Morgunblaðið - 21.06.1944, Page 6

Morgunblaðið - 21.06.1944, Page 6
6 MOkÖUNBLAÐIÐ Miðvikudagiir 21. júní 1944. • ^Jtg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Um tvent að velja YFIRLÝSING SÚ, sem þingflokkur Sjálfstæðismanna gaf á Alþingi í gær, gefur merkilegar upplýsingar iim þær viðræður og samningaumleitanir, sem farið hafa fram milli hinna pólitísku flokka undanfarið. Almenn- ingur hefir verið lítt kunnugur þessum umræðum til þessa. Það eitt er vitað, að þær hafa ekki enn leitt til þess að Alþingi gæti komið sjer saman um myndun ríkis- stjórnar. Af fyrgreindri yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og ýms- um fleiri sólarmerkjum, virðist þó mega marka þa'ð nú, að á Alþingi ríki vaxandi skilningur á nauðsyn stefnu- breytingar. Einhugur þings og þjóðar í sjálfstæðismálinu hefir skerpt skilninginn á nauðsyn aukinnar samvinnu og fullkomlega þingræðislegrar stjórnarmyndunar. Meg- inþorri alþingismanna virðist nú hafa gert sjer ljóst, að hvorki Alþingi nje þjóðin sjálf geta lengur búið við það ástand, sem nú ríkir. Með því er stefnt út í botnlausa ófæru, ófæru, sem í senn er stórhættuleg og ósamboðin þjóð, sem nýlega hefir með einstæðum samhug stofnað með sjer alfrjálst lýðveldi. Það er hinsvegar hárrjett, sem Sjálfstæðismenn benda á í yfirlýsingu sinni, að með öllu er fráleitt að Alþingi byrji á því að lýsa yfir vantrausti á núverandi ríkisstjórn, áður en þingið sjálft hefir komið sjer saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, er styðjist við þinglegan meiri hluta. Slíkt væri einstæður skrípaleikur, sem væri til þess eins fallinn að auka enn á glundroðann. Krafa Sósíalistaflokks- ins um að lengja setu Alþingis nú um tvo daga, til þess að koma fram vantrausti á núverandi ríkisstjórn, var því mjög fjarri sanni. ★ Það er mjög miður farið að Alþingi tókst ekki, meðan það sat nú, að mynda þingræðisstjórn, sterka og hæfa til þess að mæta hinum fjölþættu vandamálum, út á við og inn á _við, sem úrlausnar bíða. En þótt svo hafi til tekist, má ekki láta við svo búið starida. Alþingi kemur saman snemma á komandi hausti. Fyrir þann tíma verður samvinna þingflokka, allra eða einhverra, að hafa tekist, um stjórnarmyndun. Ef sú samvinna tekst ekki, verður ekki hjá því komist að þjóðin fái tækifæri til þess að láta vilja sinn í ljós í nýjum kosningum til Alþingis. En ef það er rjett, sem ástæða virðist til að ætla, að aðeins herslumuninn vanti, til þess að samvinna geti tekist milli flokkanna um stjórn landsins, á að vera hægt að komast hjá því að kasta þjóðinni út í illvíga kosningahríð svo að segja á morgni lýðveldisstofnunarinnar. ★ íslendingar, Alþingi og þjóðin sjálf, verða að gera sjer það ljósara nú en nokkru sinni fyrr, hver ábyrgð og vandi hvílir oss á herðum. Vjer höfum stofnað alfrjálst lýðveldi, vjer höfum fengið mikilsverðar og ómetanlegar viður- kenningar á því og vjer höfum strengt þess heit að setja frelsi og öryggi lands vors ofar öllu öðru. Ef að togstreita milli stjetta og pólitískra flokka heldur áfram að sitja í öndvegi og varna allri skynsamlegri samvinnu um stjórn landsins á löggjafarsamkomu þjóðarinnar, höfum vjer á tilfinnanlegan hátt brugðist skyldu vorri við hugsjón lýðveldisins, stjórnskipulegan þroska og manndóm til þess að skapa landi og þjóð lífsnauðsynlegt öryggi. Það er þess vegna krafa þjóðarinnar nú, og þrátt fyrir alt virðist sú krafa styðjast við skoðun og stuðning meiri hluta Alþingis, að þegar þing kemur saman á næsta hausti, verði lokið myndun ríkisstjórnar, sem njóti öruggs stuðn- ings meiri hluta þingmanna, og sje fær um að taka með fullri festu á viðfangsefnum sínum. Sjálfstæðisflokkurinn á Alþingi hefir lýst yfir því, að hann stefni hiklaust að þessu marki og vilji eiga sem nánasta samvinnu við hvern þann aðilja, sem í raun og sannleika vill firra hið íslenska lýðveldi alvarlegu áfalli á fyrstu göngu þess. Rœða forseta sameinaðs Alþins;is, Gísla Sveinssonar, við mynda- styttu Jóns Sigurðssonar í Reykjavík 17. júní 1944, kl. 9 árdegis. VIÐ myndastyttu Jóns Sig- urðssonar forseta, nemum vjer staðar