Morgunblaðið - 01.07.1944, Síða 6

Morgunblaðið - 01.07.1944, Síða 6
6 WOi. GUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. júlí 1944 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Áusturstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands I lausasöiu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Viðhorfið í haust SVO SEM kunnugt er, var Alþingi hinn 20. juní s.l. frestað til 15. sept., þ. e. a. s. að ekki má kveðja þingið saman síðar en þann dag.Margir þingmenn voru því fylgj- andi, að þingið yrði kvatt fyrr saman, eða 2. sept., en meiri hlutinn vildi fresta til 15. sept. Vafalaust hefði það verið hyggilegra, að láta> þingið koma saman í byrjun september, ekki síst þar sem stjórnmálaflokkarnir gátu ekki náð samkomulagi um að yfirtaka stjórnartaumana í sínar hendur og þannig unn- ið sameiginlega að lausn þeirra vandamála, sem fram- undan eru. Svo sem kunnugt er gildir landbúnaðarvísitala sú, sem samkomulag varð um í sex-manna nefndinni síðastliðið sumar, til 15. sept. n. k. Frá þeim tíma kemur ný vísitala, sem gildir heilt ár, eða til 15. september 1945. Á þessu stigi málsins verður að sjálfsögðu ekkert um það sagt, hver verður næsta vísitala landbúnaðarins. En þeir, sem kunnugastir eru þeim málum, munu ekki vera í vafa um, . að vísitalan muni hækka. ★ Öllum má ljóst vera, hverjar verða afleiðingar nýrrar verðhækkunar landbúnaðarvaranna. Fyrsta afleiðingin verður að framfærsluvísitalan hækkar og í kjölfar henn- ar fylgir ný, allsherjar kauphækkun. Með öðrum orðum: Ný verðhækkunaralda skellur yfir og ný flóðbylgja dýr- tíðar fylgir í hennar kjölfar. Þannig verður viðhorfið þegar Alþingi kemur saman 15. sept., ef ekki hafa verið gerðar sjerstakar ráðstaf- anir til þess að afstýra skriðunni. Ríkisstjórnin heldur að vísu enn áfram að „greiða niður“ verð ýmissa land- búnaðarvara á innlendum markaði, með framlagi úr rík- issjóði, en vafasamt er hvort húri getur haldið þeim greiðslum áfram, eftir að ný verðhækkun er skollin á, enda öllum ljóst, að þetta er engin varanleg læ'kning á dýrtíðinni. Af því, sem nú hefir sagt verið, má öllum ljóst vera, að aðkoma Alþingis 15. sept. verður síður en svo glæsileg. Alt myndi þetta horfa öðru vísi við, ef flokkarnir væru farnir að vinna saman og samkomulag væri náð um lausn þessara erfiðu vandamála. Því miður hefir ekki tekist ennþá, að ná þessu samkomulagi. Tilraunir þær, sem gerðar voru í þessa átt um leið og lýðveldið var stofnað, báru ekki árangur. Þó munu flokkarnir hafa ákveðið að halda viðræðum áfram. Fari svo, að flokkarnir geti ekki komið sjer saman, er ekki annað sjáanlegt, en að Alþingi verði þess alls ó- megnugt að leysa þau mörgu og flóknu vandamál, sem bíða úrlausnar og ekki þola lengri bið, ef ekki á illa að fara. 1 ★ Allar líkur benda til þess, að nú sje hafinn lokaþáttur styrjaldarinnar hjer í Evrópu. Getur meira að segja svo farið, að stríðið verði búið á þessu ári, eða í byrjun hins næsta. Okkur er án efa fullljóst, eins og öllum öðr- um, að þegar stríðinu lýkur, kemur ný verðlækkunar- alda yfir löndin. Verðfallið hlýtur að koma alveg sjer- staklega harkalega niður á okkur, vegna þess að verð- lagið hjer er miklu hærra en í nokkru öðru landi. Hvernig ætlum við að mæta þessu verðhruni? Eigum við að mæda því með harðvítugum deilum og átökum milli flokka og stjetta, þar til öllu er siglt í strand? Eða eigum við að mæta erfiðleikunum með sameiginlegu átaki og tryggja þannig framtíð landsins og lífsafkomu fólksins? Við getum áreiðanlega siglt skipi okkar heilu í höfn, ef allir gera skyldu sína og sýna þar með hinu unga lýðveldi trúmensku og þegnskap. Það er á valdi stjórnmálaleiðtog- anna, að þetta verði gert. Nú reynir á víðsýni þeirra, manndóm og kjark. Þjóðina þarf ekki að óttast. Hún mun áreiðanlega ekki bregðast, ef forystumennirnir kalla hana til sameiginlegra átaka. Minning: Ragnhiidur Guð- mundsdóHir Hún andaðist að heimili sínu, Sogni í Kjós þann 23. þ. m., tæpra 89 ára að aldri, f. 2. sept. 1855.’ Foreldrar hennar voru þau hjónin, Guðmundur Guð- mundsson og Guðný Guðmunds dóttir í Glóru á Kjalarnesi, (sem nú er eyði býli), og mun Ragnhildur hafa verið fædd þar. Hún giftist Guðlaugi Jak- obssyni frá Valdastöðum fyrir rúmum 60 árum síðan, og voru þau systkinabörn, en hann and aðist fyrir 20 árum síðan,- Byrj uðu þau búskap í Sogni og hef ir Ragnhildur átt þar heima altaf síðan. Þau hjónin byrjuðu búskap með fremur lítil efni og smám saman hlóðst á þau ó- megð. Þau eignuðust 11 börn, og dó eitt þeirra í æsku, og 1 son, mesta efnis pilt, mistu þau á besta aldri. Þó að efnin væru í fyrstu lítil, er þau hjónin hófu búskap, blessaðist alt vel, og voru þau samhent um það, að veita börnum sínum, sem best uþpeldi, sem í þeirra valdi stóð. Enda -gátu þau glaðst yfir því, að sjá þau verða að nytum og góðu fólki. Guðlaugur mátti kallast dverghagur á flest smíði, er hann lagði bönd að. — Enda hefir sá hagleikur erfst til barna og barnabarna. Vegna hagleiks síns var Guðlaugur löngum fjarri heimilinu. Reýndi þá á þol Ragnhildar, að sjá um alt heima, úti sem iinni, enda dró hún sig ekki í hlje. Oft bar gest að garði í Sogni, til að leita til Guðlaugs um ýmislegt við- víkjandi smíði. Og þó að stund um væri þröngt í búi, og það jafnvel svo, að tæplega væri til næsta dags, urðu gestir þess ekki áskynja, því að öllum var tekið sem best, er kostur var á. Og við systkinin megum minn- ast þess með þakklæti, hvers við nutum af hendi Ragnhild- ar. Altaf var eitthvað til að rjetta okkur. Ragnhildur var óvenju dug- mikil kona og liggur eftir hana langt og mikið dagsverk. Hún unni sje>r hvergi hvíldar. Hún prjónaði og spann, og var tó- vinnu eftir hana viðbrugðið alt til hins síðasta. Hún las og skrif aði gleraugnalaus framm á síð- ustu daga. Heilsan var fremur góð, og lá hún rúmföst í aðeins 4 daga áður en hún dó. Eftir að maður hennar dó, bjó hún í skjóli barna og tengdabarna, sem öll reyndust henni sem sannri móður. Með fráfalli Ragnhildar, er löngum og heillaríkum starfs- degi lokið, og fjekk hún þá ósk sýna uppfylta, að fá að hverfa hjeðan, áður en hún yrði öðrum til mikillar birði. Það er því sætt að hvílast eftir langan og erfiðan starfsdag, og mega þá hverfa til elskandi eiginmanns og drengjanna, sem á undan eru farnir, foreldra og fjölda vina. Við, vinir hennar og vandamenn, samgleðjumst henni með vistaskiptin og þökk um henni alt og alt. Nánustu ættingjar og vinir blessa minningu hennar. Mætti land vort eignast sem flestar dáðríkar og dugandi konur, þá myndi þjóð vorri vel vegna. Steini Guðmundsson. verji ólripar: 'ÍJr’ dc l»*l»**+*l**s»l+*l»*Z*****l**s*i9*l****K*K*++*K****1%*K*<,l***,****+**í*****Z* ^ 1 cicj Óskemtileg íbúðar-' hverfi. í ÚTHVERFUM Reykjavíkur hafa á seinni árum risið upp ó- skemtileg íbúðarhverfi. Þyrping af kofurn,1 sem menn hafa klambrað upp í flýti til að fá þak yfir höfuðið fyrir sig og sína. Sumsstaðar skamt frá sjálfum bænum hefir í fyrstu verið byrj að á þessum kofabyggingum sem sumarbústöðum, en þegar hús- næðisvandræðin fórd að ágerast varð það úr, að fólk fór að búa í kofunum alt árið. Átti ekki í önnur hús að venda. Hætta á ferðum. ÞAÐ GETUR verið, að þessi í- búðarhverfi sjeu ill nauðsyn, eins og ástandið er í húsnæðis- málum bæjarins En jeg tel, að í þessum Ijótu og leiðinlegu íbúðarhverfum liggi hætta, sem verði að taka fyrir í tíma, en það er sú hætta, að kofaþyrpingarnar verðii með tímanum fátækrahverfi í bæn- um, eða það sem er í erlendum borgum er kallað „slums“ og þyk ir vera til óprýði og skammar, þar sem þau eru. Það þarf ekki að lýsa þeirri hættu, sem stafar af fátækra- hverfum, hvar í heiminum sem þau eru. Bráðabirgðaskálar. ÚR ÞVÍ jeg fór að minnast á Ijótu kofana í útjöðrum bæjarins, er ekki hægt að ganga framhjá hinum svonefndu bráðabirgða- skálum, sem allmargir neyðast til að hírast í eins og nú er á- statt. Það er nauðsynlegt, að þeir skálar verði einungis til bráða- birgða og að fólk verði ekki lát- ið búa í þeim deginum lengur