir
nýrri stjórn. Væri t^il fordæmi
frá 1927 fyrir því, að stjórnar-
skipti gætu farið fram án þess
að þingið sæti.
Yfirlýsing Sjálfstæðis-
flokksins.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, Olafur Thors, las því næst
eftirfarandi yfirlýsingu frá
Sj álfstæðisf lokknum:
,,Eins og öllum þingm. er
kunnugt, hafa þingflokkarnir
undanfarna daga rætt um mynd
un þingræðisstjórnar í landinu.
Enda þótt þær umræður hafa
ekki leitt til stjórnarmyndunar
á þessu stigi málsins, hefir
margt merkilegt komið fram,
og standa nokkrar vonir til, að
með frekari samningum, er þó
vafalaust munu taka nokkurn
tíma, megi auðnast að mynda
þingræðisstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
ríkan áhuga á því að takast
megi sem allra fyrst að mynda
þingræðisstjórn og telur að í
fullkomið óefni sje stefnt, ef
það verður lengi látið dragast.
Hinsvegar telur flokkurinn víst
að úr því sem komið er, muni
stjórnarmyndun ekki lokið á
næstu tveim dögum, og vill
ekki styðja að því að fresta
þingi á meðan slíkar tilraunir
kynnu að standa yfir.
Flokkurinn telur að best fari
á því, að stjórnarskipti fari
fram með þeim hætti, að stjórn
er nýtur trausts meiri hluta Al-
þingis sje reiðubúin að taka við
völdum, en eigi með hinum
hættinum, að Alþingi lýsi van-
traust á þessa stjórn, en hafi þó
eigi jafnframt undirbúið mynd
un þingræðisstjórnar.
Sjálfstæðisflokkurinn bendir
jafnframt á, að núverandi
stjórn situr ekki í skjóli stuðn-
ings Alþingis og hefir ekki leit
að þess stuðnings“.
Var nú'gengið til atkvæða
um þingfrestunina. Brtt. Einar^
Olgeirssonar var feld með 27:11
atkv.; brtt. Eysteins og Ingólfs
einnig feld með 21:21 atkv.
Loks var brtt. Bj. Ben. feld
með 24:13 atkv.
Að síðustu var þingsályktun-
artillaga forsætisráðherra sam-
þykt með 26:2 atkv.
Kveðjur. ,
Þessu næst ávarpaði forseti
Sþ. þingheim á þessa leið: .
. „Verkefni þessa fundar, eins
og Alþingis að þessu sinni er
nú lokið, — og .verður þingi
formlega frestað með forseta-
brjefi, sem lesið verður hjer á
eftir. Jeg vil nota þetta tæki-
færi til þess að þakka öllum
hv. þm. fyrir gott samstarf að
málefnum þingsins, og ekki síst
því mikla verki, sem lá fyrir
þinginu nú og farsællega er á
enda kljáð. Þetta verk mun
lifa, þótt annað fyrnist og
hvernig sem greina kann á um
menn og málefni. Nú fagna' all-
ir því, að hafa lagt að sjer við
framkvæmd þess og biðja þjóð-
inni giftu, sem að baki hefir
staðið þinginu á hinn glæsileg-
asta hátt. Jeg vil enda þessi orð
mín með því að óska þm. als
velfarnaðar og þeim og þeirra
nánustu góðra og bjartra sum-
ardaga, þar til hittumst heilir
næst.
Og að síðustu: Jeg óska þing
inu í heild til hamingju með
hið nýja lýðveldi“.
Eysteinn Jónsson þakkaði
forseta samveruna þá ógleym-
anlegu daga, sem þeir höfðu átt
undanfarið og fyrir ágæta
stjórn á merkasta þingfundi
sem haldinn hefir verið frá því
að Alþingi var stofnað. Þing-
menn risu úr sætum.