á þessari stundu, áour en vjer göngum til hinna mik- ilvægu athafna, er vor bíða á þessum degi, 17. júní 1944. — Þessi dagur markar tímamót, já aldahvörf í þjóðmálum Islands. Og við þessi málalok ber ekk- ert nafn íslenskra manna, þeg- ar minst er liðins tíma, hærra en Jóns Sigurðssonar. Það er ritað í sögu frelsisbaráttu ís- lendinga óafmáanlegu letri. Ef minnast ætli fyrri tíðar manna á landi hjer, þeirra, er mikils- verðan hátt hafa átt í viðhaldi þjóðstofnsins og síðan í endur- reisn þjóðlífsins sjálfs, þá yrði vissulega marga að nefna, á- gætismenn á öld hverri, eftir því, sem ástæður gerðu kleift. En eins og eðlilegt má þykja, verða þeir allir háðir sínum aldaranda, sumir meira, aðrir minna, og er það fyrirbrigði algengt með öllum þjóðum. En sá Islendinga, sem í sannleika kemst næst því að vera hafinn yfir sinn tíma í hugsun og störf um, hygg jeg að verið hafi Jón Sigurðsson, er hann hafði náð fullum þroska. Á öllum svið- um mála, sem vinna ber að til þróunar og eflingar þjóðinni, má vissulega um margt af hon- um lærdóm nema, þótt nú lykti með sigri þeim málum, sem hann beinlínis skipaði sjer í fylkingarbrjóst fyrir, rjettinda- og frelsismálum landsins. Ágæt ismenn eru ávalt fyrirmynd í meira en einu tilliti, ef menn leggja rækt við að veita því eftirtekt. Þeir eru ekki aðeins ljósviti, merki um það, hvernig menn varist hættur þær, er á leið kunna að vera, heldur einn ig áttaviti, er gefur til kynna, hvert halda beri til þess að kom ast heilir í tilætlaða höfn. Og enginn er svo vaxinn, að hon- um sje eigi nauðsyn að „átta sig“, m. a. gefa gaum beim mönnum og málefnum, er uopi hafa verið fyrr á æfi, eg það eitt er holt, ef menn í alvöru vilja framgang góðra mála, — Þess vegna er svo mikilsvert að minnast manna hinna góðu afreka og meta þá. Það er ekki aðeins sjálfsögð þakkarskulc til þeirra, heldur verður það einnig til þess að gera oss sjálf betri, sókndjarfari og styrkari. Islenskan hlómsveig færum vjer nú Jóni Sigurðssyni forseta að þakkarfórn. I dag er hans minst á mörg- um stöðum — á þessum merki- legasta afmælisdegi hans. Ekki síst má Alþingi vera hans minn ugt. í þakklætis skyni fyrir ó- metanlegt starf í þágu föður- landsins, og í nafni þings og þjóðar, hefi jeg nú lagt blóm- sveig þenna við fótstall Jóns Sigurðssonar, þar sem líkneski hans stendur á Austurvelli í Reykjavík gegnt dyrum Al- þingishúss íslendinga. Minning hans mun lifa bless- unarrík öldum og óbornum af íslensku kyni. Óánægjuraddir. ÖLLUM BER saman um, að þjóðhátíðarhöldin hafi tekist vel yfirleitt og meira að segja betur én hægt var að gera sjer vonir um. Fyrir hátíð voru menn hrædd ir um, að fólksflutningarnir myndu lenda í öngþveiti og að minsta kosti eitt blað ljet þann ótta í ljós, að búast mætti við áberandi ölvun á Þingvöllum, vegna þess, að vanrækt hefði verið að loka Áfengisversluninni með nægjanlegum fyrirvara. Eins og kunnugt er rættust engar slík ar hrakspár sem betur fer. Það er satt, sem jeg sagði í blaðinu í gær, að fólkið, sem tók þátt í há- tíðinni kom sjerstaklega vel fram. Það var eins og það væri þegjandi samþykki, að gera sjer alt að góðu og færa á betri veg það sem aflaga fór. En við erum stundum einkenni legir í skapferli íslendingar. Við þurfum altaf að hafa eitthvað til að nudda, en stöndum okkur svo vel þegar á reynir. Þannig var það fyrir hátíðina, að menn höfðu alt á hornum sjer og fanst alt ómögulegt og núna að hátíðinni lokinni byrjar nöldr ið á ný. Það má vel vera, að það sjeu ekki nema fáir menn, sem óánægjuraddirnar heyrast hjá, en þetta vill breiðast út og smita frá sjer. • Hneykslið á Þing- völlum. HÁVÆRASTAR eru óánægju- raddirnar út af því, sem almenn- ingur kallar „hneykslið á Þing- völlum“. Allir vita, hvað átt er við með því. Það kom ekki fyrir nema eitt atvik, sem kalla mætti því nafni á hátíðinni. Þetta veit öll þjóðin og hennar er að dæma það, sem gerðist. Jeg er þeirrar skoðunar, að langbest sje fyrir alla, að sem minst sje um þetta talað og allra síst opinberlega. Það, sem skeð hefir er búið og gert og verður ekki aftur tekið. Þetta er orðið