en nauðsynlegt er. „Utanbæjarfólkið“. REYKJAVÍK hefir vaxið óeðli lega síðustu árin. Það sjest best á síðasta manntali. Það eru nú búsettir í Reykjavík um 1200 manns, sem ekki eiga hjer lög- heimili. Einhversstaðar verður þetta fólk að búa og eltki getur það heimtað að bæjaryfirvöld Reykjavíkur láti því húsnæði í tje. En það er því miður ekki svo, að það sje „utanbæjarfólkið", sem er húsnæðislaust eða neyð- ast til að búa í bráðabirgðaskál- um. í „landi kunningsskaparins" skeður margt skrítið og mörg dæmi eru til þess, að heilar fjöl- skyldur utan af landi hafa síð- ustu árin flutt til Reykjavíkur og fengið ágætar íbúðir. Það hef- ir ekki verið framfylgt nógu vel þeim ákvæðum,. sem banna utan- bæjarfólki að kaupa hús hjer í bænum til þess að flytja inn í þau, og heldur ekki er haft eftir lit með því, að bæjarmenn gangi fyrir um leigu á íbúðum. Það er ekki sanngjarnt að skella skuldinni á bæjaryfirvöld in í þessu máli, enda gera það engir, sem til málanna þekkja og vilja líta á þau af sanngirni. Reykvíkingar hafa neyðst til að taka á sig kvaðir og óþægindi eins og hvert annað hundsbit og menn muna þá tíma, er Reykja- vík var bókstaflega lögð í einelti af löggjafarvaldinu. • Enn um útvarpið. RÍKISÚTVARPIÐ er sú stofn- un, sem fær einna misjafnleg- asta dóma landsmanna. Það er eðlilegt. Útvarpið er orðið það tæki, sem alla varðar og miklu máli skiptir að sje eins fullkomið íeaci iíÍii eaci iifinu og frekast er unt að hafa það. Hinar tíðu ádeilur á útvarpið og tillögur til bóta í ýmsu, sem þar þykir miður fara, bera vott um, að almenningur lætur sig skipta nokkru máli, hvernig það er rekið. Þenna áhuga manna fyr ir útvarpinu vildi jeg nefna hól fyrir stofnunina, því það sýnir að mönnum er ekki sama hvað þar fer fram og hvernig. Það er því síður en svo, að það sje sprottið af nokkurri illgirni í garð stofnunarinnar, er menn gagnrýna hana. Sannast þar hið fornkveðna, að það er vinur, sem til vamms segir. • Ein lítil umkvörtun. AÐ ÞESSUM FORMÁLA lokn um ætla jeg að bera fram eina kvörtun, sem jeg veit að margir standa að, en hún er sú, að þeg- ar leikin eru lög af hljómplötum, eða söngvarar koma fram í út- varpi, þá er þess aðeins getið í byrjun, hvaða lag leikið er eða hvaða söngvari syngur. Af því lerðir, að þeir, sem koma inn í miðja dagskrá fá t. d. ekki að vita nafn þess söngvara, sem er að syngja fyrr en söngskrá er lokið. En oft kemur það fyrir, að hlustendur verða að bregða sjer .frá tæki sínu áður en söngskrá er lokið og koma ekki aftur'fyr en nýr dagskrárliður hefir verið hafinn. Það er hægt um vik, að bæta úr óþægindum, sem af þessu stafa, með því, að þulur til- kynni eftir hvert lag, sem sung- ið er: „Þetta var N. N. söngvari, næsta lag,' sem hann (eða hún) syngur er....“. Sömu aðferð ætti að hafa þeg ar lög eru leikin af plötum. Það er ýmislegt smávegis, sem hlust- endur taka eftir og eru sammála um, að bæta þurfi úr, sem ráða- menn útvarpsins ættu að taka til greina. Það dettur engum annað í hug en að þeir, sem úfcvarpinu stjórna, vilji gera alt, sem þeir geta fyrir hluste’ndur og vinsæld ir útvarpsins og'þessvegna má og gera ráð fyrir að þeir taki vinsamlega hógværri gagnrýni. Vilhjálmur Ásmundsson Dáinn 17. júní 1944. Starfsins orku þegar þrýtur, þegar sín ei lengur nýtur iðjumaður, ör til starfa, sem áður vann svo margt til þarfa, þá er lífið lítils virði: Lúaraun og þrautabyrði. Sjón og heyrn að dofna og dvína, dauft oss sól og stjörnur skína, horfinn styrkur handa og fóta, hvergi finnast ráð til bóta, þá er Ijúfust lausnin eina; lækning allra þrauta og meina. Vonin segir: Við oss taki vaka og starf, að dauðans baki, finni þar vor fallvölt æfi framhald sitt, við hvers eins hæfi, gjöri oss heila og unga aftur alvalds mikli náðarkraftúr. Sína er altaf sárt að missa, sigur lífsins er þó vissa. Kærleikshugur heillaríkur huldar leiðir lil þín víkur; kærra vina kveðjan hljóða, knýtt í sveig um minning góða. Á. H. H.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.