Las nú forsætisráðherra brjef
forseta Islands um frestun
funda Alþingis, en mælti síðan
á þessa leið:
Um leið og fundum Alþingis
er frestað, er mjer skylt að
votta þinginu þakklæti ríkis-
stjórnarinnar fyrir hið góða
samstarf þessa síðustu mánuði
og ekki síst þessa síðustu daga,
síðan 10. júní. Jeg vona að
samheldni og samstarf þingsins
megi eflast. En hins vil jeg
jafnframt geta, að jeg er þess
ekki sjerstaklega fylgjandi að
stjórn og þing mæti aftur und-
ir sömu kjörum og áður. Jeg
vildi óska þess, að Alþingi gæti
myndað sterka stjórn, ekki hje
góma tildursstjórn, heldur
stjórn, sem hefði vilja og gejtu
til þess að leysa vandamálin.
Þessu næst sleit forseti Sþ.
fundi og Alþingi var frestað.
Lýðveidishátíðin
í Amameshrepp!
Frá frjettaritara
vorum á Akureyri.
Lýðveldishátíðin í Arnarnes-
hreppi, Eyjafjarðarsýslu hófst
kl. 1 e. h., með guðsþjónustu í
Möðruvallakirkju, Hörgárdal.
— Sóknarpresturinn sr. Sigurð
ur Stefánsson prjedikaði. Var
kirkjan þjettskipuð sóknar- og
aðkomufólki lengra að.
Að lokinni messu, kl. 2,
hlýddu hátíðargestir á útvarp
frá Lögbergi. Var athöfn þessi
öll með miklum hátíðarbrag.
Hátíðinni var haldið áfram
að samkomustað sveitarinnar,
Reistará. Var þar í boði hrepps
nefndar snæddur miðdegisverð
ur í þinghúsinu og í stóru tjaldi.
Þá var gengið undir fána í
Freyjulund, skógræktarreit
Kvenfjelagsins Freyju. Þar
bauð Stefán Stefánsson, frá
Fagraskógi gesti velkomna og
flutti siðan ágæta lýðveldis-
ræðu. Halldór Ölafsson, Brú-
landi fyrir minni sveitarinnar,
sr. Sigurður Stefánsson mintist
frændþjóðanna. Avörp fluttu
frú Þóra Stefánsdóttir, Hjalt-
eyri, fyrir hönd Kvenfjelagsins
Valdimar Jónsson, Hallgilsstöð
um fyrir hönd ungm.f. — Kór
söng undir stjórn Jóns Kristj-
ánssonar, frá Bragaholti. — Þá
ljek Lúðrasveit-Akureyrar, und
ir stjórn Jakobs Tryggvasonar,
nokkur lög. — Að lokum var
dans stiginn fram eftir nóttu.
þín, ó, Guð
«
„Hversu dýrmæt er miskunn
þín, ó, Guð
mannanna börn leita hælis
í skugga vængja þinna.
Því að hjá þjer er uppspretta
lífsins, í þínu ljósi sjáum
vjer ljós“. (Sálmur 36).
HUGFANGIN og hljóð erum
vjer stödd í dag í helgasta
musteri vors hjartkæra föður-
lands — musteri, sem hönd
Drottins sjálfs hefir gjört.
Fjarlægir landar vorir dvelja
hjer einnig í anda, í þessari
dýrðlegu hamrakirkju, sem
þjóðin sjálf hefir vígt og valið
sem þingstað Alþingis, er hjer
var háð um aldir.
Hjer er undursamlegur heim
ur fegurðar, litbrigðaljómi og
töfrar íslenskrar náttúru. Hjer
er söguríkasti staður landsins.
Hjer voru mörkuð spor í þjóð-
arsögu Islendinga. Hjer reis sól
kristni Islands og kirkju.
Vjer komum hingað gagn-
tekin af þakklæti til forsjónar-
innar, til Guðs. A þessum stað
opnaat oss sýn inn í fortíð og
framtíð. Sagan líður fyrir sjón-
ir. En það, sem vjer dýrðlegast
eygjum, er þó handleiðsla Guðs
á þessari þjóð — hans eilífa
miskunn og náð. "
Og vjer þurftum hennar
sannarlega við. Þrengingar og
margskonar áþján þjökuðu
þjóðina. Vjer undrumst þrek
hennar í þeirri miklu raun.