íslandssaga. En ástæðan til þess, að jeg geri þetta atvik að umræðuefni hjer, eru nokkur harðorð brjef, sem jeg hefi fengið um'málið. Það er sterkt kveðið að orði í sumum brjefunum og margt rjettilega. Sumir vilja nefna nöfn og segja, „að þeir eigi skilið að fá að heyra það“. En jeg sje ekki, að vegur íslendinga, eða nokkurrar ís- lenskrar stofnunar vaxi við um- ræður um málið og af þeim á- stæðum birti jeg ekki brjefin. Hitt er svo annað mál, að þjóð- in þarf ekki að gleyma þessu og það er víst heldur engin hætta á að hún geri það. • Lögreglan á þjóð- hátíðinni. ANNAÐ ATRIÐI, sem menn virðast vera óánægðir með í sam bandi við hátíðahöldin á Þing- völlum, er lögreglan. í brjefum til mín um lögregluna segir m. a.: „Það var ekkert gagn í henni. Það sást aldrei lögregluþjónn". Þetta finst mjer ekki rjettmætar aðfinslur. Mjer er kunnugt um, að hver einstakur lögregluþjónn lagði sjerstaklega hart að sjer um hátíðina til að vinna skyldu- störf sín af samviskusemi og eft- r bestu getu. Margir þeirra vöktu í marga sólarhringa. Starf þeirra á vegunum var mikið og gott. Prýðilega af hendi leyst. En það er rjett, að lögreglan var ekki á hverju strái, enda ekki við því að búast, að mikið bæri á 100 manna sveit innan um 20 þús. manns. Það er ekkj rjett- mætt, að áfellast lögregluþjón- ana fyrir það að þeir voru fáir. Ef eitthvað hefir verið ábóta- vant, þá er það stjórn lögregl- unnar, sem á sökina, en ekki ein- stakir lögreglumenn. Hver einstaklingur var sinn eigin lögregluþjónn á Þingvöll- um og betri lögreglu er ekki hægt að fá í neinu þjóðfjelagi. • Mistök. FRÍMERKJASAFNARAR hafa bent á einn stóran galla á há- tíðarfrímerkjunum nýju. Nafnið ísland er þar skakt prentað, eða teiknað. Það vantar kommuna yfir I-ið í orðinu Island þannig, að enskumælad niþjóðir munu lesa orðið og skilja sem það þýddi eyja. Þetta eru leiðinleg mistök, sem því miður hafa kom ið fyrir áður. Þá setja menn það út á hin nýju frímer'ki, að ekki skuli vera nafn Jóns Sigurðssonar forseta undir myndinni af honum. Ó- kunnugir geti ekki vitað af hverj um myndin er og sumir geti hald ið, að á frímerkjunum sje mynd af fyrsta forseta íslands. Ónæðið á vinnustöðum FYRIR NOKKRUM dögum skrifaði jeg um ónæði það, sem mönnum er gert á vinnustöðv- um hjer í bænum, bæði í verk- smiðjum, skrifstofum og yfirleitt þar, sem menn eru að vinnu sinni Bent var á, að menn kæmu í heimsóknir á vinnustaði í tíma og ótíma, án þess að eiga nokk- uð erindi og truflun þá og tafir, sem af þessu stafa. Síðan hefi jeg fengið nokkur brjef um þetta mál og eru brjef- ritarar allir sammála um, að það sje hin mesta óhæfa, að leyfa mönnum að vaða inn á vinnu- staði í vinnutíma til þess að tefja fyrir fólki. Einn brjefritarinn bendir á at- ’riði, sem jeg mintist ekki á í þessu sambandi, en sem hinsveg- ar ef ekki síður þörf á að taka fyrir. Það eru hinar sífeldu síma- hringingar á skrifstofur til starfs fólksins. „Jeg veit um dæmi“, segir brjefritarinn, „sem jeg held að gefi rjetta mynd af ástandinu í þessum efnum. Á skrifstofu hjer í bænum, þar sem margir menn vinna, er stundum ekki hægt að komast að símanum í erindum fyrir fyrirtækið vegna þess, að allar línur eru á tali vegna einka samtala starfsfólksins. „Þetta tel jeg mestu óhæfu og myndi ekki vera liðið annarsstað ar en hjer á landi. Viltu nú ekki, Víkverji minn, beita þjer fyrir, að þessi leiði ósiður verði af- nurninn?" Jú, vissulega er það rjett, sem brjefritarinn segir um þetta mál. Umbætur. „EIN, sem þráir meiri fegurð“, skrifar mjer um tvö áhugamál sín, og jeg þykist vita, að fleiri vilji taka í sama streng. Hún vill að sett verði nafn Jóns Sigurðs- sonar á standmynd hans á Aust- urvelli. Það er mál, sem jeg hefi oft minst á hjer í blaðinu. Hún leggur einnig til, að tyrft verði yfir brunarústir Hótel íslands á meðan ekki er búið að ákveða að gera annað betra við þann stað. Eins og kunnugt er hefir nú verið sljettað yfir rústirnar og farið er að nota staðinn sem bíla- stæði. Jeg er hræddur um, að því verði ekki breytt í bráð, því miður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.