Morgunblaðið - 01.07.1944, Qupperneq 8
8
MOROUNBLAÐIÐ
Laugardagur 1. júlí 1944
Hinningarorð um Maríu Sigurðardóttur
Þann 2. apríl síðastliðinn dó
merk kona vestur í Stykkis-
hólmi, — Anna María Sigurð-
ardóttir, sem var fædd í Stykk-
ishólmi 17. apríl 1855 og vant-
aði því aðeins nokkra daga í 89.
aldursárið.
María Sigurðardóttir var
komin af góðum ættum úr
Breiðafjarðareyjum, enda bar
hún þess merki. Hún var, e.ins
og áður getur, fædd í Stykkis-
hólmi og þar ólst hún upp og
dvaldi alla sína löngu æfi að
undanteknum 2 árum, sem hún
var, ung stúlka, á heimili Jóns
Pjeturssonar háyfirdómara í
Reykjavík.
Það bar snemma á því að Mar
ía var góðum hæfileikum gædd
og ung giftist hún einum at-
hafnamesta dugnaðarmanni,
sem þá var við Breiðafjörð,
Bjarna Jóhannssyni skipstjóra
í Stykkishólmi. Bjarni var son-
ur sjera Jóhanns Bjamasonar í
Jónsnesi, þess sem gifti frænda
sinn Sigurð skáld Breiðfjörð og
mest rekistefnan varð af. —
Bjarni skipstjórl var stjórn-
samur atorkumaður og í því
voru þau hjónin mjög lík, enda
kom brátt- í Ijós að heimili
þeirra þeirra .varð fyrirmynd
annara. — Þeim græddist fje á
skömmum tima svo að Bjarni
varð um aldamótin síðustu rík
asti maður við Breiðafjörð, en
undir þeim efnum var fóturinn
dugnaður og ráðdeild og var
húsmóðirin þar fullkomlega
rrleð í verki. — Heimili þeirra
var annálað fyrir rausn og
myndarskap og voru húsbænd-
urnir þar um samhentir í allan
máta. Hjá þeim var oft margt
hjúa og mátti með sanni segja,
að þar lærðu unglingar stjórn-
semi og manndóm, enda var á-
berandi hversu þeir mönnuðust
undir handleiðslu þessara
hjóna. —
María fjekk ekki að njót'a
Bjarna lengi því að hann dó í
blóma lífs síns, rúmlega fert-
ugur að aldri, árið 1903, og ekki
varð þeim barna auðið. — Eins
og áður getur safnaðist þeim
Bjarna og Maríu mikil efni á
þeirra tíma mælikvarða, en
þegar Bjárni vissi dauða sinn
fyrir, kom þeim hjónum sam-
an um að gjöra þá ráðstöfun
að gefa hluta af efnum sínum
til almenningshéilla. — ÞaUy
stofnuðu framfarasjóð Stykkis-
hólms með 10 þúsund króna
gjöf og hefir sá sjóður komið
miklu góðu til leiðar og styrkt
margt þarft fyrirtæki. — Sömu
leiðis gáfu þau styrktarsjóði sjó
mannafjelagsins ,,Ægir“ í
Stykkishólmi, 2 þúsund krón-
ur, og loks mintist Bjarni sjó-
mannanna, — stjettarbræðra
sinna — og gaf fje til bygging-
ar fyrsta vitans, sem bygður
var við Breiðafjörð, vitans á
Elliðaey. — Allar þessar rausn
arlegu gjafir voru engu síður
áhugamál Maríu en Bjarna,
enda varð hún að leggja sam-
þykki sitt til, lögum samkvæmt,
en það var með ánægju gjört.
Skömmu eftir að María var
orðin ekkja, giftist hún Árna P.
Jónssyni kaupmanni í Stykkis-
Hest vantar
Jarpur hestur tapaðist í vor frá Eiði á
Seltjarnarnesi. Einkenni: Klipt strik á lend,
tagl mjög þunnt að neðan. Tilkynnið vinsaml.
að Eiði til Meyvants Sigurðssonar, sími 4006.
hó.lmi. Með honum lifði hún í
hamingjusömu hjónabandi í 40
ár og lifir Árni konu sína. —
Árni er einstakur öðlingsmaður
og var hjónaband þeirra með á-
gætum. María hjelt rausn sinni
og höfðingskap og ríkti friður,
eindrægni og blessun guðs yfir
heimili þeirra. Þau sýndu öll-
um, er að garði bar, hlýju og
velvild og voru samhent í því.
— Árni rak á timabili verslun
og útgerð í Stykkishólmi, en
hætti hvorutveggja, en rak bú-
skap á landi, sem hann tók til
ræktunar.. Hann hefir varið
bæði miklu fje og alúð til þess
að það gæfi sem mestan arð og
hefir tekist að ná takmarki
sínu. —
Hjónaband þeirra Maríu og
Árna, var líka barnlaust, en
einn fósturson áttu þau. Hann
tóku þau að sjer ungan, þegar
hann misti móður sína. Það er
Jóhann Rafnsson verslunarmað
ur í Stykkishólmi. Þau veittu
honum hið besta uppeldi og
kendu honum alt gott, enda
reyndist hann og kona hans
Maríu sem bestu börn hennar,
ekki síst síðasta missirið, sem
hún lifði og var orðin veik og
ellihrum.
María Sigurðardóttir hafði á
valdi sínu það, að geta sýnt ná-
Sláturfjelagi Suðurlands und-
unganum hlýju og hugulsemi,
þó að hún gerði sjer ekkert far
daglega og þessvegna tókst
henni að vekja það besta í
brjóstum mannanna. — Allir,
sem kyntust henni, báru til
hennar hlýjan hug.