Vjer lifðum oft sem blakt-
andi strá, en vjer reyndum
jafnframt þann sannleika, að
það varst þú, Drottinn, sem
lyftir oss dufti»u frá. Fyrir
Guðs hjálp hjelt Islendingur-
inn velli. Miskunn hans vakti
yfir þjóðinni frá öndverðu. Og
hún vakir enn í dag.
Stormarnir í þessu landi eru
tíðir og sterkviðrin mörg.
Stormarnir í lífsstríði íslensku
þjóðarinnar hafa eigi síður ver-
ið miklir og máttugir. En vjer
áttum skjól. Vjer áttum örugt
athvarf frá kyni til kyns. Ljós
fagnaðarboðskaparins logaði á
heimilunum. Sálmar Hallgríms
gáfu huggun, þrek og von. Við
þessi ljós vöknuðu hugsjónir í
brjóstum Islendinganna. Hug-
sjónir um frelsi og framför 1
þessu landi. Hugsjónir um að
standa með Guði, sem kristin
menningarþjóð við hlið ánnara
þjóða — verða frjáls og full-
valda frammi fyrir öllum
heiminum.
Frelsishetjurnar komu fram,
stórar, sterkar og fórnrikar.
Þær hófu kyndil hinna fögru
frelsishugsjóna og lýstu þjóð-
inni fram á veg. Guð stjórnaði
og leiddi. — En um leið og vjer
minnumst þeirra með verðskuld
aðri þökk, má ekki gleyma nafn
lausu þúsundunum, sem lagt
hafa stein í musteri frelsisins
í þessu landi. Mæðrunum, sem
kendu börnunum sínum rnóður-
málið, og vöktu í brjósum
þeirra ást til íslands, trú og
dug, öllum þegnum þessa
lands, sem í dyggilegu lífsstarfi
unnu þjóð sinni gott verk.
Hið stóra í þessum heimi
verður ekki unnið án þess að
einstaklingarnir, þúsundirnar,
komi til.
Ræða biskups á
Lögbergi 17. júní
Sú samstilling Íslendinga um
þessar mundir varpar miklum
ljóma á þenna mikla og lang-
þráða dag, sem nú er upp runn-
inn. Óskastund hinnar íslensku
þjóðar. Vjer fögnum af hjarta.
Hlýtt er handtak sjerhvers
manns i þessu landi í dag. Vin-
arhugur, samúð og kærleikur
býr í brjóstum vor allra. Fög-
ur og háleit hugsjón hefir
rætst. — Island — landið sem
ól okkur — landið sem vjer
elskum meira en nokkurt ann-
að land, er aífrjálst land — og
vjer erum frjáls þjóð — í
frjálsu landi. Þetta er fagur
dagur og fagnaðarríkur.
Hamingja Islands er mikil í
dag. Hugsum um þær þjóðir,
sem nú eru að fórna dýrmæt-
ustu eign sin-ni í styrjöldinni
miklu til þess að vernda frels-
ið. Þær láta nú fulltrúa sína
standa vinarvörð urn okkur í
dag — vörð um frelsi okkar og
sjólfsforræði.
Vjer viljum bera bróðurhug
til allra manna og þjóða. Vjer
hugsum með hlýhug og bæn
til Norðurlandaþjóðanna og1
sjerstaklega til þeirrar þjóðar,
sem nú um alllangt skeið hefir
verið sambandsþjóð vor. Vjer
minnumst með þakklæti bjartra
stunda í sambúðinni. Hinu er
gleymt, sem annan svip kann
aldar, nýs tímabils lýðveldis á
að hafa borið.
Vjer stöndum við dvr nýrrar
Islandi. — Nú tekur vissulega
að revna á. Aðrar þjóð-
ir fórna nú hjartablóði sínu
fyrir frelsið. Vjer njótum þeirr
ar sjerstöku náðar Guðs að
mega láta okkar fórnir í tje í
friðsælu starfi. Er það ekki
þakkar- og fagnaðarefni? Lýð-
veldishugsjóninni er ekki náð
fyrr en þjóðin er frjáls hið
innra jafnt sem hið ytra. Fyr
en hún er göfug og andlega
sterk þjóð. Fyr en hún hefir
skrýðst skrúða þess frelsis, sem
skapar henni farsæld og innri
frið.