María var vinkona móður
minnar, enda var fyrri maður
hennar náfrændi okkar, og
minnist jeg þess nú með hlýj-
um hug þegar jeg, lítill dreng-
ur, fór með móður minni í
héimsókn til hennar, — mót-
tökurnar voru svo innilegar, og
María var svo kát. Jeg minnist
þess líka þegar jeg, fullorðinn
maður, naut gestrisni þessarar
konu og velvildar hennar og
þakka hvorutveggja og svo
mun jeg mæla fyrir munn
margra.
'Með Maríu er fallinn í valinn
einn hinna gömlu og góðu
stofna, sem settu þann höfðings
svip á Stykkishólm, sem kaup-
túnið býr lengi að.
Pramhald á bls. 11.
Sjötugsaimæli:
Valdimar Brynjólfsson
á Sóleyjarbakka
Á MORGUN ætla börn hjón-
anna á Sóleyjarbakka í Hruna-
mannahreppi, Valdimars Bryn
jólfssonar og Helgu Pálsdóttur
að heimsækja foreldrana og
minnast sjötugsafmælis föður
síns, er var í gær (30. júní-
mánaðar).
Æviskýrsla Valdimars er eigi
að forminu fjölþætt nje tilbreyt
ingarík. Hann er fæddur og upp
aldinn á Sóleyjarbakka. — Þar
bjuggu foreldrar hans, Brynj-
ólfur hreppstjóri Einarsson,
gáfaður, fastlyndur og vel met-
inn maður og kona hans, Val-
gerður Guðmundsdóttir, allan
sinn langa búskaparaldur. Voru
foreldrahúsin góð, en veraldar-
auður eigi mikill, þótt vel væri
unnið; börnin mörg en jörðin
lítil.
Valdimar tók við búsforráð-
um af foreldrum sínum laust
fyrir aldamótin og giftist Helgu
Pálsdóttur Andrjessonar frá
Eyrarbakka um sama leyti. —
Síðan hafa þau til þessa dags
búið óslitið á Sóleyjarbakka. ■—
Ókunnugan mann, er þar ber
nú að garði setur ef til vill
hljóðan, er hann lílur til hinna
öldruðu en geðþekku húsbænda
er bera það með sjer, að vinnu-
dagurinn er orðinn langur og
erfiður og enn staðið að verki.
Hjálpin við hversdagsstörfin
varla önnur en einn heilsubil-
aður sonur. Skyndileg ályktun
kann að verða sú, að þetta sje
ömurlegt hlutskifti, og að kot
eins og Sóleyjarbakkinn muni
fremur vera til kvalar en eld-
is. En sá, esr þannig kynni að
hyggja, ætti að koma þar næsta
sunnudag, þá myndi glaðna yf-
ir honum og alt skýrast í sum-
arheiði hins gróandi þjóðlífs.
Börn þeirra Valdimars og
Helgu eru nú 16 á lífi, en 3
eru látin. Allt starfið og stritið
á Sóleyjarbakka helgaðist upp
eldi barnanna. Jörðin var ekki
svo stór að hún svaraði til fram
færslu á slíkum barnahóp, það
þyngdi róðurinn, en alt fór vel.
Trygðin við býlið og álthagana
brást ekki, og börnin nutu 1
foreldrahúsum þeirrar ástúðar
við nytsöm störf og góðan heim
ilisbrag, er þau munu meta að
verðleikum við heimkomuna á
sjötugsafmæli föður þeifra. —
Eru þau mörgu systkini nú öll
uppkomin, vinsæl og vösk til
starfa hvert í sínum verka-
hring.
Það er að vísu svo, að ævi-
starf bóndans miðast mjög við
umbætur á ábýlinu og' búskap-
arafkomu og er góð hvatning
að meta slíkt mikils. Skortur
sá á hentugum jarðvinslutækj
um, sem verið hefir fram til
þessa er í þeim efnum fullkom-
in afsökun fyrir einyrkja með
stóran barnahóp. Þau Sóleyjar-
bakkahjón hafa eigi, þrátt fyrir
þetta,unnið fyrir gýg. Einn sona
þeirra hefir sagt mjer, að faðir
sinn hafi haldið því að þeim
börnunum, að mestu varðaði að
vera góður. Skila þessi góðu
og starfsömu hjón nú hinu end-
urreista íslenska lýðveldi stór-
um hópi góðra og dugandi
barna, og skyldi enginn efa, að
undir því er frelsi og framtíð-
argengi þessarar þjóðar mest
komið, að sem flestir foreldrar
geri slíkt hið sama.
Jeg vona að þessi heiðui+ijón
njóti nú mikillar gleði með
börnum sínum og öðrum vin-
um, er staldrað verðuf við á
sjötugsafmæli húsbóndans og
að glaðlyndi hans og drengileg
hreinskilni, er aldrei hefir lát-
ið sig, verði þar enn til ánægju
og eflirbreytni. E.
X-9
Eftir Roberf Sform
1) X—9: — Móðir yðar segir mjer, að þjer sjeuð 2) Mascara: — Þjer drápuð eiginmann minn, nú
að svelta yður, Mascara. Hver er hugmyndin? fáið þjer mig á samviskuna líka.
3) X—9: — Megrunarkúr getur haft margt gott
í för með sjer
sem er.
— þjer eruð of feitar, Mascara, hvort