Vjer vitum og skynjum, að
leiðin til hins fullkomna, sanna
frelsis er erfið og iöng, fram-
tíðin er ávalt hjúpuð móðu og
mistri óvissunnar. En í gegnum
þá þoku sjáum vjer Ijós, Ijós
kristindómsins — ljós Guðs.
Hjá honum er uppspretta lífs
ihs, Uppspretta alls þess, sem
er fegurst og best í þjóðlífi
veru. Þessvegna á Guð um-
fram alt dð verða léiðtogi þjóð-
arinnar Um alla tíð.
'Hið sanná frelsi öðlast þjóð-
in aðeins á Guðs vegum. Skáld-
ið bendir á hina rjettu leið:
„Lær sanna ti-gn þín sjálfs,
ver sjálfur hreinn og frjáls,
þá skapast frelsið fyrst
og fyrir Jesúm Krist
skal, dauðans fjötur falla“.
Vjer fögnum því öll að fá að
lifa þessi augnablik. Barnið,
æskumaðurinn, sem hjer eru,
munu á efri árum bleséa þenná
dag. Guð hefir falið oss mild'ð
hlutverk, að taka í dag á móti
stærstu og dýrmætustu gjöf-
inni, sem unt er að gefa þjóð-
unum. Minstu þess, þegar allar
kirkjuklukkur landsins hringj.a
frelsið inn í dag, að þú varst
kallaður til þessa veglega hlut-
verks. Mundu eftir ábyrgðinn.i,
sem því er samfara.
Gott er þeim, er að frelsi ís-
lands studdi, að eiga þá með-
vitund, er að því dregur, a'ð
hinsta sinni verði breitt yfir
hvílurúmið hans í þessum heimi
að hafa lagt frelsismálunum.lið
og mjúklega mun móðurmoldin
umvefja frelsisvinina íslensku
látna. —
Minningin um þá mun lifa
meðan íslensk tunga er töluð.
Og mætti svo ljós Guðs skína
yfir íslandi um aUa framtið.
Ljós hans verma, styrkja,
hugga, lífga og glæða alt hið
fegursta og besta, sem getur
gróið í brjóstum íslenskra
manna og kvenna.
Ljós Guðs Ijómar yfir Þing-
völlum og helgistöðum þjóðar-
innar öllum. Yfir kristni og
kirkju landsins. Guð blessi ís-
land. — Guð blessi landið og
sjóinn, bændabýlin og fiski-
miðin. — Guð blessi íslensku
þjóðina alla, íslendinga í Vest-
urheimi og víðsvegar um ver-
öldina, forsetann, sem nú verð-
ur kjörinn, ríkisstjórnina, Al-
þingi, starfsmenn þjóðarinnar,
alla sonu hennar og dætur —■
Guð blessi og annist sjúka —
og öll sorgar- og olnbogaböra
lífsins.
Guð blessi allar þjóðir heims
ins og gefi þeim að sjá friðar-
og frelsissól ljóma á himni
framtíSarinnar.
Guð blessi þenna dag, 17.
júní, og lýðveldi íslands.
liivarp Eýðveldishá-
líðarinnar heyrSisl
vel í Færeyjum
Frá Páli Paturson kóngs-
bónda í Kirkjubæ í Færeyjum
hefir útvarpinu borist svofelt
símsbéyti í dag:
„Útvarpið frá hinni mestu og
söguríkustu hátíð íslendinga
heyrðíst ágætlega hjer í Færey j
’um; svó að vjer höfu^n getóð
samfagnað yður og 'tekið þátt
í- hinum hjartanlegu og 'hlýjii
ósku-m um framtíð íslands, sem,
streymdu frarn í. ræðum þeim,-
sem fluttar voru, alt frá upp-
hafi að Lögbergi til veisluloka
á Kótel Borg.
Hjartans kveðjur
Páll Paturson.
BEST AÐ AUGLÝSA
I MORGUNBLAÐINU J